Morgunblaðið - 08.04.1993, Síða 32

Morgunblaðið - 08.04.1993, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 KREPPIR AÐ I ATVINNUMALUM BOLVIKINGA FYRIR um einum áratug var Bolungarvík með einhverjar hæstu meðaltekjur á íbúa á öllu landinu og allir sem vettiingi gátu vald- ið unnu við að bjarga verðmætum úr sjó og gera úr þeim söluhæfa vöru. Um miðjan febrúar varð bæjarfélagið fyrir stórkostlegu áfalli þegar burðarásinn í atvinnulífinu, Ein- ar Guðfinnsson hf., stöðvaði starfsemi sína og var lýstur gjaldþrota. Yfir 100 manns var sagt upp störfum og hafa fæstir þeirra feng- ið vinnu á ný. Samdráttur hefur orðið í þjón- ustugreinum og sumir eru farnir að hugsa sér til hreyfings í atvinnuleit til annarra byggðarlaga, en aðrir telja sig hvergi geta farið vegna fasteigna sinna og annarra skuldbindinga. Heimamenn róa lífróður þessa dagana við að halda kvótanum og hafa stofnað hlutafélagið Ósvör, sem hefur gert tilboð í ísfisktogarann Dagrúnu ásamt kvóta hans, og áhöfnin á skipinu hefur í samstarfi við útgerðarfélag í Hnífsdal gert tilboð í leigu á skipinu. En eitt eiga Bolvík- ingar sameiginlegt; þeir eiga heima í Bol- ungarvík og þar vilja þeir helst af öllu vera og ala upp komandi kynslóðir. Texti: Guðjón Guðmundsson Myndir: Arni Sæberg Víðir Jónsson skipstjóri á Dagrúnu harðorður út í seinagang í embættismannakerfinu Svona vinnu- brögð tíðkast ekki til sjós VIÐIR Jónsson skipstjóri á Dagrúnu er óvanur því að stika göturnar og hafa ekkert fyrir stafni. Hann hefur verið skipsljóri á Dagrúnu í tólf ár og fengið orð á sig fyrir að vera harðduglegur og fengsæll skipstjóri. En í kjölfar gjald- þrots Einars Guðfinnssonar hf. hefur skipið hans legið við festar í Bolungarvíkurhöfn nú í tvær vikur. Hann hefur þó ekki lagt árar í bát og hefur í félagi við fimmtán manna áhöfn sína og útgerðarfélagið Leiti í Hnífsdal gert skipta- ráðanda í þrotabúi Einars Guðfinnssonar hf. tilboð í leigu á Dagrúnu. Hann segir að hverfi kvóti skipsins úr bæjarfé- laginu sé ekkert annað að gera en pakka saman og flytja burt frá staðnum. „Við höfum skoðað leigu á skip- inu og það kemur í ljós núna um páskana hvort af þessu verður. Við verðum þá ráðnir sem áhöfn á skip- ið. En samt getum við í raun ekki leigt skipið því leigukvótinn er svo dýr — kvótinn sem við í raun og veru bjuggum til viðmiðunarárin, ásamt fiskvinnslufólkinu og fleir- um. Svona er þetta kaldhæðnislegt. Núna ræður fólkið sem myndi vilja nýta þessar heimildir engu um kvót- ann. Við veiddum 220 lestir síðustu fjórtán dagana sem við vorum á sjó, aflaverðmætið var 15,5 milljón- ir og 30% aflans var utankvótafisk- ur, en þrotabúið vill ekki gera út skipið af einhverjum ástæðum," sagði Víðir. Hann sagði að samkvæmt tilboð- inu yrði aflanum landað í Bolungar- vík og unninn að mestu leyti í Hnífs- dal. Tilboðið væri komið fyrir áeggj- an áhafnarinnar, en óvíst væri hvenær mætti vænta svara. „Emb- ættismennirnir vinna ekki hratt og ég held að það sé óhætt að koma þeim skilaboðum á framfæri að svona er ekki unnið til sjós. Við eigum samt engan annan kost en að bíða, þótt okkur þyki það sárt. Seinagangurinn er ekki hjá okkur, kerfið er einfaldlega svona. Held- urðu að það sé eitthvert vit í því að kröfulýsingarfrestur er sam- kvæmt lögum þrír mánuðir? Kröfur í þrotabúið eru allar löngu komnar fram, en fresturinn rennur út um miðjan maí. Það er allt í uppnámi hérna á meðan og fólk er skít- hrætt. .. allir hugsa: „Hvað eigum við að gera? Hvert eigum við að fara?“ Menn hafa verið að tala um að nota sumarið til að koma sér héðan á brott meðan allir vegir séu færir. Kvótastaðan í dag er fjögur þorsk- ígildistonn'á mann. Ef við missum Dagrúnu með allan sinn kvóta þá eigum við eftir 2,3 tonn á mann. Að mínu mati getum við ekki öll lifað á því, það hlýtur að fækka hérna ef svo fer. Við getum ekki lifað á loftinu. En við kunnum ekk- ert annað en að afla fisks úr sjó og verka fisk og við eigum heima hér. Hér er allt okkar,“ sagði Víðir. 70 þúsund tonn á 18 árum Dagrúnu fylgir 2 þúsund þorsk- ígildistonna kvóti og Heiðrúnu 1.400 þorskígildistonna kvóti, sem er einkum samansettur af grálúðu- kvóta og þorskkvóta. Heildarkvóti Bolvíkinga er 4.800 þorskígildis- tonn. Víðir sagði að þegar skipinu var úthlutaður þessi kvóti hefði hann verið fimmti stærsti þorsk- ígildistonna kvóti íslands. „1983, ári áður en kvótakerfið var sett á, veiddust 280 þúsund tonn á íslandsmiðum. Dagrún átti 2.100 tonn af þorski. 1992 var út- hlutað 280 þúsund tonnum og þá fékk hún 1.100 tonna kvóta. Ein- hvers staðar í kvótakerfinu eru 1.000 tonnin okkar, sem við veidd- um á síðasta fijálsa árinu. Ég gæti ímyndað mér að skipið hefði landað um 70 þúsund tonnum á þeim átján árum sem það hefur verið hér og ætli það sé ekki á núverandi verð- lagi um 3,5 milljarðar kr.,“ sagði Víðir. Ekki komið fram af fullum þunga Víðir kvaðst vera þeirrar skoðun- ar að það væru margir samverk- andi þættir sem hefðu hrundið at- burðarásinni af stað í Bolungarvík. Þetta væri fimmtán ára saga, þar sem allt legðist á eitt, gengisstefna, fjárfestingar og fleira. „Þetta hefur ekki komið fram af fullum þunga enn. Það eru að stórum hluta hús- mæður og unglingar sem ekki hafa vinnu og svo auðvitað sjómennirnir. Á flestum heimilum er ein fyrir- vinna ennþá, en þegar fram líður held ég að þrengi óhjákvæmilega smátt og smátt að.“ Víðir sagði að hann væri alltaf að skoða möguleika á því að flytj- ast á brott frá Bolungarvík með fjölskylduna, konu og fjögur börn. „Það er ekki um annað að ræða, en auðvitað bíð ég eftir niðurstöð- unni í málefnum Ósvarar. Ef það gengur ekki upp reynir maður helst að koma sér eitthvert á togara. Ég á náttúrulega hús hérna eins og flestir aðrir, en það verður að vera einhver atvinna líka. Það er ekki nema um tíu ár síðan þetta bæjarfé- lag var, ásamt Garðahæ og Sel- tjarnarnesi, í tvö eða þijú ár í röð með hæstu meðaltekjur á íbúa á landinu. Þetta eru því mikil um- skipti. Maður hrekkur ekki við fyrr en maður er orðinn atvinnulaus, því hér hefur alltaf verið fiskur og aft- ur fiskur og veiðar og vinnsla alveg frá því að maður var að alast upp.“ Við festar DAGRÚN og Heiðrún við festar í Bolungarvíkur- höfn auk smærri handfærabáta. Víðir Jónsson, skipstjóri á Dagrúnu, situr á pollanum, en ekki er víst að hann verði íengi aðgerðarlaus, því hann hefur í félagi við áhöfn sína og útgerðarfélag í Hnífsdal gert tilboð um leigu á skipinu. Benedikt Bjarnason, eigandi Verslunar Bjarna Eiríkssonar Víðtæk áhrif í hlið- argreinum í bænum GJALDÞROT fyrirtækisins Einars Guðfinnssonar á Bolung- arvík hefur haft víðtæk áhrif í Bolungarvík. Yfir 100 manns eru á atvinnuleysisskrá og samdráttar hefur orðið vart í þjónustugreinum í bæjarfélaginu. Verslun Bjarna Eiríks- sonar á Hafnargötu, sem í daglegu tali er nefnd Bjarna- búð, er beint á móti frystihúsi EG og i kaffi- og matartím- um streymdi fiskvinnslufólk inn í verslun hans þegar allt lék í lyndi. Nú eru verslunarhættirnir með öðru sniði og samdráttar hefur orðið vart í verslun Benedikts. Benedikt var tengdur sjávarút- vegsgreinunum í Bolungarvík í um hálfa öld, en faðir hans, Bjarni Ei- ríksson, setti á stofn verslun, útgerð og fiskvinnslu árið 1927 og var einn af stofnendum íshúsfélags Bol- ungarvíkur hf. 1928, núverandi frystihúss. Hann gekkst fyrir stofn- un Græðis hf. árið 1947 og starfaði við fyrirtæki sín þar til hann lést 1958. Benedikt hætti afskiptum af rekstri Græðis fyrir tveimur árum. VeLtuminnkun „Sökum nálægðar við svo mann- margan vinnustað sem frystihúsið hefur verið hefur stöðvun atvinnu þar að sjálfsögðu komið niður á verslun minni. I kaffi- og matartím- um fylltist búðin jafnan af starfs- fólki frystihússins. Eftir lokun þess hefur verslunarmátinn færst í annan farveg. Verslunin er nú jafnari en af eðlilegum ástæðum héfur veltan minnkað. Fóik biður ekki um lán- sviðskipti og það er greinilegt að það gætir mikillar varkárni í inn- kaupum," sagði Benedikt. Búðareigandinn BENEDIKT Bjarnason hefur orðið var við 10% veltusamdrátt eftir að frystihús EG stöðvaði um miðjan febrúar. Röng gengisskráning Benedikt sagði að íbúar í Bolung- arvík hefðu unnið að því hörðum höndum að byggja upp myndarlegan bæ með góðu þjónustustigi. „Þegar undirstaðan brestur fylgja einnig að sjálfsögðu í kjölfarið hliðaratvinnu- greinarnar. Það eru því grimm örlög og sárt að standa allt í einu frammi fyrir víðtæku atvinnuleysi hjá fólki sem hefur ekki þekkt slíkt böl síðan á kreppuárunum fyrir 1940. Hér hefur atvinnustig verið hátt og fólk nánast ekki þekkt annað og af þeim sökum er erfitt að sætta sig við hvernig komið er,“ sagði Benedikt. Hann sagði að áratuga óstjórn í gengismálum ætti ekki síst sök á því hve illa stödd mörg fyrirtæki væru. „Það er mín skoðun að geng- ið hafi verið of hátt skráð um ára- tugi og í engu samræmi við þarfir útflutningsatvinnuveganna. Það hefur verið innflutningi í vil en and- stætt útflutningi, og því verið ávísað á fölsk verðmæti, sem örvað hefur eyðslu og íjárfestingar úr hófi fram. Vitaskuld eru aðrir þættir sem og hafa aukið erfiðleika útflutnings- greina, svo sem há verðbólga og því samfara háar verðbætur og vextir sem flest fyrirtæki í sjávarútvegi hafa enn ekki náð sér upp úr. Okk- ur Bolvíkingum er lífsnauðsyn að atvinnuhjólin fari að snúast á ný sem allra fyrst og að ná upp því atvinnustigi sem hér hefur best ver- ið ríkjandi um tíðina," sagði Bene- dikt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.