Morgunblaðið - 18.03.1997, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.03.1997, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Konur á Djöflaeyju Norræn kvikmyndahátíð í Frakklandi er hafín o g Þórunn Þórsdóttir gáði hvað gerist þetta tíunda afmælisár. Djöflaeyjan keppir um aðalverðlaun og kvikmyndir kvenleikstjóra verða í deiglunni. NORRÆN kvikmyndahátíð stendur nú yfír í Rúðuborg í Frakklandi. Þetta er tíunda árið sem hátíðin er haldin og henni hefur vaxið fiskur um hrygg. Áhorfendum hefur fjölg- að úr 10.000 til að bytja með í rúm 30.000 síðustu ár. Kvikmyndirnar sem sýndar hafa verið eru þúsund talsins. Afmælinu verður fagnað með sýn- ingu verðlaunamynda liðinna ára og meðal þeirra er Ingaló Ásdísar Thor- oddsen. I ár keppir Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór Friðriksson til aðalverða- launa. Annars verður athygli beint að myndum norrænna kvenleikstjóra og eru þar fimm frá íslandi: Kristín Jóhannesdóttir (Svo á jörðu sem á himni), Guðný Halldórsdóttir (Kristnihald undir Jökli), Inga Lísa Middleton (Ævintýri á okkar tím- um), María Sólrún Sigurðardóttir (Tvær litlar stelpur lenda í stríði), Ánna Th. Rögnvaldsdóttir (Hlaup- ár). Fundað verður um myndir kvenna næstkomandi laugardag og fulltrúar íslands í umræðunum þær Kristín Jóhannesdóttir og Guðný Halldórs- dóttir. Afmælisveisla verður svo um kvöldið og þangað er boðið Ásdísi Thoroddsen. Lokahelgina, 22. og 23. mars, kemur Friðrik Þór á hátíðina ásamt Baltasar Kormáki og Önnu Karlsdóttur frá Kvikmyndasjóði. Djöflaeyja Friðriks Þórs verður borin saman við dönsku myndirnar Smillu eftir Bille August, Hamsun eftir Jan Troell og Mestu hetjurnar eftir Thomas Vinterberg. Einnig Sunnudagsengla Berit Otto Nesheim frá Noregi, Veiðimenn Kjell Sund- valls frá Svíþjóð og Harry og Sonju eftir Björn Runge frá Svíþjóð. Finnar tefla fram Þorpinu kyrrláta eftir Kfari Vaananen og frá Eystrasalti kemur Of þreytt til að hata eftir Fenitu og Hannes Lintrop. Dóm- nefnd er skipuð sex frönskum leikur- um og leikstjórum og úrslit ráðast í hátíðarlok. Á hátíðinni eru jafnan kynntir sér- staklega nokkrir norrænir kvik- myndaleikstjórar og nú verða sýndar myndir þeirra Nils Malmros frá Dan- mörku, Stefans Jarl frá Svíþjóð og Rijo Honkasalo frá Finnlandi. Eystra- saltsríki hafa átt myndir í Rúðuborg síðan 1992 og svo er einnig nú. Glænýjar norrænar myndir verða sýndar, stuttmyndir og barnamyndir. Besta myndin verður verðlaunuð með tæpum 200 þúsund krónum og auðvitað athyglinni. Besti leikari og leikkona fá viðurkenningu og áhorf- endur veita sérstök verðlaun. Ungir áhorfendur jafnframt, þeir eru ár hvert margir í Rúðuborg, nemendur kvikmyndaskóla og háskóla sem kenna norræn tungumál. Ungu gest- imir hafa smám saman orðið helsta stolt norrænu kvikmyndahátíðarinn- ar. Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson LEIKENDUR og leikstjóri fagna Jónasi Árnasyni að lokinni sýningu. Vertu nú kátur nafni minn Kleppjárnsreykjum. Morgunblaðið. UNGMENNAFÉLAG Reykdæla sýnir nú leikrit, sem samsett er úr sexverkum Jónasar og Jóns Múla Árnasonar; Allra meina bót, Deliríum Búbónis, Rjúkandi ráði, Skjaldhömrum og Drottins dýrð- ar koppalogni og einnig eru flutt- ir söngvar úr leikritinu Þið munið hann Jörund. Leikstjóri Þórunn Magnea Magnúsdóttir og leik- mynd hljóð og ljós eru unnin af félögum í Ungmennafélagi Reyk- dæla. Það er ekki ofsögum sagt þegar Ungmennafélagið tekur sig til og setur upp og æfir leikverk, ævin- lega tekst vel til og svo er einnig nú. Enda efniviðurinn sem notað- ur er ekki af lakara taginu, þegar teknir eru góðir kaflar úr leikrit- um eftir þá bræður Jónas og Jón Múla. Þessir kaflar eru settir fram með góðum skýringum , þannig að áhorfendur komast inn í söguþráðinn, þó svo verkið sé þeim að öllu óþekkt, og verða strax með á nótunum. Það hefur verið góður kjarni áhugaleikara í Ungmennafélag- inu og bera þeir uppi sýninguna. Þó bætast alltaf nýir í hópinn sem koma skemmtilega á óvart og má nefna Birgi Jónsson og Hrund Ólafsdóttur sérstaklega. Þorvaldur Jónsson og Birgir Jónsson fara á kostum sem Ægir Ó. Ægis og Jafnvægismálaráð- herrann í Deliríum Búbónis. Einn- ig er góður kafli þar sem Jón Pétursson og Jóhannes Berg fara með hlutverk Kormáks vitavarðar og Páls Daníels Nílsen í Skjald- hömrum. Hljómsveitarsljóri er Sigurður Jónsson og tónlistarstjóri er Stein- unn Árnadóttir. Sýningin er borin uppi af góðum söng, ekki síst hjá karlakvartettinum sem um nokk- urt skeið hefur sungið við hin ýmsu tækifæri í héraði og víða. Leikstjóranum Þórunni Magneu hefur tekist vel upp að finna verkefni við hæfi hvers leik- ara og sjá til að hann skilaði sínu verki vel. Það var svo að heyra á frumsýningunni, því ekki létu við- brögð áhorfenda á sér standa og var leikurum, leikstjóra og síðast en ekki síst Jónasi Arnasyni fagn- að vel og iengi í lokin. Ástir og örlög TÓNLIST K i r k j u h v o 11 LJÓÐASÖNGUR Sönglög eftir ítalska barokk- höfunda, Jónas Tómasson (frumfl.), Schumann og Richard Strauss. Anna Júlíana Sveinsdóttir mezzosópran, Sólveig Anna Jóns- dóttir, píanó. Kirkjuhvoli í Garðabæ, laugardaginn 15. marz kl. 17. NORSKA tónskáldið Arne Der- umsgaard (f. 1921) var útsetjari sönglaganna eftir ítölsku óperu- frumhetjana Peri, Rontani, Falconi- eri og Caccini frá öndverðum bar- okktíma, sem ásamt lagi eftir landa þeirra þrem kynslóðum síðar, Bern- ardo Pasquini, mynduðu fyrsta áfanga á allvel sóttum tónleikum Önnu Júlíönu Sveinsdóttur og Sól- veigar Önnu Jónsdóttur í menning- armiðstöð Garðbæinga að Kirkju- hvoli sl. laugardag. Dorumsgaard, sem kunnastur er fyrir sönglagasmlð, virðist þar hafa fetað svipaða slóð og ítalski tónvís- indamaðurinn Alessandro Parisotti, er gaf út ítalska söngtónlist frá 17. og 18. öld upp úr 1880; mikinn fjár- sjóð sem þarlendir söngvarar hafa síðan kennt við heildarheitið Aríe antiche. Hafa þessar gömlu perlur í seinni tíð notið aukinna vinsælda, og má m.a. minna á samnefndan geisladisk Ceciliu Bartoli frá 1992. I fróðlegri kynningu Önnu Júlíönu kom fram, að Dorumsgaard hefði flutzt frá Noregi eftir stríð og setzt að sunnar í álfu í mótmælaskyni við meðferð landa sinna á Kirsten Flagstad, er sumum hefði þótt hlið- holl nazistum, og væri nú búsettur á Ítalíu. Sönglögin sex voru öll ástar- söngvar og að þeim síðasta undan- skildum af angurværara taginu eða um svikna eða óendurgoldna ást, en lag Pasquinis var aftur á móti á bjartsýnni nótum. Útsetningarnar voru látlausar að hætti Parisottis, enda að líkindum gerðar með hlið- sjón af upphaflegum lútuundirleik, og voru þær ágætlega leiknar af Sólveigu Önnu, sem fylgdi söngnum af smekkvísi. Þeir hiustendur sem kynnu að hafa heyrt fyrir sér æsku- ijóða túlkun í líkingu við Bartoli, urðu þó sennilega fyrir vonbrigðum, því flutningur Önnu Júlíu bar óneit- anlega meiri keim af þyngri óperu- stíl síðari tíma en af þeim slétta söngmáta sem nú mun æ meir ein- kenna túlkun á fornmúsík, eftir að „upphaflegur" flutningur fór að verða ríkjandi á hljómdiskum og á tónleikum. Það ætti þó ekki að vera frágangs- sök. Sem betur fer er einstaklings- bundinn smekkur enn ekki háður ritskoðun, og verður vonandi aldrei. Hitt þótti manni miður, að söngkon- an virtist raddlega ekki í bezta formi að þessu sinni, og má vera að löng ijarvist frá tónleikasviði hafi eitt- hvað haft að segja um þann fremur áberandi skort á fókus og tilhneig- ingu til að lafa neðan í tóni sem einkenndu margt á þessum tónleik- um. Þó að textainnlifun væri oft mikil og stundum nærri því hríf- andi, skyggði hið fyrrtalda óþarflega mikið á heildina. Fjögur Andalúsíuljóð var heitið á nýju söngverki eftir vestasta tón- skáld Evrópu, Jónas Tómasson yngri á ísafirði, sem skv. tónskrá var frumflutt við þetta tækifæri. Lögin voru í fallegu samræmi við ljóðræna heiðríkju ástarkveðskaparins, sem á rætur að rekja til blómaskeiðs Cordóba-kalífaveldisins á Spáni á 9.-11. öld og getur minnt á munúð- arfulla gimsteina Ljóðaljóða. Hlut- verk píanósins var afar sparneytt en agað, og myndaði heildin ferska heilsteypta blöndu af rómantík og hóflegum módernisma. Aftur var slegið á dapra strengi í fimm sönglögum við ljóð Maríu Stuart Skotadrottningar eftir Rob- ert Schumann. í þessum síðustu og oft vanmetnu ljóðasöngvum tón- skáldsins kemur fram sterk hlut- tekning þýzka söngvameistarans í einmanakennd og örvæntingu drottningar, sem eyddi síðustu æviárum í fangavist hjá frænku sinni Elísabetu I Englandsdrottn- ingu. Schumann fann í vaxandi þunglyndi sínu greinilega samsvör- un með döpru örlögum ljóðahöfund- ar, enda voru ljóðin tónsett 1852, aðeins tveim árum áður en Schu- mann reyndi að fyrirfara sér í Rín. Anna Júlíana kom harmi hins ól- ánssama þjóðhöfðingja til skila, þrátt fyrir áðurgetna annmarka, og náði sér nokkuð á strik í þrem síð- ustu sönglögum dagskrár, Schlechtes Wetter, Befreit og Kling! eftir Richard Strauss, svo eitt og eitt smáleiftur minnti á fyrri og glæstari stundir, við nettan undirleik Sólveigar Önnu og rausnarlegar undirtektir áheyrenda, er heimtuðu tvö aukalög áður en yfir lauk. Ríkarður Ö. Pálsson smáskór Vorskórnir eru komnir. í st. 20-30 og nú eru þeir flottir. Erum í bláu húsi við Fákafen. Reuter Súpulist BANDARISKI popplistamaðurinn Steve Kaufman, sem eitt sinn var aðstoðarmaður Andy Warhols, stendur við hlið málverks síns af Campbell-súpu í glerkrukku, sem stillt hefur verið upp við hlið eins af hinum þekktu Campbell-verkum Warhols. Mynd Kaufmans var afhjúpuð í tilefni 100 ára afmælis Campbell-súpunnar en hún er til sýnis í Sjónlistastofnun Andy Warhols í New York. Hefur súpufram- leiðandinn ákveðið að efna til myndlistarkeppni, svokallaðri „List súpunnar" þar sem keppt verður í flokkum málverka, teikninga, handverks og höggmynda. Keppnin er opin öllum, listamönnum sem áhugafólki, börnum og fullorðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.