Morgunblaðið - 18.03.1997, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.03.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 31 0, ó, en brjáluð sýning „Himnaríki“ eftir Arna Ibsen hefur verið sýnt í Noregi HIMNARlKI, verk Árna Ibsen, sem sýnt er í Noregi um þessar mundir, hefur fengið blendnar móttökur. Gagnrýnendur hafa ýmist lofað verkið í hástert eða sagt það ófrumlegt, margir áhorf- endur hafa hlegið sig máttlausa en þeir eru einnig til sem ekki hafa fengið að sjá verkið þar sem málfar þess hefur ekki þótt eiga neitt erindi við unga fólkið. Tone Myklebust þýddi verkið, sem sett var upp hjá Hafnarfjarðarleikhús- inu hérlendis. I Noregi hefur það verið sýnt í Ríkisleikhúsinu, hjá svokölluðu „Unge riks“, sem er nokkurs konar unglingaleikhús. Leikstjóri er Catrine Telle. „Ó, ó, en brjáluð sýning," hróp- ar gagnrýnandi Aftenposten upp yfir sig. Segir hann sýninguna skemmtilega, koma á óvart og rugla, hún sé skemmtileg drama- tík, bæði hvað varði söguþráðinn og uppsetninguna. Ekki sé um unglingaleikrit að ræða, heldur safaríkt efni sem minni menn á þá tíma er menn fóru í sumarbú- staðinn með vinahópnum. „Is- lenski gamanleikjahöfundurinn Árni Ibsen hefur ekki eingöngu samið líflegt leikverk. Hann skrif- ar snaggaraleg samtöl og dregur upp gamansama mynd af persón- unum. Það er ekki að ástæðulausu sem verkið hefur verið tilnefnt til norrænu leikskáldaverðlaunanna. Það sem finna má að verkinu er til dæmis það að skrípalætin geta orðið þreytandi þegar forvitninni linnir og verkið hættir að koma á óvart. Þá ganga einstök atriði í hlutlausum [gír].“ Gagnrýnandi Dagbladet er ekki eins hrifinn, þótt honum finnist sú tilviljun, að Árni beri sama eft- irnafn og norska leikskáldið Hen- rik Ibsen, skondin. Hann segir þá ekki eiga mikið meira sameigin- legt, sjálf dramatíkin og verkið sé ekkert sérstakt, hugmyndin sé fengin að láni úr verki Michaels Frayns, ;,Noises Off“ og svo virð- ist sem Árna Ibsen liggi ekki mik- ið á hjarta. Þó fær sýningin í heild sinni ágæta dóma, „þrátt fyrir að textinn sé grunnur og skorti að betur sé farið í ástarflækjurnar hafa leikstjóri og leikhópur búið til unglingaleikhús sem hefur allt til að bera til að höfða til ungra leikhúsgesta." „Það er ekki vegna þess að við séum svo treg, að „Himnaríki" er flutt í tvígang. Það er vegna þess að verkið á sér tvær hliðar," segir í Verdens Gang. Fáum orðum er eytt á verkið, heldur er söguþráð- urinn rakinn nákvæmlega, auk þess sem leikstjóri og leikarar fá góða dóma fyrir frammistöðuna. Efni „Himnaríkis" virðist fara nokkuð fyrir bijóstið á gagnrýn- anda Nationen og skólayfirvalda í Porsgrunn, þar sem verkið hefur einnig verið sýnt. Þar á bæ fékk hópur skólabarna ekki að sjá það vegna þess að skólastjóranum þótti orðfæri ieikaranna allt of gróft. Hins vegar hefur blaðamað- ur Porsgrunns Avis eftir ungling- um sem séð hafa sýninguna að hún sé frábær og tekur undir það. Segir sýninguna skemmtilega og kraftmikla, raunar sé hraðinn á stundum næstum of mikill. „Fyllerí og kynlíf og kynlíf og fyllerí" er fyrirsögn dóms í Nati- onen. Gagnrýnanda þess þykir sú mynd sem Árni dregur upp af þrítugu fólki afskaplega dapurleg, það sé barnalegt og sorglega van- þroskað. „Það er öflug samfélags- gagnrýni fólgin í því hvernig Árni Ibsen lýsir orða- og tilfinningafá- tækt og andlegum takmörkunum sem einkenna nútímafólk." Spyr gagnrýnandinn sig hvort þessi „dómsdagssýn" eigi mikið erindi við unga áhorfendur. „Mitt i öllu vonleysinu er rétt að taka það fram að þetta verk Árna er nokk- uð gott. Uppbygging þess er spennandi... Þetta er gamanleik- ur og þótt mér finnist hann ekk- ert sérlega skemmtilegur, eru þeir margir sem finnst fullt fólk hræðilega fyndið ... Fyrir skömmu stóð í einhverju blaði að sam- kvæmt nýjum könnunum væru Islendingar hamingjusamasta þjóð í heimi. Þeir sem tjáðu sig í könnununni geta ekki hafa verið þeir sem Árni Ibsen Iýsir.“ Gunnlaugur Árnason. TJARNARKVARTETTINN, Rósa Kristín Baldursdóttir, Kristjana Arngrímsdóttir, Hjörleifur Hjartarson og Kristján Hjartarson. Tj arnarkvartettinn í Stykkishólmi Stykkishólmur. Morgunblaðið. STYKKISHOLMSBÆR tekur þátt í verkefninu „Tónlist fyrir alla“ og er boðið upp á jþrenna tónleika á þessu skólaári. I haust kom Jass- sveit Reykjavíkur og 11. mars kom Tjarnarkvartettinn og hélt tvenna tónleika fyrir nemendur grunnskól- ans og almenna tónleika um kvöld sem 120 manns sóttu. „Tónlist fyrir alla“ er á vegum Menntamálaráðuneytisins og sveit- arfélög sem vilja vera með styrkja verkefnið fjárhagslega og fá í stað- inn 2-3 heimsóknir listafólks á skólaárinu. Hugmyndin með verk- efninu „Tónlist fyrir alla“ er að bjóða nemendum grunnskóla á landsbyggðinni og almenningi upp á fjölbreytta tónlist flutta af þekkt- um listamönnum. Að sögn Gunnars Svanlaugssonar, skólastjóra, er þetta mjög jákvætt verkefni sem Menntamálaráðuneytið beitir sér fyrir. Hvetjir tónleikar eru undir- búnir. Skólanum eru send verkefni þar sem listafólkið er kynnt og efnisskrá tónleikanna og tengjast heimsóknirnar tónlistarkennslu skólans. Tónlistarkennarinn fer með nemendum yfir verkefnin og hefur það sýnt sig að nemendur njóta tónleikanna sem boðið er upp á mun betur og hafa haft mjög gaman af þeim. Um miðjan apríl mun Sinfóníu- hljómsveit íslands heimsækja Stykkishólm og vera með tónleika fyrir nemendur og almenning. Ferðalangar MYNPLIST Gallerí Fold MÁLVERK Soffía Sæmundsdóttir. Opið kl. 10-18 virkadaga, kl. 10-17 laugard. og kl. 14-17 sunnud. til 23. mars; aðgangur ókeypis. UNDARLEG vegferð mannsins um veröldina hefur verið listamönn- um, trúboðum og heimspekingum hugleikið viðfangsefni alla tíð. Bollaleggingar um hvert stefnir, hvaðan mað- urinn hafi borist á núver- andi stað, og hvað það sé sem reki hann áfram eru meðal mikilvægustu þátta mannlegs eðlis, því ef hann væri ekki sífellt að spyija og eilíft að leita væri mað- urinn í raun í litlu frá- brugðinn öðrum dýrum merkurinnar. { myndlistinni hafa spurningar af þessu tagi ætíð verið áberandi, og komið fram með einum eða öðrum hætti á öllum tímum listasögunnar. Á stundum eru þær hreinar og beinar, en við önnur tækifæri er leit mannsins meiri undir- tónn alls þess sem listafólk tekur sér fyrir hendur; sumir lýsa ferðinni, en aðrir leita svaranna. Soffía Sæmundsdóttir hefur greinilega yndi af því að lýsa ferð- inni. Sýning hennar hér ber yfir- skriftina „Ferðalangar . . . Könnuð- ir tímans", og myndefnið í nær öll- um verkum hennar hér hverfist um ferðir mannsins og leit hans að skilningi á undrum veraldarinnar. Soffía lauk námi sínu í Myndlista- og handíðaskólanum 1991, og hefur haldið nokkrar einkasýningar frá þeim tíma, m.a. á sama stað fyrir ári. Listunnendur hafa því haft nokkur tækifæri til að kynnast list- sköpun hennar að nokkru. Það er vert að benda á að Soffía stundaði nám í grafíkdeild skólans, en hér sýnir hún málverk sem unn- in eru á tré en ekki striga. Hvort þetta val á efni tengist kynnum hennar á eiginleikum viðarins í gegnum tréristur skal ósagt látið, en óneitanlega skapar þetta mynd- unum nokkuð sérstakt yfirbragð, einkum þar sem viðurinn er grófur og ekki sléttaður að fullu, með kvistagötum o.fl. Ferðalangar Soffíu eru einkenn- isklæddir stirðbusalegir dátar (frönsku útlendingahersveitarinn- ar?) á ferð um dimma heima nætur- innar fremur en bjarta veröld dags- ins. Myndirnar eru oftar en ekki ríkulega unnar, en engu að síður dökkar og drungalegar, hvort sem myndsviðið er eyðimörk eða úthaf- ið. Hér er um að ræða draumsýn fremur en veruleika, þar sem hjóla- skip og önnur farartæki bera menn áfram í leit að hringrás tímans, sem minnt er á í mörgum verkanna. Það er litla gleði að finna í þessum ferðum, og raunar. fremur þjáningu, þar sem leitin liggur eins og mara á ferðalöngunum. Þessi dularfulla dvöl á ókunnum slóðum er sett upp sem alt- aristafla í mynd nr. 1, og á öðrum stöðum dreymir ferðalanginn um tær stöðu- vötn og grænar grundir þar sem hann er staddur í eyði- mörkinni (nr. 23). í mörgum málverkanna er að finna stutta texta sem fjalla nánar um þær ferðir sem þar er að finna. Þessar fáu línur eru virkur þáttur í hverri heild fyrir sig, sem og rammar og almenn umgjörð myndanna; þar verður ekkert skilið að. Slík heildarsýn gerir mikið til að gefa listaverkum það form sem hentar þeim best, en verður því miður á stundum að aukaatriði hjá ungu listafólki. í málverkum Soffíu er að finna nokkuð sérstæða veröld, þar sem tæpt er á þeim eilífðarspurningum, sem nefndar voru í upphafi. Ferðin er áhugaverð, þar sem ferðalang- arnir eru líklega fyrst og fremst grátbroslegar ímyndir okkar sjálfra, þegar öllu er á botninn hvolft. Eiríkur Þorláksson Morgunblaðið/ Kristinn SOFFÍ A Sæmundsdóttir: Á sporbaugi. ESTEE LAUDER kynnir Indelible Stay-on Lipstick Komdu og kannaðu nýja varalitinn sem er svo fastheldinn að hann fer ekki af vörunum nema þegar þér hentar. Með einni stroku fœrðu flekklausan lit með nœrandi efnum s.s. Jojoba olfu, E vítamíni og Aloa Vera. Þannig að tímunum saman endist varaliturinn ó vörunum eins ferskur og fró fyrstu stroku. Áhugavert? Þannig er Indelible varaliturinn. Fœst í ótta ómótstœðilegum litum. Verð kr. 1.465 Pure Velvet nýi maskarinn fró Estée Lauder fylgir Indeliblevaralitunum. HÍi Meðan birgðir endast Eftirfarandi verslanir selja Estée lauder: Hygea, Kringlunni; Hygea, Austurstrœti; Sara, Bankastrœti; Snyrtivöruverslunin Glœsibœ; Bró, Laugavegi; Gullbrö, Nóatúni; Snyrtistofan Hrund, Grœnatúni; Snydistofan Maja, Bankastrœti, Apótek Keflavikur; Amaró Akureyri; Ninja, Vestmannaeyjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.