Morgunblaðið - 08.04.1993, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 08.04.1993, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 45 Reuter I skotgröfunum AZERSKIR hermenn í skotgröf í grennd við þorpið Fizuli í Azerbajdzhan. Talið er að Armenar hafi náð tíunda hluta Azerbajdzhans á sitt vald. • • Oryggisráð SÞ ályktar um stríðið í Azerbajdzhan Armenar kalli her- sveitir sínar heim Tugþúsundir Azera á flótta á snævi þöktum fjallvegum Til sölu þessi eðalvagn B.M.W. 730i, árg. 1987, sjálfskiptur, ekinn 67 þús. km., dökkgrá sanseraður. Einstaklega fallegur og vel með farinn bfll í topp- standi. Einn eigandi frá upphafi. Skipti möguleg. Upplýsingar í síma 91-39373 og 91-20160. Mjög góð greiðslukjör. V______________________________________________________________________/ reíkT l - Veist þú að við búum öll yfir stórkostlegum eiginleikum til að lækna okkur sjálf? - Veist þú að með því að nýta okkur þessa eigin- leika getum við einnig hjálpað öðrum? - Vilt þú nýta þér þessa eiginleika? - Reikinámskeið er ein af mörgum leiðum til þess. HÁMSKEHI " Genf. Reuter. ^ ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gaf út yfirlýsingu í fyrrakvöld þar sem krafist var brottflutnings armenskra her- sveita frá vesturhluta Azerbajdzhans. Armenar hófu þar stórsókn fyrir tíu dögum og talið er að þeir vilji vinna land af Azerum til að bæta samningastöðu sína í deilunni um héraðið Nagorno-Kara- bak. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að tugþúsundir Azera frá stríðssvæðinu séu á flótta á snævi þöktum fjallvegum vegna harðra bardaga Azera og Armena. I yfirlýsingu öryggisráðsins sagði að innrás armensku hersveitanna væri mikið áhyggjuefni. Ráðið krafðist þess að bardögunum yrði hætt þegar í stað og áréttaði að öll fýrrverandi lýðveldi Sovétríkj- anna á þessu svæði nytu fulls sjálf- stæðis og ekki kæmi til greina að breyta landamærum þeirra. Armen- ar og Azerar voru einnig hvattir til þess að taka þátt í friðarumleitun- um sem hafnar eru á vegum Ráð- stefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE). Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi ennfremur innrás Armena í Az- erbajdzhan og hvatti þá til að freista þess að ná samningum við Azera um Nagorno-Karabak, hérað sem þjóðimar hafa deilt um af mikilli heift undanfarin fimm ár. Héraðið hefur heyrt undir Azerbajdzhan frá árinu 1923 en er aðallega byggt Armenum. Að minnsta kosti 2.500 manns hafa beðið bana í átökum vegna deilunnar frá 1988. Miklir landvinningar Armenar hafa náð um 4.000 ferkm af vesturhluta Azerbajdzh- ans í tíu daga stórsókn. Lætur nærri að þeir hafi tíunda hluta landsins á sínu valdi. Stjórnvöld í Armeníu segja að þau hafi ekki staðið fyrir sókninni; deilan sé á milli íbúa Nagorno-Karabak og Azerbajdzhans. Tyrkir hafa tekið málstað Azera og beitt sér fyrir því að Vesturlönd knýji á Armena um að hætta árás- unum. Þegar Hikmet Cetin, utan- ríkisráðherra Tyrklands, var spurð- ur á blaðamannafundi hvort til greina kæmi að grípa til hernaðar- aðgerða gegn Armenum svaraði hann: „Ég veit það ekki. Það þurfa ríki heims að ákveða.“ 150 deyja dag hvern Flóttamannahjálpin hafði eftir azerskum flóttamönnum að a.m.k. 150 manns, einkum konur og böm, frysu í hel á degi hveijum á fjöllun- um. 27.000 Azerar væru innikróað- ir í rúmlega 30 bæjum í grennd við borgina Kelbajar, sem Armenar náðu á sitt vald um helgina. Námskeið í Reykjavík: 13.-15. apríl kvöldnámskeið, 1. stig. 20.-22. aprfl kvöldnámskeið, 2. stig. 1.-2. maí helgarnámskeið, 1. stig. Upplýsingar síma 33934, Guðrún. Akureyri, endurhæfingarnámskeið: 16. apríl kl. 20-23, 1. stigs nemendur. 17. apríl kl. 10-14, 2. stigs nemendur. Upplýsingar gefur Eygló í síma 96-25462. Ísafjörður/Flateyri: 24.-25. apríl helgarnámskeið, 1. stig. 26.-28. apríl kvöldnámskeið, 2. stig. Upplýsingar hjá Vilborgu í síma 94-7562. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Ástralía Flenging verði bætt Brisbane. Reuter. JAFNRÉTTIS- og mannrétt- indanefnd Ástralíu hefur úr- skurðað að 47 ára gömul kona eigi rétt á 11 þúsund Ástral- íudölum í bætur frá vinnuveit- anda sínum. Hafði hann girt niður um hana og flengt. Konan starfaði við ræstingar í stórmarkaði. Dag einn árið 1989 skipaði yfírmaðurinn henni að kijúpa niður og þrífa undir eldavél í fyrirtækinu. Þegar hún neitaði því sagði hann hana vera „óþekka stelpu“ og veitti henni ráðningu á fyrrgTeindan hátt. Að því loknu elti hann konuna um kaffistofu fyrirtækisins. Nefndin sagði þetta hafa ver- ið mjög erfiða upplifun fyrir konuna og hefði hún orðið að hætta störfum vegna þessa at- viks. Snyrtistofan 10 Á Förðunarstofan R A 10 % A F S L Á T T U R Við eigum 10 ára afmæli í apríl og af því tilefni veitum við viðskiptavinum okkar 10% AFSLÁTT af allri vinnu til 30. apríl 1993. Afmælisdaginn 30. apríl verðum við með kynningu og bjóðum uppá fórðun með Clarins snyrtivörum. Hér erum við Fótaaðgerðarstofan 10 * A R Einnig 10% afsláttur af snyrtivörum. CLARINS, JEAN D'AVEZE o.íl. VERIÐ VELKOMIN KONUR OG KARLAR OPIÐ Á LAUGARDÖGUM íslands- meistari í tísku- og samkvæmis- fórðun 1993. Jónína snyrtifræðingur og fótaaðgerðarfræðingur Rakel snyrtifræðingur Esther snyrtifærðingur og fótaaðgerðarfræðingur. Laugavegi 163 — Tímapantanir í síma 629988 10 % A F S L Á T T U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.