Morgunblaðið - 19.03.1998, Page 8

Morgunblaðið - 19.03.1998, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ósnertanlegir í Wp.-g'-s/ <, i G'MuaJo— ÞAÐ er ekki á færi neins ráðherra að gera eitt eða neitt í svona málum þegar þeir bera fyrir sig pólitísku galdrastafina, Jóhanna mín ... Vegagerðin kynn- ir sér vegskála úr stálrörum VEGSKÁLAR úr sveigjanlegum stálrörum, sem fyllt er yfir með jarðvegi, geta bæði verið hag- kvæmari og tæknilega betri en hefðbundnar steyptar yfirbygg- ingar. Þetta kemur fram í skýrslu sem VSÓ ráðgjöf hefur unnið fyrir Vegagerðina. Vegskálar af þessu tagi hafa verið notaðir með góðum ár- angn þar sem hætta er á snjó- flóðum og aurskriðum í Noregi, Kanada og Bandaríkjunum og samkvæmt skýrslunnni ættu þeir að geta nýst vel hér á landi þar sem margir fjallvegir eru lokaðir í Iangan tíma á ári vegna snjóþyngsla og snjóflóða á stutt- um og afmörkuðum köflum. Einnig er hugsanlegt að nota megi stálrör til varnar skafrenn- ingi og snjókomu og þá án þess að þau þurfí að vera umlukin jarðvegsfyllingu. I skýrslunni kemur einnig fram að sparnaður við byggingu stálröramannvirkjanna, sem hafa mjög gott burðarþol vegna samverkunar röra og jarðvegs- ins umhverfís þau, geti verið allt lofí vissulega góðu hafí ekkert verið ákveðið um framhaldið. „Þetta var einungis frumathug- un á því hvað um væri að ræða tæknilega og kostnaðarlega," segir hann. „Ætli það verði svo ekki skoðaðir einhveijir staðir til að prófa þetta á. Það hefur þó ekkert verið rætt hvenær það verði.“ Hreinn segist eiga von á að það verði einhveijir heiða- vegir sem skoðaðir verði í þessu sambandi og að sennilega verði þá gerð einbreið göng með annarri akrein utan við rörið þannig að yfir vetrartímann verði ein akrein á leiðinni en yfír sumartímann verði þær tvær. UNNIÐ að samsetningu stálskála við Veitastrand í Noregi. að 40-50% miðað við hefðbundin steypumannvirki. Hreinn Haraldsson hjá Vega- gerðinni segir að þótt skýrslan Doritos snakk, 3 teg Kraft uppþvottalögur 1/2 Itr. Freyju staurar, 2stk. i qo ÍBI nr ........................ BEÍR» UM LAND ALLT TOritos Þing í Kaupmannahafnarháskóla Miðlun nor- rænnar miðalda- menning’ar DAGANA 17.-19. apr- íl næstkomandi verður haldið þing í Kaupmannahafnarháskóla um norræna miðaldamenn- ingu og miðlun hennar. Á þinginu koma saman nor- rænir listamenn, þýðend- ur, útgefendur og fræði- menn og lýsa reynslu sinni af því að koma norrænum menningararfi á framfæri í samtíðinni og ræða hvaða möguleikar eru á því að gera menningararfinn að lifandi hluta í menningu okkar. Meðal þehra sem flytja erindi á ráðstefnunni er Andri Snær Magnason en verkefni hans og Sverris Jakobssonar, Menningar- arfurinn í nútímanum, var tilnefnt til nýsköpunar- verðlauna af forseta fs- lands. - Hvaða möguleika sást þú á að miðla menningararfinum í Stofn- un Arna Magnússonar? „Verðmætin í Ámastofnun spanna breiðara svið en marga grunar. Þau endurspegla til dæm- is myndlistar-, bókmennta- og tónlistarsögu landsins og það þarf að draga þessa þætti betur fram í sýningarhaldi og miðla þeim til skólafólks og ferðamanna. Þáttur Ámastofnunar sem sýn- ingarstaðar hefur verið miklu minni en efni standa til. Þrátt íyr- ir stóraukna aðsókn sækja ótrú- lega fáir sýningar stofnunarinnar eða um 4.000 gestir á ári miðað við að um 60.000 manns heimsæki Kjarvalsstaði og Listasafn ís- lands. Það er augljóst að þarna fer forgörðum kjörið tækifæri til að kynna ferðamönnum sögu okk- ar. Safnið ætti auðvitað að virka eins og gæðastimpill á menning- arborgina Reykjavík.“ - Er sýningaraðstaða bágborin í Árnastofnun? „Hún mætti vera betri en var þrefölduð í fyrra. Þá hefur sá tími sem opið er verið rýmkaður og nú er Árnastofnun opin daglega á sumrin. Það sem aðallega stendur ' vegi fyrir betri aðsókn að Árna- stofnun er hreinlega að fólk veit ekki hvar handritin eru geymd eða hvort það megi yfirleitt skoða þessa gripi.“ - Með hvaða hætti lögðuðþið til að úrþessu yrði bætt? „Það ætti að vera einfalt mál að stórauka gestafjölda með ein- faldri markaðssetningu. Það má nýta betur þá miðla sem standa til boða til að fræða fólk um þau verðmæti sem þarna liggja. í undirbúningi er far- ___________ andsýning fyrir skóla úti á landi og stuttir lættir í sjónvarpi væru kjörnir til að sýna fólki fegurstu og frægustu gripina. --------- Handritin eru viðkvæm og sum eru einungis tekin upp á nokk- urra ára fresti og höfð til sýnis. Þegar handrit á við Konungsbók, Eddu kvæði eða Flateyjarbók eru tekin upp á að kynna það vel því iau eru meðal þekktustu hand- rita á Norðurlöndum. Það eitt ætti að geta laðað að Islendinga svo og ótal ferðamenn." Andri segir að til að gera sýn- ingar á handritum sem aðgengi- legastar sé æskilegt að örva fleiri skilningarvit en sjónina. Þegar hátíðarsýningin, sem enn stendur yfir, var sett upp í Andri Snær Magnason ►Andri Snær Magnason er fæddur í Reykjavík árið 1973. Hann lauk BA-prófí í íslensku frá Háskóla Islands árið 1997. Árið 1995 gaf hann út ljóðabók- ina Ljóðasmygl og skáldarán og árið 1996 komu út eftir hann bækurnar Bónusljóð og Engar smá sögur. Árið 1997 hlaut Andri Snær styrk frá Nýsköp- unarsjóði íslenskra námsmanna til að vinna hugmyndavinnu um miðlun á þeim menningararfí sem varðveittur er í stofnun Árna Magnússonar. Hann vann að útgáfu geisladisksins Raddir ásamt Rósu Þosteinsdóttur en hann kemur út í samvinnu Árnastofnunar og Smekkleysu og hefur að geyma úrval af gömlum upptökum úr segul- bandasafni Árnastofnunar. Sambýliskona Andra er Mar- grét Sjöfn Torp og eiga þau einn son. fyrra var reynt að hafa þetta í huga. Auk þess sem handritin voru höfð til sýnis var hægt að skoða nýverkað skinn svo fólk gæti áttað sig á útliti þess hér áð- ur og skynjað lifitíma þess. Til- raunir voru gerðar með að skanna myndir af handritum á skinn svo hægt væri að þreifa á nákvæmri eftirlíkingu gömlu handritanna.“ - Völduð þið ekki líka efni úr segulbandasafni Árnastofnunar á geisladisk? „Jú, og á honum er að finna úr- val þjóðlaga úr segulbandasafn- inu en þar eru til um 300 klukku- stundir af þjóðlögum á spólum sem safnað hefur verið frá árinu ________ 1903 og fram til þessa dags.“ Andri segir að tón- listina hafi hann valið ásamt Rósu Þorsteins- dóttur. m~m~~~m „Það er löngu orðið tímabært að fólk geti fengið að heyra íslensk þjóðlög í uppruna- legri mynd en ekki í útsettum og poppuðum ' útgáfum. Geisladisk- urinn kemur út í samvinnu við Smekkleysu." - Hverjir standa að þinginu í Kaupmannahafnarháskóla ? „Það er Stofnun Sigurðar Nor- dal og nokkrir starfsmenn Stofn- unar Ama Magnússonar í Kaup- mannahöfn og sænsku deildarinn- ar við Gautaborgarháskóla sem standa að þinginu." Skráningu þátttakenda lýkur á morgun, 20. mars. „Utgáfa þjóð- laga í upp- runalegri mynd“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.