Morgunblaðið - 08.04.1993, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.04.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTÍJDAGUR'8. ATRÍL 1993 021 Björgvin Þór Jóhannsson „Mikilvægt er að starfs- menn skólanna fái vinnufrið til að laga menntunina enn betur að íslensku atvinnulífi.“ nú verið að skoða bekkjarkerfi Stýrimannaskólans og áfangakerfi Vélskólans með þetta markmið í huga. Oðru máli gegnir hinsvegar um efnisinnihald séráfanga skólanna sem miðast aðallega við þau at- vinnuréttindi og þar með þau mark- mið sem viðkomandi skóli stefnir að. Þetta veldur því að efnisinni- hald séráfanganna er í flestum til- vikum mjög frábrugðið frá einum skóla til annars þótt finna megi dálitla skörun í sumum tilvikum. Sem dæmi mætti taka kælitækni- kennslu í vélskólanum og Fisk- vinnsluskólanum. í Vélskólanum er lögð megináhersla á hina fræðilegu undirstöðu vélrænnar kælingar, kælimiðla og viðhald og rekstur kælivéla ásamt umhverfismálum. Hinsvegar er í Fiskvinnsluskólanum lögð meiri áhersla á fiskinn sem hráfefni og þær ástandsbreytingar sem fiskurinn verður fyrir við fryst- ingu, áhrif frystihraða á gæði vör- unnar, áhrif mismunandi geymslu- hitastigs á geymsluþol o.s.frv. Eins og sjá má er þarna um gjörólík svið að ræða sem hvort um sig krefst mikillar sérhæfingar og væri því tímasóun að kenna þetta í sam- eiginlegum áföngum nema að menn ætli sér að gera vélstjóra einnig að matvælasérfræðingum og öfugt og lengja þá námið sem því nemur. Miðað við hvernig starfsréttindi eru skilgreind núna er mjög lítið sem hægt er að samkenna af séráföng- um þessara þriggja skóla og ef það yrði gert hefði það óhjákvæmilega í för með sér ofmenntun og leng- ingu námstímans. Samvinna skóla er yfirleitt af hinu góða og hana ber vissulega að efla en það er mikilvægt að skólamenn fái að vinna að þessu í friði. Vélskólinn og Stýrimanna- skólinn hafa þegar hafið slíka sam- vinnu og er verið að skoða fleiri leiðir til að auka hana. Einnig hafa viðræður farið fram milli Tækni- skóla íslands og Vélskólans um samvinnu á ýmsum sviðum en þar virðast vera mun meiri möguleikar á samvinnu í séráföngum og í sam- nýtingu á tækjabúnaði en hvað Stýrimannaskólann varðar. Einnig hefur Vélskólinn átt nokkurt sam- starf við Háskóla íslands. Nú sem stendur er í gangi samstarfsverk- efni um vetnisbrennslu. Auk þess hafa ýmis félög úti í atvinnulífinu haft samstarf við Vélskólann varð- andi endurmenntun og nýtingu á tækjabúnaði.^ Vélskóli íslands veitir tækni- menntun á breiðum grunni, sem er þrepaskipt þannig að nemandinn getur sjálfur ráðið umfangi og framvindu námsins og þar með rétt- indastigi. Efsta stigið, nám vélfræð- ings, tekur 5 ár í skóla og 19 mán- aða samningsbundið málmiðnað- arnám. Eftir ákveðinn siglingatíma fást ótakmörkuð réttindi sem vél- stjóri óháð stærð véla eða skipa. Þessi réttindi hafa verið viðurkennd á Norðurlöndunum og nú er verið að afla þessu námi alþjóðlegra við- urkenninga. Vélstjóranámið veitir einnig starfsréttindi við rekstur á eimkötlum í landi. Starfsvettvangur vélstjóra er bæði til sjós og lands enda hefur menntunin mikla breidd og er eftirsótt hjá ýmsum fyrirtækj- um í landi; einnig eru margir vél- stjórar sem reka eigin fyrirtæki. í landi starfa vélstjórar m.a. í virkj- unum, hitaveitum, frystihúsum og á vélaverkstæðum svo dæmi séu tekin. Heitið Sjávarútvegsskóli spannar því engan veginn alla þá starfsemi og þann starfsvettvang sem vélstjórafræðslan tekur til. Mikilvægt er að starfsmenn skól- anna fái vinnufrið til að laga mennt- unina enn betur að íslensku at- vinnulífi, að Vélskóli íslands, Stýri- mannaskólinn í Reykjavík og Fisk- vinnsluskólinn geti búið við öryggi og framtíð þeirra sé tryggð. Löng umræða um óvissa framtíð skól- anna hefur vafalítið komið niður á fjárveitingum til viðhalds húsa og til uppbyggingar á tækjabúnaði. Nú er mál að linni. Þróunarstarf í grein sinni minnist Finnur á ráðstefnu sem haldin var um það leyti sem starfshópurinn skilaði af sér skýrslunni frá 1986. Á þeirri ráðstefnu komu fram mjög sterkar efasemdir og gagnrýni á að réttlæt- anlegt væri að leggja niður fyrr- nefnda sérskóla og stofna Sjávarút- vegsskóla með fjölbrautasniði. Þeg- ar um er að ræða jafn sérhæft nám og hér er til umfjöllunar eru sérskól- ar vænlegri til að fylgja eftir hinni hröðu þróun sem á sér stað úti í atvinnulífinu. Það helgast meðal annars af því að hin faglega þekk- ing beinist í ákveðinn farveg og verður því beinskeyttari en dreifist ekki um of. Vissulega þarf að búa þannig að slíkum sérskólum að þeir geti komið nýjungum sem fýrst inn í kennsluna og hafi gott svigrúm til tilraunakennslu og kennslu- gagnagerðar. Þeir gætu þá í leið- inni starfað sem móðurskólar eða þjónustuskólar fyrir brautir sem annast svipaða kennslu í fjölbrauta- skólum víða um landið. Við núver- andi aðstæður er vart hægt að ætlast til þess að menntamálaráðu- neytið geti annast þennan þátt svo vel fari. Til þess skortir það bæði starfslið og sérþekkingu. Fjöldi nemenda og kennsluaðstaða í Vélskóla íslands í grein sinni kemur Finnur inn á fækkun nemenda í Vélskóla ís- lands. Við þá skoðun fer hann að- eins aftur til ársins 1980. Til að átta sig betur á þessu máli þarf að skoða lengra aftur í tímann. Frá upphafi Vélskóla íslands (1915) og allt til ársins 1967 fór nemenda- fjöldi skólans sjaldan eða aldrei upp fyrir 100 nemendur og stundum var fjöldinn langt undir þeirri töllu. Fiskifélag íslands menntaði mótor- vélstjóra á fiskiskip á þessu tíma- bili eri hætti þeirri starfsemi 1966. Með lögum um vélstjóranám frá 1966 er fallið frá þeirri kröfu að fjögurra ára nám í járnsmíði (í iðn- skóla og hjá meistara) sé inntöku- skilyrði. Jafnframt var grunndeild málmiðna tekin inn í skólann og öll iðnskólafög fyrir vélvirkja. Um þetta leyti var orðinn verulegur skortur á vélstjóramenntuðum mönnum svo að til vandræða horfði og undanþágur voru margar. Til þessa tíma var aðsókn að Vélskól- anum mjög háð þeim lærlingafjölda sem var í járnsmíði á hverjum tíma. Með lögunum frá 1966 var eins og stíflugarður brysti og nemendur flykktust inn í skólann og fór nem- endafjöldi talsvert yfir 300 sum árin milli 1968 og 1980. Um 1980 varð mikill samdráttur í öllum járn- iðnaði sem kom bæði niður á Vél- skólanum og iðnskólunum. Um sama leyti var Vélskólanum breytt úr bekkjakerfi yfir í áfangakerfi og námið lengdist um 1 ár. Á þessum árum jókst námsframboð mikið á framhaldsskólastiginu sem vafa- laust hefur átt sinn þátt í að færri fóru í Vélskólann. Á tímabilinu milli 1968 og 1980 voru oft mikil þrengsli í skólanum. Þetta kom iðu- lega niður á kennslunni, t.d. var stundum kennt í matsal skólans og útbúin var sérstök kennslustofa í setustofu á 2. hæð. Málm- og renni- smíði var komið fyrir við þröngar aðstæður í kjallara hússins þar sem þær eru enn. Kennsluaðstaðan sem Vélskóli íslands bjó við á þessum tíma var gjörsamlega óviðunandi og starfsaðstaða kennara var nán- ast engin. Nemendafjöldi Vélskól- ans hefur verið nokkuð stöðugur eftir fækkunina sem varð upp úr 1980 eða um 200 nemendur. Kennsluhættir hafa breyst mjög á undanförnum árum og mikil aukning orðið á tækjakennslu og þar með sérstofum en þessi kennsla er plássfrek. Með færri nemendum er nú lag að flytja smíðakennsluna úr fyrrnefndum kjallara og í bjart- ara, rúmbetra og vistlegra húsnæði en þetta krefst skipulagsbreytinga á húsnæði skólans. Sjómannaskólinn er því síst af- lögufær með húsnæði eins og allir geta séð sem áhuga hafa á að kynna sér málið. Sé gerður samanburður við vélskóla og stýrimannaskóla á Norðurlöndunum þá er öll aðstaða þar, varðandi verklegt nám og hús- rými, til fyrirmyndar enda löngu viðurkennt að slíkt nám er ekki hægt að stunda með bókina og krít- ina sem einu vopnin. Ég tel að Finnur Ingólfsson hafi ekki kynnt sér nægilega vel starf- semi Vélskólans og þýðingu hans fyrir íslenskt atvinnulif. Meiri áhersla virðist hafa verið lögð á að skoða skóla erlendis en í kjördæm- inu Reykjavík. Ég vona þó að þessi grein verði til þess að hann verði nokkru fróðari um skólann og hann er ávallt velkominn í heimsókn til að skoða og ræða við starfsmenn skólans. Höfundurer skólameistari Vélskóla íslands. ----»■ ■» ♦- Starfsmanna- félag RÚV mótmælir Á aðalfundi Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins sem haldinn var í fyrradag var samþykkt að mót- mæla „harðlega pólitískri íhlutun í málefni Ríkisútvarpsins". Fordæm- ir fundurinn einnig þá misbeitingu valds sem fram kom í ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra Sjón- varps, eins og sagði í samþykkt fundarins, sem Morgunblaðinu hef- ur borist. Sumarhúsasýning á Selfossi Þér gefst einstakt tækifæri til þess að skoða fullbúið hús í hólf og gólf, í ró og næði. Komdu og ráðfærðu þig við fagmenn. Hjá okkur færðu hugmyndir, teikningar, kostnaðaráætlanir, myndir og upplýsingar um sumarhúsalóðir, allt á einum stað. Allir velkomnir. Við verðum við söluskála SHELL við Suðurlandsveg frá kl. 13.00—19.00. Gagnheiði 1, Selfossi, sími 98-22333, fax 98-22329.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.