Morgunblaðið - 18.03.1997, Síða 26

Morgunblaðið - 18.03.1997, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Háskóla- tónleikar í Norræna húsinu Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu miðvikudaginn 19. mars flytur Háskólakórinn verk eftir Johannes Brahms, Leif Þórarinsson, Paul Hindem- ith og Carl Orff. Tónleikamir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Meðal þeirra verka sem Há- skólakórinn flytur er Mar- íumúsik eftir Leif Þórarinsson, en Háskólakórinn frumflutti verkið árið 1993. Flokkurinn er saminn við texta Stefáns frá Hvítadal, Vilborgar Dagbjarts- dóttur og hinn foma og sígilda Ave Maríu texta kaþólsku kirlq- unnar. Þá flytur kórinn lagaflokkinn Six Chansons eftir Paul Hin- demith, eitt lag eftir Johannes Brahms, þ.e. Von Edler Art, og að síðustu mun kórinn flytja eitt lag eftir Carl Orff úr Ljóð- um Katúllusar. Háskólakórinn verður 25 ára á þessu ári og segir m.a. í kynn- ingu, að við sðgu hans hafi komið margir merkir tónlistar- menn, en þar beri helst að nefna Rut L. Magnússon, Hjálmar H. Ragnarsson og Áma Harð- arson. Kórinn hefur jafnan haft það á stefnuskrá sinni að frum- flytja íslensk kórverk. I ár flyt- ur kórinn „Martröð" eftir Egil Gunnarsson við ljóð Amar Arn- arssonar. Stjómandi Háskólakórsins, Hákon Leifsson. Handhöfum stúdentaskír- teina er boðinn ókeypis aðgang- ur, en aðgangseyrir fyrir aðra er 400 kr. Einsöngur í Miðgarði SIGURÐUR Skag§örð Stein- grímsson heldur einsöngstón- leika í Miðgarði í Skagafirði fímmtudaginn 20. mars og hefjast þeir kl. 21. Sigurður er fæddur og uppalinn í Varmahlíð og ætlar því að halda þessa fyrstu einsöngstón- leika sína á heimaslóð- um. Frá 1992 hefur Sigurður starfað sem einsöngvari, sungið mörg hlut- verk við Islensku óperuna, haldið tónleika ásamt öðrum einsöngvurum, sungið með Sinfóníuhljómsveit íslands, einsöng með ýmsum kórum og fleira. Hann syngur dag- lega við kirkjulegar athafnir. Á efnisskrá einsöngstón- leika Sigurðar á fimmtudag eru þekkt íslensk og erlend sönglög, ljóð og aríur. Undirleik á flygil annast Bjarni Þór Jónatansson. Alexander Ingason sýnir í kaffihúsi SÁÁ ALEXANDER Ingason er með málverkasýningu á kaffíhúsi SÁÁ, Úlfaldanum. Sýningin stendur yfír til 10. apríl og er opin alla virka daga frá kl. 20 til 23.30, um helgar er opið frá kl. 14 til 23.30. Kaffíhús SÁÁ, Úlfaldinn, er í Ármúla 40, annarri hæð. SIGURÐUR Skagfjörð Steingrímsson. HVAR ER LOSTINN, HEIMSPEKINGAR GÓÐIR MAÐURINN er undarleg skepna og tilvera hans svo mótsagnakennd að enn hefur hann ekki fengið nokkurn botn í hana. Þótt lífshvötin sé grunnafl hans virðist hann ætíð stefna að tortímingu sjálfs sín. Og þótt eðli hans sé að leita hamingjunnar kallar hann ætíð óhamingjuna yfír sig. En hvað veldur? í stuttri frásögn í haust- hefti Skírnis 1996 rekur ítalska nítjándu aldar skáldið, Giacomo Leopardi (1798-1837), sögu mann- kyns en þar segir um hið einstaka eðli manna „að þeim nægði ekki, einsog öðrum dýrum, að lifa og vera lausir undan líkamlegum þjáningum og óþægindum, heldur gimtust ávallt og í öllum aðstæð- um hið ómögulega, og að því minna sem aðrar þrautir þjökuðu þá þeim mun frekar kvöldu þeir sjálfa sig með þessari þrá.“ Með takmarka- lausri ágimd sinni segir Leopardi að maðurinn hafi kallað yfír sig reiði guðanna sem ákváðu að refsa manninum með því að láta honum eftir það sem hann þráði mest, Sannleikann; var hann gerður að „eilífum stjómanda og höfðingja mannanna.“ Maður skyldi ætla að Sann- leikurinn ætti ekki að verða mönn- unum til mikilla trafala, en guðirn- ir vissu betur. Sannleikurinn þjak- ar menn svo mikið að hjörtu þeirra fyllast af tilgangsleysi, vonleysi og örvæntingu. „Ekkert mun virðast [mönnunum] meiri sannleikur en að öll veraldleg gæði séu blekking ein og ekkert varanlegra en for- gengileiki allra hluta, að þrautum þeirra sjálfra undanskildum." Líf manna verður þannig gersneytt öllu hugsanlegu verðmæti, jafnvel svo að guðunum þykir hlutskipti þeirra of grimmt og hræðilegt. Verður því ofan á að senda mönn- um ástina til huggunar en henni mun Sannleikurinn aldrei ná að tortíma þrátt fyrir allt sitt afl og þótt hann berjist stöðugt gegn henni. Og ekki nóg með það heldur stígur nafni hennar, guðinn Amor, niður til jarðar öðm hveiju og læt- ur streyma um einhveija útvalda „stórkostlega blíðu og fyllir þá svo göfugum tilfinningum og svo mik- illi hæfni og elju að þeir fá þá að reyna, sem annars er með öllu óþekkt á meðal manna, eitthvað sem kemst nær því að vera raun- veruleg sæla en eftirlíking þeirra." Hafa tilfínningar og losti ekki fullan þegnrétt í íslenskri heim- speki, spyr Þröstur Helgason í tilefni af tveimur greinum ís- lenskra heimspekinga í Skími um lauslæti. Hann spyr einnig í framhaldi af grein í Andvara hvort það sé ofrausn að skipa Einari H. Kvaran við hlið Sigurðar Nordals og Halldórs Laxness sem höfundi anda aldarinnar á íslandi. AF SKRIFUM heimspek- inganna tveggja, sem mæla með og á móti laus- læti í þessu sama hefti Skírnis, mætti ætla að þeir væm ekki í hópi hinna útvöldu. Kristján Kristjánsson, sem skrif- ar gegn lauslæti, bendir raunar á í upphafi greinar sinnar að það kveði stundum við „að tepraskapur í kynferðismálum sé heimspeking- um í blóð borinn“ og að til sann- indamerkis um það séu rakin „dæmi af helstu andans mönnum sögunnar sem, hnepptir í ijötra skírlífrar varúðar og svæfðra ástríðna, hafi gert holdlega munúð brottræka úr kenningum sínum“. Kristján segir jafnframt að nú sé af það sem áður var. Risið hafí upp kynslóð yngri heimspekinga sem segja vilji „hvers kyns skyn- semisharðlífi stríð á hendur og leiða mannlegar tilfínningar, í öll- um sínum fjölbreytileik, til öndveg- is sem lykilþátt hins góða lífs.“ Nú hélt lesandi að von væri á góðu og íslenskur heimspekingur myndi loksins hætta sér út á ótraustan ísinn og dorga úr djúpunum ein- LOSTINN lýsir af málverki Henry Matisse, Lífsgleði. hveijar tilfínningaríkar og jafnvel lostablandnar hugsanir. En í ljós kemur að Kristján fylgir ekki þess- ari yngri kynslóð að málum heldur hinni eldri og viðheldur bæling- unni. Og þótt Mikael M. Karlsson, sem ritar til varnar lauslæti, fíkri sig aðeins nær ísnum en Kristján er grein hans einnig hálf kennda- og kynlaus; eins og andmælandi sinn virðist hann ekki telja lostann og ágirndina, sem Leopardi segir vera einstaka í eðli mannsins, koma rökræðu um lauslæti við. Kristján leitar sér raka gegn lauslæti í svokallaða sveppatínslu- líkingu kaþólska heimspekingsins, Elizabeth Anscombe, sem segir að „það að líta á kynlíf sem tóm- stundagaman, á borð við sveppa- tínslu, „geri menn gmnna“.“ Anscombe telur ennfremur að samfarir séu í eðli sínu fijósemis- verknaður og setur hans „sam- kvæmt náttúrulegum skikk, hjóna- bandið". Kristján samsinnir sveppatínslukenningu Anscombe og færir fyrir henni frekari rök. Segir hann að hinn lausláti læri að njóta ástalífs án ástar rétt eins og hægt sé að venjast jólaljósum án jóla. „En jólin verða heldur aldr- ei söm á eftir." Mikael setur fram rök á móti sveppatínslukenningunni og segir að Ánscombe virðist heldur ekki geta eygt „þann möguleika að burtséð frá hjónabandi get[i] kyn- lífíð táknað mannlega ástúð og blíðu fremur en yfírgang holdlegra hvata. Það að einhver stundi kyn- líf einfaldlega af þeirri ástæðu að hann hafí gaman af því er lagt að jöfnu hjá Anscombe við dýrslegt lostasukk - hvílíkur níðingshátt- ur!“ Um leið og Mikael vill vera talsmaður tilfmninga og frjálsræð- is hneykslast hann stómm á hold- legum hvötum og lostanum sem hann af vandlætingu tengir dýrs- legu sukki. Það verður því vart á milli séð hvort er meiri tepra, Anscombe eða Mikael. Og spurningin sem stendur eftir er: Hafa tilfmningarnar - og lost- inn - ekki fullan þegnrétt í ís- lenskri heimspeki? Og ef svo er, hver er þá ástæðan? SKÁLDSAGNAGERÐ er í brennidepli í Andvara, bæði gömul og ný. Sveinn Skorri Höskuldsson fjallar um höfundarverk Einars H. Kvar- ans í grein sem hann kallar „Hinn langi og skæri hljómur“. Þar segir Sveinn Skorri að Einar Kvaran sé á meðal þeirra þriggja manna sem skópu líf og menningu íslensku þjóðarinnar á þessari öld, hinir hafí verið Sigurður Nordal og Hall- dór Kiljan Laxness: „Hann er á meðal höfuðsmiða þess lífs sem síðan hefur verið lifað á íslandi.“ Einar Kvaran má vafalaust telja til mestu sagnahöfunda aldarinnar á íslandi en sjálfsagt á einhveijum eftir að þykja það ofrausn hjá Sveini Skorra að skipa honum við hlið Sigurðar og Halldórs sem höf- undi anda aldarinnar á íslandi. En ekki skal dæmt um það hér. Ámi Siguijónsson fjallar um æskuverk Siguijóns Jónssonar í grein sem heitir „Nútímaleg skáld- sagnagerð". Siguijón kallar Ámi andlegan tvíburabróður Þórbergs Þórðarsonar og segir auðvelt að hugsa sér að Siguijón hafi skrifað skáldsögur sínar eins og í orðastað Þórbergs sem skrifaði ,,að heita má engar skáldsögur". Ámi segir ennfremur að Siguijón megi „skoða sem merkan og að nokkru leyti týndan hlekk í forsögu ís- lenskra nútímabókmennta" en í verkum hans birtist tvö meginein- kenni í sagnagerð þriðja áratugar- ins: „lífsskoðanaumræða og formnýjungar." Að lokum segir Ámi: „Siguijóni Jónssyni ber meiri sess í bókmenntasögunni en ætla mætti af þeim yfirlitsritum sem út hafa komið til þessa.“ XITANLEGA er margt ann- að í þessum tveimur tímaritum sem vert er að nygli á þótt ekki leyfí rým- ið nánari umfjöllun. Bent skal á grein Þóris Oskarssonar í Skími um „Hugtakið rómantík“. Þórir heldur því fram að rómantíkin hafi borist hingað í skýrari mynd en menn hafa hingað til haldið; það var til íslensk rómantík og ís- lenskir rómantíkerar. Hér fara menn líka snemma að fjalla um rómantíkina, gagnrýna hana og bókmenntir hennar, að sögn Þóris. í Skírni er einnig forvitnileg grein Sigríðar Albertsdóttur um ásjónur ástarinnar í skáldskap Davíðs Stef- ánssonar. Einnig er þar afar skemmtileg og hugkvæm grein Ármanns Jakobssonar um mikil- vægi Hallberu í Urðarseli fyrir skilning á Sjálfstæðu fólki. Enn- fremur er þar vönduð úttekt á skáldskap Sigurðar Pálssonar eftir Eirík Guðmundsson og mætti hvetja til þess að fleiri ljóðskáld samtímans fengju jafn viðamikla umíjöllun; ekki veitir af að koma umræðu um ljóðagerð dagsins á einhveija hreyfingu. Æviágrip Andvara er að þessu sinni um Brynjólf Bjarnason, fyrr- verandi ráðherra. Jón Karl Helga- son, sem er ritstjóri Skírnis, skrifar um Halldór Laxness og íslenska skólann og Gunnar Karlsson fjallar um sagnfræði Sigurðar Nordals og Fragmenta ultima. Að lokum er hér svo einnig grein eftir Eirík Guðmundsson og fjallar hún um nokkrar skáldsögur ársins 1995.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.