Morgunblaðið - 08.04.1993, Page 44

Morgunblaðið - 08.04.1993, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 FRABÆR HUOMTÆKI TIL FERMINGARGJAfA Hjómtækjasamstæða 0 • Stafrænt útvarp • FM-, miö- og langbylgja • 20 stööva minni í útvarpi • 2x50 Wmagnari • Geislaspilari • Hljómsnældutæki • Fullkomin fjarstýring Tilboðsverð: kr.: 39.800,- Ferðageislaspilari Laglegur og nettur geisla- spilari með ýmsum aðgerðum. Heyrnartæki fylgja. Tilboðsverð: kr.: 14.900,- ~*w~'GUUl 62-62 62 SMITH& NORLAND N.ÓATÚNI 4 SIMI 28300 Upplýsingar um urriboðsmenn hjá Gulu línunni. RA100 RS232 Deilan iim GATT-samninginn Frakkar boða samningslipurð París. Reuter. ALAIN Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að nýja ríkisstjórnin í Frakklandi myndi taka „uppbyggilegri“ afstöðu í GATT-viðræðunum um alþjóðaviðskipti en fyrri stjórn. I kosninga- baráttunni höfðu hægrimenn uppi mjög stór orð um GATT og hótuðu að leggjast gegn því samkomulagi sem náðst hefur milli Evrópubandalagsins og Bandaríkjastjórnar í landbúnaðarmálum. Hafa ummæli Juppés verið túlkuð sem svo að hægrimenn vilji grafa stríðsöxina nú þegar þeir eru komnir til valda. í viðtali á útvarpsstöðinni Europe 1 sagði Juppé að Frakkar ætluðu að hverfa frá þeirri stefnu að leggj- ast gegn öllum tillögum og reyna þess í stað að þoka málum áleiðis. Stjórnin stefndi að því að finna málamiðlun sem gerði landbúnað- arkafla GATT ásættanlegri. GATT verði ekki eyðilagt vegna bænda Edouard Balladur forsætisráð- herra sagði forystumönnum fransks landbúnaðar í gær að hann væri andvígur samkomulaginu, sem gert var við Bandaríkjamenn, en aðstoð- armenn hans sögðu að þrátt fyrir það vildi hann ekki stuðla að upp- lausn innan EB eða í GATT-viðræð- unum. „Við erum að leita að lausn sem myndi ekki skapa kreppu- ástand,“ sagði einn aðstoðarmann- anna. Hann bætti við að franskir bændur ættu ekki að búast við því að ríkisstjórnin myndi eyðileggja GATT þeirra vegna. Voru þessi mál rædd á ríkisstjórn- arfundi í gær og Juppé falið að koma á „viðskiptafriði" milli Frakka og Bandaríkjamanna. í samkomulaginu, sem nú liggur fyrir, er Evrópubandalagið skyldað til að draga verulega úr niðurgreiðsl- um til landbúnaðarmála. Konur fái að starfa í herskipum Washington. Daily Telegraph. * BANDARÍSKI sjóherinn ráð- gerir að víkja frá settum regl- um og leyfa konum að stýra orrustuþotum og flugvélum sem þátt taka í beinum hern- aðaraðgerðum. Einnig er áformað að leyfa konum að ganga í störf um borð í öllum herskipum bandaríska flotans, þar á meðal kafbátum. Frank Kelso aðmíráll og yfír- maður flotans hefur lagt tillög- urnar Les Aspin varnarmálaráð- herra. Samkvæmt þeim verður öllum hindrunum á þátttöku kvenna í mögulegum hernaðar- aðgerðum rutt úr vegi á næstu fjórum árum. Nái tillögurnar fram að ganga myndu konur stýra orrustuþot- um frá flugmóðurskipum og skjóta flugskeytum frá kafbát- um. Silfl • • DVEGISHUSGOGN kttAGAU Frá laugard. 10. - 18. apríl Margar tegundir húsgagna seldar á mikið lækkuðu verði SÍÐUMÚLA 20 • SÍMI 91-688799

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.