Morgunblaðið - 18.03.1997, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
________________FRETTIR
Bensín á sjálf-
sölumí 5-7
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
DAGSBRÚNARMENN mótmæla við Mjólkurbú Flóamanna.
Dagsbrúnarmenn mótmæltu á Selfossi
Mikið keypt af mjólk
á Suðurlandi
DREIFING á eldsneyti til bensín-
stöðva hefur stöðvast með öllu í
Reykjavík og einnig dreifing á hrá-
olíu til skipa og flugvélaeldsneyti.
Strætisvagnar Reykjavíkur eiga
dísilolíuforða til einnar viku og er
í undirbúningi að draga úr tíðni
ferðanna. Afgreitt verður af sjálf-
sölum á bensínstöðvum í Reykjavík
að öllu óbreyttu meðan birgðir end-
ast. Talið er að þær birgðir dugi í
5-7 daga. Búast má við að eldsneyt-
isbirgðir endist lengur á svæðum
sem eru þjónustuð frá Akranesi þar
sem olíufélögin hafa fyllt birgða-
tanka sína. Ekki verður þó fyllt á
þá aftur meðan á verkfalli stendur.
Bifreiðaeigendur á höfuðborgar-
svæðinu ættu því að geta nálgast
bensín í Hvalfirði, Borgarnesi eða
á Akranesi þegar allt um þrýtur.
Olíufélögin telja sig vera í fullum
rétti með að hafa sjálfsalana opna.
í flestum tilfellum eru bensínstöðv-
ar orðnar verslanir og voru flestar
opnar í gær sem slíkar. VR-menn
eru þar við störf og almenna reglan
er sú að einn VR-maður sé á hverri
stöð. Þeir eiga ekki að dæla bens-
íni og heldur ekki að taka við
greiðslu fyrir bensínið heldur á
bensínafgreiðslan að vera eins og
að nóttu í gegnum sjálfsalana.
Kristinn Björnsson, forstjóri
Skeljungs, segir að nóg bensín sé
til alls staðar eins og er. Hver ein-
asta bensínstöð á höfuðborgar-
svæðinu væri með sjálfsala og í
neðanjarðartönkum væru 40-60
þúsund lítrar á hverri stöð.
„Hvað sem öðru líður ætlum við
okkur ekki að fara í stríð við Dags-
brún. Það er líka til nóg bensín
hérna rétt utan við bæjarmörkin,
t.d. á Selfossi og Akranesi. Við
erum búnir að haga málum þannig
að allir birgðatankar úti á landi eru
fullir núna svo við eigum ekki von
á því að það þverri í einhveijar
vikur,“ sagði Kristinn.
Kristinn telur bensín á höfuð-
borgarsvæðinu duga í um eina viku.
Brögð að verkfallsbrotum
Að sögn verkfallsvarða hjá
Dagsbrún voru brögð að því að
verkfallsbrot væru unnin á bensín-
stöðvum í borginni í gær en engin
dæmi voru um að slegið hefði í
brýnu milli manna. Bensínstöðv-
arnar hefðu haft 2-3 VR-menn á
sumum stöðvum, aðallega hjá
Skeljungi. Dagsbrúnarmenn hefðu
séð um að tæma sjálfsalana sem
stöðvuðust því af sjálfu sér þegar
þeir fylltust. Dagsbrúnarmenn
höfðu fregnir af því að olíufélögin
ætluðu að senda skrifstofumenn til
þessara verka en ekki hafði verið
ákveðið í gær hvernig yrði brugðist
við því.
Knútur G. Hauksson, fram-
kvæmdastjóri Olíudreifingar ehf.,
segir að birgðastöðvar séu úti um
allt iand og starfsmenn sem ekki
eru í Dagsbrún annist dreifíngu á
olíu þar. Gasolíu- og bensíndreifing
er t.d. frá birgðastöð á Akranesi
til Hvalfjarðar og Borgarfjarðar.
Hins vegar verður ekki hægt að
fylla á birgðatankana. Olíu er skip-
að á land í Reykjavík, Hafnarfirði
og Hvalfirði en bensíni er eingöngu
skipað á land í Reykjavík. Birgðir
til eins mánaðar eru yfirleitt í
birgðatönkunum.
Flugvélaeldsneyti til
nokkurra daga
Olíudreifing ehf. dreifir flugvéla-
eldsneyti út þessa viku til Keflavík-
urflugvallar frá Hafnarfirði og
birgðir eru taldar endast í nokkra
daga þar. Hætt er að dreifa flug-
vélaeldsneyti til innanlandsflugsins
á Reykjavíkurflugvelli en birgðir
eru taldar endast út þessa viku.
Dreifing hefur einnig stöðvast á
skipaolíu á höfuðborgarsvæðinu.
Allra handa hf. langferðabílar
hefur komið sér upp olíubirgðum
til eins mánaðar reksturs. Þórir
Garðarsson, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, segir að í samningi
sem fyrirtækið gerði við sitt olíufé-
lag sé kveðið á um að alltaf sé til
næg olía til rekstursins í a.m.k.
einn mánuð. Fyrirtækið er nú með
15 þúsund lítra af dísilolíu í tönkum
á athafnasvæði sínu.
Jóhannes Ellertsson, hjá Vest-
fjarðaleið, segir að fyrirtækið sé
vel birgt af olíu og fyllt hafi verið
á alla tanka í fyrrakvöld. Vest-
daga
fjarðaleið rekur 24 bíla en alla jafn-
an er ekki nema um helmingur
þeirra í daglegri notkun. Allt frá
200 upp í 600 lítrar af olíu eru á
hveijum bíl. Einnig er fyrirtækið
með aðrar birgðir þannig að rekst-
urinn er tryggður í einn mánuð.
SVR með birgðir
í eina viku
Lilja Ólafsdóttir, framkvæmda-
stjóri SVR, segir að fullir tankar
séu á öllum vögnum en birgðir eigi
að duga í rúma eina viku. „Það er
hugsanlegt að dregið verði úr tíðni
ferða ef við sjáum fram á að verk-
fallið ætli að dragast á langinn.
Þó er ansi hart að þurfa að gera
það þegar almenningur er að leggja
einkabílunum. Ef til kæmi drægjum
við úr tíðni ferða utan álagstíraa,“
sagði Lilja.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
fékk fyrirspurn fyrir síðustu helgi
um viðhorf þess til þess að sér-
leyfishafar fengju stóra olíutanka
hjá olíufélögunum og geymdu á
athafnasvæðum sínum. Tryggvi
Þórðarson, Heilbrigðiseftirliti,
sagði að það væri flokkað með
mengandi starfsemi að hafa svona
tanka og þyrfti starfsleyfi til.
„Hins vegar höfum við ekki
mótað kröfur sem þarf að gera til
þessa og erum því ekki í stakk
búnir til þess að taka á þessum
málum,“ sagði Tryggvi.
Gunnar Olafsson, hjá Eldvarna-
eftirliti Reykjavíkur, segir að það
sé ómögulegt að koma í veg fyrir
að almenningur hamstri bensín og
geymi á alls kyns ílátum. Erfitt sé
að fylgjast með þessu eftir að sjálf-
salarnir komu til sögunnar. Hann
segir að til séu brúsar sérstaklega
til þess gerðir að geyma í bensín.
„Hættan er sú að fólk láti bens-
ín á venjulega plastbrúsa og að það
hlaðist upp rafmagn við núning
bensínsins við brúsann. Hugsan-
lega gæti það gerst að neisti hlaupi
í bílinn og það gæti verið nóg til
þess að valda íkveikju,“ segir Gunn-
ar. Hann segir að slöngur á dælum
bensínstöðvanna séu sérstaklega
jarðtengdar til þess að koma í veg
fyrir að stöðurafmagn hlaðist upp.
Selfossi. Morgunblaðið.
GRÍÐARLEG sala hefur verið á
mjólk í verslunum á Selfossi og
mikill straumur af fólki hefur ver-
ið af höfuðborgarsvæðinu sem
kemur gagngert yfir heiðina til
þess að kaupa mjólk. Um helgina
kiáraðist hún í verslunum en er
nú fáanleg aftur.
Styst er fyrir íbúa á höfuðborg-
arsvæðinu að Suðurnesjum með-
töldum, að aka austur yfir fjall, til
Hveragerðis eða Selfoss, eða Þor-
lákshafnar til þess að nálgast
mjólk. Mjólkurbú Flóamanna þjón-
ustar einnig Litlu kaffistofuna á
Suðurlandsvegi með mjólk en þar
á bæ fengust þær upplýsingar að
sú mjólk væri aðallega til einka-
nota.
Samstaða er sigur
Dagsbrúnarmenn fjölmenntu
fyrir utan Mjólkurbú Flóamanna á
Selfossi í gærmorgun til þess að
mótmæla aukinni framleiðslu fyr-
irtækisins á mjólk. Var Birgi Guð-
mundssyni mjólkurbússtjóra af-
hent bréf þar sem ítrekuð voru
mótmæli gegn aukningu mjólkur-
framleiðslu á meðan á verkfalli
stendur og óskað var eftir sam-
stöðu með verkfallsmönnum.
Dagsbrúnarmenn hrópuðu:
„Samstaða er sigur" og þeir vildu
með því undirstrika að þeim væri
alvara. Að sögn Ólafs Ólafssonar,
trúnaðarmanns Dagsbrúnar, eru
þeir ósáttir við að mjólkurfram-
leiðsla á Selfossi sé aukin meðan
á verkfalli stendur í Reykjavík.
Að sögn Hjálmars Agústssonar,
trúnaðarmanns starfsmanna MBF,
munu þeir halda sínu striki og
ekki er ætlunin að fara út í ólögleg-
ar aðgerðir vegna verkfallsins.
„Við styðjum baráttu Dagsbrúnar-
manna eins og við getum en það
verður áfram framleitt hér fyrir
heimamarkaðinn," sagði Hjálmar.
í Mjólkurbúi Flóamanna er
framleiðslan tvöfalt meiri en
veiyulegt er en þar á bæ segja
menn að þeir geti aldrei annað
meiri eftirspurn en þeir gera nú.
Pökkunarvélar fyrirtækisins séu
ekki keyrðar meira en gerist á
góðum sumardögum og þannig
verði það áfram.
Lítrinn á 110 krónur
Borið hefur á að eigendur versl-
ana í Reykjavík hafi farið austur
yfir fja.ll og keypt mjólk og selt í
verslunum sínum. Júlíus Þorbergs-
son, eigandi söluturnsins Draums-
ins við Rauðarárstíg í Reykjavík,
segist í samtali við Morgunblaðið
hafa selt mjólk í verslun sinni und-
anfarna daga og að í gær hafi
hann selt mjólkurlítrann á 110
krónur, en venjulegt verð er 68
krónur.
Júlíus segist kaupa mjólkina
utan af landi, m.a. frá Hvolsvelli
og Selfossi, og selji aðeins tvo lítra
á mann. Hann segir að verð á
mjólkurlítranum hjá honum fari
eftir því hve mikið kosti að sækja
mjólkina austur yfir fja.ll og ítrek-
ar að hann græði ekkert á þessu
sjálfur. „Ég er bara að þjóna höf-
uðborgarbúum svo þeir fái mjólk
handa börnunum og öðrum,“ segir
hann.
Bankamenn munu greiða atkvæði um sáttatillögu ríkissáttasemjara á morgun
Forysta bankamanna
andvíg sáttatillögu
FORYSTA bankamanna hvetur fé-
lagsmenn sína til að fella sáttatillögu
ríkissáttasemjara. Friðbert Trausta-
son, formaður Sambands íslenskra
bankamanna, segir tillöguna ófull-
nægjandi. í hana vanti hækkanir til
þeirra bankamanna sem eru á
lægstu töxtunum og ennfremur sé
útilokað fyrir bankamenn að fallast
á þriggja ára samningstíma.
Samkvæmt sáttatillögu ríkis-
sáttasemjara hækka laun banka-
manna um 0,7% frá 1. mars 1997
með vísan til álits gerðardóms frá
síðasta ári. Til viðbótar gerir tillagan
ráð fyrir 4,7% hækkun frá sama
tíma, 4% 1. janúar 1998, og 3,65%
1. janúar 1999. Samningstíminn er
til 15. febrúar árið 2000. Þetta eru
sömu hækkanir og eru í samningum
VR við vinnuveitendur.
Samningstíminn of langur
„Það eru ýmiss konar atriði sem
við voru komnir með ágætis sam-
komulag um við bankana sem ekki
er tekið á í sáttatillögunni. Ekkert
er tekið á kröfu okkar um sérstaka
hækkun til þeirra lægstlaunuðu
þrátt fyrir að þeir fái almennt sér-
staka hækkun í öðrum kjarasamn-
ingum sem gerðir hafa verið að und-
anförnu. Samningstíminn er einnig
alltof langur fyrir bankamenn sem
eru að ganga í gegnum margvísleg-
ar breytingar á næstu árum, hlutafj-
árvæðingu, sameiningu sjóða og
fleira. Við viljum ekki vera_ bundin
af samningi til þriggja ára. Ástæðan
er óvissan framundan, en ekki krón-
ur eða aurar,“ sagði Friðbert.
Friðbert sagði að í þeim hópi, sem
samninganefnd bankamanna vildi
hækka sérstaklega, væru rúmlega
1.000 manns og þar af yfir 900
konur. Þessi hópur væri á launatöxt-
um á bilinu 65-98 þúsund krónur á
mánuði, en krafa bankamanna væri
að hann fengi 7% kauphækkun um-
fram aðra. Með slíkri hækkun væru
bankarnir að draga úr launamun
kynjanna, sem væri verulegur innan
bankakerfisins. Friðbert sagði að
viðræður við bankana um þetta atr-
iði hefðu verið komnar vel áleiðis,
en endanlegt samkomulag hefði þó
ekki legið fyrir.
Friðbert sagði jákvætt að sáttatil-
lagan gerði ráð fyrir að bankamenn
fengju 0,7% hækkun vegna gerðar-
dómsins, sem tók á ágreiningi um
hækkanir á síðasta samningstíma.
Bankamenn vildu hins vegar að þessi
hækkun gilti frá því að síðasti samn-
ingur tók gildi.
„Eg tel að ef samningstímanum
yrði breytt og lægstu taxtar yrðu
hækkaðir í samræmi við okkar kröf-
ur myndu menn fara langt með að
ná samningum. Ég á bágt með að
trúa að ætlunin sé að setja allt
greiðslumiðlunarkerfi landsins og
allt bankakerfið á annan endan út
af ekki stærri hlutum," sagði Frið-
bert.
Bankarnir óánægðir með
gerðardómsmálið
Finnur Sveinbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
viðskiptabanka, sagði að bankarnir
væru óánægðir með ákvæði sáttatil-
lögunnar um 0,7% hækkun vegna
gerðardómsins. Ágreiningur hefði
verið milli bankanna og bankamanna
um launahækkanir á síðasta samn-
ingstíma. Bankamenn hefðu tapað
því máli fyrir gerðardómi og að
þeirra áliti ætti málið þar með að
vera úr sögunni.
Finnur sagði að samningamenn
deiluaðila hefðu setið hjá ríkissátta-
semjara fram á kvöld sl. laugardag
og reynt að ná samkomulagi á
grundvelli sáttatillögunnar. Það
hefði ekki tekist fyrst og fremst
vegna ágreinings um samningstím-
ann.
Atkvæði verða greidd um sáttatil-
löguna á morgun og fimmtudag.
Stefnt er að því að telja atkvæði nk.
mánudag. Verði tillagan felld og
ekki tekst að semja skellur á verk-
fall 4. apríl. Verkfallið var boðað
20. mars, en sáttasemjari nýtti sér
rétt til að fresta verkfalli í 15 daga.
Verkfall hefur víðtæk áhrif
Verkfall bankamanna myndi hafa
mjög víðtæk áhrif. Starfsemi banka
og sparisjóða stöðvast. Allt rafræna
greiðslumiðlunarkerfið stöðvast og
kretidkortakerfið sömuleiðis. Fyrir-
tæki geta reyndar notast við posa,
en þau geta ekki kannað stöðu við-
skiptamannsins og viðskiptin verða
því alfarið á ábyrgð þeirra. Debet-
kort detta út og hraðbankar og síma-
bankar sömuleiðis. Öll greiðslumiðl-
un milli landa verður óvirk og verk-
fallið mun því hafa víðtæk áhrif á
innflutnings- og útflutningsverslun.
Það eina sem má sinna eru skuld-
bindingar bankanna og ríkisins við
útlönd sem þegar hefur verið stofnað
til. 5% bankamanna munu sinna
þessum störfum í verkfalli.
Ekki reiknast dráttarvextir af lán-
um sem falla í gjalddaga eftir að
verkfall hefst. Dráttarvextir reiknast
hins vegar af lánum sem fallið hafa
í gjalddaga áður en verkfall hefst
og ekki hafa verið greidd fyrir verk-
fall.
Félagsmenn í Sambandi banka-
manna starfa hjá Reikningsstofu
bankanna, Byggðastofnun, Þjóð-
hagsstofnun, Iðnlánasjóði og Iðnþró-
unarsjóði auk banka og sparisjóða.
Síðast fóru bankamenn í verkfall
1980 og stóð það í fjóra daga. Verk-
fall nú mun hafa mun víðtækari
áhrif en það verkfall vegna þess að
þá var greiðslumiðlun og kredit-
kortanotkun ekki komin til.