Morgunblaðið - 19.03.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 19.03.1998, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR Í9. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Haffsbreiða úti fyrir ströndum Vestfjarða lokar siglingaleið Morgunblaðið/RAX ÞYKK ísbreiðan nálgast land við Sléttanes milli DýraQarðar og Arnarfjaröar. ISSPANGIR loka siglingaleið inn á Jökulfírði og færast hratt nær Grænuhlíð suðaustan við Rit. Isbreiðan færist hratt að landi MIKLA hafísbreiðu rekur aust- ur af Grænlandi, að Vestijörð- um og var ísinn kominn fast upp að landinu þegar ljós- myndari og blaðamaður Morg- unblaðsins slógust í för með ískönnunarleiðangri Landhelg- isgæslunnar í gær. Áhöfn TF-SÝNAR, Fokker- flugvélar Landhelgisgæslunn- ar, kannaði hafisinn úti fyrir Vestfjörðum, mældi fjarlægð hans frá landi og grennslaðist í leiðinni fyrir um skip á veið- um. Litið var um fískveiðar í gær enda sjómenn í verkfalli en þó sást varðskip Land- helgisgæslunnar úti á ísa- fjarðardjúpi og reyndist vera að sækja straummælingadufl áður en ísbreiðan næði til þess. Jaðar þéttrar ísbreiðunnar teygir sig norður frá Horni og suður að Bjargtöngum en rast- ir og ísspangir teygja sig enn nær landi. Þær ná langt inn á ísafjarðardjúp og loka sigl- ingaleið inn á Jökulfírði. Nokkrar ísspangir höfðu þegar fest land við Fjallaskaga og allt norður undir Kögur. Fjarlægð ísbreiðunnar sjálfrar frá landi var enn nokk- ur í gær en ekki er góðs að vænta ef spá Veðurstofu Is- lands rætist. Spáð er suðvest- anátt frá og með morgundeg- inum og fram yfír helgi, sem mun að öllum líkindum bera hafisinn enn nær landinu. í gær var jaðar ísbreiðunnar ekki nema 21 sjómflu norð- norðvestur af Straumnesi og 30 sjómflur norð-norðvestur af Barða. fsbreiðan er flöt og þétt og berst nokkuð hratt upp að landinu með hafstraumnum. Þykkt íssins er líklega um tveir metrar, en að sögn Ingi- bjargar Jónsdóttur, hafísfræð- ings Veðurstofu Islands, er erfítt að spá um þykkt þeirra og stærð. Af útlitinu að dæma, sagði Ingibjörg að ísinn hefði Grænland Hafís fyrir Vestfjörðum 18. mars 1998 STÓR ísspöng þokast inn ísafjarðardjúp og hægra megin við hana sést varðskip Landhelgisgæslunnar örsmátt í samanburði við þykkan ísinn. Fjær má sjá aðra ísspöng landfasta við Snæfjallaströnd. líklega myndast nú í vetur þar sem hann væri fremur sléttur. „Eldri ís þekkist á því að hann er hryggjóttur, sem stafar af því að hann hefur margbrotn- að og frosið saman á ný.“ Ingibjörg sagði að ísbreiðan hefði líklega myndast í Norð- ur-Grænlandshafí, borist suður með austurströnd Grænlands og nú vestur til íslands með hafstraumum og vindum. „Ef suðvestanáttin helst út vikuna, eins og spá Veðurstofu íslands gerir ráð fyrir, er ekki ól/klegt að ísbreiðan berist austur með norðurströnd landsius. Ef vindáttir haldast óhagstæðar þá gæti ísinn borist þaðan og með hafstraumum suður fyrir norðausturhomið,“ sagði Ingi- björg. Ef svo verður getum við átt von á ís með austurströnd- inni allri og allt suður undir Ingólfshöfða eins og síðast gerðist hafísárið mikla 1968. Það veltur hins vegar á sjávar- við strendur landsins. Mikill langvarandi ís getur haft þau áhrif að snörp kæliug verði á lofthita úti fyrir ströndunum sem hann liggur við. Hitastig sjávar hefur einnig mikið að segja. Að sögn Páls Geirdal leið- angursstjóra er siglingaleið fyrir Horn varhugaverð, þá sérstaklega frá Rit að Kögri þar sem ísspangir og íshrafl liggja mjög nærri landi. Líkur eru til að ísbreiðan þokist inn á Húnaflóa innan skamms og varasamt er að sigla í myrkri og slæmu skyggni. í áhöfn TF-SYNAR í gær voru Tómas Helgason flug- sljóri, Páll Helgason flugmað- ur, Guðmundur Emil Sigurðs- son siglingafræðingur og Jón Ebbi Björnsson loftskeytamað- ur sem sáu um að koma örugg- um skilaboðum um legu hafís- breiðunnar til allra sem á þurfa að halda. og lofthita hér við Iand hvort ísinn hverfur næstu daga eða heldur áfram að ógna siglinga- leiðum. Nokkur fylgni er á milli hitastigs og nálægðar hafíss Hitasótt í hrossum Reg’lug-erð til varnar útbreiðslu veikinnar LandbúnaðaiTáðuneytið hefur gefíð út nýja reglugerð til vamar út- breiðslu smitandi hitasóttar í hross- um. Reglugerðin er sett samkvæmt tillögum yfirdýralæknis og í sam- ráði við helstu hagsmunaaðila í hrossai'ækt. Þá hefur landbúnaðarráðherra ákveðið að koma á fót formlegum starfshópi undir yfirstjórn yfir- dýralæknis með þátttöku sérfræð- inga, hagsmunaaðila og stjórnvalda til að kanna aðdraganda sjúkdóms- ins og nauðsynlegar varúðarráð- stafanir. Samkvæmt hinni nýju reglugerð er landinu skipt upp í eftirtalin varnarsvæði: 1. Reykjavík, Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Bessa- staðahreppur, Mosfellsbær og Árnessýsla - þar sem sjúkdóm- urinn hefur komið upp. 2. Akranes - þar sem sjúkdómurinn hefur komið upp. 3. Reykjanes sunnan Hafnarfjarðar - þar sem smithætta er mikil. 4. Kjalarnes- og Kjósarhreppur - þar sem smithætta er mikil. 5. Borgarfjarðarsýsla, sunnan Skarðsheiðar - þar sem smit- hætta er mikil. 6. Rangárvallasýsla, vestan Mark- arfljóts - þar sem smithætta er mikil. 7. Aðrir kaupstaðir og landshlutar - þar sem smithætta er minni. Ströng skilyrði um heyflutninga Milli varnarsvæða gildir bann við flutningi hrossa, reiðtygja og hrossaflutningstækja. Þá skulu þeir sem umgangast hross forðast sam- gang við hross af öðrum svæðum en þeim sem þeir tilheyra. Sé hins veg- ar brýn þörf á slíkum samskiptum skulu notaðar ítarlegar sóttvarnir til að hindra að smit berist á milli svæða. Engar takmarkanir eru hins vegar á starfsemi innan svæða. Heyflutningar eru leyfðir milli varnarsvæða að uppfylltum ströng- um skilyrðum um grófhreinsun, há- þrýstiþvott og úðun með sótt- hreinsilegi. Þá skulu öll tæki sem gætu borið smit sótthreinsuð. Útflutningur hrossa er stöðvaður meðan óvissa ríkir um orsakir veik- innar. ------------------ Christiansen sigraði á Reykjavíkur- skákmótinu Bandaríkjamaðurinn Lan-y Christi- ansen sigraði á Reykjavíkurskák- mótinu með 714 vinning af 9 mögu- legum. Hann gerði jafntefli við Ivan Sokolov frá Bosníu í síðustu um- ferð. Nick deFirmian frá Banda- ríkjunum varð annar með sjö vinn- inga. Daninn Curt Hansen varð þriðji með 614 v. í 4.-10. sæti með sex vinninga urðu þeir Sokolov, Igor Rausis, Lettlandi, Svíarnir Jesper Hall og Ralf Ákesson, Eng- lendingarnir Chris Ward og Nigel Davies og Þjóðverjinn Stefan Kind- ermann. í hópi þeirra sem hlutu 5!4 vinn- ing og lentu í 11.-21. sæti voru Is- lendingarnir Helgi Ólafsson, Þröst- ur Þórhallsson og Jón Viktor Gunn- arsson. Þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Björgvin Jónsson voru í hopi keppenda í 22.-28. sæti með 5 vinn- inga. ■ Bandarískur/59

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.