Morgunblaðið - 08.04.1993, Síða 28

Morgunblaðið - 08.04.1993, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1993 Að kanna Kristján í New York eftir Ingólf Guðbrandsson / Það er stórt Gerðubergið í New York, réttu nafni Lincoln Center of the Performing Arts við Broad- way, og hýsir flestar listgreinar í mörgum byggingum með snoturt torg í miðju; s.s. Metropolitan óper- una, New York ríkisleikhúsið, New York fílharmoníuna, New York ballettinn, sviðslistasafnið, Julliard tónlistarháskólann og ýmislegt fleira tengt listum, sannkölluð há- borg menningar í skýskafaraborg- inni á Manhattan. Islendingur er að geta sér heimsfrægðar á fjölum Metropolitan og allt í einu vakna íslendingar til meðvitundar og fara að taka eftir þessari borg, hinni mestu i heimi á mörgum sviðum, sem þeim áður þótti eitt mesta ómenningarbæli heims. New York hefur sinn eigin stíl og lífsmáta, sumum fellur hann vel, öðrum ekki, allt eftir smekk og lífsviðhorfum. „Haldi Kristján áfram á þeirri glæsilegu braut, sem hann hefur gengið svo langt til að fegra og bæta rödd sína og kunnáttu, er hann verð- ugur arftaki mesta ten- órs aldarinnar, Carus- os, en hann verður samt vonandi alltaf Kristján Jóhannsson. Þekkingarleysið er fljótt að for- dæma. Við erum hér samankomin hátt í hundrað manns á vegum Heims- klúbbsins og VISA á íslandi að gera úttekt á borginni og Krist- jáni. Veðrið þennan 17. mars er Iíkast og í sögunni um Litlu stúlk- una með eldspýtumar, nepjukalt og blautar snjóflygsur fylla vit gesta á leið yfir óperutorgið að hlusta á söngvara, sem þeir kunna ekki alveg að flokka í heimslist- inni. Víkingar norðursins láta veðr- ið ekkert á sig fá í þessu skyndi- lega áhlaupi. Það er samt hvorki víkingasnið né útnesjabragur á þessum gestum frá íslandi, fólk er prúðbúið, glæsilegt og stíll yfír hópnum, svo að sjálfír landsfeðurn- ir gætu verið stoltir af. Ferðinni í kvöld er stefnt í kröfuharðasta óperuhús heimsins að gera úttekt á frægasta söngvara íslendinga til þessa og eftirvæntingin skín úr hveiju andliti. Er söngur hans frá- bær á mælikvarða heimsins, sem er hinn eini listræni mælikvarði, eða uppdiktuð stertimennska, eins og sumir landa hans hafa gefíð í skyn? Er Kristján raunverulega kominn í tölu bestu og frægustu söngvara heimsins eða er hann aðeins auglýsingabrella og þjóð- saga í nútímanum? í kvöld ætla áheyrendur að fá svör við ýmsum spurningum, svör sem taka af öll tvímæli. Gleðile Sérefn'* , o, vélsie®ar rmiifbært tímarit á næsta blaðsölustað ! Góða og örugga ferð um páskana 11 Qjeep HEKLA Ingvar ífl Helgason hf. SONAX Bílabón fHanna -g- TOYOTA CLARINS Aukahlutir SOLARVORN • BHAPVOTTASrÓO 0SJÍO2 ESSO Að lokinni sýningu í Metropolitan efndi Heimsklúbbur Ingólfs til veislu á þekktum matsölustað á Manhattan ásamt þátttakendum í stórglæsilegri óperuferð að Kristjáni Jóhannssyni og konu hans, Siguijónu Sverrisdóttur, viðstöddum. Á myndinni frá vinstri eru greinarhöfundur, Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Heimsklúbbsins, Kristján Jóhannsson og Sigurjóna Sverrisdóttir. Enn er hálftími fram að sýningu og landsfrægir íslendingar hittast í smáhópum í anddyri Metropolitan að skála fyrir kvöldinu og taka úr sér kuldahrollinn og sviðsskjálftann fyrir Kristjáns hönd. Fólk rifjar upp söguþráð og hlutverkaskipan í Cav- elleria Rusticana. Það er merkilegt að vera staddur hér í miðri heims- menningunni í því óperuhúsi, sem gert hefur hvað mestar kröfur til söngvara sinna allt frá upphafí, í rúma öld. Sannast hér enn einu sinni, að sá veldur sem á heldur. Stórhuga og metnaðarfullir hæfi- leikamenn hafa farið með yfírstjórn Metropolitan frá upphafí, s.s. Gatti- Casazza, Rudolf Bing og aðrir list- rænir skörungar, sem áttu það sameiginlegt, að aðeins hið besta var nógu gott. í kvöld syngur Krist- ján Jóhannsson hlutverk Turiddus í Cavelleria eftir Mascagni og stendur í sporum frægustu tenór- söngvara sögunnar, Fernandos Valero, sem söng hlutverkið fyrst bæði í La Scala og hér, og síðan tóku við Caruso, Gigli og Björling, svo að nokkrir séu nefndir. Það er byijað að deyfa ljósin og fólk tínist inn í salinn í sæti, sem keypt voru fyrri mörgum mánuð- um. Spennan eykst, stjórnandinn, Nello Santi, stígur í pontu sína og hefur sprotann á loft. Við sitjum og bíðum í ofvæni eftir að heyra fyrstu tóna Kristjáns, sem hann syngur álengdar að tjaldabaki, ást- arsönginn til Lolu, Siciliana í upp- hafí óperunnar: „0 Lola ca’ai di latti lá cammisa", syngur Krisján og sést ekki í þessari aríu, heyrist í fjarska en fremur dauft og grun- ur læðist að manni, að þetta sé of erfítt. Maður fær dálítinn hjart- slátt, heldur niðri í sér andanum og veltir fyrir sér, hvort þetta sé gamla eða nýja röddin hans? Stefka Evstatieva fer með hlut- verki Santuzzu. Rödd hennar er í sérflokki að stærð og gæðum, hljómurinn fagur og blæbrigðarík- ur og svo þéttur að smýgur um allt húsið. Eg veit að ég var ekki einn um að hugsa sem svo: Hvað verður úr Kristjáni við hlið þessarar kynngimögnuðu valkyrkju? Svo vel söng hún „Voi lo sapete". En þeg- ar Kristján birtist loksins á sviðinu og ávarpar hana: „Tu qui, Santuzza?“, hvarf allur ótti eins og dögg fyrir sólu. Rödd Kristjáns, frá því hann kom inn á sviðið, hljóm- aði létt og barst um allt. í víxlsöng þeirra hallaði hvergi á Kristján, í samsöng þeirra blönduðust radd- irnar vel og ekki aðeins hafði hann í fullu tré við eina frábærustu sópr- ansöngkonu heimsins í dag heldur virtist rödd hans enn þéttari og stærri en hennar, án þess að hann reyndi að syngja í kapp við hana og raskaði hvergi jafnvægi. Þetta eru raddimar, sem stóru óperuhús- in keppast um í dag. Skála-aríuna um vínið, „Viva il vino ...“, söng Kristján af léttleika í hinum nýja stíl sínum, án þess að þenja rödd- ina. Þannig fór Kristján á kostum með annað hlutverk sitt í Grand Met og óx ásmegin eftir því sem á sýninguna leið. Hann hafði hlut- verk Turiddus fullkomlega á valdi sínu. Hans eigin persóna hvarf inn í hlutverkið, en bæði leiktúlkun hans og söngur náði hæst í kveðju- söng hans, „Mamma, quel vino e generoso ...“, þar sem hann lék á fínustu blæbrigði raddarinnar, svo að ég hef aldrei heyrt betur gert í því hlutverki, enda gullu við bravó- hrópin um allt hús. Að sýningunni lokinni reis ijöldi áheyrenda úr sætum að hylla flytj- endur og Kristján sérstaklega. ís- lenskir óperugestir hafa lifað stóra stund og eru í senn glaðir og stolt- ir en trúa varla eigin eyrum. Þeir eru reynslunni ríkari. Kristján hef- ur enn einu sinni sannað sig, en á hvaða maelikvarða verður hann mældur? Á hveiju byggist þessi einstæði árangur? í efnisskrá Metropolitan stendur að Kristján sé fæddur á íslandi en hafi sungið í öllum helstu óperuhús- um heimsins og kunni um 40 aðal- hlutverk. I landi meðalmennskunn- ar eiga margir erfitt með að átta sig á stórafrekum og erfiðara með að viðurkenna þau. Kristján er orð- inn ótrúlega frægur söngvari á stuttum tíma fyrir eigin verðleika. í annríki sínu við að læra erfíðustu hlutverk og koma sér áfram af sjálfsdáðum í óperuheiminum hefur hann lítinn tíma átt aflögu til að afla sér frægðar með hljómdiska- útgáfu eins og aðrir frægir söngv- arar, edna varla tímabært fyrr en hann náði því valdi á röddinni, sem hann hefur nú, en hans tími á því sviði er ekki langt undan. Kristján er óvenju sjálfstæður listamaður og raunar er saga hans sérkapítuli í óperusögunni. Það er löng leið úr smiðjunni á Akureyri í aðalhlut- verk á sviði Grand Met. Kristján hefur næma tónlistargáfu og ein- staka rödd, sem er hans eigið hljóð- færi en ekki eftirlíking af neinum öðrum. Hver ætlast til að hann syngi eins og Pavarotti eða Dom- ingo? Ef litið er yfír óperusöguna kemur í Ijós, að hver afburðasöngv- ari hefur sína sjálfstæðu rödd, sem gerir hana einstaka, í stað þess að vera eftirlíking. Frami Kristjáns byggist þó fyrst og fremste á kröfu- hörku hans við sjálfan sig. Stærð raddar hans er einstök og heldur sama lit og breidd hljómsins upp á efstu tóna sviðsins. Fyrir bragðið er hann álitinn mesti dramatískur tenór, sem uppi er í heiminum í dag. Sannur listamaður er aldrei búinn" í glímunni við fullkomleik- ann. Við hvern nýjan áfanga tekur við ný hæð að klífa. Haldi Kristján áfram á þeirri glæsilegu braut, sem hann hefur gengið svo langt til að fegra og bæta rödd sína og kunn- áttu, er hann verðugur arftaki mesta tenórs aldarinnar, Carusos, en hann verður samt vonandi alltaf Kristján Jóhannsson. Þeir eiga það sameiginlegt, sem fólgið er í fag- mennskunni og þó mest snilldinni, að fara létt með það, sem næstum enginn annar getur gert. Við hlökkum til að heyra aftur í Kristjáni í Verona í sumar. Höfundur er ferðamálafrömuður og forstjóri Heimsklúbbs Ingólfs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.