Morgunblaðið - 19.03.1998, Side 16

Morgunblaðið - 19.03.1998, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Áætlun um rekstur og framkvæmdir til þriggja ára samþykkt í bæjarstjórn Minnihluti bæj arstj órnar telur rammann sprunginn ÞRIGGJA ára áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir bæjar- sjóðs Akureyrar árin 1999 til 2001 var samþykkt með atkvæðum meirihlutans á fundi bæjarstjórnar Akureyrar en fulltrúar minnihlut- ans sátu hjá við afgreiðsluna. Sam- kvæmt áætluninni er gert ráð fyrir 400 milljónum króna til gjald- og eignfærðrar fjárfestingar á ári eða 1,2 milljörðum króna í allt. Upp- hæðirnar eru að mestu óskiptar, einungis er getið nauðsynlegra fjárveitinga til verkefna sem þegar er byrjað á eða bæjarstjóm hefur tekið ákvörðun um, en sú framsetn- ing markast af því að skammt er til kosninga og áherslur varðandi skiptingu framkvæmdafjárins eru mismunandi milli flokkanna. Nýrr- ar bæjarstjómar bíður því að skipta fénu innan þess ramma sem áætlunin setur. Réttlætanlegt að auka lán eða selja eignir Sigríður Stefánsdóttir Alþýðu- bandalagi lagði fram bókun frá bæjarfulltrúum flokksins þar sem fram kemur sú skoðun að ramminn sem settur er í áætluninni sé of þröngur. Telja fulltrúar flokksins nauðsynlegt að þegar á næsta ári verði veitt fé til byggingar Lundar- skóla og nýs leikskóla í stað Iða- vallar. Kostnaður bæjarsjóðs vegna þessara verkefna verði varla undir 150 milljónum króna og rúm- ast aðeins að litlu leyti innan óskiptrar fjárveitingar í áætlun- inni. Því sé réttlætanlegt, að mati fulltrúa Alþýðubandalags, að auka lántökur vegna þessara brýnu verkefna eða afla fjár með sölu eigna. Sigurður J. Sigurðsson Sjálf- stæðisflokki gagnrýndi áætlunina, sagði hana skorta alla framtíðarsýn til næstu þriggja ára, einungis kæmu fram í henni þær skuldbind- ingar sem bærinn hefði þegar tekið á sig. I bókun fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins kemur fram að það sé skylda meirihlutans að leggja fram skýra mynd af íjármálum og fram- kvæmdum bæjarsjóðs á komandi árum og það eigi að gera í þriggja ára áætluninni. Meirihlutinn beri ábyi-gð á fjármála- og fjárfestingar- stefnu kjörtímabilsins og telja verði eðlilegt að hann sýni fram á það á hvern hátt hann álíti mál þróast og á hvern hátt framkvæma eigi þau verkefni sem bíða úrlausnar. Ásta Sigurðardóttir Framsókn- arflokki mótmælti því að fjárveit- ingar rúmuðust ekki innan þess ramma sem settur hefði verið í áætluninni, þær dygðu. Jakob Bjöi-nsson bæjarstjóri sagði að ekki mætti spenna bogann of hátt og hann hefði ekki áhyggjur af því þótt öll verkefni hefðu ekki verið njörvuð niður við gerð áætlun- arinnar, málin yrðu leyst er að því kæmi. Morgunblaðið/Kristján VIKTOR Björnsson afhenti Jakobi Björnssyni bæjarstjóra undirskriftalistana og hafði orð á að handtakið væri býsna fast, Þórunn Arnadóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir fylgjast með. s Ibúar við Skarðshlíð vilja úr- bætur FULLTRÚAR fbúa við Skarðs- hlíð frá númer 20 til 40 afhentu Jakobi Björnssyni bæjarstjóra undirskriftalista á mánudags- morgun þar sem skorað er á bæj- aryfirvöld að gera úrbætur í göt- unni. Þau Ragnheiður Ragnars- dóttir, Björn Víkingsson og Þór- unn Arnadóttir fóru á fund bæj- arstjóra og gerðu honum grein fyrir ástandi götunnar og komu með tillögur til úrbóta. Stórum bflum, vörubflum, er gjarnan lagt í götunni og kemur það í veg fyrir að vegfarendur hafi nægilega yfírsýn. Hraða- akstur er mikiíl frá gatnamót- um Undirhlíðar að hraðahindr- un við Háhlíð og frá því í sept- ember síðastliðnum hafa tvö börn orðið fyrir bfl á þessum kafla. Mikill fjöldi barna leggur leið sína yfir götuna og nýtir ekki gangbrautina sem er ofar og því nokkur krókur að fara að henni. Þeir sem undir listann skrifa segja það einlæga ósk sína að úrbætur verði gerðar sem fyrst, áður en stórslys verð- ur. Jakob kvaðst vel skilja áhyggj- ur íbúa götunnar, erindi þeirra yrði sent bæjarráði til umfjöllun- ar og væntanlega myndi skipu- lagsnefnd bæjarins einnig fjalla um það og koma með tillögur. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Sundlaugin á Syðra- Laugalandi opnuð á ný SUNDLAUGIN á Syðra-Lauga- landi í Eyjafjarðarsveit hefur verið opnuð á ný eftir að hafa verið lokuð um langt skeið. Hjónin Halla Berg- lind Arnarsdóttir og Finnur Aðal- björnsson í Laugarholti II sjá um reksturinn. Sundlaugin er opin þrisvar í viku, á sunnudögum og mánudags- og fímmtudagskvöldum. Finnur sagði að aðsóknin væri ágæt og að framhaldið lofaði góðu. Þau hjón hafa komið fyrir nuddpotti við sundlaugina og er hann að sögn Finns mikil heilsulind. Á myndinni sjást þær Ingibjörg Jóhannsdóttir, Elísabet Skai-phéð- insdóttir og Hrefna Hreiðarsdóttir, Iáta fara vel um sig í heita pottin- um við sundlaugina. Grunnskólar Akureyrar Tvær stöður skóla- stjóra auglýstar TVÆR stöður skólastjóra við grunnskóla á Akureyri hafa verið auglýstar lausar til umsóknar og ein staða aðstoðarskólastjóra. Um er að ræða stöður skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Lundarskóla og stöðu skólastjóra Brekkuskóla. Hörður Ólafsson, skólastjóri Lundarskóla, hefur óskað eftir flutningi á sinni skipun í Gilja- skóla en hann er menntaður sér- kennari. Jóhann Sigvaldason að- stoðarskólastjóri er kominn á líf- eyrisréttindi samkvæmt svokall- aðri 95 ára reglu. Sveinbjörn Njálsson, skólastjóri Brekku- skóla, var ráðinn í stöðuna á síð- asta ári án auglýsingar og er því skylt að auglýsa stöðuna aftur nú. Hörður Ólafsson hefur verið skólastjóri Lundarskóla frá því að skólinn hóf starfsemi íyrir um 25 ár- um. I vetur eru nemendur skólans um 350 í 1.-7. bekk en mun á næstu árum fjölga í tæplega 500 nemendur í 1.-10. bekk vegna breytinga á skólaiyiirkomulagi sunnan Glerái'. Brekkuskóli varð til við samein- ingu tveggja eldri skóla, Barna- skóla Akureyrar _og Gagnfræða- skóla Akureyrar. I vetur eru nem- endur um 700 í 1,—10. bekk en á næstu árum mun nemendum fækka í um 500 í 1.-10. bekk vegna breytinga á skólafyrir- komulagi. Fischerklukkumót FISCHER-klukkumót verður haldið á vegum Skákfélags Akur- eyrar í kvöld, fímmtudagskvöldið 19. mars og hefst það kl. 20 í skák- heimilinu við Þingvallastræti 18 á Akureyri. Á sunnudag, 22. mars fer fram á sama stað 15 mínútna mót. Allir era velkomnir. Möguleik- ar Netsins MÖGULEIKAR fyrirtækja til að nýta sér Netið verða kynnth- á Fosshóteli KEA á Akureyri í dag, fimmtudaginn 19. mars og hefst dagskráin kl. 17, en hún er á vegum Tölkvutækja og Is- landia Internet. Stutt erindi flytja Jón Birgir Guðmundsson forstöðumaður Ráðgarðs á Akureyri sem m.a. fjallar um breytingar á ráðn- ingarferli með tilkomu tölvu- pósts og heimasíðu, Svavar G. Svavarsson, framkvæmdastjóri Islandia Internet, sem fjallar um þann hafsjó upplýsinga og fróðleiks sem finna má á Net- inu og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér miðilinn og Hrafnkell Tulinius, vörustjóri hjá Tækni- vali, sem ræðir m.a. um hvernig fyrirtæki geta nýtt sér net- lausnir til að auðvelda sam- skipti og auka öryggi í rekstri í samskiptum fyrirtækja. Söfnun fyrir nýju sónar- tæki KVENNASAMBAND Akur- eyrar hefur ákveðið að hrinda af stað söfnun til kaupa á nýju sónartæki fyrir mæðraeftirlitið á Akureyri, en það sem nú er notað er úr sér gengið og brýn þörf fyrh' endurnýjun þess. Af þessu tilefni verður hald- inn fundur í Safnaðarheimili Glerárkh-kju á laugardag, 21. mars, kl. 15 þar sem hugmynd- ir um söfnunina verða kynntar. Sigfríður Inga Karlsdóttir yfír- ljósmóðir og Vilhjálmur Andrésson yfirlæknh' segja frá tækinu og hlutverki þess. Ráðstefna um heilsu- far kvenna RÁÐSTEFNA um heilsufar kvenna verður haldin í Odd- fellowhúsinu við Sjafnarstíg á Akureyri í dag, fimmtudaginn 19. mars, og hefst hún kl. 13. með ávarpi Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra. Á ráðstefnunni verður rætt um stöðu kvenna innan fjöl- skyldunnar og í þjóðfélaginu, fjallað um notkun kvenna á heilbrigðisþjónustu og ýmsa sjúkdóma, svo sem af völdum reykinga, geðræna sjúkdóma eins og þunglyndi og átröskun. Mai'kmiðið er að sem flest sjónarmið komi fram þannig að skapa megi áhugaverðar umræður um heilsufar kvenna sem verða hluti af þeim gögn- um sem notuð verða við gerð tillagna til heilbrigðisráðherra um leiðir til úrbóta á heilsufari kvenna. Á ráðstefnunni verður kynnt nýútgefið rit um heilsufar kvenna þar sem fram koma ýmsar upplýsingar sem ekki hafa verið birtar áður, m.a. um heilsu kvenna og aðstæður frá víðu sjónarhorni. ■ Ráðstefnan er öllum opin. Aksjón \ 20.30 ►Sjónvarpskringlan á Akureyri 21.00 ►Úr bæjarlífinu Bæj- arsjónvarpið fer á bílasýningu. ||V||n 21.10 ►Níubíó- IfllnU Kiki Klassísk mynd Almodóvars um bóhemalíf hinnar nútímalegu Madríd- borgar. Leikstjóri: Pedro Almodóvar. Aðalhlutverk: Veronica Forquet, Peter Coy- oteog Victoria Abril. Spænsk 1993.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.