Morgunblaðið - 18.03.1997, Page 68

Morgunblaðið - 18.03.1997, Page 68
Atvinnutryggingar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUOCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Launþegaforystan hafnaði nýju tilboði frá vinnuveitendum í gær Kj araviðræðurnar héngu á bláþræði í nótt MIKIL óvissa ríkti um framhald kjaraviðræðna vinnuveitenda og landssambanda og verkalýðsfélaga Alþýðusambandsins hjá sáttasemj- ara um miðnætti í nótt. Launþeg- afélögin svöruðu í gærkvöldi nýju tilboði vinnuveitenda sem lagt var fram síðdegis. Var því hafnað í öll- um meginatriðum og var mikil óánægja með það. Engu að síður var sáttaumleitunum haldið áfram fram á nótt til að leiða í ljós hvort einhverjir möguleikar væru á að halda viðræðum áfram. Var allt eins búist við að upp úr viðræðum slitnaði en forystumenn báðum megin borðsins voru þeirrar skoðunar í gær að viðræðuslit myndu hafa í för með sér að frek- ari sáttaumleitanir legðust niður um ófyrirsjáanlegan tíma og fátt gæti komið í veg fyrir að fyrstu allsheijarverkföll hæfust 23. mars. Flest verkalýðsfélög sem hafa ekki nú þegar samþykkt verkfallsboðan- ir eru reiðubúin að láta kosningar fara fram á næstu dögum um boð- un allsheijarverkfalls 2. apríl. Tilboð vinnuveitenda er að mestu sambærilegt við kjarasamning sem vinnuveitendur gerðu við Iðju og Landssamband iðnverkafólks í sein- ustu viku, þar sem kveðið er á um sömu prósentuhækkanir, sveigjan- legan dagvinnutíma, breytingar á desember- og orlofsuppbótum, að heimilt verði að færa taxta að greiddu kaupi og lagt er til að samn- ingstíminn verði til 15. október 1999. Fallið er frá tillögum um lækkun yfirvinnuálags og að starfs- maður verði að standa skil á 40 stunda dagvinnu til að fá greidda yfirvinnu. Gangur í viðræðum rafiðnaðarmanna og ríkis Samningafundi Rafíðnaðarsam- bandsins og samninganefndar ríkis- ins sem hófst kl. 18 í gær var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun. Nokkur gangur var í við- ræðunum skv. upplýsingum deilu- aðila en mikil óvissa var þó um hvort tækist að ná samningum áður en boðað verkfall RSÍ hjá ríkinu á að hefjast, á miðnætti annað kvöld. Áhrif þess yrðu mest hjá Ríkisspít- ölum, Ríkisútvarpinu, Þjóðleikhús- inu og Siglingastofnun Islands. Nýgerður kjarasamningur iðn- verkafólks var kynntur á félags- fundi í Iðju, félagi verksmiðjufólks, í gær. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom fram talsverð óánægja með samninginn. Var m.a. gagnrýnt að engar tryggingar eða opnunarákvæði væri að finna í samningnum og gildistími samn- ingsins væri til 15. október 1999. Mjólkurfræðingafélag íslands hefur samþykkt boðun ótímabund- ins verkfalls sem á að hefjast á miðnætti aðfaranótt 25. mars í mjólkurbúum um allt land. ■ Verkföll/6 ■ Breytt/35 Kaup á hlut í VÍS Gertráð fyrir víkj- andi láni í FORSENDUM Landsbankans fyrir kaupum á helmingshlut Brunabóta- félagsins í Vátryggingafélagi ís- lands er gert ráð fyrir víkjandi láni árið 1998 til að uppfylla kröfur um eiginfjárhlutfall. Björn Líndal, aðstoðarbankastjóri Landsbankans, segir um þá gagn- rýni að kaupin stangist á við lög um eiginfjárhlutfall, að útreikningar á áhrifum kaupanna á eiginfjárhlutfall 1997-1999 hafi verið gerðir á grund- velli rekstraráætlana. Segir hann að allan þennan tíma uppfylli bankinn kröfur um eiginfjár- hlutfall án þess að þurfa að auka eigið fé með sölu hlutabréfa. Inni í því sé gert ráð fyrir víkjandi láni árið 1998 án þess þó að heimildir bankans til slíkrar lántöku væru fullnýttar. ■ Tilgangurinn/34 Hafnarfjörður Formleg rannsókn áatvikiá leikskóla ÞJÓNUSTUDEILD skólaskrif- stofu Hafnarijarðar og Félags- málastofnun Hafnarfjarðar munu í dag hefja formlega rannsókn á því atviki sem varð á leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði í síð- ustu viku er einn leiðbeinandi skól- ans varð uppvís að því að líma breitt límband fyrir munn tveggja ára drengs. Rannsakað sem barnaverndarmál Þá verður rannsakað hvort um fleiri atvik hafi verið að ræða og hvort börnin hafi hlotið skaða af, að sögn Sigurlaugar Einarsdóttur, leikskólafulltrúa skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Sigurlaug segir ennfremur, að með atbeina félags- málastofnunar sé þetta orðið að barnaverndarmáli. Þetta var m.a. kynnt á fjöl- mennum foreldrafundi sem hald- inn var á vegum skólaskrifstof- unnar í safnaðarheimili Víðistaða- kirkju í gærkvöldi. Unnið að faglegri «PPbyggingu Á fundinum voru ennfremur kynntar þær samningaviðræður sem nú eru í gangi á milli verka- kvennafélagsins Framtíðar og Hafnarfjarðarbæjar um að bærinn taki við rekstri leikskólans, að sögn Sigurlaugar, en einnig var sagt frá því að í dag, þriðjudag, myndi hún, ásamt tveimur leik- skólakennurum frá öðrum leik- skólum og skólaráðgjafa Hörðu- valla, byija á því að skoða allt innra starf leikskólans og vinna að faglegri uppbyggingu hans. Forsætisráðherra heimsækir Færeyjar Ráðamenn ræðast við DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra og kona hans Ástríður Thorarensen fóru í opinbera heimsókn til Færeyja í gær. Fyr- irhugað er að Davíð eigi viðræð- ur við ráðamenn og heimsæki ýmis fyrirtæki og stofnanir, en heimsókninni lýkur á morgun. Fjörugar samræður spunnust þegar um samskipti þjóðanna milli Davíðs og gestgjafa hans, Edmunds Joensen, lögmanns Færeyja, á feijunni sem flutti þá og fylgdarlið þeirra frá Vogey til Straumeyjar. UTRF á Kamtsiatka seefir samninffi sínum við IS upp án fyrirvara ÍS íhugar að hefja starfsemi í eigin nafni í Rússlandi Sjávarútvegsfyrirtækið UTRF á Kamtsjatka í Rússlandi hefur sagt upp samstarfssamningi sínum við íslenzkar sjávarafurðir einhliða og án fyrirvara. Ástæða þess að samn- ingnum er sagt upp er fyrst og fremst ágreiningur um rekstur fyr- irtækisins á Kamtsjatka og sú krafa ÍS að hafa fulla stjórn á verkefn- inu. Samningur fyrirtækjanna var til tveggja ára og er nú á fyrra árinu. Hann er óuppsegjanlegur nema til komi ærnar ástæður. Sam- vinna ÍS og UTRF færði ÍS um 4 milljarða króna veltu á síðasta ári, en alls nam sala afurða UTRF um 57.400 tonnum. 24 menn eru nú að störfum á Kamtsjatka á vegum ÍS. Ekki er ljóst á þessari stundu hver framvinda samstarfs UTRF og ÍS verður, en væntanlega verður hún rædd á fundum í Rússlandi í næstu viku. Benedikt Sveinsson, forstjóri íslenzkra sjávarafurða, segir í samtali við Morgunblaðið, að vissulega sé þetta alvarlegt og mikið átakamál. „Við erum þó til- tölulega rólegir vegna þessa. Samn- ingurinn er til tveggja ára, en komi til tafarlaus uppsögn af þeirra hálfu munum við leita réttar okkar í sam- ræmi við ákvæði samningsins, sem lýtur þýzkum lögum. Við höfum alfarið neitað því að gefa eftir þá forystu sem samning- urinn færir okkur og við vitum að þarna er um að ræða einhliða ákvörðun forstjórans, Alexanders Abramovs. Þetta var gert í and- stöðu við marga af lykilmönnum innan fyrirtækisins og marga hlut- hafa þess. Kannski er þetta leið þeirra til að fá okkur að samninga- borðinu á ný til að knýja fram ein- hverjar breytingar. Það vitum við ekki og framhaldið verður einfald- lega að koma í ljós,“ segir Benedikt. Mikil áhrif á reksturinn - Hvaða áhrif hefur þetta á rekstur ÍS? „Þetta hefur auðvitað mikil áhrif. Samvinnan við UTRF skilaði tæp- lega 20% af veltu ÍS á síðasta ári, en gert var ráð fyrir því að það yrði heldur minna í ár. Okkar menn fyrir austan munu halda áfram að sinna sínum störfum þar til annað kemur í ljós, en það verður einnig að teljast líklegt að framtíð UTRF verði fyrirtækinu erfið án sam- starfsins við okkur. Það er ennfrem- ur ljóst að við munum kanna aðra starfsemi í eigin nafni á þessum slóðum. Við höfum öðlazt mjög dýrmæta reynslu af því að hafa starfað við erfiðar aðstæður á Kamtsjatka í fjögur ár. Sú reynsla á tvímælalaust eftir að koma okkur til góða. Sem dæmi um erfiðleikana við að starfa í Rússlandi má nefna að heil ríkisstjórn var rekin í síðustu viku. Þrátt fyrir þessa erfíðleika mega íslenzk fyrirtæki ekki gefast upp við að vinna í þessum heims- hluta,“ segir Benedikt Sveinsson. Dimmalætting/Kalmar Lindenskov ■ MöguIeikar/4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.