Morgunblaðið - 16.12.1993, Síða 64

Morgunblaðið - 16.12.1993, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Gakktu ekki út frá neinu sem vísu í viðskiptum dags- ins. Þú hefur tilhneigingu til a‘ð eyða of miklu í skemmtanir. Naut (20. apríl - 20. maí) Gættu þess að standa við gefin loforð. Láttu ekki dagdrauma ráða ferðinni og ekki taka að þér fleiri verk en þú ræður við. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Sýndu aðgát í vinnunni í dag. Sumir sem þú átt sam- skipti við eiga það til að ýkja. Taktu orðum þeirra með fyrirvara. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Varastu óþarfa skuldasöfn- un í dag. Þér hættir til að eyða óhóflega í skemmtan- ir. Óþolinmæði dregur úr afköstum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú þarft ekki að þykjast vera eitthvað annað en þú ert til að koma þínum mál- um á framfæri. Gættu þess að særa engan. Meyja (23. ágúst - 22. september) rjjf Þú afkastar ekki jafn miklu í dag og þú ætlaðir. Annað- hvort ert þú með of mörg jám í eldinum eða vinnu- gleðina vantar. Vog ^ (23. sept. - 22. október) Þú ert með hugann við skemmtanir en gætir spillt gleðinni með of mikilli eyðslu. Gættu hófs í pen- ingamálum í kvöld. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Hugsaðu þig um tvisvar áður en þú kaupir eitthvað sem þú hefur enga þörf fyrir og láttu góða dóm- greind ráða í dag. Bogmaður (22. nóv. — 21. desember) m Reyndu að vera stundvís ef þú mælir þér mót við aðra til að falla ekki í áliti. Láttu ekki verkefni dagsins bíða. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að sýna aðgætni við innkaupin í dag svo þú sitjir ekki uppi með eitthvað sem þú hefur ekki not fyrir. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar). ðh Þótt þú fáir margar góðar hugmyndir þarftu að hafa í huga hvað er hagkvæmt. Ekki ana út í neina óvissu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) £ Ferðalag sem þú hefur áhuga á gæti orðið mjög kostnaðarsamt. Ekki trúa öllu sem þér er sagt. Sumir segja ósatt. Stj'órnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI íw»rr{»niniiiinnnu:uuR — ...............—...... ....... LJÓSKA SMÁFÓLK LOOK UJHAT MOM PUT IN MY LONCH FOR U5... CHKI5TMA5 C0OKIE5! Sjáðu hvað mamma hefur sett í nestið mitt handa okkur ... jóla- smákökur! U)0L)! A U)H0LE BUNCH! T00 BAP U)E DON'T HAVE p 50ME0NE T0 5HAKE THEM... Vá! Heilan helling! Verst að við höfum engan til að deila þeim með. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Áður en Roman-lykilspila- spumingin kom til skjalanna lentu spilarar stundum í slysum af þessu tagi: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁG64 VG5 ♦ G7643 ♦ 95 Suður ♦ 3 VÁKIO ♦ ÁD98 ♦ ÁKDG7 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 3 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 7 tíglar(!?) Útspil: spaðakóngur. Sagnhafí drepur á spaðaás, bítur á jaxlinn, en spilar svo tígli á drottninguna. Hún á slaginn og vestur fylgir með tíunni. Hvað nú? Þetta getur varla talist mikið vandamál. Það blasir við að spila hjarta þrisvar til að komast inn í borð svo hægt sé að svína aft- ur trompkónginn. Sem var ein- mitt það sem suður gerði þegar spilið kom upp. Og fékk þá rétt- láta refsingu fyrir sagngleðina: Norður ♦ ÁG64 VG5 ♦ G7643 Vestur ^ ‘*‘r> Austur ♦ KD108 V D86432 ♦ 102 ♦ 8 ♦ 9752 V 97 ♦ K5 ♦ 106432 VÁK10 ♦ ÁD98 ♦ÁKDG7 Suður ♦ 3 Þessi einfalda blekking vest- urs var 25 IMPa virði. Sveit hans hefði tapað 11 ef spilið hefði unnist, en vann í staðinn 14. Vestur gat ekki stillt sig um að njóta augnabliksins á kostnað sagnhafa: „Þú tókst eftir því að ég kallaði í hjarta, rnakker." SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á öflugu opnu móti í Sánkti Pétursborg í október kom þessi staða upp í skák stigalausa Rúss- ans Lembert, sem hafði hvítt og átti leik, og 16. stigahæsta skák- manns heims, þess unga Sergejs Tivjakovs (2.635). Hvíta atlagan er mjög óvenju- leg og glæsileg: 25. Rc8+! - Kd8 (Svartur tapar mestöllu liði sínu eftir 25. - Dxc8? 26. Dg7+) 26. Dbl! - e5, 27. Bxe5! - Rxe5, 28. Hb8 - Rc6, 29. Hel! (29. Db6+ dugði einnig til vinnings) 29. - Rxb8, 30. Dxb8 - Re4, 31. Rd6+ - Ke7, 32. Hxe4+ - Kf6, 33. Re8+ og Tivjakov gafst upp. Sannarlega óvæntur sigur skákmanns sem er ekki einu sinni í hópi 10.000 skákmanna á alþjóð- lega stigaskalanum. Rússneski stórmeistarinn Aleksej Drejev sigraði á mótinu með miklum yfirburðum, hlaut 8 v. af 9 mögulegum. Næstir komu Akopjan, Armeníu, og Neverov, Rússlandi, með 6V2 v. Drejev fór síðan beint á HM landsliða í Luz- ern og hlaut þar 5 v. af 6 möguleg- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.