Morgunblaðið - 08.04.1993, Síða 72

Morgunblaðið - 08.04.1993, Síða 72
872 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 LISTA- KONAN Á SELLÁTRUM Texti og myndir: Róbert Schmidt. Á SELLÁTRUM í Tálknafirði býr kona, Guðrún Einarsdótt- ir að nafni. Hún býr ein í litlu húsi sem stendur norðan megin við Tálknafjörð. þangað eru 12 kílómetrar frá kaup- túninu. Guðrún er landsþekkt listakona á sínu sviði. Húsið hennar er eins konar listasafn. Innandyra má sjá margvís- leg listaverk eftir þessa hagleikskonu, sem orðin er 75 ára gömul. Þar er að finna málverk, vefnað, leirmuni, þurrkuð blóm í plastplöttum, listaverk úr skeljum og öðru sjó- fangi, íslensku grjóti og fleira. Vefstóllinn stóri í svefnherbergi Guðrúnar. Oft þurfti hún að flytja hann út í fjárhúsin til að skapa rými fyrir sveitabörnin á sumrin, en fyrir utan börnin hennar 11 komu 7 börn til hennar í sveit. Á þessum stað eru plattarnir hitaðir og fullkláraðir. Eins og sjá má eru nokkrir plattar í mótum undir lampanum á glerborðinu. Guðrún Einarsdóttir fæddist 5. janúar 1917. Hún hefur alla tíð búið á Sell- átrum. Börn henn- ar eru átta, en hún á einnig þrjú stjúp- börn. Fjgur börn átti hún með Ólafi Finnbogasyni í fyrra hjónabandi og önnur fjögur með Davíð Davíðssyni í því seinna. Börnin voru því 11 talsins á heimili hennar fyrir utan sjö börn sem voru þar í sveit yfir sumartímann. Það hefur því verið þröngt um manninn á Sellátrum á sinni tíð. Síðan 1981 hefur listakonan búið ein í litla húsinu sínu, sem stendur undir háu Sellátrafjalli. Þar ríkir þögnin daga langa en þar er ekki setið auðum höndum. Frá bæjarhlaðinu blasir hafið við. Tálkninn sést beint á móti handan fjarðarins og Blakk- nesið líka. Kópanes er yst norðan megin í mynni Tálknafjarðar og þar stendur skipbrotsmannaskýli og viti i Kóavík, sem Guðrún á Sellátrum á heiðurinn að. Annað slíkt skýli er að finna í Krossadal. Bæði þessi skýli eru þarna fyrir tilstuðlan Guðrúnar. Hún hefur margsinnis horft á báta og skip berjast við hafið. Stundum kom það fyrir að bátar fórust á þessu svæði. Þegar bátur fórst með tveimur mönnum út af Kópanesi lét Guðrún ekki stað- ar numið fyrr en búið var að reisa tvö skipbrotsmannaskýli og vita á svæðinu. Það er margt gott sem hún hefur komið til leiðar á lífsleiðinni. Guðrún átti stóran þátt í að koma á fót tónkennslu við Grunnskólann á Tálknafírði og efla áhuga fólks á skógrækt á staðnum. Margt fleira væri hægt að tína til, en við látum hér staðar numið, því ætlunin er að forvitnast um listsköpun Guð- rúnar á þessum afskekkta stað. EINVERAN í SKAMMDEGINU Ég byrja á að spyija Guðrúnu hvernig sé að búa ein í svartasta skammdeginu? „Ég finn ekki svo ýkja mikið fyrir einmanaleikanum hér. Það hefur alltaf verið góður andi í þessu húsi. Ég var hér ein um síðustu jól og eldaði mat fyrir 10 manns þrátt fyrir það. Mér hefur liðið ágætlega á þessum stað. Myrkfælni finn ég ekki fyrir núna, en ég var alltaf hálf hrædd hér áður fyrr. Núna er þetta alveg horfið.“ - Leiðist þér aldrei? „Það er enginn tími til að láta sér leiðast. Ég skapa mér alltaf ein- hveija vitleysu og má því ekkert vera mikið á ferðinni ef ég á að geta sinnt því sem ég hef fyrir stafni.“ - Lestu blöð og fylgistu með fréttum? „Já, ég fylgist vel með fréttum bæði í útvarpi og sjónvarpi. En blöð kaupi ég ekki. Hann Davíð heitinn var áskrifandi að Þjóðviljanum á sinni tíð, en þeir héldu alltaf áfram að senda mér blaðið. Þannig að hér er nóg af Þjóðviljanum," segir Guð- rún og hlær. VEFSTÓLLINN1 FJÁRHÚSUNUM Þegar komið er upp á efri hæð hússins blasir við risastór vefstóll í svefnherbergi Guðrúnar. Fyrir utan vefstólinn er hjónarúmið og lítið annað, enda um að ræða tvær stór- ar mublur. Sagan á bak við vefstól- inn stóra er þannig að þegar Guðrún var í húsmæðraskólanum á Staðar- felli fékkst hún mikið við vefnað og gekk vel. Forstöðukonan lét smíða vefstól fyrir sig í Völundi og hringdi síðan í Guðrúnu þegar hún hætti starfi sínu á Staðarfelli og bauð henni vefstól að gjöf, sem er sams- konar og hún lét smíða. „Ég fékk stólinn haustið 1939 og hann hefur ýmist verið hér eða í fjárhúsunum. Áður en börnin komu til mín í sveit- ina þurfti að koma stólnum fyrir einhvers staðar til að skapa pláss fyrir börnin. Það var mikið verk að drösla honum út. Stundum var hann í flárhúsunum eða í hlöðunni. í gamla bænum, þeim sem brann, var stóllinn niðri og það var rétt hægt að skríða á bak við hann til að kom- ast í rúmið. Stóllinn hefur verið hér í þessu herbergi síðan 1973. Ég hef lítið átt við vefnað eftir að ég bytjaði með blómaplattana." SÍMASKRÁR í STÆÐUM Það vekur forvitni að sjá heilu stæðurnar af símaskrám á efri ganginum. „Ég hef sankað þessum símaskrám að mér til þess að pressa og geyma blóm og plöntur. Þær koma sér ágætlega til þess brúks, og ég nota líka Þjóðviljann. Samt er mjög óaðgengilegt að finna ákveðnar plöntur sem til þarf hveiju sinni.“ - Er þá engin regla á þessu hjá þér? „Nei, það er ekkert vit í þessu. Það fer mikill tími í leitir en ég hef ekki betri tök á að hafa þetta að- gengilegra. Það er engin regla á neinu hérna. Ég verð að leita að öllu,“ segir Guðrún með vonleysis- legum tón, en virðist vera löngu búin að sætta sig við það. - Hér er símaskrá frá 1969? „Já, ég hlýt að hafa stolið henni einhvers staðar,“ segir listakonan og brosir. „Ég hef reynt að koma reglu á þetta en alltaf skal það ruglast aftur og aftur. „í bókahillunum má sjá fræðibækur af ýmsum toga. Þar er að finna m.a. bækur um hunda, steina, fugla og ótal bækur um blóm og plöntur. í neðstu hillunni eru ígulker og kórallar. „Ég hef fengið ígulkerin gefins frá sjómönnum hér á staðnum." Guðrún dregur nú fram stórar litskrúðugar myndir af blóm- um. Myndirnar málaði hún með tauþrykkilitum. Hún segist vera lengi að mála hveija mynd, jafnvel margar vikur. PLASTPLATTARNIR Aðal viðfangsefni Guðrúnar er plattagerð úr plexigleri. „Ég fæ plastið í fljótandi formi í 25 lítra tunnum einu sinni á ári, og það tek- ur mig 3-4 mánuði að vinna úr því.“ Guðrún fær fjórar 25 lítra tunnur á ári sem kosta 80 þúsund krónur. Það er fyrirtækið AKRON í Reykja- vík sem flytur plexiglerið sérstak- lega inn fyrir Guðrúnu. Lyktin af þessu efni er yfirþyrmandi sterk. Hún er svo sterk að fyrir þann sem andar henni að sér í fyrsta sinn er það nærri óbærilegt. Maður grípur andann á lofti og á erfitt með að tala eðlilega í þó nokkurn tíma. „Ég fæ aldrei hausverk af þessu efni. Þeir segja mér að skaðleg efni séu ekki í því, aðeins tijákvoða. Ég var með annars konar plast hér áður og ég náði aldrei að venjast óþefnum af því.“ Plexiglerið notar Guðrún til að búa til platta og notar hún blóm og sjávargróður til skreytingar. Fyrst hellir hún plast- inu í glermót. Hellt er aðeins botnfylli í mótið og það látið harðna undir perum sem notaðar eru í ljósabekki. Þegar botninn er orðinn harður er blómunum raðað fallega á hann og síðan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.