Morgunblaðið - 08.04.1993, Side 26

Morgunblaðið - 08.04.1993, Side 26
26---------------------------------------------Morgunblaðið FIMMTUDAGUR 8. apri'l tW SUÐUR-AFRÍKA Á TÍMAMÓTUM eftir Davíð Þór Björgvinsson Nú hyllir undir endalok aðskiln- aðarstefnunnar í Suður-Afríku. Þó á ýmsu gangi í viðræðum ríkis- stjómar landsins við leiðtoga blökkumanna eru fæstir í vafa um að aðskilnaðarstefnan heyri brátt sögunni til. Stór hluti hvíta minni- hlutans hefur þegar sætt sig við að ríkisstjórn blökkumanna, eða a.m.k. með þátttöku þeirra, muni áður en langt um líður sitja að völdum í landinu. Hér á eftir verð- ur farið nokkrum orðum um sögu- legan bakgrunn aðskilnaðarstefn- unnar, inntak hennar og núverandi stöðu mála í Suður-Afríku. Sögulegar rætur Þau vandamál sem við er að glíma í Suður-Afríku eiga sér langa sögu, jafnvel allt aftur til þess tíma er Evrópumenn settust að á þeim stað sem nú stendur Höfðaborg á síðari hluta 17. aldar. Kerfisbundin viðleitni hvítra, sem ýmist voru (og eru) af hollenskum eða breskum uppruna, til að halda litum kynþátt- um landsins utan við stjórn þess, hófst þegar á síðari hluta 19. aldar samfara viðleitni þeirra til að sölsa undir sig meira land í sunnanverðri Afríku eftir að gull, demantar og fleiri verðmæti fundust þar í jörðu. Á þessum tíma var landið bresk nýlenda, en naut nokkurrar sjálf- stjómar í ýmsum málum. Kosn- ingaréttur var bundinn við eignir og tekjur. Af þessari ástæðu nutu allir kosningaréttar, sem uppfylltu skilyrðin, án tillits til litarháttar. Litir kynþættir voru þó áhrifalitlir í stjórnmálum fram eftir öldinni, þar sem tiltölulega fáir meðal þeirra uppfylltu skilyrðin. Þegar leið á öldina fór þeim þó fjölgandi og áhrif þeirra uxu að sama skapi. Raddir fóru þá að heyrast meðal hvítra í þá veru að þessa þróun þyrfti að stöðva. Komu þar til rót- grónir fordómar í garð litra kyn- þátta, fullvissa um yfirburði hvítra og þörf stórbænda og annarra at- vinnurekenda fyrir ódýrt vinnuafi. Til þess að stöðva þessa þróun voru m.a. sett lög 1887 og 1892 sem hækkuðu tekju- og eignamörk. Árið 1894 voru enn sett lög sem gerðu blökkumenn mjög áhrifalitla um stjórn landsins, m.a. með því að setja möguleikum þeirra til að kaupa og eignast land verulegar skorður. Þetta léiddi til þess að ijöldi þeirra átti ekki annarra kosta völ en að vinna sem launþegar fyr- ir hvíta atvinnurekendur. Með þess- ari löggjöf voru slegnar tvær flugur í einu höggi, pólitísk áhrif litra urðu óveruleg og um leið var tryggt framboð á ódýru vinnuafli. Þetta ástand hlaut að kalla á viðbrögð litra, einkum blökku- manna, sem fóru verst út úr þess- um aðgerðum. Saga Suður-Afríku á fyrri hluta 19. aldar einkennist af tilraunum blökkumanna og ann- arra litra kynþátta til að rétta sinn hlut og snúa þróuninni við og end- urteknum aðgerðum ríkisstjórna landsins til að koma í veg fyrir áhrif þeirra á stjórn þess. Má þar nefna lög frá 1913 sem enn frekar bönnuðu kaup eða leigu blökku- manna á landi í eigu hvítra, bann sem náði til 93% allra eigna í land- inu, lög sem hömluðu litum búsetu eða dvöl á ákveðnum svæðum, skorður við starfsemi verkalýðsfé- laga o.fl. í þessum aðgerðum birt- ist viðleitni til að aðskilja kynþætti landsins með ýmsum hætti, þótt heitið „aðskilnaðarstefna“ (Apart- heit) hafi ekki orðið til fyrr en síðar. Aðskilnaðarstefnan Árið 1948 komst ríkisstjórn Þjóðarflokksins (National party) til valda í landinu og hefur hann verið við völd allar götur síðan. Helsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar var að hrinda í framkvæmd aðskiln- aðarstefnunni, sem flokkurinn hafði boðað í kosningabaráttunni, og leysa átti kynþáttavandamál í Suður-Afríku í eitt skipti fyrir öll. Aðskilnaðarstefnan hvíldi á fjór- um meginhugmyndum: (1) Að íbú- ar Suður-Afríku skiptust í fjóra kynþætti, þ.e. hvíta (Evrópumenn), blandaða (coloured), blökkumenn og Indveija, sem hver um sig hefðu sín sérstöku einkenni og menningu. (2) Að hvíta kynstofninum bæri réttur til að stjóma ríkinu vegna yfirburða sinna. (3) Að hagsmunir hvítra skyldu ganga fyrir hags- munum annarra kynþátta og að ríkinu bæri ekki skylda til að skapa einstökum kynþáttum sömu að- stæður. (4) Að hvíti kynstofninn myndaði eina þjóð á meðan aðrir kynstofnar, einkum blökkumenn, skiptust í fjölmargar þjóðir (ætt- bálka). Eftir að Þjóðarflokkurinn komst til valda árið 1948, hófst hann þeg- ar handa við að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd. í kjöl- farið fylgdu margir lagabálkar sem miðuðu að algjörum aðskilnaði kyn- þáttanna, þó einkum hvítra frá öðrum. Hér má nefna lög frá árinu 1949 um bann við hjónaböndum milli fólks af hvítum kynstofni ann- ars vegar og litum hins vegar og lög frá 1950 um bann við kynferðis- legu samneyti einstaklinga af þess- um kynstofnum. Ennfremur má nefna lög um skráningu íbúa lands- ins frá 1950, þar sem gert var ráð fyrir að skrá skyldi nákvæmlega af hvaða kynstofni og ættbálki, ef því var að skipta, hver einstakling- ur var. Slík lög þóttu nauðsynieg til að taka af allan vafa um þessi atriði, þar sem þau skiptu sköpum fyrir réttarstöðu viðkomandi. Framkvæmd þessara lagabálka leiddi m.a. til þess að heimili voru leyst upp þar sem sambúð hjóna var talin andstæð lögum. Árið 1953 samþykkti þingið lög sem beinlínis F.W. de Klerk heimiluðu að einstökum kynþáttum yrði mismunað að því er varðaði aðbúnað og þjónustu hins opinbera. Þá svipti ríkisstjórnin lita kynþætti með öllu þeim litlu pólitísku réttind- um sem eftir voru. Ekki lét ríkis- stjórnin staðar numið við þetta heldur hóf hún að endurskipuleggja búsetusvæði blökkumanna með því að skipta þeim í átta (síðar tíu) svæði, svokölluð heimalönd, eitt fyrir hveija „þjóð“ (ættbálk) blökkumanna. Til að byija með var þessum heimalöndum að mestu stjórnað af hvítum, með óverulegri þátttöku sjálfra íbúanna. Megin- hugmyndin var sú að í heimalandi sínu gæti viðkomandi „þjóð“ lifað á þann hátt sem hæfði siðum henn- ar og menningu og notið allra þeirra réttinda sem henni var neit- að um í öðrum hlutum landsins. Verk þetta var fullkomnað með lögum frá 1971 þar sem ríkisstjórn- inni var heimilað að veita einstök- um heimalöndum fullt sjálfstæði. Hefur ríkisstjóm Suður-Afríku veitt sumum þessara ríkja sjálf- stæði. Má þar nefna Transkei 1976, Bophuthatswana 1977, Venda 1979 og Ciskei 1981. Um leið og heimalöndin urðu „sjálfstæð" voru íbúar þeirra sviptir suður-afrískum ríkisborgararétti. Með stofnun hei- HEIMALÖND I SUÐUR-AFRÍKU NAMIBÍA „Sjálfstæð" heimalönd Önnur heimalönd HEIMALÖNDIN eru öll um 13% af landinu öllu, en þar var um 70% Ibúa landsins ætlað að „búa“. Á kortinu sést einnig að sum heimalöndin skiptast í reynd í mörg landsvæði, t.d. Bophuthatswana, sem þó á að heita „sjálfstætt riki“. Kynþættir S-Afríku 1987 millj. kr. % Blökkumenn 26,3 75 Blandaðir 3,1 9 Indverjar 0,9 2 Hvftlr 4,9 14 35,2 Liklegt fylgi helstu stjórnmála- hreyfinga f almennum kosningum Afríska þjóðarráðið 40-45% Þjóðarflokkurinn 25-30% Inkatha 10-15% Kortið sýnir skiptingu Suður-Afríku í heimalönd. Heimalöndin eru öll um 13% af landinu öllu, en þar var um 70% íbúa landsins ætlað að „búa“. Á kortinu sést einnig að sum heimalöndin skiptast í reynd í mörg landsvæði, t.d. Bophuthatswana, sem þó á að heita „sjálf- stætt ríki“. afríska þjóðarráðsins malandanna var búið að skapa lagalegan og siðferðilegan grund- völl til að neita blökkumönnum um lagaleg og pólitísk réttindi í Suður- Afríku, þar sem þeir nytu þeirra í heimalöndunum. Rétt er að taka fram að ekkert heimalandanna hef- ur hlotið viðurkenningu sem sjálf- stætt ríki á alþjóðavettvangi. Meginhugmyndin að baki stofn- unar heimalandanna var sú að blökkumenn byggju þar og nytu borgaralegra réttinda. Heimild þeirra til að búa utan heimaland- anna á svæðum hvítra var háð því að þeir væru launþegar hvítra at- vinnurekenda. Ef launþegi missti starf sitt var honum gert skylt að fara í sitt heimaland hvort sem hann hafði áður búið þar eða ekki. Talið er að um 3,5 milljónir manna hafi í skjóli þessara laga verið flutt- ar nauðungarflutningum og margir þeirra til staða sem þeir höfðu aldr- ei búið á og þekktu ekkert til. Of Iangt mál er að telja upp alla þá lagabálka sem ríkisstjórn hvíta minnihlutans setti eftir 1948 til að viðhalda og festa í sessi aðskilnað- arstefnuna. Þessi löggjöf lagði grunninn að aðskilnaði kynþátt- anna, ekki aðeins að því er varðaði pólitísk réttindi og búsetu, heldur einnig atvinnuréttindi, menntun, heilbrigðisþjónustu, samgöngur o.fl. Af þessari löggjöf hefur leitt mikið þjóðfélagslegt misrétti sem enn blasir alls staðar við í Suður- Afríku. Andstaða blökkumanna Stefna ríkisstjórnar Þjóðar- flokksins hlaut að kalla á and- spyrnu litra kynþátta landsins. Öflugustu frelsissamtök blökku- manna á þessum tíma voru Afríska þjóðarráðið (African National Congress), sem þegar átti sér al- langan sögu, stofnað 1912. Um sama leyti og ríkisstjórn Þjóðar- ráðsins settist að völdum tók ný kynslóð við stjórn samtakanna. Þeirra á meðal var Nelson Mandela (f. 1918). Á 6. áratugnum stóðu samtökin fyrir kröfugöngum og mótmælum um allt landið. Yfirlýst stefna samtakanna var að beijast með friðsamlegum hætti fyrir rétt- indum blökkumanna. Mótmæli þessi voru jafnan brotin á bak aft- ur með lögreglu- og hervaldi. Þá stóð ríkisstjórnin fyrir setningu ýmissa lagabálka til að setja starf- semi samtaka blökkumanna skorð- ur og hefta athafnafrelsi þeirra. Árið 1960 urðu nokkur þáttaskil þegar lögregla braut á bak aftur mótmælagöngu í bænum Sharp- ville, skammt frá Jóhannesarborg, með því að skjóta til bana 67 blökkumenn og særa 186. Flestir þeirra voru skotnir í bakið. Þessir atburðir vöktu andúð á stefnu ríkis- stjórnarinnar um allan heim. Alda mótmæla og óeirða reið yflr landið á næstu misserum. Ríkisstjómin svaraði með því að lýsa yfir neyðar- ástandi í landinu og veita lögreglu og her víðtækar heimildir til að halda uppi aga. Þá var starfsemi frelsissamtaka blökkumanna bönn- uð með öllu. þ.m.t. Afríska þjóðar- ráðið. Árið 1963 var helsti leiðtogi samtakanna, Nelson Mandela, dæmdur í lífstíðarfangelsi. Tók það ríkisstjórnina um fjögur ár að bijóta hreyfingar blökkumanna á Mangosutu Buthelezi, leiðtogi Inkatha-hreyfingarinnar. bak aftur og stilla til friðar í land- inu. Friður ríkti að mestu í landinu fram á miðjan 8. áratuginn þegar aftur fór að bera á andstöðu við aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar. Stofnuð höfðu verið ný samtök blökkumanna, SASO (South Afric- an Students Organisation), með Steve Biko í broddi fylkingar. Beittu samtökin sér aðallega gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í mennta- málum blökkumanna. Mótmæli þessi náðu hámarki þegar ríkis- stjórnin lýsti þeirri stefnu sinni að stór hluti kennslu í skólum blökku- manna skyldi fara fram á afrikans, máli meirihluta hvítra sem fæstir blökkumenn skildu. Ríkisstjórnin mætti allri andspyrnu af fullri hörku og braut hana jafnan á bak aftur með lögreglu- og hervaldi. Starfsemi SASO var einnig bönn- uð. Árið 1977 var Steve Biko hand- tekinn og lést hann í varðhaldi af völdum áverka sem hann hlaut vegna barsmíða lögreglu. Um miðjan 9. áratuginn reið alda mótmæla yfir Suður-Afríku á nýjan leik. Þetta varð til þess að ríkis- stjórnin lýsti aftur yfir neyðar- ástandi. Talið er að á árunum 1986- 1987 hafí allt að 30.000 manns verið handteknir og hafðir í haldi lögreglu í lengri eða skemmri tíma án þess að vera leiddir fyrir dóm- ara eða formlegar sakir bornar á þá. Fjöldi fólks lét lífíð í fangelsum landsins að því er talið er vegna pyntinga og lélegs aðbúnaðar. Stefna ríkisstjórnar Þjóðar- flokksins á 8. og 9. áratugnum sýndi Ijóslega að hún var staðráðin í því að halda aðskilnaðarstefnunni til streitu hvað sem liði mótmælum heima fyrir og fordæmingu á al- þjóðavettvangi. Engu að síður stóð ríkisstjómin fyrir ýmsum umbótum til að slá á kröfur blökkumanna. Má þar nefna umbætur í heilbrigð- is- og menntamálum. Hér skiptir þó mestu stjórnarskrárbreyting sem gerð var árið 1983. Með henni var blönduðum og Indveijum veitt- ur réttur til að kjósa sína eigin fulltrúa á löggjafarþingið. Í sam- ræmi við það skiptist þingið í þijár deildir, eina fyrir hvíta, aðra fyrir blandaða og þriðju fyrir Indveija. Þótt meginreglan væri sú að laga- frumvarp þyrfti samþykki allra deilda til að verða að lögum, voru reglur sem tryggðu hvítum síðasta orðið ef árekstrar urðu. Sem fyrr var ekki gert ráð fyrir breytingu á stöðu blökkumanna. Stjórnarskrár- breytingin _ var af sumum túlkuð sem fyrsta skrefið í þá átt að öllum kynþáttum yrðu veitt pólitísk rétt- indi áður en langt um liði. Aðrir túlkuðu þetta hins vegar svo að það væri fastur ásetningur stjóm- arinnar að halda blökkumönnum fyrir utan stjórn landsins til fram- búðar. Atburðir áranna 1986-1989 benda til þess að sá skilningur muni hafa verið réttur. F.W. de Klerk Á árinu 1989 gerðust óvæntir atburðir í Suður-Afríku. Þáverandi forseti landsins P.W. Botha veiktist skyndilega. í kjölfar þess var F.W. de Klerk kjörinn leiðtogi Þjóðar- flokksins og í september það sama ár tók hann við embætti forseta Suður-Afríku. í ræðu sem hann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.