Morgunblaðið - 18.03.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 39
Vatns fæðingar
ÞAÐ kom fram í
kvöldfréttum sjón-
varpsins þann 4. mars
sl. að konur væru farn-
ar að fæða börn sín í
vatni á Sjúkrahúsi
Suðurlands á Selfossi.
Mikið var ég fegin _að
heyra að konum á ís-
landi byðist loksins
þessi valkostur í fæð-
ingum hér á landi.
Vatnsfæðingar eiga
sér tæplega 30 ára
sögu á Vesturlöndum
og tilgangur þeirra var
upphaflega að gefa
barninu kost á að koma
í heiminn á eins „mjúk-
an“ hátt og hægt væri. Þessi að-
ferð mætti mikilli mótstöðu og
Ingibjörg S.
Einisdóttir
jákvæð
þennan
gagnrýni til að bytja
með, sem leitt hefur til
þess að vatnsfæðingar
hafa verið mikið rann-
sakaðar á Vesturlönd-
um. Þessar rannsóknir
hafa leitt ýmislegt í
ljós.
Kostir
vatnsfæðinga
Það hefur ekki verið
hægt að sýna fram á
að börnum verði meint
af því að fæðast í vatni
og virðist þessi aðferð
hættulaus fyrir þau.
Hvort það hefur hins
vegar einhver varanleg
áhrif á börnin að fæðast á
„mjúka“ hátt er ekki vitað
Óskiljanlegt er, segir
Ingibjörg S. Einisdótt-
ir, að aðstaða hafí ekki
verið sköpuð fyrir
vatnsfæðingar á öllum
fæðingarstöðum.
með vissu. Hins vegar hefur komið
í ljós að kostirnir fyrir móðurina
eru mun ótvíræðari en fyrir barnið.
Eins og allir vita eru fæðingar
sársaukafullar, en ef konan er í
vatni á meðan á sóttinni stendur
minnka þessir verkir verulega og
konunni Ííður mun betur. Þetta má
því nota markvisst sem verkjameð-
ferð í fæðingu og hefur þann kost
umfram lyfjameðferðir að hún hef-
ur ekki þær hættur í för með sér
sem lyfjagjafir hafa, bæði fyrir
móður og barn. Síðan hlýtur það
að vera persónuleg ákvörðun hverr-
ar heilbrigðrar konu hvort hún vill
fæða í vatninu eða fara upp úr
áður en barnið fæðist. Þess ber að
geta að auðvitað þarf kona sem
fæðir í vatni ekki síður á umönnun,
stuðning og eftirliti ljósmóður að
halda en aðrar konur í fæðingu.
Ljósmæður voru kallaðar yfirsetu-
konur hér áður fyrr og enn sitja
þær yfir konum í fæðingu og grípa
til viðeigandi aðgerða ef eitthvað
fer úrskeiðis.
Rannsóknir hafa sýnt fram á
fleiri kosti þess að konur með létta-
sótt séu í vatni. Það minnkar ekki
bara verkina hjá konunni heldur
flýtir það einnig fyrir gangi fæðing-
arinnar sjálfrar, einkum útvíkkun-
arstiginu. í okkar óþolinmóða þjóð-
félagi er oft gripið til hríðaörvandi
lyfja til að hraða fæðingu. Væri
ekki nær að gefa konum kost á
að fara í bað og losna þar með
við allar áhyggjur af áhættunum
sem lyfin hafa í för með sér?
Ekki bara á Selfossi
Þegar framangreind rök fyrir
vatnsaðstöðu fyrir fæðandi konur
eru skoðuð er með öllu óskiljanlegt
að það skuli ekki fyrir löngu hafa
haft algeran forgang að skapa kon-
um aðstöðu til að fæða í vatni á
öllum fæðingarstöðum hér á landi.
Þess má geta að slík aðstaða þykir
sjálfsögð til dæmis í Danmörku.
Þessi aðstaða er ekki það dýr að
það ætti að standa í veginum, auk
þess sem hún myndi spara kaup á
verkjalyfjum og lyfjum sem flýta
fæðingu.
Það hlýtur að vera skýlaus krafa
verðandi mæðra á íslandi að þeim
bjóðist þessi valkostur á fleiri stöð-
um en á Selfossi.
Höfundur er Ijósmóðir.
TILBOO / UTBOÐ
ff
III I
Félagsstofnun stúdenta
FORYAL
Bygginganefnd Félagsstofnunar stúdenta
auglýsir eftir verktökum til að taka þátt í
forvali vegna byggingar stúdentagarðs við
Suðurgötu 121 í Reykjavík.
Um er að ræða staðsteypt hús á 3 - 4 hæðum.
Húsið verður einangrað að utan með steinull
og múrað með múrkerfi. Þakið er uppstólað
og kalt, klætt með borðaklæðningu og dúk.
í húsinu eru 76 íbúðir auk sameiginlegs
rýmis. Heildar stærð er um 3.500 m2 og
10.500 m3.
Áætlað er að verkið hefjist í júní 1997, fyrri
áfanga þess verði lokið 15. ágúst 1998, en
þeim síðari 1. ágúst 1999.
Þeir sem áhuga hafa á forvalinu geta sótt
forvalsgögn á skrifstofu Stúdentagarða, á 2.
hæð Stúdentaheimilisins við Hringbraut.
Gögnin verða afhent frá og með 17. mars
1997.
Umsóknum ásamt umbeðnum gögnum skal
skila til Félagsstofnunar stúdenta á sama
stað, fyrir kl. 12.00, þriðjudaginn 25. mars
1997.
Bygginganefnd
Félagsstofnunar stúdenta
NAUDUNGARSALA
Uppboð
Uppbod munu byrja á skrífstofu embættisins að Bjólfsgötu
7, 710 Seyðisfirði, föstudaginn 21. mars 1997 kl. 14.00 á
eftirfarandi eignum:
Austurvegur 18-20, e.h. Seyðisfirði, þingl. eig. Ársæll Ásgeirsson,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og sýslumaðurinn á Seyð-
isfirði.
Miðfjarðarnes 1 og 3, Skeggjast., þingl. eig. Indriði Þóroddsson, gerð-
arbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins.
Túngata 11. e.h. og 1/2 kj. Seyðisfirði, þingl. eig. Baldur Sveinbjörns-
son, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar.
17. mars 1997,
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði.
TIL SOLU
Til sölu
Til sölu eru þrírtengivagnar og vörubifreið
af gerðinni MAN,19.280, árg. 1978 í eigu þrot-
abús. Laugardaginn 22. mars nk. frá kl. 13.00-
16.00, gefst áhugasömum kostur á að skoða
eignirnar þar sem þær standa á svæði milli
fyrrum húsa Fiski- og síldarmjölsverksmiðju
Olafsvíkur (Hólavellir og Hausthús) í Ólafsvík.
Ætlast er til þess að áhugasamir geri þrotabú-
inu tilboð á staðnum á þar til gerðum eyðu-
blöðum sem innihalda einnig söluskilmála og
afhent verða þar af fulltrúa skiptastjóra, sem
jafnframt veitir tilboðunum viðtöku. Áskilinn
er réttur til þess að hafna öllum tilboðum.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
skiptastjóra í síma 421-4850.
Lárentsínus Kristjánsson hdl. skiptastjóri.
Lukkupottur
Fyrirtæki, sem er nánast eitt á markaði með
þjónustu, sem verður sífellt vinsælli, þannig
að tekjur vaxa u.þ.b. 50% á hverju ári, er hugs-
anlega til sölu að hluta eða öllu leyti ef réttu
mennirnirfinnast.
Aðalannatími erfrá maí—október, sem gæti
hentað 2-3 mönnum t.d. kennurum eða vakta-
vinnumönnum er vilja skapa sér arðvænlega
vinnu í fyrirtæki, sem á sér áreiðanlegan mjög
góða framtíð. Skilyrði að um sé að ræða dug-
lega menn með peninga og tryggingar.
Vinsamlega sendið afgreiðslu Mbl. sem ítarleg-
astar upplýsingar um viðkomandi fyrir
26. mars, merktar: „Lukkupottur — 281".
TILKYNNINGÁR
Auglýsing frá samgöngu-
ráðuneyti
vegna þess að ferðaskrifstofan GCI á
íslandi ehf. hefur lagt inn leyfi sitt til
ferðaskrifstofureksturs.
Ferðaskrifstofan GCI á íslandi ehf., kt. 670996-
2129, hefur lagt inn leyfi sitt til ferðaskrifstofu-
reksturs.
Vegna þeirrar starfsemi var lögð fram trygging
að upphæð 1 milljón króna, en samkvæmt lög-
um um skipulag ferðamála nr. 117/1994 ertrygg-
ingin ætluð til endurgreiðslu fjár sem greitt hefur
verið ef til rekstrarstöðvunar kemur.
Þeir sem telja sig eiga kröfur á hendur fyrirtæk-
inu eiga þess kost að lýsa kröfum sínum vegna
þessara viðskipta fyrir 17. apríl nk. Kröfulýsing
skal send Samgönguráðuneytinu, Hafnarhúsi
viðTryggvagötu, 150 Reykjavík. Með kröfulýs-
ingu skal fylgja frumrit greiðslukvittunar og
farmiði auk upplýsinga um kröfuhafa.
Samgönguráðuneytinu,
17. mars 1997.
ATVINNUHÚBNÆÐI
Til leigu
fyrir matvælaiðnað
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. auglýsir
til leigu ca 910 fm hús að Dugguvogi 10,
Reykjavík. Húsnæðið er nú að mestu leyti ný-
innréttað sérstaklega fyrir matvælavinnslu eða
líkan iðnað með vinnslusölum, skrifstofu o.fl.
sem til þarf.
Upplýsingar eru gefnar í símum 562 2991
og 893 4628.
Svifnökkvi til sölu
SCAT Hover-
craft þriggja
manna.
Árg. 1991.
Nánari
upplýsingar:
577 1717.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu er vandað skrifstofuhúsnæði á 2. hæð
í húsi við sjávarsíðuna í vesturhluta Reykjavík-
ur. Húsnæðið sem er rúmlega 170 m2 að flatar-
máli, auk hlutdeildar í sameign, skiptiast í 5
herbergi, móttöku, fundarherbergi, eldhús og
salerni. Góð bílastæði. Fallegt útsýni. í húsinu
er bankastofnun.
Nánari upplýsingar í síma 562 1018 á skrifstof-
tíma.
Leiguhúsnæði óskast
Opinber stofnun óskar eftir að leigja sem fyrst
500 fm húsnæði fyrir skrifstofur og tæknistarf-
semi, en auk þess er æskilegt að tvær bifreiða-
geymslur fylgi með.
Tilboð leggist inn til afgreiðslu Mbl. merkt:
„L - 336", fyrir föstudaginn 21. mars 1997.
SMAAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Af lífi og sál
Kynningar- og heilunarkvöU
verður haldið í Lífssýnarsalnun
föstudaginn 21. mars. Langar þi<
að koma og eyða með okkur Ijúfi
kvöldi i notalegu umhverfi, fá ai
sjá, heyra og finna, hvað nudd
heilun og ilmolíur geta gert fyri
þig? Vertu þá velkomin(n)til okk
ar í Lífssýnarsalinn, Bolholti 4,
4. hæð, föstudaginn 21. mars kl
20. Aðgangseyrir 500. Sjáumst.
Björg Einarsdóttir,
sjúkranuddari, reikimeistari,
Arnhildur Magnúsdóttir
ilmolíunuddari, svæðanuddari
Hjördís Jónsdóttir,
sjúkranuddari, svæðanuddari
Jóhanna Viggósdóttir,
sjúkranuddari, svæðanuddari
Aðaldeild KFUK
Holtavegi
Aðalfundur KFUK og sun
starfsins í Vindáshlíð.
Athugið, fundurinn hefst
20.00.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
MÚRKINNI6 - SlMI 568-2533
Aðalfundur F.í. 19. mars
Aðalfundur Ferðafélags ísland:
verður haldinn miðvikudags
kvöldið 19. mars i Mörkinni 6 Oj
hefst studvislega kl. 20.00. Venju
leg aðalfundarstörf. Ársskírtein
'96 þarf að sýna við innganginn
Félagsmenn kynnið ykkur stör
og stefnu félagsins og takið þátt
umræðum á aðlfundi!
Hressíngarganga frá Mörk
inni 6 þriðjudagskvöldið 18
mars kl. 20.00!
□ Hlín 5997031819 VI - 1.
□ Fjölnir 5997031819 III 1 Frl.
1.0.0.F Rb. 4 = 1463188 - M.I.S.
□ EDDA 5997031819 II Tónl. Frl.
I.O.O.F. Ob.1= 1780318830 = FL. -