Morgunblaðið - 08.04.1993, Page 91

Morgunblaðið - 08.04.1993, Page 91
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KNATTSPYRNA / EM U-18 Hagstæð úrslK ÍSLAND og Rúmenía gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í 16 liða úrslitum Evrópumóts U-18 ára liða f knattspyrnu, sem fór fram í Plopeni í Rúmeníu ígær. Leikurinn var opinn og fjörugur og úrslitin sanngjörn, en þetta var ífyrsta sinn, sem jslenska 18 ára liðið nær stigi gegn Rúmen- um. Úrslitin eru hagstæð fyrir strákana, en seinni leikurinn verður sennilega á Hvolsvelli 14. maí. Að sögn Sveins Sveinssonar, fararstjóra, sköpuðu ís- lendingamir sér opnari færi. Leikurinn fór rólega af stað, en Sigurbjörn Hreiðarsson fékk fyrsta færið, þegar hann var einn gegn markverði á 33. mín., en markmanninum tókst að verja. Skömmu síðar fékk Sig- þór Júlíusson ámóta færi en allt fór sem fyrr. Á 60. mín. óð Helgi Sigurðsson upp vinstri kantinn og gaf á Kristin Hafli^ason, en hann skaut rétt yfir markið. Jón Gunnar Gunnarsson skaut einnig yfir úr góðu færi á 75. mín. og Helgi Sigurðsson fékk besta færið á 83. mín.; lék upp að endamörkum, plataði mótheija og sá hornið opið, en þrumuskotið rétt missti marks. Sveinn sagði að liðið hefði unnið mjög vel; Atli Knúts- son hefði verið öryggið uppmálað í markinu, aftasta línan þétt, þar sem Magnús Sigurðsson, sem lék fyrsta lands- leik sinn, hefði staðið sig sérstaklega vel, Sigþór Júlíus- son hefði verið öflugur á miðjunni og Helgi Sigurðsson mjög ógnandi frammi. Lið lslands: Atli Knútsson (KR); Þorvaldur Ásgeirsson (Fram), Lúð- vík Jónasson (Stjörnunni), Magnús Sigurðsson (IBV), Eysteinn Hauks- son (ÍBK); Sigþór Júlíusson (KA), Pálmi Haraldsson (IA), Sigurbjöm Hreiðarsson (Val), Kristinn Hafliðason (Víkingi), Ottó Karl Ottósson (KR) (Jón Gunnar Gunnarsson, FH, 67.); Helgi Sigurðsson, Fram. Blaðið fór snemma í prentun Vegna flutnings Morgunblaðsins í nýtt húsnæði fór blaðið snemma í prentun í gær. Þvi er ekki hægt að greina frá fþróttaviðburðum sem fram fóru í gærkvöldi í blaðinu í dag. „Haukamir“ stöðvuðu IMewYork I tlanta Hawks stöðvaði sex " leikja sigurgöngu New York Knicks 109:104 eftir framlengingu í Atlanta í fyrrinótt. Patrick Ewing tryggði New York framlengingu með því að jafna 96:96 þegar 40 sek. voru eftir af venjulegum leik- tíma. En „Haukarnir" voru betri í framlengingunni. Kevin Willis var stigahæstur heimamanna með 29 st'g og tók jafnframt 11 fráköst. Patrick Ewing var atkvæðamestur að vanda hjá New York með 36 stig. Blue Edwards gerði 24 stig fyrir Milwaukee Bucks sem vann meist- ara Chicago Bulls frekar óvænt 113:109 á heimavelli. Brad Lohaus gerði 19 stig fyrir Bucks, sem vann P Bulls í áttunda sinn í 34 leikjum síðan 1986. Michael Jordan fór fyr- b' meisturunum og gerði 30 stig, Scottie Pippen kom næstur með 22 stig. Þetta var annað tap liðsins í síðustu tíu leikjum. | Tim Hardway gerði 18 af 30 stig- um sínum fyrir Golden State Warri- °rs í 111:125 útisigri gegn San Ántonio. Golden State hafði yfir í hálfleik 56:63 og byijaði þriðja leik- hluta með því að gera 19 stig gegn 5 og eftir það var ekki aftur snúið. Billy Owens gerði 29 stig og La- trell Sprewell 26 fyrir Golden State. David Robinson var bestur heima- manna með 28 stig. Indiana Pacers vann New Jersey Nets á útivelli, 85:98. Þetta var fyrsta tap Nets á heimavelli í síð- ustu níu leikjum. Detlef Schrempf gerði 26 stig og Reggie Miller 21 fyrir Pacers en Sam Bowie var stigahæstur í liði Nets með 24 stig. Shaquille O’Neal var í miklu stuði og gerði 36 stig og tók 16 fráköst er Orlando Magic vann Philadelphiu örugglega, 116:90. Scott Skiles gerði 18 stig og Nick Anderson 15. Hakeem Olajuwon var stigahæsti leikmaðurinn í fyrrinótt er hann gerði 42 stig fyrir Houston er liðið vann LA Clippers 114:101. Hann tók jafnframt 13 fráköst. Olajuwon hitti úr 17 af 25 skotum sínum utan af velli og 8 af 11 frá vítalínu. ■ Úrslit/ 89 Kevin Wlllis gerði 29 stig og tók 11 fráköst er Atlanta Hawks vann New York 109:104. Valdimar rauf Varð fyrstur til þess í 1. deildarkeppninni Valdimar hefur eflaust bætt um betur í gærkvöldi, er hann lék gegn Víkingum. Valdimar skoraði fyrsta mark sitt í 1. deildarkeppninni 21. september 1983, en þá lék hann fyrsta deildarleik sinn með Val - gegn KR í Laugardalshöllinni. Valdimar skoraði eitt mark í leikn- um, sem KR-ingar unnu 18:14. Valdimar hefur leikið tiu keppn- istímabil með Val og alls 171 deild- arleik. Hann hefur tvisvar náð þeim áfanga að skora sextán mörk í leik - fyrst gegn KR í Laugar- dalshöllinni 1991 og þá gegn Breiðablik að Hlíðarenda 1992. Það sem hefur hjálpað Valdimar að verða fyrstur til að ná þessum áfanga, er að flestir markakóngar 1. deildar undanfarin ár hafa farið í víking og leikið með erlendum félagsliðum. Valdimar hefur skor- að mörkin sín 1000 gegn sextán félagsliðum, sem hafa leikið í 1. deild. Flest mörk hefur hann skor- að gegn FH, eða 132 og þá hefur hann skorað 103 mörk gegn KA. BÓskar Jónsson tók saman þessar töluleg- ar upplýsingar. Valdi- mar Gríms- son í kunnug- legri stell- ingu og skorar eitt af deildar- mörkunum sínum þús- und. marka múrinn Þeir hafa skorað mest Hér er listinn yfir þá leikmenn sem nú leika í 1. deild, sém hafa skorað mest: V aldimar Grímsson, Val 1000 Hans Guðmundsson, HK 949 Páli Ólafsson, Haukum 855 Birgir Sigurðsson, Víkingi 850 Sigurður Gunnarsson, ÍBV 795 Þorgils Ó. Mathiesen, FH 748 Kristján Arason, FH 731 Erlingur Kristjánsson, KA 683 Sigurður Sveinsson, Selfossi 664 Guðjón Árnason, FH 638 Skúli Gunnsteinsson, Stjörnunni. 617 ■Þetta eru tölur fyrir leikina í gærkvöldi. VALDIMAR Grímsson, lands- liðsmaður í handknattleik, ] skoraði tímamótamark þegar hann lék með Val gegn Fram á sunnudaginn - fjórða mark | hans í leiknum var jaf nf ramt 1000 mark hans í 1. deild. Það hefur enginn leikmaður náð þeim áfanga síðan dagblöð hér á landi fóru að skrá reglu- lega hvaða leikmenn skoruðu mörk í leikjum 1. deildar. Markaskorun Valdimars Hér er listinn yfir hvernig Valdimar Grímsson hefur skorað í 1. deild. Fyrst eru það ár, þá leikir, mörk og meðalskor í leik: 1983-84 13 39 3,00 1984-85 14 67 4,79 1985-86 14 86 6,14 1986-87 17 70 4,12 1987-88 16 103 6,44 1988-89 18 97 5,39 1989-90 17 95 5,39 1990-91 22 179 8,14 1991-92 22 141 6,40 1992-93 18 123 6,83 Mörk Valdimars gegn ein- stökum liðum FH....... KA....... Stjarnan... Fram..... KR....... Víkingur... UBK...... ÍBV...... Haukar... Grótta... ÍR....... Selfoss.. HK....... Þróttur.. Þór A.... Ármann ... 123 103 96 92 86 80 68 63 56 48 46 43 38 27 23 ....7 Samtals:...1000 KORFUKNATTLEIKUR / NBA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.