Morgunblaðið - 18.03.1997, Side 64

Morgunblaðið - 18.03.1997, Side 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYIMDBOND/KVIKMYIMDIR/UTVARP-SJONVARP MYNDBOND SÍÐUSTU VIKU Geimtrukkarnir (Space Truckers) ir + Börnin á akrinum (Children of the Corn) k Powder (Powder) kk'h Innrásin (TheArrival) kk Umsátrið á Ruby- hryggnum (The Siege atRuby Ridge) k k Draumur sérhverrar konu (Every Woman’s Dream) k k'h Ríkhaður þriðji (Richard III) +**Vt Bleika húsið (La Casa Rosa) + + Sunset liðið (Sunset Park) +Vi í móðurleit (Flirting with Disaster) + + + Banvænar hetjur (Deadly Heroes) Dauður (DeadMan) + Frú Winterbourne (Mrs. Winterbourne) + +Vi Frankie stjörnuglit (Frankie Starlight) + +Vi Dagbók morðingja (Killer: A Journal of Murder) Vt Klikkaði prófessorinn (The Nutty Professor) + + + Eyðandinn (Eraser) + +Vi Sporhundar (Bloodhounds) + Glæpur aldarinnar (Crime ofthe Century) + + +Vi Próteus (Proteus) + Svaka skvísa 2 (Red Blooded 2) +Vi Bardagakempan 2 (Shootfighter 2) + Ást og skuggar (Of Love and Shadows) + + Stolt Celtic - liðsins (Celtic Pride) ++Vi MYNPBONP Ástin o g lífið Töfrandi fegurð (Stealing Beauty) Astarmynd + + + Framleiðandi: Fox Searchlight Pictures. Leiksljóri: Bernardo Bertolucci. Handritshöfundur: Sus- an Minot eftir sögu Bernardos Bert- olucci. Kvikmyndataka: Darius Khondji. Tónlist: Richard Hartley. Aðalhlutverk: Liv Tyler, Sinead Cusack, Jeremy Irons og Donal McCann. 117 mín. Bandaríkin/Ítal- ia. 20th Century Fox Home Enter- tainment/Skífan 1997. Útgáfudag- ur: 12. mars. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. LUCY er nítján ára bandarísk stúlka. Hún fer til Italíu til að dvelja hjá vinum móður sinnar, eins og hún gerði 4 árum áður. Lucy kom ekki bara til að slappa af, heldur til að leita að kynföður sínum, og einnig í þeirri von að hitta fyrstu ástina sína, hann Niccolo. Mér finnst þetta mjög falleg mynd um ástina. Um ástina í öllum sínum ólíku myndum. Um ástina og lífið, og hvað ástin hefur mikil áhrif á líð- an okkar, og í raun á persónumótun mannverunnar. Allar persónur mynd- arinnar elska eða hafa elskað, en samt snýst allt um og allir öfunda ^„1meyna; þá sem ekki hefur notið ástarinnar enn. Þar sem myndin er sögð út frá ungri konu í leit að sjáifri sér, eiga konur ef til vill auðveldara með að skilja myndina og finna samsvörun í aðalpersónunni. Ég hef heyrt unga menn segja ljóta hluti um þessa mynd; Bertolucci er með gráa fíðringinn, þetta er of mik- ið pat út af einum meydómsmissi. Mér fínnst myndin alls ekki fjalla um þessa hluti, heldur er Bertolucci að endurskapa hin ýmsu viðhorf mann- eskjunnar til ástarinnar, og tekst það mjög vel. Kvikmyndatakan er mjög flott, og stundum einum of, að maður hélt sig vera að horfa á ítalska kaffi- eða pastaauglýsingu. Ég skil ekki byijun- aratriði myndarinnar sem var tekið á myndband. Hvers vegna er það tekið á myndband og hvað þýðir atriðið? Persónusköpunin er mjög fjölbreytt, skemmtileg og trúverðug. Bertolucci hefur fengið til liðs við sig úrvals leik- ara, sem allir standa sig frábærlega. Fyrsta ber að nefna Liv Tyler, sem er sannarlega töfrandi falleg, og fædd í hlutverkið. Richard er mjög fyndin týpa, þótt hann sé klisjukenndur. Hlutverk gamla karlsins, sem Jean Marais leikur, virðist óþarft, nema hann sé fulltrúi samkynhneigðra? Eða vildi Bertolucci hafa hann með, þar sem hann á sjálfsagt ekki langt eftir? Eina senu verð ég þó að lasta, en það er veislan. Öll sú sena var mjög tilgerðarleg, leiðinleg og óþörf með öllu. Setur hún því leiðinlegan svip á myndina. Ég verð að segja að ann- ars horfði ég með mikilli ánægju á hveija mínútu myndarinnar sem flaut fram hjá augunum á mér nú í annað sinn. Hildur Loftsdóttir IIMIMIimTT Hvað er væntanlegt í bíó vestanhafs? Titill Leikstjóri Leikarar Söguþráður That Old Feeling Carl Reiner Bette Midler, Dennis Farina Rómantísk gamanmynd um fráskilið par sem endur- nýjar gamlar glæður í brúðkaupi dóttur sinnar Inventing the Abbotts Pat O’Conner (Circle of Friends) Liv Tyler, Joaquim Phoenix, Jennifer Conelly Flókun ástarmál þriggja systra í bandarískum smábæ árið 1957. Double Team Tsui Hark J. C. Van Damme, Mickey Rourke, Dennis Rodman Starfsmaður C.I.A. lendir í vondum málum og þarf að berja frá sér. Murder at 16.00 Dwight Little Wesley Snipes, Diane Lane Einkaspæjari rannsakar morð á starfsmanni Hvíta hússins. Romy& Michele's High School Reunion David Mirkin Lisa Kudrow, Mira Sorvino, Janeane Garofalo. Tveir slæpingjar ákveða að villa á sér heimildir á bekkjarmóti. Paradise Road Bruce Beresford Glenn Close, Frances Mc- Dormand, Julianna Margulies. Byggður á lífsreynslu kvenfanga í seinni heimsstyrjöldinni sem buðu japönskum vörðum birgin. Addicted to Love Griffin Dunne Matthew Broderick, Meg Ryan. Rómantísk gamanmynd um samskipti stjörnufræðings og Ijósmyndara, og getið nú hver er hvað! Till There Was You Scott Winant Jeanne Tripplehorn, Dylan Mc- Dermott, Sarah Jessica Parker. Ást og allt sem henni fylgir. Breakdown Jonathan Mostow Kurt Russel, Kathleen Quinlan. Ferðalag verður endasleppt þegar eiginkonunni er rænt. Grosse Pointe Blank George Armitage John Cusack, Joan Cusack, Alan Arkin. Leigumorðingi tekur að sér síðasta verkefnið. Óvenjulegur ástarþríhyrningur HILMAR Oddsson fékk nýlega ásamt. Ólafi Rögnvaldssyni styrk úr Kvikmyndasjóði til að skrifa handrit að mynd í fullri lengd eftir smásögu Sjón sem nefnist Undir vængjum valkyijunnar. Sagan er um arkitekt sem hefur frá unga aldri átt í mjög sérkenni- legu ástarsambandi við þýsku hryðjuverkakonuna Guðrúnu Énssl- in, sem var einn af forsprökkum Baader-Meinhofhreyfingarinnar. Til að bjarga hjónabandi sínu telur hann sig þurfa að færa mjög sérkennilega en persónulega fórn. „Það sem ég hef mestan áhuga á eru hin margvíslegu og ólíku birting- arform ástarinnar. Ég er að reyna að beija saman sögu af óvenjulegum ástarþríhyrningi. Þar tefli ég saman andstæðum eins og arískri hörku og miðevrópskri mýkt, kynferðis- legri kúgun og jafnvel kvalalosta andspænis raun- verulegri ást, lík- amlegri sem and- legri. Annars eru hér á ferðinni gömlu góðu sann- indin um að ástin sé sterkasta aflið, hún ein sigri allt,“ sagði Hilmar Oddsson í samtali við Morgunblaðið. Sjónarhóll karlmanns Upphaflega var það Ólafur Rögn- valdsson hjá Ax-Film sem kom að máli við Sjón og varð sér út um kvikmyndaréttinn að sögunni. Hann bað Hilmar að skrifa handritið með það fyrir augum að hann myndi leik- stýra myndinni seinna meir. „Hvenær af því verður fer eftir því hversu vel gengur að fjármagna verkið og hversu gott handritið verð- ur. Sagan er erótísk og markvisst sögð út frá allt að því eigingjörnum sjónarhóli karlsins. Ég reyni því að gefa henni ákveðna hlýju og mýkt svo hún muni höfða jafnt til karla sem kvenna. Það er ögrandi hversu ólík sagan er öllu því sem ég hef fengist við áður. Hún er að mörgu leyti kaldari og jafnvel hrárri. En mesta ögrunin felst í því hversu mikið frelsi ég fæ til að bæta við söguna. Hún er upp- haflega skrifuð í formi bréfs sem eiginkonan les frá manni sínum. í sögunni er hún í raun ósýnileg per- sóna en í myndinni verður hún lykil- persóna. Útkoman verður örugglega allt annað verk en sagan, þótt ég fylgi söguþræði Sjón í megindrátt- um,“ sagði Hilmar Oddson kvik- myndaleikstjóri um væntanlegt kvikmyndahandrit sitt, Undir vængjum valkyijunnar. KAPPLEIKIR í SJÓNVARPI 18. -24. mars ÞRIÐJUDAGUR 18. mars Kl. 19.45 - RAIUNO Inter - Anderlecht Kl. 20.35 á ARD Valencia - Schalke Kl. 21.30 áEURO Leikir kvöldsins MIDVIKUDAGUR 19. mars Kl. 19.30 á RTL Auxerre - Dortmund Kl. 19.30 á SUPER Rheinhausen - Lemgo Kl. 19.30 á SÝN, TV3-D og TV3-S Atletico Madrid - Ajax Kl. 19.30 áTV3-N Juventus - Rosenborg Kl. 21.30 á SYN Auxerre - Dortmund FIMMTUDAGUR 20. mars Kl. 19.00 á TV3-S AIK - Barcelona Kl. 19.15 áSKY Skotland - Wales (u-15) Kl. 19.45 áRAIDUE Fiorentina - Benfica Kl. 19.45 áSÝN og TV2-N Liverpool - Brann Kl. 21.30 á EURO Leikir kvöldsins FOSTUDAGUR 21. mars Kl. 19.00 áSUPER Diisseldorf - Stuttgart Kl. 19.45 á SKY Luton- Brentford LAUGARDAGUR 22. mars Kl. 00.35 á SUPER Miami - LA Lakers Kl. 14.30 áSUPER Dortmund- Bor M’gladbach Kl. 15.00 á RUV Everton - Manchester United Kl. 19.30 áSKY Athletico Bilbao - Compostela SUNNUDAGUR 23. mars Kl. 13.00 áSKY Oldham - Chrystal Palace Kl. 14.00 áSTÖÐ 2 Fiorentina- Parma Kl. 16.00 á SKY, SUPER og SÝN Wimbledon - Newcastle Kl. 18.00 áSAT.1 Karlsruhe - Bayern Miínchen Kl. 18.05 á SUPER Orlando - LA Lakers Kl. 18.30 á SKY Rayo Vallecano - Atletico Madrid Kl. 19.30 áSÝN Roma - Bologna MANUDAGUR 24. mars Kl. 18.30 á DSF Mainz - Kaiserslautern Kl. 20.00 áSKY.SUPER ogSÝN Arsenal - Liverpool við hjálpum MEÐ ÞINNI hjálp Þú getur tekið þátt í að viðhalda lífsvon karla, kvenna og barna í neyð með því að hringja í síma 562 6722 og gerast styrktarfélagi Hjálparsjóðs Rauða kross íslands. Framlög þín renna óskipt til hjálparstarfs Rauða kross íslands erlendis. i Þú færð reglulega upplýsingar um * hvernig við verjum fénu. Þú ákveður hve mikið, hve oft og hvenær þú greiðir. + RAUÐl KROSS ISLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.