Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Óskilvirkni yfírskatta- nefndar ámælisverð í DÓMI sem kveðinn var upp í máli íslenska útvarpsfélagsins gegn fjár- málaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær er fjármálaráðherra gert að endurgreiða stefnanda álagt viðbót- arsölugjald að upphæð 888.841 kr. ásamt vöxtum og málskostnaði. I dómnum er fallist á að óhæfi- lega langur dráttur hafi orðið á upp- kvaðningu úrskurðar ríkisskatt- stjóra eftir að rannsóknardeild embættisins hóf athugun á tekju- skráningargögnum, umfangi og framkvæmd vöruskipta, gagn- kvæmum afslætti og kostnaðaraðild viðskiptamanna að dagskrárgerð áranna 1986,1987 og 1988. Einnig er sá dráttur sem varð á Rangæingar búa sig undir komu hitasóttarinnar Hitasótt- in þegar komin á tvo bæi HITASÓTTIN er nú komin á tvo bæi í Rangárvallasýslu en einkenna varð fyrst vart í fyrradag. Á Herríðarhól í Ásahreppi höfðu þrjú hross veikst hjá Ólafi Emi Jónssyni og sagðist hann ekki kunna því illa að fá sóttina. Þetta væri hlutur sem ekkert réðist við og því best að láta þetta ganga yfír sem fyrst. Hjá Markúsi Ársælssyni í Hákoti í Djúpárhreppi höfðu tveir folar veikst. í fyrradag tók hann eftir því að einn fol- inn var svangur og eitthvað laslegur. Tók hann fimm graðfola sem voru saman heim og mældi þá og kom í ljós að tveir voru með háan hita. I gær voru fjögur hross komin með sóttina hjá Mark- úsi. Ótækt að vera bundinn 1 báða skó Guðmundur Hauksson hrossabóndi í Ási í Ásahreppi sagðist vera að gera sig klár- an til að taka á móti sóttinni. í gær hafði ekkert veikst hjá honum en hann taldi best að þetta færi sem fyrst yfir og vildi hann fá sóttina í sín hross sem fyrst. Ótækt væri að vera bundinn í báða skó eins og tamningamenn og stóðbændur hefðu verið síð- ustu vikumar. Utflutningur væri stöðvaður og því væri augljóslega best að þetta gengi sem fyrst yfir. Hagsmunaaðilar friðsamir Guðmundur sagði þó að þeim væri vissulega vorkunn sem standa að reglugerðum land- búnaðarráðuneytisins að þurfa að setja þessar hömlur á meðan ekkert er vitað um sjúkdóminn. Af þessum sök- um hafi hann og aðrir hags- munaaðilar líklega verið íríð- samir. Aðrir sem ekki höfðu fengið sóttina í hross sín og rætt var við í Rangárþingi tóku í sama streng og Guð- mundur, allir vildu að hrossin tækju sóttina sem fyrst. afgreiðslu málsins hjá yfirskatta- nefnd talinn óréttlætanlegur og því vísað á bug að mannekla geti talist viðunandi ástæða fyrir honum enda fresti kæra ekld réttaráhrifum kærðrar skattákvörðunar. Hvorki er hins vegar fallist á að málsmeðferðin hafi verið brot á mannréttindasátt- mála Evrópu né að málsmeðferð rík- isskattstjóra og yfirskattanefndar skuli leiða til þess að viðbótarsölu- gjald verði í heild sinni fellt niður. Því er einnig vísað á bug að rann- sóknartími rannsóknardeildar ríkis- skattstjóra hafi verið svo langur að óviðunandi væri. Engar reglur séu um rannsóknartíma í skattalögum auk þess sem tafir verði að hiuta til að skrifast á stefnanda þar sem bókhaldi hans hafi verið verulega ábótavant og það hafi gert rann- sóknina tímafrekari en ella. Helmingur kostunar skattskyldur í dómnum er ekki fallist á þá varakröfu stefnanda að framlög kostenda heimsbikarmóts í skák í Borgarleikhúsinu árið 1988 hafi ekki myndað stofn til sölugjalds. Stefnandi hafi lagt mikla áherslu á auglýsingagildi mótsins fyrir kostendur og því verði að líta svo á að um auglýsingasölu hafi verið að ræða. Þó er fallist á að framlag Is- lenskra aðalverktaka að upphæð 1.000.000 teljist ekki til kostunar gegn endurgjaldi. Þá er talið eðlilegt að kynningar stefnanda á dagskrá útvarpsstöðv- anna Bylgjunnar og Stjömunnar á árunum 1987 og 1988 hafi myndað stofn til söluskattskyldrar veltu og að miðað sé við að 50% kostunar- fjárhæða hafi verið til endurgjalds og því söluskattsskyldar. í úrskurði ríkisskattstjóra hafði þetta hlutfall hins vegar verið ákveðið 67%. Að þessu gefnu lækkar söluskattskyld velta vegna umræddra viðskipta um 4.444.205 kr. og álagt viðbótarsölu- gjald um 888.841 kr. Það var Eggert Óskarsson hér- aðsdómari sem kvað upp dóminn ásamt þeim Helga I. Jónssyni hér- aðsdómara og Stefáni D. Franklín löggiltum endurskoðanda. Morgunblaðið/Guðmundur St. Valdimarsson Vítiskaldur helreykur NÁTTÚRUFYRIRBÆRI sem kallast þvi tilkomumikla nafni helreykur myndaðist á Skjálf- anda, rétt austan við Flatey, þegar varðskipsmenn á Ægi voru þar á ferð fyrir skömmu. Helreykur er afbrigði af ís- þoku sem myndast vegna mis- munar á lofthita og sjávarhita og er eins og gufi upp úr sjón- um. Sjávarhiti þarna meðan á yfírreið varðskipsmanna stóð var um 1,9 gráður á celsíus og lofthiti minus 11,5 gráður, ásamt suðaustan 5 til 6 vind- stigum. Lofthitinn var af svo skornum skammti að þokan fraus samstundis á öllu sem hún lenti á, eins og hásetar Ægis reyndu á sjálfum sér á innan við Hmm mínútna ferð á léttbát varðskipsins um svæðið. Voru þeir klakabrynjaðir á eft- ir. Fundur fjármálaráðherra Norðurlandanna, Þýskalands, Póllands og Eystrasaltsríkjanna Astand lífeyrismála mun betra hérlendis ÁSTAND lífeyrismála hér á landi er mun betra en í þeim löndum sem ekld hafa byggt lífeyriskerfi sitt upp á sjóðsöfnun. Það kom meðal annars fram á fundi fjármálaráð- herra Norðurlandanna, Þýskalands, Póllands og Eystrasaltslandanna í Kalmar í gær og í fyrradag, en á fundinum var fjallað um stofnun Efnahags- og myntbandalagsins, at- vinnumál, uppbyggingu og þróun velferðarkerfisins, áhrif breyttrar aldurssamsetningar þjóðanna og nauðsynlegar breytingar í lífeyris- málum. Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, sagði að á fundinum hefði komið skýrt fram hvað Pólland og Eystrasaltslöndin, Eistland, Lett- land og Litháen, legðu mikla áherslu á að komast inn í Evrópu- sambandið og væru á fullum skriði að framkvæma þær efnahagsum- bætur í löndunum sem nauðsynleg- ar væru til þess að þau væru gjald- geng til inngöngu. 11 af 15 í EMU Friðrik sagði að einnig hefði verið rætt um Efnahags- og myntbanda- lag Evrópu. Komið hefði fram að haldið yrði áfram undirbúningi í þeim efnum og ekki yrði snúið við á þeirri braut sem mörkuð hefði ver- ið. Komið hefði fram að 11 af 15 að- ildarríkjum ESB tækju þátt í starfi myntbandalagsins frá byrjun, en það tekur til starfa í ársbyrjun 1999. I frétt af tilefni fundarins kemur fram að ráðherramir hafi verið sammála um að aukin atvinna, eink- um í einkageiranum, væri eitt mikil- vægasta markmið hagstjórnar. Með því væri lagður grunnur að traustu velferðarkerfi og traust staða ríkis- fjármála væri mikilvæg forsenda þess. Kom fram að horfur væru á afgangi á fjárlögum flestra Norður- landanna á þessu ári. Friðrik sagði að einnig hefði verið rætt um aukna útgjaldaþörf vegna lífeyrismála í þessum löndum. Mörg þeirra væru nú að súpa seyðið af því að hafa ekki byggt lífeyriskerfi sitt á sjóðsöfnun, eins og hér hefði orðið niðurstaðan. Það hafi verið almennt álit að ástand þessara mála væri til fyrirmyndar hér á landi og væri al- veg ljóst að eftir þessu væri tekið erlendis. Á fundinum benti Friðrik meðal annars á að breytingar á starfsemi lífeyrissjóðanna hefðu nýverið verið lögfestar hérlendis með það að markmiði að treysta fjárhagslega stöðu sjóðanna og auka valfrelsi í lífeyrismálum. Lagði hann áherslu á að lífeyrissjóðakerfið þyrfti að byggjast á þremur meginatriðum, hinu opinbera, sem fyrst og fremst ætti að tryggja lágmarksafkomu líf- eyrisþega, skylduaðild að lífeyris- sjóðum, sem ættu að vera grund- völlur lífeyrisgreiðslna í framtíðinni og aðild að frjálsum lífeyrissjóðum, til að treysta afkomu lífeyrisþega enn frekar. Innbrotum í Reykjavík fækkar enn MUN færri innbrot hafa verið til- kynnt til lögreglu í Reykjavík frá áramótum en á sama tíma í fyrra. Síðustu tvo og hálfan mánuð hafa verið tilkynnt 258 innbrot til lög- reglu, en á sama tíma í fyrra, þ.e. fyrstu tvo og hálfan mánuð seinasta árs, voru tilkynnt 388 innbrot. Alls nemur fækkunin 33,5%. Fækkun þessi er í samræmi við þróunina á seinni helmingi liðins árs, þegar innbrotum fækkaði til muna samanborið við sama tíma ár- ið 1996. Þá hafði orðið stigvaxandi aukning tilkynntra innbrota allt frá árinu 1991. Aukið eftirlit til góðs „Þessar tölur benda til að sú já- kvæða þróun sem varð síðari helm- ing liðins árs hvað varðar fækkun innbrota haldi áfram,“ segir Omar Smári Armannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Hann kveðst telja að breytt skip- an löggæslumála eftir 1. júlí á sein- asta ári kunni að vera ein þeirra skýringa sem búi að baki fækkun innbrota, en einnig kunni að vera að aukið eftirlit með þeim einstakling- um sem hafa verið virkir afbrota- menn hafi skilað árangri. Þá beri að líta til þess að lögreglan hafi á þeim tíma sem um ræðir nýtt til fulls möguleg úrræði til að stöðva iðju af- kastamikilla atvinnumanna á sviði innbrota. „Eins og kunnugt er getur virk- um afbrotamönnum orðið mjög mikið úr verM þegar þeir ganga lausir og reynslan sýnir að tiltölu- lega fáir einstaMingai’ geta valdið miMum skaða. Þvf sMptir miklu máli að beina athygli að þeim sér- staMega. Þá hefur framkvæmd rannsókna breyst að mörgu leyti hjá embættinu, auk þess sem ná- lægð lögfræðiþáttarins hefur aukist til góðs með sMpan saksóknara við embættið og fjölgun lögfræðinga," segir Ómar Smári. ------♦♦♦--...- Sjómannadeilan Atkvæði talin í dag ATKVÆÐAGREIÐSLU um miðl- unartillögu ríMssáttasemjara í deilu sjómanna og útvegsmanna lauk klukkan 10 í gærkveldi, en á sumum stöðum hafði henni þó loMð fyrr um daginn. EkM lágu fyrir upplýsingar um kjörsókn, enda kosið í hverju fé- lagi fyrir sig um allt land. Talning atkvæða fer fram í dag og hefst klukkan 18 í húsnæði ríMs- sáttasemjara. Talning atkvæða er sameiginleg fyrir Vélstjórafélag Is- lands og Vélstjórafélag ísfirðinga annars vegar og fyrir Sjómanna- samband Islands, Alþýðusamband Vestfjarða, Farmanna- og fisM- mannasamband íslands og SMp- stjóra- og stýrimannafélagið Bylgj- una hins vegar. ------♦♦♦------ Rigning næstu daga VEÐURSTOFAN spáir sunnan- og suðvestanáttum næstu daga með hita á bilinu 1 til 8 stig og rigningu. I dag er spáð suðvestanátt með súld eða rigningu sunnanlands og suðaustanátt með slyddu eða rign- ingu norðanlands. Á föstudag og laugai-dag má búast við stinnings- kalda eða allhvassri sunnan- eða suðvestanátt með rigningu og hita á bilinu 3-8 stig. Á sunnudag lægir heldur með kólnandi veðri og éljum eða slydduéljum sunnan- og vestan- lands. - C ( é c I c t I ( i I f I I ( c ( c 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.