Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 UI MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Atli Vigfússon GUÐNY J. Buch, geitabóndi á Einarsstöðum í Reykjahverfi, með geithafurinn Blöndal. Geitur í útrýmingarhættu Samning-amál sálfræðinga hjá Ríkisspitölum í hnút Sálfræðingar telja uppsagnir blasa við Laxamýri - Geitur á Islandi eru nú um 400, en samkvæmt alþjóð- legum viðmiðunum er stofn sem er innan við 1.000 einstaklingar talinn f útrýmingarhættu. Það var fyrir þrjátfu árum sem menn fóru að huga að því að bjarga íslensku geitunum en þá voru aðeins til um 160 dýr. Skyldleikinn innan frá er því al- varlegt vandamál og margar geitahjarðir hafa verið felldar vegna riðuniðurskurðar án þess að riðuveiki hafi fundist í þeim. Stofninn er litskrúðugur en koll- óttar geitur eru að hverfa og finnast nú einungis að Sólheim- um f Grfmsnesi. Eins og örnefni benda til kom geitin hingað til lands snemma og segja sumir að hún hafí kom- ið hingað með pöpum. Nöfn eins og Geitafell, Geiteyjarströnd, Geitaskarð, Hafragil, Hafralæk- ur og Hafursstaðir benda á til- vist geitarinnar en athygli vekur að enginn bær í Eyjafirði er kenndur við geitfé. Engar geitur eru nú á Vestfjarða kjálkanurn né heldur frá Hornafirði að Ár- nessýslu. Þel geitarinnar er mjög verð- mætt og fást um það bil 400 g. af hverri geit til jafnaðar á ári. Þel þetta hefur kasmír-einkenni en hvort þel er angora eða kashmir fer eftir gerð hrásekkjanna. Þetta þel er með fínustu náttúru- Iegfu treQum sem völ er á og úr þeim er framleidd vara í há- gæðaflokki. Geitagrautar heyra sögunni til Sá geitabóndi sem þekktastur er fyrir nýtingu á geitamjólk er Ragnar Guðmundsson á Nýhóli í Fjallahreppi en á hans heimili var mjólkin notuð til drykkjar og í grauta. Geitaskyr, geitasmjör og geitaostur voru á borðum en ekki var þessari vöru komið á markað sem von var. Geitakjöt er fitulaust, bláleitt að lit og dekkra en kindakjöt. SÁLFRÆÐINGAR, sem vinna hjá Ríkisspítölum, telja stöðu kjara- mála sinna með öllu óþolandi. „Að- eins ein leið virðist því blasa við að svo komnu en hún er uppsagnir frá þessari stofnun sem lítilsvirðir og metur einskis það sem sálfræðingar hafa fram að færa,“ segir í fréttatil- kynningu sem Stéttarfélag sálfræð- inga sendi frá sér í gær. Kolbrún Baldursdóttir, formaður félagsins, segir að komi til upp- sagna muni ofvirknigreining bama- og unglingageðdeildar og svefn- rannsóknir Landspítalans leggjast af, auk annars. Kolbrún átti fimd með Ingibjörgu Pálmadóttur heil- brigðisráðherra í gær og kynnti henni það mat sálfræðinga á Ríkis- spítölum að kjaramál þessa um það bil 20 manna hóps væru komin í al- gjöran hnút. Kolbrún sagði í samtali við Morg- unblaðið að margra mánaða tilraun- ir stéttarfélagsins til að semja við stjóm Ríkisspítala hefðu bragðist og loforð hefðu verið svikin. Hvorki væri vilji né geta innan stofnunar- innar til að semja um nýtt launa- kerfi eða -fyrirkomulag. 6-10 ára háskólanám Sálfræðingar þurfa að stunda 6 ára háskólanám til að hljóta starfs- réttindi og flestir þeirra hafa allt að 4 ára sérhæft háskólanám að baki auk þess, að sögn Kolbrúnar. Sál- fræðingar bera sig því saman við lækna hvað laun varðar. Kolbrún segir að nýverið hafi verið gengið til samninga við lækna um veralegar hækkanir, sem kosta Ríkisspítala milljónir, en stofnunin virðist telja útilokað að gera stofnanasamning við þessa 20 sálfræðinga. Læknar, með sambærilegt nám að baki, fái nú tvöfalt til þrefalt hærri grann- laun en sálfræðingar. Kolbrún sagði að sálfræðingar hefðu á grandvelli kjarasamnings síns gert stofnanasamninga við ýmsar aðrar stofnanir, t.d. Grein- ingarstöð ríkisins. Sálfræðingar hjá Ríkisspítölum nú séu á miklu lægri launum en sálfræðingar hjá Grein- ingarstöðinni. Kolbrún segir að Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hafi á fundi þeirra í gær sagst mundu kynna sér stöðuna í kjaramálum sál- fræðinga hjá Ríkisspítölum. Svikin loforð Staðan er sú, að sögn Kolbrúnar, að deilunni hefur verið vísað til úr- skurðarnefndar hjá sáttasemjara. Sálfræðingar telja útlitið svart. Ekkert bendi til þess að leiðrétting- ar sem skipta máli fáist með úr- skurði nefndarinnar og m.a. virðist sem loforð um að taka yfirborganir inn í taxta verði svikin. Því séu líkur á að kjör sálfræðinga á Ríkisspítöl- unum verði áfram veralega miklu lægri en kjör sálfræðinga sem starfa á öðram stofnunum. Kolbrún sagði að ástand í samn- ingamálum sálfræðinga hjá Sjúkra- húsi Reykjavíkur væri svipað og á Ríkisspítölum. Þar starfa m.a. sér- hæfðir tauga- og öldranarsálfræð- ingar. Morgunblaðið/Ásdís I brekkunum í Borgarnesi ÞEIR Arnór og Þorvaldur láta það ekki slá sig út af laginu þó veð- urguðirnir virðist eitthvað óráðnir þessa dagana. Þeir notfærðu sér hvorutveggja í senn, snjóinn og sólina, og renndu sér á stuttermabol- um niður brekkurnar í Borgarnesi í gær. Almannavarnanefnd V-Barðastrandarsýslu kemur saman Rétt brugðist við krapaflóðum ALMANNAVARNANEFND V- Barðastrandarsýslu hélt síðdegis í gær þriggja klukkustunda langan fund um krapaflóðin, sem féllu úr Gilsbakkagili á Bíldudal aðfaranótt laugardags. í ályktun frá nefndinni segir að hún hafi farið yfir atburði næturinnar og skýrslu lögreglu- stjóra og lögregluvarðstjóra um þá og komist að þeirri niðurstöðu að rétt hafi verið staðið að málum. í ályktuninni segir að ekki sé ástæða til að gera athugasemdir við að nefndin skuli ekki hafa verið kölluð saman fyrr en í gær. Bæjarstjórn Vesturbyggðar sendi frá sér samþykkt á þriðjudagskvöld þar sem sett var fram gagnrýni vegna þess að almannavamanefnd hefði þá enn ekki komið saman eftir krapaflóðið. Gagnrýni bæjarstjórnar „Bæjarstjóm gagnrýnir harðlega að enn sé ekki búið að kalla saman almannavarnanefnd vegna þeirra at- burða sem gerðust á Bíldudal, og beinir þeim tilmælum til Sýslu- mannsins á Patreksfirði að nefndin verði boðuð á fund ekki síðar en [18. mars] til að fara yfir þessi mál,“ seg- ir í samþykkt bæjarstjórnarinnar frá fundi, sem haldinn var 17. mars. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði og formaður almanna- vamanefndarinnar, sagði í gær- kvöldi að hann hefði ásamt lögreglu- varðstjóranum tekið saman skýrslu um atburðina aðfaranótt laugardags og hefði hún verið tilbúin á hádegi á þriðjudag. Ætlunin hefði verið að leggja skýrsluna fyrir almanna- varnanefndina þannig að hægt yrði að fara yfir málið. Skýrsla afhent á þriðjudag „Bæjarstjórinn fékk þessa skýrslu mína afhenta upp úr hádegi í gær, en hann sá ekki ástæðu til að segja bæj- arstjórninni frá henni þegar hún fjallaði um hana,“ sagði hann. „Ég dreg þá ályktun að samþykkt bæjar- stjómarinnar sé eins og hún er með- al annars vegna þess að bæjarstjór- inn greindi ekki frá því að skýrslan hefði legið fyrir síðan á hádegi.“ Hann benti á að Viðar Helgason, bæjarstjóri Vesturbyggðar, væri jafnframt varaformaður almanna- vamanefndar Vestur-Barða- strandarsýslu og hefði skrifað undir ályktun nefndarinnar í gær. Sjálfur hefði sýslumaður verið staddur á Veðurstofu íslands þegar umræddir atburðir áttu sér stað og ræst út bæjarstjórann. „Það var því hans í stöðu varafor- manns heima í héraði að taka ákvörðun um að kalla nefndina sam- an þó að ég sem lögreglustjóri stjómaði aðgerðum," sagði Þórólfur. „Það gerði ég frá Veðurstofunni.“ Hættumat verði endurskoðað í samþykktinni beinir bæjarstjórn Vesturbyggðar þeim tilmælum til Veðurstofu Islands að hættumat fyr- ir svæðið verði endurskoðað „hið snarasta“ í kjölfar þess að á einu ári hafi tvívegis skapast hættuaðstæður vegna ofanflóða í Gilsbakkagili á Bíldudal: „Eins beinir bæjarstjórn þeirri ósk til Ofanflóðanefndar að nú þegar verði hafist handa við gerð út- tektar á vömum við þetta svæði, sambærilegrar og gerð hefur verið fyrir Geirseyrargil á Patreksfirði." Bæjarstjórnin fól jafnframt full- trúum sínum í almannavamanefnd að beita sér fyrir því að almanna- varnanefnd Vestur-Barðastrandar- sýslu og Veðurstofa íslands færu yf- ir hvemig að málum hafi verið staðið á Bíldudal 13. og 14. mars til þess að „hægt sé að draga lærdóm af þess- um atburðum komi síðar til sam- bærilegra atburða". Óviðunandi að sjálfvirka veðurstöð vanti Bæjarstjórnin telur óviðunandi með öllu að á stað eins og Bfldudal, þar sem ofanflóðahætta sé viður- kennd, skuli ekki vera veðurmæl- ingabúnaður. Hún vísar í álit sér- fræðinga hjá Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen og NGI, norsku jarð- eðlisfræðistofnuninni, í skýrslu um snjóflóðavarnir í Vesturbyggð þar sem segi að mögulegt sé að mælar, sem notaðir séu til að fylgjast með hættu af krapaflóðum við vegi og jámbrautarteina í Noregi, gætu hentað sem viðbótareftirlitsbúnaður í Vesturbyggð. Eðlilegt væri að Veð- urstofa íslands stæði straum af tO- raun með slíka mæla. í ályktun almannavamanefndar Vestur-Barðastrandarsýslu er áréttað og tekið undú þá skoðun bæjarstjórn- arinnar að óviðunandi sé „að engin sjálfvirk veðurstöð skuli vera staðsett á Bíldudal og hún tengd Veðurstofu". i « i i c. li c € I I f I c r f 1 f I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.