Morgunblaðið - 08.04.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMT|J.DAGUR 8. APRÍL 1993
nýrri tímum varð landslagið algengt
í trönumálverki sem bein tjáning
og náði vafalaust hámarki sínu með
Impressjónistunum. Á þesari öld
hefur landslagið svo gengið í gegn-
um ný þróunarstig t.d. með tilkomu
Land Árt, en sú liststefna getur
trauðla talist fersk uppgötvun í list-
inni, þótt heimspekin á bak við
hana sé kannski ný, -frekar æva-
forn gjörningur í nýjum búningi.
Á allra síðustu tímum hafa menn
uppgötvað, að vilji þeir sjá hreint
og ómengað landslag, er það
kannski hvergi að finna nema í
landslagsmálverki fyrri alda og
framan af þessari öld. Iðnbyltingin
hefur séð fyrir því með tilkomu
síma- og rafmagnsstaura, verk-
smiðja, orkuvera og hvers konar
iðnaðar í dreifbýlinu. Það má því
segja að framfarir hafi á sér tvær
hliðar og tvö andlit, og þannig hef-
ur ekki einungis ótal lífverum verið
útrýmt, heldur hefur einnig orðið
stórfelld röskun á landslagi víðast
hvar og oftar en ekki fyrir vanþekk-
ingu og fyrirhyggjuleysi. Jafnvel
Þingvellir voru um sumt frábrugðn-
ir því sem nú er, fyrir einungis
nokkrum áratugum, og þó á þetta
að heita ómengað land, sem það
er alls ekki í strangasta skilningi
þessa orðs.
Lítum á hina miklu Heklumynd
Ásgríms Jónssonar, en hún er ekki
aðeins mikilfenglegt málverk, held-
ur er yfir henni einhver upphafín
kyrrð og friður ómengaðs lands-
lags. Menn eiga erfitt með að fyll-
ast ekki fortíðarþrá er þeir standa
frammi fyrir henni, og svo er raun-
ar um fleiri myndir á sýningunni
er tjá stórbrotna fegurð ósnortins
og óflekkaðs landslags. Og eftir því
sem mannanna verk menga náttúr-
una meira, því verðmætari verða
þessar gömlu landslagsmyndir,
bæði sem heimild og listræn túlkun
umhverfisins. Landið sjálft var líka
meira ævintýri, er vegakerfið var
frumstætt og háheiðarnar enn
óruddar, þannig að ekki var hægt
að komast á suma afskekkta staði
nema á hestum, og þótt framfarir
séu af hinu góða, ber að fara með
gát að viðkvæmri náttúrunni.
Manninum er nefnilega hollt að líta
einnig á málin frá fleiri sjónarhorn-
um en snýr að tímalegri velferð.
Einungis fyrir þessar staðreyndir
tel ég framkvæmdina að Kjarvals-
stöðum mjög tímabæra, auk þess
sem hún er góð tilbreyting frá sýn-
ingum sem hafa verið í húsinu und-
anfarið og eiga að tjá nútímalegri
viðhorf. En með sama framhaldi,
verða nútímaleg viðhorf jafnvel af-
stætt hugtak í myndlistinni eins mjög
og leitað er til fortíðarinnar, auk
þess sem almennum fegurðarhugtök-
um hefur verið umbylt. Jafnvel hnoði
og glingurlist hefur verið lyft á stall
og blygðunarleysinu um leið.
Það væri hægt að rita langt mál
um sýninguna og nálgast hana frá
ólíkum hliðum, því að hún hreyfir
við svo mörgu í skoðandanum, en
ég kýs hér öðru fremur að vekja
athygli á merkilegum viðhorfs-
breytingum til landslags og eldri
listar. Má jafnvel halda því fram,
að sýningin „Draumurinn um sum-
arnóttina“ hafí átt þátt í umtals-
verðri viðhorfsbreytingu til vissrar
tegundar landslagsmynda og norr-
ænnar myndlistar um leið. Tekist
hefur að safna saman margt ágætra
myndverka, en þó orkar val á mynd-
um einstakra málara tvímælis, því
að hér eru öndvegisverk sumra
málara á móti miðlungsverkum
annarra. Það er hins vegar rétt
afstaða að sýna jafn yfirgripsmikið
úrval, sem er í samræmi við sagn-
fræðilega nauðsyn, en þá saknar
maður nokkurra málara eins og t.d.
Einars Jónssonar frá Fossi, Jóhanns
Briem, og Magnúsar Á. Árnasonar.
Mér hefur þótt athyglisvert að
ræða við yngri kynslóðir.listamanna
um þessa sýningu, því að viðhorf
þeirra er um margt'mjög svo frá-
brugðið hinna eldri og jafnframt
umburðarlyndara. Þannig eru sumir
mjög hrifnir af myndum Guðmund-
ar frá Miðdal, og telja hann mjög
vanmetinn málara. Þannig breytist
listasagan ósjálfrátt og hér eru það
tímarnir sjálfir sem eiga hlut að
máli, en engin heimatilbúin sagn-
fræði. Þá er með sanni annað mat
á myndum Kristins Péturssonar, en
t.d. hjá ungum á áttunda áratugn-
um. Og þótt deila megi um valið á
myndum Júlíönu Sveinsdóttur- var
yngsta kynslóð listamanna mjög
hrifin af þeim og þá einkum lita-
meðferðinni, en mörgum þótti hún
einmitt dauf og þunglyndisleg hér
áður fyrr. Svo er ekki er úr vegi
að geta þess að kunnur framúr-
stefnulistamaður, Milan Kunc að
nafni, er hingað kom á sl. ári heill-
aðist af list Gunnlaugs Blöndal.
Að sjálfsögðu byijar sýningin á
verkum Þórarins B. Þorlákssonar,
sem var mun merkilegri málari en
margur gerði sér ljóst, en val mynda
hans hefði mátt vera betra. Ljóst
má vera, að það var hörmulegt slys
að þessi maður skyldi ekki geta
helgað sig málaralistinni, og þurfa
að vinna fyrir sér með teikni-
kennslu og verða svo skólastjóri
Iðnskólans. Saga íslenzkrar mál-
aralistar hefði sennilega orðið önnur
og jarðtengdari, ef hann í stað þess
hefði verið gerður að prófessor og
forstöðumanni fagurlistaskóla.
Slíkar stofnanir þurfa ekki að vera
ýkja viðamiklar, en teljast til grunn-
viðar hvers menningarþjóðfélags.
Minni á að fagurlistaskólinn í Osló
var í 4 kennslustofum í bakhúsi,
er við Guðmundur Erró stunduðum
þar nám, en þó gömul, virt og víð-
kunn stofnun. Kyrrðin og blíðan
einkennir myndir Þórarins eins og
raunar hinna brautryðjendanna í
upphafi ferils þeirra, og hér komu
til bæði rómantíska stefnan og
táknhyggjan. Þetta speglast eink-
um í málverkum Ásgríms og Kjar-
vals, sem urðu fyrir mjög sterkum
áhrifum frá táknhyggjunni, en hins
vegar var það úthverfa innsæið,
formið og myndbyggingin sem Jón
Stefánsson lagði útaf.
Kynslóðirnar sem á eftir fylgdu
urðu eðlilega fyrir miklum áhrifum
frá brautryðjendunum, en hver á
sinn hátt. Hefði maður gjarnan ósk-
að þess að þeir Jón Engilberts,
Gunnlaugur Scheving, Þorvaldur
Skúlason og Snorri Arinbjarnar
hefðu málað svolítið meira í hreinu
landslagi, en allir urðu þeir fyrir
áhrifum af nýjum straumum í list-
inni, sem gerðu manninn að stærra
atriði á myndfletinum. Finnur Jóns-
son og Kristín Jónsdóttir eru vel
kynnt á þessari sýningu og einnig
Sveinn Þórarinsson, en hins vegar
hefur Jón Þorleifsson gert mun
betri verk að mínu mati. Þeir Brynj-
ólfur Þórðarson, Eggert E. Laxdal
og Kristján H. Magnússon urðu
allir skammlífír en voru athyglis-
verðir málarar, svo sem sér stað á
sýningunni. Málverkið Þórólfsfell
eftir Eyjólf J. Eyfells vakti dijúga
athygli mína fyrir það hve hún er
nákvæmt máluð og einnig Þórðar-
höfði eftir Guðmund Thorsteinsson.
Þá eru ótaldir Gísli Jónsson, Frey-
móður Jóhannson, Ásgeir Bjarn-
þórsson, Tryggvi Magnússon og
Ólafur Túbals, sem voru allir af
annarri gráðu en þeir sem taldir
hafa verið upp, en áttu sér sína
aðdáendur.
Þó að framtakið sé gott hefði
verið æskilegt að vanda enn meira
til sýningarinnar, því að þrátt fyrir
mörg mjög góð verk, virkar hún á
köflum full samhengislaus. Gefín
hefur verið út vel hönnuð og vegleg
sýningarskrá með mörgum litmynd-
um, sem unnin var í prentsmiðjunni
Odda, en litgreining þeirra sýnist
mér dálítið hnökrótt einkum hvað
varðar mynd Sveins Þórarinssonar
„Herðubreið".
Sjónvarpið og Hrafn
eftir Björn Bjarnason
Innan opinberra stofnana, einkum
þeirra, sem búa við einokunaraðstöðu
skapast oft það andrúmsloft, að
starfsmenn þeirra telja stofnanirnar
hafnar yfir alla gagnrýni og það
kunni beinlínis að vera hættulegt
fyrir starfsöryggi sitt ef fundið er
að rekstri stofnananna. Reynsla ann-
arra þjóða sýnir, að stofnanir sem
lenda í þessu ferli eru oftar en ekki
á feigðarbraut. Annað hrörnunarein-
kenni á opinberum stofnunum er, að
starfsfólk þeirra tekur til við að líta
á sig sem ómissandi og í raun eigend-
ur þeirra og einu talsmenn með rétt
viðhorf. Þeir sem láta önnur sjónar-
mið í ljós taka oft mikla áhættu og
kunna beinlínis að verða lagðir í ein-
elti. Þetta er ekki síst alvarlegt, ef
viðkomandi stofnun vinnur að
skoðanamyndun.
Við alþingismenn vorum minntir
á viðhorf ýmissa úr hópi starfsfólks
sjónvarpsins sl. mánudag, þegar
umræður voru utan dagskrár á Al-
þingi um tímabundna ráðningu
Hrafns Gunnlaugssonar í starf fram-
kvæmdastjóra stofnunarinnar.
Nokkrir starfsmenn sjónvarpsins
komu á þingpalla með Ögmundi Jón-
assyni, formanni BSRB, og höfðu
þeir fyrirmæli forseta Alþingis að
engu, þegar þeir voru ítrekað ám-
inntir um að trufla ekki störf þing-
manna með lófaklappi eða bauli. Það
er kannski til marks um sómatilfinn-
ingu á fréttastofu sjónvarps að þetta
ámælisverða framferði áheyrenda
var vendilega klippt á brott, þegar
fréttastofan sýndi myndir af umræð-
unum á Alþingi kl. 20 á mánudags-
kvöld. Fréttin gaf hins vegar ekki
rétta mynd af andrúmsloftinu í þing-
salnum þessa síðdegisstund og þeirri
óvirðingu sem pallagestir sýndu Al-
þingi íslendinga.
Þröngsýn hagsmunagæsla
Hið ámælisverða varðandi stöðu
Hrafns Gunnlaugssonar gagnvart
Ríkisútvarpinu er að útvarpsstjóri
skuli hafa rekið Hrafn úr starfi dag-
skrárstjóra fyrir að segja skoðun sína
í sjónvarpsumræðuþætti um sjónvarp
ríkisins, þar sem Hrafn sat fyrir svör-
um sem dagskrárstjóri. í því felst
ótrúleg þversögn að yfirmaður stofn-
unar sem nærist hvað best á því,
þegar í henni eru felldir dómar um
menn og málefni, skuli ekki virða
málfrelsið meira en brottrekstur
Hrafns sýndi. Dómar hér á landi
fyrir meiðyrði þykja yfírleitt vægir -
varla er unnt að fá þyngri dóm fyrir
orð sín en þann að missa starf sitt
vegna þeirra.
Eg hef oftar en einu sinni lesið
útskrift af hinum umdeilda þætti
með Hrafni Gunnlaugssyni og sé
ekki neitt í honum sem er brott-
rekstrarsök. Á hinn bóginn kynnir
Hrafn ýmsar róttækar hugmyndir.
Hann segir meðal annars á einum
stað:
„Einu sinni voru setjarar þeir sem
þurftu að setja allar greinar sem
blaðamenn gerðu. í dag setja blaða-
menn þetta inn. Þama eru að verða
breytingar. Vandinn við stofnun eins
og þessa er fyrst og fremst sá að
hér myndast ákveðnir gamalgrónir
starfshópar sem líta á hveija breyt-
ingu og hveija nútímatækni sem
beinlínis tilræði við sig. Og þetta
þarf að yfirvinna, þessu þarf að snúa
við. Menn þurfa að ... verða að skilja
það að breytingarnar eru ekki settar
þeim til höfuðs heldur til þess að
bæta dagskrárgerðina." Á öðrum
stað segir hann:„Það má ekki vera
þessi eilífa hræðsla við breytingar
þannig að menn hugsi bara um það
eitt að halda í sinn stól. Menn verða
að vera tilbúnir að skipta um störf
og taka við nýrri tækni, og það mun
ég leggja mikla áherslu á.“
Þegar ég starfaði sem blaðamaður
hér á þessu blaði kynntist ég hluta
þeirrar umbyltingar sem orðið hefur
í allri tækni við vinnslu dagblaðs.
Ég átti þess einnig kost oftar en einu
sinni að sýna útlendingum, hvernig
Morgunblaðið stóð að vígi í þessu
efni. Var oft ástæða til að fyllast
stolti í slíkum kynnisferðum, ekki
síst þegar rætt var um þá víðsýni
íslenskra prentara að snúast ekki
gegn byltingunni heldur gerast virk-
ir þátttakendur í henni. Þar voru
þeir að ýmsu leyti í fararbroddi á
alþjóðavettvangi og má minna á, að
um bresk dagblöð var umsáturs-
ástand í fyllstu merkingu þess orðs,
þegar tæknin hélt innreið sína þar
með fullum þunga.
Páls Péturssonar, formanns þing-
flokks framsóknarmanna, er ekki oft
getið í sambandi við breytingar eða
framfarir í sjónvarpsrekstri. Þó vakti
Eiður Guðnason, umhverfisráðherra
og fyrrverandi sjónvarpsfréttamað-
ur, máls á því í umræðum á Alþingi
fyrir nokkru, að hann hefði fyrst séð
Pál, þegar þingmaðurinn var á leið
í sjónvarpsþátt til að andmæla lita-
sjónvarpi á íslandi. Það er ef til vill
tímanna tákn að starfsfólk sjón-
varpsins fagnaði Páli mest á þingp-
öllunum sl. mánudag?
Fjármálastjórn gagnrýnd
I hinum umdeilda sjónvarpsþætti
vék Hrafn Gunnlaugsson einnig að
íjármálastjórn Ríkisútvarpsins. Eru
þau ummæli hans athyglisverð í ljósi
þess að nú hafa andstæðingar ráðn-
ingar hans beint athyglinni að fjár-
málahlið hennar og samningum sem
Hrafn hefur gert sem kvikmynda-
framleiðandi og leikstjóri við
menntamálaráðuneytið og sjónvarp-
ið.
í þættinum bendir Hrafn á að er-
lendis séu miðstýrðar íjármáladeildir
í útvarpsfyrirtækjum taldar tíma-
skekkja. Slík deild hafi til dæmis
verið lögð niður nýlega í Danmörku
og hið sama hafi verið gert í öðrum
löndum. Hann segir síðan:
„Og ég held að það sé það sem
hljóti að koma hér, og það verði að
gerast. Það er að segja þessi stóra
stofnun, sem er [með] þessa miklu
yfirbyggingu, að hún nái að brotna
niður i einstakar deildir, sem séu
ábyrgar fyrir sínum rekstri, vegna
þess að hættan er alltaf þessi að einn
Björn Bjarnason
stjóri ræður aðstoðarmann, aðstoðar-
maðurinn ræður sér ritara og svo
framvegis og framvegis. Og fjölgun-
in verður alltaf meiri á toppnum."
Hafi menn efast um réttmæti
þessara orða hlýtur að minnsta kosti
að draga úr þeim vafa þegar fréttir
berast nú um að útvarpsstjóri hafi
ráðið sér mann til aðstoðar á toppn-
um.
Hrafn Gunnlaugsson dró í efa að
það hefði verið hagkvæmt fyrir Rík-
isútvarpið að reisa stórhýsið við
Efstaleiti. Hann benti á að þar stæðu
tvö stór myndver og þau yrði kannski
aldrei notuð, af því að tæknin hefði
gert þau úrelt. Hann sagði enn frem-
ur: „Og það er svona ýmislegt í fjár-
festingum stofnunarinnar sem mætti
skoða, og ég er ekkert viss um að
leiðin til að auka innlenda dagskrá
eða auka umsvif þessarar stofnunar
sé alltaf að hækka afnotagjöldin. Eg
held það mætti jafnvel lækka afnota-
gjöldin en breyta rekstrarforminu og
skoða reksturinn alveg frá rótum og
fá samt miklu meira innlent efni.“
________________________19
Bæjarstjóri
kærir Bylgj-
una til siða-
nefndar
blaðamanna
Akranesi.
FRÉTTASTOFA útvarpsstöðvar-
innar Bylgjunnar hefur verið
kærð til siðanefndar Blaða-
mannafélags Islands vegna frétt-
ar af sjóslysum við Akranes 17.
mars sl. það er bæjarstjórinn á
Akranesi, Gísli Gíslason, sem
kærir.
Gísli Gíslason vildi lítið tjá sig
um málið en staðfesti að hann hafi
sent umrædda kæru. í fréttatíma
Bylgjunnar þennan dag voru nöfn
bátanna sem þarna fórust nefnd
aðeins um klukkustund eftir að
slysin urðu. Þá hafði ekki náðst í
aðstandendur þeirra sem létust.
Gísli telur þennan framgang frétta-
mannanna og útvarpsstöðvarinnar
vítaverðan. Slík tíðindi þurfi að
færa með eins mikilli nærgætni og
virðingu og hægt er. Flumbrugang-
ur og óðagot fjölmiðla í þessu efni
getur haft í för með sér skaða og
varað í minningu aðstandenda um
langa tíð.
Gísli Gíslason segir „að svona
mál hafí oft komið upp áður, en
þrátt fyrir áminningar virðist ganga
treglega fyrir fjölmiðla að draga
nauðsynlegan lærdóm af reynsl-
unni. Af þeim sökum sé ekki kom-
ist hjá því að kæra Bylgjuna til siða-
nefndarinnar fyrir ósmekklegan og
óábyrgan fréttaflutning af um-
ræddu slysi“, sagði Gísli að lokum.
- J.G.
Fyrir að láta þessar skoðanir í ljós
var Hrafn Gunnlaugsson einfaldlega
rekinn fyrirvaralaust frá sjónvarpi
ríkisins. Það er fráleitt að afsaka
brottreksturinn með því að vísa til
ummæla sem Hrafn lét falla um vini
sína, því að undir lok þáttarins sagði
hann: „Mér fannst meira spennandi
að koma hingað heim og fást við
þessa stofnun, þó að menn hafi lýst
henni að sumu leyti svona hroðalega
í kvöld, þá þykir mér vænt um hana
og hef gaman að því að vinna héma
og mér finnst það spennandi. Hér
er fólk sem ég þekki, hér eru vinir
mínir, eins og svo hefur verið talað
mikið um hér í kvöld.“
Stjórnarhættir
Hrafn Gunnlaugsson er umdeildur
maður og hann hefur oft gengið fram
af mörgum. Sumir eru vafalaust
þeirrar skoðunar að listamenn eigi
ekki að vera í stjórnunarstöðum;
snilligáfa þeirra nýtist betur á öðrum
vettvangi. Hitt er fráleitt að halda
því fram að vegið hafí verið að stjóm-
skipun íslenska ríkisins með því að
menntamálaráðherra setti Hrafn
Gunnlaugsson í starf framkvæmda-
stjóra sjónvarpsins. Það er alrangt.
Vonandi fær Hrafn hins vegar tæki-
færi til að sýna hvað í honum býr í
þessu starfi og getur hmndið ein-
hveiju af því í framkvæmd, sem
hann kynnti í sjónvarpsþættinum
fræga. Raunar kann framtíð sjón-
varpsrekstrar á vegum ríkisins að
ráðast af því að skynsamlega sé á
málum haldið á þessum miklu breyt-
ingatímum. Ríkisútvarpið býr í
vernduðu umhverfi afnotagjaldanna
og alls ekki sjálfgefíð að sú skipan
vari um aldur og ævi.
Þeir sem vilja í alvöru velta fyrir
sér lýðræðislegum stjórnarháttum,
mannréttindum og siðrænum sjónar-
miðum varðandi síðustu atburði í
sögu Ríkisútvarpsins ættu að beina
athygli sinni að málfrelsinu, einum
helgasta rétti borgara í lýðræðisríki.
Ríkisútvarpið og rekstur þess er alls
ekki hafinn yfir gagnrýni, þótt
starfsmenn stofnunarinnar bregðist
illa við henni og hiki ekki við að
nota aðstöðu sína innan hennar til
að láta vandlætingu sína í ljós.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.