Morgunblaðið - 08.04.1993, Síða 79

Morgunblaðið - 08.04.1993, Síða 79
Minning Stefanía Einars- dóttir Ég er ekki læs, ég er ekki skrif- andi, ég er bara lítill strákur, sem átti góða ömmu er bjó uppi hjá Jónu. Ég fæddist í janúar árið sem amma var 90 ára, það er 1987. Eftir að ég kom í Baramahlíð 19, árið sem ég fæddist, koma amma daglega niður til að fylgjast með mér og raula fyrir mig vísu um leið og hún hélt í höndina á mér eða hélt á mér. Amma var alltaf glaðleg og elsku- leg við alla sem komu tii hennar. Það var mikið um það, að fólk kom að heimsækja hana og Jónu. Alltaf var til kaffi á könnunni hjá henni handa fullorðna fólkinu, en amma mundi líka eftir okkur smáa fólkinu og eru ófáar ferðirnar, sem ég hef átt inn í skápinn hjá henni í eldhús- inu til að fá mér kex. Amma pass- aði alltaf upp á það, að ekki vant- aði kex í boxið. Oftast sat amma í stólnum sínum í stofunni og las blöð- in, hún kunni þau utan að og vissi alltaf hvað var að gerast og hvenær hlutirnir gerðust. Hún hringdi líka stundum í Siggu systur sína og báru þær saman fréttir dagsins, sem og önnur mál. Amma fylgdist vel með öllu sem gerðist innan fjölskyldu sem utan. Hún var vakandi af áhuga um vel- ferð og viðfangsefni fjölskyldunnar. Hún fór ekki mikið út á vetuma þau ár sem ég þekkti hana, nema til að fara á mannamót, en þar lét hún sig sjaldan vanta. En er vorið kom, þá fór amma á stjá til að láta ein- hvern ná í begóníurnar, sem voru í kassa uppi á háalofti yfir veturinn. Begóníurnar voru teknar úr kassan- um og hafðar í þvottahúsinu meðan þær voru að ná sér eftir veturinn. Amma kom daglega til að tala við þær og hlú að þeim þar til rétti dagurinn kom til að láta þær út undir stofugluggann hjá mér. Segja fróðar konur mér að þetta hafí amma gert í yfir 40 ár og allt- af af sömu alúðinni. Þegar sumarið var komið keypti amma stjúpur í -garðinn meðfram stéttinni, hún keypti stjúpur öðru megin og Ág- ústa hinum megin. Þegar búið var að setja begóníurnar og stjúpumar niður, þá var sumarið komið. Á góðum sumardögum kom amma út í garð, fram hjá glugganum til að fylgjast með blómunum og vökva þau. Þannig leið tíminn hjá ömmu, taktviss og öruggur, ekkert fum var á hlutunum, allt hafði sinn tíma og allt hafði sinn tilgang, allir fengu sína athygli og umhyggju þótt lítið bæri á. Nú er amma á leið til afa og verður þá sameiginlegt sumar hjá þeim, en amma hefur hlakkað til að hitta hann á himninum, því hún sagði, að til Guðs færu allir sem væru góðir. Þinn Bjarki. -----♦ » ♦---- Minning Þorkell Sigurðsson Við viljum kveðja Þorkel Sigurðs- son með nokkrum línum úr laginu Söknuður. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Elsku Rakel, Sigurður, Matthild- ur og fjölskylda. Guð geymi ykkur og styrki á þessari sorgarstund. Eva Jóhannesdóttir og Hrönn Kolviðsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1993 79 t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN LILJA ÓLAFSDÓTTIR SOFFÍA BJARNADÓTTIR MELSTEÐ frá Strönd, Norðurbrún 1, Vestmannaeyjum, lést 19. mars síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 10. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Þórunn Melsteð, Börn, tengdabörn, Ragnheiður Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Haraldur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. t ÞORVALDUR VALDIMARSSON t frá Súgandafirði, Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát eiginmanns míns Austurbergi 30, og föður okkar, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn PÁLS SIGURGEIRSSONAR, 14. apríl kl. 13.30. er lést þann 26. mars síðastliðinn. Sigríður Þorvaldsdóttir, Leó Jenssen, Birgir Þorvaldsson, Sigurður Már Helgason, Erla Flosadóttir. Margrét Jónsdóttir, Sigurgeir, Þorvaldur og Gestur Pálssynir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓHANNESSON, Ásabraut 12, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 10. apríl kl. 14.00. Magndís Guðjónsdóttir, Lovisa Ólöf Guðmundsdóttir, Magnús Jóhannsson, Guðbjörg Sigrún Guðmundsdóttir, Jón Wheat, Hjördís Guðmundsdóttir, Andrés Erlendsson, Guðfinna Guðmundsdóttir, ívar Reimarsson, Auður Guðmundsdóttir, Rafn Torfason, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir til ykkar allra, sem sýnduð hinni látnu virðingu og okkur hlýhug og samúð við andlát eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, ÖNNU EIRÍKSDÓTTUR frá Skjöldólfsstöðum. Þorkell Björnsson, Björn Þorkelsson, Oddný Óskarsdóttir, Anna Þrúður Þorkelsdóttir, Gunnar D. Lárusson, Eirikur S. Þorkelsson, Sigrún Skaftadóttir, Ingvi Þór Þorkelsson, Hansina Á. Björgvinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, HANS J. K. TÓMASSON, Heiðargerði 124, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 14. apríl nk. kl. 13.30. Kirstfn D. Pétursdóttir, Ólafía S. Hansdóttir, Lára G. Hansdóttir, Björn Björnsson, Dýrfinna P. Hansdóttir, Hörður Jónasson, Dýrfinna Tómasdóttir og barnabörn. t Þökkum af alhug öllum þeim, er hafa sýnt okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur og afa, HARALDAR SIGURÐSSONAR Barónsstíg 39. Guðrún Samúelsdóttir, Sigurður Guðni Haraldsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Árni Haraldsson, Sigurður Baldur. t Ástkær eiginmaður minn, JÓNAS PÉTURSSON, Hjarðartúni 2, Ólafsvík, sem lést 2. apríl, verður jarðsunginn laugardaginn 10. apríl kl. 14.00 frá Ólafsvíkurkirkju. Sætaferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00 sama dag. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, láti Ólafsvíkurkirkju njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Lydía Kristófersdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við jarðaför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARNEYAR HELGADÓTTUR frá Múla. Karólína Kristinsdóttir, Sigvaldi Sigurðsson, Kristgerður Kristinsdóttir, Sigurjón Guðjónsson, Haukur Kristinsson, Bjarni Kristinsson, Guðrún Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og áfi, ÞÓRIR SÆMUNDSSON, Álfatúni 27, Kópavogi, sem lóst i Borgarspítalanum 5. apríl, verður jarðsunginn frá Hafnafjarðar- kirkju miðvikudaginn 14. apríl kl. 15.00. Guðrún Jónsdóttir, Þórir Örn Þórisson, Sæmundur Rúnar Þórisson, Arna Vignisdóttir, Jóhann J. Þórisson, Elsa Jónsdóttir, Steinar Þór Þórisson, Bryndís Harðardóttir, Hugrún Hrönn Þórisdóttir, Hörður i. Guðmundsson, Guðrún J.M. Þórisdóttir, Gylfi Þór Þorsteinsson og barnabörn. I'Vi LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sfmi 681960 t Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SESSELJU J. MAGNÚSDÓTTUR frá Borgarnesi, Þverárseli 10, Reykjavík. Þóra G. Grönfeldt, Magnús Hreggviðsson, Hreggviður Hreggviðsson, Halla Hreggviðsdóttir, Guðmundur Jónsson, og barnabörn. Gylfi Konráðsson, Erla Haraldsdóttir, María Einarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Guðrún Ingvarsdóttir t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, JÓHÖNNU SIGFINNSDÓTTUR, Skólavegi 9, Neskaupstað. Margrét Sigurjónsdóttir, Jóhann Sigurjónsson, Sigþór Sigurjónsson, Benedikt Sigurjónsson, Friðrik Pétur Sigurjónsson, Hjálmar Sigurjónsson, Sigurjón Ingvarsson, Ragnar Ingólfsson, Jón Lundberg, Valgerður Franklin, Sigrún V. Guðmundsdóttir, Jóna Katrin Aradóttir, Taina Otsamo, Wendelin Suuring, Anna Margrét Sigurjónsdóttir, Owe Búlow Nielsen, Sigurjón Sighvatsson, Sigríður Jóna Þórisdóttir og aðrir aðstandendur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.