Morgunblaðið - 08.04.1993, Page 60

Morgunblaðið - 08.04.1993, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 60 . i. JOHN POWELL, S.J. & LORETTA BRADY, M.S.W. HINN EBDJlILi! [íl CvEM SVO VlKL AD GEFA SI® I®Aí MJ UM BOKINA John Powell hefur með aðstoð sálfræðingsins Lorettu Brady tekið saman tuttugu og fimm grund- vallaratriði sem varða skilvirk tjáskipti manna í milli. Höfundarnir vekja athygli á þeim hættum og öngstígum sem geta svo auðveldlega leitt okkur af leið í viðleitni okkar til að deila lífi okkar með öðrum. Takist lesanda að öðlast skilning á og tileinka sér eitthvað af þeirri visku sem felst í þessum tuttugu og fimm atriðum til bættra tjáskipta, leiðir það án nokkurs vafa til aukinnar persónulegrar hamingju og þroska. UM HOFUNDANA JOHN POWELL, S.J. er prófessor við Loyola háskólann í Chicago. Hann er vinsæll fyrirlesari og kennari og höfundur fjölmargra metsölubóka. Skilningur hans á tjáskiptum manna er grunnurinn að þessari áhrifamiklu og afar gagnlegu bók. LORETTA BRADY, M.A., M.S.W. er sálfræðingur sem rekur einkastofu. Hún hefur um árabil stundað kennslu og ritstörf ásamt fjölskylduráðgjöf við góðan orðstír. Bókin er til sölu á skrifstofu Samhjálpar og verður send í póstkröfu um land allt. Einnig verður henni dreift í helstu bókaverslanir. fomhjnlp Samhjálp Hvítasunnumanna, Hverfisgötu 42, 101 Reykjavík, Sími 611000, Fax 610050 Bandaríski miðill- inn Patrice Noli BANDARÍSKI miðillinn og leiðbeinandinn Patrice Noli dvelur hér á landi dagana 7.-19. apríl. Þetta er hennar þriðja heimsókn til lands- ins en hún hefur hlotið mikið lof fyrir störf sín í fyrri tveimur heim- sóknum. Patrice Noli hefur undanfarin níu ár starfað sem náinn samstarfs- maður Sanaya Roman, en margir þekkja hana sem höfund bókanna „Lifðu í gleði“, og „Auktu styrk þinn“. Á meðan Patrice dvelur hér heldur hún nokkur námskeið og býður upp á einkatíma. Þriðjudags- kvöldið 13. apríl leiðbeinir hún und- ir yfirskriftinni „Hvernig stjórnar þú andlegum þroska þínum?“ Miðvikudagskvöldið 14. apríl heldur hún námskeið sérstaklega ætlað konum. Þar hjálpar hún kon- um til að ná samband við hina guð- legu móður hið innra og kennir þeim að ná sambandi vð hina kven- legu skapandi og móttækilegu orku sína. Einnig kennir hún aðferðir til að beita innri styrk og ná sam- bandi við tilfinningar hjartans, til að þær nái betri stjóm á fjármálum, hjónabandi og samskiptum við aðra. Föstudagskvöldið 16. apríl heldur hún námskeið í sköpun allsnægta, byggt á bók Sanaya Roman „Great- ing Money“. Fyrri námskeið hennar um þetta efni hafa verið mjög vel sótt og þátttakendur hafa skynjað mjög ákveðnar breytingar til meiri alisnægta f iífi sínu. Helgina 17. og 18. apríl heldur hún námskeið um samskipti fólks, en um þessar mundir vinnur hún að miðlaðri bók um þetta efni. Hún er með byltingarkenndar og lær- Patrice Noli dómsríkar leiðbeiningar um sam- skipti við gagnstæða kynið í hjóna- bandi, vinskap og starfi, auk þess sem hún leiðbeinir um samskipti við böm, foreldra, ættingja, pen- inga o.fl. Að sjálfsögðu býður Patrice Noli einnig upp á einkatíma í miðlun. Allar nánari upplýsingar er að fá hjá Nýaldarsamtökunum. (Fréttatilkynning) Skáldbræður og syst- ur séra Hallgríms lesa Passíusálmana PASSÍUSÁLMARNIR verða lesnir í Hallgrímskirkju á föstu- daginn langa frá kl. 13 til u.þ.b. 18.30. Allar götur frá 1987 hefur Ey- vindur Erlendsson lesið Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar í Hall- grímskirkju á föstudaginn langa. Að þessu sinni fær hann tii liðs við sig skáldbræður og systur séra Hallgríms auk nokkurra leikara. Skáldin sem lesa með Eyvindi em Birgir Sigurðsson, Einar Bragi, Elísabet Jökulsdóttir, Linda Vil- hjálmsdóttir, Thor Vilhjálmsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þórarinn Eidjám, Þorgeir Þorgeirsson og Þorsteinn frá Hamri. Leikararnir em Guðbjörg Thoroddsen, Hjalti Rögnvaldsson og Karl Guðmunds- son. Hver og einn les frá einum upp í fimm sálma. Hörður Áskelsson leikur af fingmm fram á stóra org- elið milli upplestra og leggur út af gömlum sálmalögum. Lestur Passíusálmanna hefst kl. eitt eftir hádegi og er áætlað að honum ijúki á sjöunda tímanum. Fólk getur komið og farið meðan á lestrinum stendur. Þeir sem dvelja lengi fá molakaffi að hressa sig á. Bænadagana verður helgihald í Hallgrímskirkju með þeim hætti að á skírdagskvöld messar sr. Karl Sigurbjörnsson kl. 20.30. Að lokinni guðsþjónustu verður altarið af- skrýtt sem myndræn íhugun á at- burðum næturinnar og föstudagsins langa. Klukkan 11 á föstudaginn langa messar séra Sigurður Páls- son. Mótettukórinn syngur við guðsþjónustuna. FJÓRAR SÓLRÍKAR VORVIKUR Á M A L L O R C A MEÐ ROYAL-BRAG. Glæsilegt sólartilboð Royal-hótelanna í fjögurra vikna ferð 21. apríl-19. maí. ®6O260kr* Heildarverð á mann í tvíbýli. V ERÐLÆKKUN Á SÓLINNI *Verð miðast við staðgreiðslu ferðakostnaðar fyrir 15. apríl. Að öðrum kosti hækkar verð um 5%. Flugvallarskattar, innritunargjald og forfallagjald er innifalið í verði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.