Morgunblaðið - 18.03.1997, Page 21

Morgunblaðið - 18.03.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 21 NEYTENPUR Aðalfundir húsfélaga Fundarglöp draga dilk á eftir sér UNGBARNASUNDFÖT Sængurgjafir - fyrirburaföt - rósir á skírnarkjóla Skólagerði 5, Kópavogi, sími 554 2718. Opið kl. 13-18. Hitakönnur á hátíðarborðið! C'ýCeimsljós Faxafeni (blátt hús), sími 568 9511. í mars og apríl ár hvert eru aðal- fundir haldnir í húsfélögum um land allt en samkvæmt lögum á alltaf að halda aðalfund fyrir lok apríl. Það er hins vegar ýmislegt sem gegnum árin hefur farið úr- skeiðis á húsfundum og haft af- drifaríkar afleiðingar. Nýlega var gefín út sérstök fundargerðarbók fyrir húsfélög með leiðbeiningum og skýringum. Það er Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, sem er höfundur bókarinnar en hann er einnig höfundur laga um fjöleignarhús. „Það á að halda aðalfund í öllum húsfélögum en talið er að á landinu séu að minnsta kosti til tíu þúsund húsfélög," segir Sigurður Helgi Guðjónsson. Þessi mál á að taka fyrir Hann segir aðalfund hafa ákveðnum lögboðnum verkefnum að gegna. Þá skulu tekin fyrir þessi mál: 1. Skýrsla stjórnar og umræður um hana. 2. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá. 3. Kosning formanns. 4. Kosning annarra stjórnar- manna. 5. Kosning varamanna. 6. Kosning endurskoðanda og varamanna hans. 7. Framlagning rekstrar- og fram- kvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. 8. Ákvörðun hússjóðsgjalda. 9. Mál sem tiltekin eru í fundar- boði. 10. Önnur mál. Sigurður Helgi segir að oft séu þetta einu fundirnir sem haldnir séu í húsfélögum og því þurfí að standa vel að málum. „Ef eitthvað fer úrskeiðis kann það að draga dilk á eftir sér, fólk verður ekki bundið af ákvörðunum fundar og losnar við að greiða. Framkvæmd- ir og mál klúðrast einfaldlega. „Tilgangur með útgáfu þessarar bókar var einmitt að stuðla að því IMýtt Heilsuvörur úr íslenskum fjallagrösum FIMM nýjungar hafa bæst við þær heilsuvörur sem fyrir voru hjá ís- lenskum fjallagrösum hf. Fjalla- grös og ginsenghylki innihalda mulin fjallagrös og ginseng og þeim er ætlað að minnka þreytu og auka afkastagetu ásamt því að sjá líkamanum fyrir ýmsum nauðsynlegum bæti-, og trefjaefn- um. Fjallagrasa-, sólhatts-, og engi- ferhylki eiga að virkja ónæmis- kerfíð og veita góða vörn gegn almennum sýkingum, s.s. kvefí, flensu og hálsbólgu. Þá er hefð fyrir því að nota jurtirnar gegn magakvillum, lungna-, og gigtar- sjúkdómum. í fréttatilkynningu frá íslensk- um fjallagrösum hf. segir að fyrir- tækið hefí einnig nýlega sett á markað sólarhringskrem úr fjalla- grösum. Kremið inniheldur íslensk fjallagrös og náttúrulegar olíur sem eiga að vernda gegn rakatapi og hrukkum. Það er unnið úr fjal- lagrösum og sérstakri blöndu úr kvöldvorrósarolíu og E-vítamínol- íu. Þá hefur bæst við vörur fyrir- að húsfélög gætu komið á festu og öryggi. Slíkt kann að koma í veg fýrir áralangar deilur og mis- skilning. Það eru miklir fjármunir í húfí því á aðalfundum eru oft sameiginlegar ákvarðanir teknar um framkvæmdir sem nema í heild hundruðum ef ekki þúsundum milljóna.“ - Hvað er algengast að fari úr skorðum á aðalfundum? „Það er að fundir séu ekki rétt boðaðir. Sé það ekki gert er við- komandi ekki bundinn af þeim ákvörðunum sem á aðalfundi eru teknar. Að þessu frátöldu getur fundarhaldið sjálft vafíst fyrir íbú- um í fjölbýli, það er t.d. ekki stað- ið rétt að ákvörðunum, fundurinn ekki bókaður og svo framvegis. Aðalfund á að boða með 8-20 daga fyrirvara - Hvernig á að boða aðalfund? „Aðalfund á að boða skriflega og með sannanlegum hætti með minnst 8 og mest 20 daga fyrir- vara. í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá og geta þeirra mála sem ræða á og meginefni tillagna þeirra, sem leggja á fyrir fundinn. Ef eigandi vill fá mál tekið fyrir og til at- kvæðagreiðslu á aðalfundi skal hann greina stjóminni skriflega frá því með nægum fyrirvara svo unnt sé að geta þeirra í fundarboði." Sigurður segir að dagskrá aðal- fundar sé önnur en ef um almenn- an húsfund sé að ræða þar sem dagskráin er í öllum aðalatriðum lögákveðin. Takist ekki að ljúka störfum á aðalfundi ber að boða til framhaldsfundar og ákveða hve- nær hann skuli halda. Innri mál rædd „Aðalfundur hefur þá sérstöðu að á honum er fyrst og fremst rætt um innri mál félagsins, lagðir dóm- ar á unnin störf og ákvarðað um næstu áfanga, kosin stjórn og lagður dómur á reikninga og gögn félagsins önnur.“ tækisins fótakrem úr fjallagrösum sem á að hafa mýkjandi og græð- andi áhrif á sprungur og þurra húð á fótum. Kremið inniheldur ilmolíurnar Tea Tree, Eucalyptus og Rósmarín. Ilmolíurnar eiga að hafa endurnærandi og örvandi áhrif á þreytta og sára fætur auk þess að draga úr svita, kláða og eymslum í æðahnútum. Hitakrem svokallað er einnig nýtt á markaðnum. Það er með fjallagrösum. Það inniheldur sterk- ar ilmolíur sem eiga að örva blóð- rásina. Hitakremið á að hafa hit- andi og slakandi áhrif á stífa og spennta vöðva og er tilvalið gegn vöðvabólgu. Kremið á að draga úr álagsverkjum og liðka stirð liða- mót. Nákvæm innihaldslýsing er á vörunum en þær eru fáanlegar í apótekum, heilsuvörubúðum og stórmörkuðum um land allt. Þá má geta þess að fjallagrasa- snafs hefur hingað til verið seldur í 100 ml. flöskum í Fríhöfninni. Nú er snafsinn fáanlegur í 500 ml. flöskum í Fríhöfninni og vænt- anlegur í ÁTVR með haustinu. v i ð segjum það umbúðalaust- Nýju ostasneiðaumbúðirnar eru byltingfyrir neytendur! Þœr hvíla á plastbakka og eru í loftskiptum umbúðum, sem gerir þar léttari í meðfórum oggeymslu. Klippið endann afpokanum ogtakið bakkann út. (mynd 1) Ostabakkinn er tilbúinn á borðið. Að lokinni máltíð setjið bakkann aftur ípokann. Lokið honum meðþví að brjóta saman endann. (mynd 2) Skoðiðgaumgœfilega mynd3 og4. Veitið sérstaka athygli bakkanum sem ostasneiðarnar liggja á. í nýju umbúðunum eru Gouda 26%, Gouda 17%, Óðalsostur ogMaribó. mynd 1 ISLENSKIR W OSTAR, ý

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.