Morgunblaðið - 08.04.1993, Side 42

Morgunblaðið - 08.04.1993, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 Vilja hlut- laust hval- veiðieftirlit JAPANIR hyggjast leggja til að komið verði á nýju kerfi sem heimilar hlutlausum eftirlits- mönnum að fylgjast með hval- veiðum og er það liður í tilraun- um þeirra til að fá ríki, sem hafa lagst gegn hvalveiðum, til að fallast á að veiðamar verði hafnar á ný. Þeir hyggjast leggja tillöguna fram á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Japan í næsta mánuði. Vopnahlé í Abkhazíu VOPNAHLÉ hélst í Abkhazíu- héraði í gær þegar háttsettir embættismenn frá Georgíu og Rússlandi ræddu hvernig binda mætti enda á átökin þar. Bar- dagamir stöðvuðust skyndilega í fyrrakvöld þegar Pavel Gratsjev, utanríkisráðherra Rússlands, hvatti leiðtoga hér- aðsins, sem beijast fyrir að- skilnaði frá Georgíu, til að virða vopnahléið. Alfred Butts Höfundur Scrabble látinn HÖFUNDUR orðaspilsins Scrabble, Alfred Butts, lést á sunnudag, 93 ára að aldri. Áætlað hefur verið að 100 millj- ónir Scrabble-leikja hafi verið seldar út um allan heim. Óánægja með kjarnorkuúr- gang Rússa KIICHI Miyazawa, forsætisráð- herra Japans, kvaðst í gær hafa miklar áhyggjur af fréttum þess efnis að Rússar héldu áfram að sökkva geislavirkum efnum i Kyrrahafið i grennd við Jap- an. Japanska dagblaðið Mainic- hi Shimbun greindi frá því að kjarnorkuúrgangi væri enn sökkt um 1.000 km norður af japönsku eyjunni Hokkaido. Tævan og Kína í viðræður SENDINEFND frá Tævan kom til Kína í gær til að undirbúa viðræður sem gætu leitt til var- anlegra samskipta kínverskra og tævanskra embættismanna. „Þegar menn líta aftur til fortíð- arinnar fyllast menn hryggð,“ sagði Cheyne Chiu, sem fer fyrir tævönsku nefndinni. Nýr yfirmað- ur hjá Scala ÍTALSKA stjórnin hætti í gær tilraunum sínum til að koma í veg fyrir að Carlo Fontana yrði að hætta störfum sem yfirmað- ur Scala-óperunnar. Starfs- mannafélögum innan óperunn- ar hafði tekist að fá réttarúr- skurð um að ekki hefði verið staðið rétt að skipun hans í starfið. Stjórnin hefur nú hætt við að áfrýja þeim úrskurði og óskað eftir því að nýr maður verði skipaður í starfið. Kínversk farþegaþota flýgnr inn í gífurlega ókyrrð í lofti Boðunardagur Maríu ALEXEJ II, patríarki Rétttrúnaðarkirkjunnar í Rússlandi, veitir lít- í gær samkvæmt tímatali kirkjunnar. Þetta er í fyrsta sinn frá illi stúlku í -Moskvu heilagt sakramenti á boðunardegi Maríu sem var 1918 sem dagurinn er haldinn hátíðlegur með messu í Kreml. Tveir farþegar biðu bana og 150 slösuðust alvarlega Anchorage. Reuter. TVEIR farþegar kínverskrar þotu biðu bana er hún flaug fyrirvaralaust inn í gífurlega ókyrrð á flugleiðinni frá Sjanghæ í Kína til Los Angel- es í Bandaríkjunum. Flug- mönnunum tókst að ná valdi á henni og nauðlentu í herstöð á eynni Shemya í Aleúta-eyj- akeðjunni suður af Alaska. Atburðurinn varð í fyrradag. Þotan var eins og í heljargreipum er hún flaug inn í ókyrrðina, hentist til og frá að sögn fulltrúa kínverska flugfélagsins. Farangur í geymslu- hólfum í farþegaklefanum kastaðist um allt og auk þeirra tveggja far- þega sem biðu bana slösuðust rúm- lega 150, margir þeirra alvarlega. I fyrstu var sagt að 265 manns hefðu verið um borð í flugvélinni en síðar að þeir væru 205, mest Kínveijar. Reuter MD-11 þota ÞOTA af gerðinni McDonnell Douglas MD-11, en kínverska þotan sem lenti í gífurlegri ókyrrð á leið til Los Angeles var sömu gerðar. Flugmenn þotunnar, sem var af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 og í eigu Austur-kínverska flugfé- Iagsins, sendu frá sér neyðarkall og báðu um heimild til að lenda á næsta flugvelli, sem var í eftirlitsstöð bandaríska flughersins á eynni Shemya, syðstu eyju Aleúta-eyj- anna. Þar lentu þeir heilu og höldnu klukkustund síðar. Andreotti einanarast Róm. Reuter. ^ ^ GIULIO Andreotti, fyrrver- andi forsætisráðherra Ítalíú, heldur áfram að einangrast I ítalska stjórnmálaheimin- um eftir því sem fleiri stað- reyndir koma fram sem bendla hann við mafíuna. í gær skýrði rannsóknarnefnd á vegum ítalska þingsins frá því að fyrrum nánasti aðstoð- armaður hans, Salvo Lima, hefði verið tengiliður Andre- ottis við mafíuna. Lima, sem var borgarstjóri í Palermo á Sikiley, var myrtur í Viðriðinn mafíuna? GUILIO Andreotti. Hermt var í gær að fyrrum aðstoðarmaður hans, Salvo Lima, hefði verið tengiliður hans við mafíuna. fyrra. Er talið að mafían hafi stað- ið á bak við morðið og að ástæðan hafi verið sú að honum hafi ekki tekist að tryggja væga dóma yfír nokkrum af forystumönnum maf- íunnar árið 1987. í skýrslu frá rannsóknarnefnd- inni eru tekin af öll tvímæli um að Lima hafi verið viðriðinn maf- íuna en hún var samþykkt af þing- mönnum allra flokka, þar á meðal kristilegra demókrata, flokks Andreottis. Sagði dagblaðið Corrí- ere della Sera að flokkurinn hefði með þessu ákveðið að einangra fyrrum leiðtoga sinn. Fluttir til Alaska Að sögn fulltrúa flugfélagsins voru engar sjáanlegar skemmdir á þotunni en til stóð að skoða hana ítarlega í Shemya þar sem grunur lék á að skemmdir af völdum svipt- inganna í háloftunum leyndist innan byrðings. Aðstaða var ekki fyrir hendi á Shemya til að gera að sárum þeirra slösuðu svo brugðið var á það ráð að senda bandarískar herflugvélar með þá til Anchorage í Alaska, en þangað er 2.500 kílómetra leið frá Shemya. Þangað voru 153 sendir til aðhlynningar með fimm flugvélum. Að sögn manna sem tóku þátt í hjálparstarfinu var fyrst og fremst um höfuð- og kviðmeiðsl að ræða hjá hinum slösuðu og var talið að þeir hefðu orðið fyrir farangri sem kastaðist úr skápum í ijáfri farþega- klefans. Undra- jarðepH Dyflini. Itcuter. SAMTOK írskra grænmet- isræktenda hafa hafið her- ferð til að vekja athygli á kostum frægustu afurðar sinnar, írsku kartöflunnar. I nýjasta fréttabréfi samtak- anna segir að kartaflan sé til margs nýtileg og meðal annars geti hún fjarlægt augnpoka og læknað gigt. Eflaust megi nýta kartöfluna til fjölmargra ann- arra hluta og eru lesendur hvattir til að koma með tillögur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.