Morgunblaðið - 19.03.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 19
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
I
>
>
>
>
LANDIÐ
Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson
JÓN Kristleifsson, Heiðar Örn Bernhardsson, Sigfús Jónsson, Siaak Rens og Kristján Kristjánsson með
aflann úr tilfsvatni.
Prófkjör
hjá fram-
sóknar-
mönnum í
Snæfellsbæ
Ólafsvík - Það er rólegt yfír-
bragð á aðdraganda sveitar-
stjórnarkosninganna hér í Snæ-
fellsbæ. Ekki liggur fyrir hvort
núverandi aðalmenn í bæjar-
stjórn bjóða sig fram að nýju að
öðru leyti en því að Páll Ingólfs-
son, Sjálfstæðisflokki, og Atli
Alexandersson í Framsóknar-
flokki munu hætta.
Hjá sjálfstæðismönnum er
kjörnefnd að störfum. Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag munu
ekki bjóða fram en hvetja fólk til
þess að koam á stofnfund Bæjar-
málafélags almennra borgara um
Snfællsbæjarlista. Þann fund á
að halda nú á fímmtudag. En það
eru framsóknarmenn sem ríða á
vaðið með prófkjörskosningu á
laugardaginn kemur.
Eins og framan sagði mun Atli
Alexandersson hætta en hinn
bæjarfulltrúi Framsóknar, Guð-
mundur Þórðarson, tekur þátt í
prófkjörinu.
Níu manns gefa kost á sér.
Þeir eru: Kristín Vigfúsdóttir,
Magnús Eiríksson, Pétur S. Jó-
hannsson, Guðmunda Wíum,
Guðmundur Þórðarson, Vigfús
Orn Gíslason, Þorkell Cýrusson,
Ragna ívarsdóttir og Katrín Rík-
harðsdóttir.
Borgarfirði - Eftir frostið undan-
farna daga hefur ísinn orðið
traustur og góður á Amarvatns-
heiðinni.
Lítill sem enginn snjór er á
heiðinni og þar varla snjósleða-
færi. Víða er hægt að komast yfir
fljótið á ís með aðgát en það er
helsti farartálminn á leiðinni í
vötnin.
Það er skemmtilegt á fögmm
degi að aka upp á Arnarvatns-
heiði, bora gat á ísinn, sem er 80
cm þykkur, og renna færi. Ekki
þarf að bíða lengi eftir að silung-
urinn komi til að skoða agnið og
Dorgveiði
á Arnar-
vatnsheiði
er það hald manna að forvitnin
fremur en hungrið veki áhuga sil-
ungsins á því sem glampar í vatn-
inu en vænlegast til árangurs er
að beita litsterkri beitu og hafa
fallega plötu ofan við agnið sem
glampar vel á.
Nýlega fór fréttaritari í veiði-
ferð í tilfsvatn. Kristján Kristjáns-
son, sem rekur fyrirtækið Mounta-
in Taxi eða Fjallaleigubfll, hefur
nokkra atvinnu af því að aka fólki
á Qöll, jöklana eða í veiði. Skipu-
leggur hann ferðir hvert sem við-
skiptavinurinn óskar en vinsælt er
að fara upp á Langjökul og koma
við á Araarvatnsheiðinni og renna
fyrir fisk í heimleiðinni eða skoða
íshellinn í Hallmundarhrauni og
Hraunfossarnir em ekki síður fal-
legir í klakaböndum.
Prófkjör sjálfstæðis-
manna í Arborg
Ingunn
í efsta
sæti
Selfossi - Prófkjör sjálfstæðismanna
í Arborg, nýju sameinuðu sveitarfé-
lagi í vestanverðum Flóa, vegna
sveitarstjórnarkosninga í vor fór
fram síðastliðinn laugardag. Ingunn
Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi frá
Selfossi, varð í efsta sæti og leiðir
listann í vor.
Kjörsókn var nokkuð góð en alls
tóku 519 manns þátt í prófkjörinu,
einn seðill var auður og þrettán
ógildir. Frambjóðendur voru 13 tals-
ins og var röð fyrstu 9 manna eftir-
farandi: 1. sæti Ingunn Guðmunds-
dóttir bæjarfulltrúi, Selfossi, 2. sæti
Björn Gíslason, Selfossi, 3. sæti
Samúel Smári Hreggviðsson, Sand-
víkurhreppi, 4. sæti Sigrún Anný
Jónasdóttir, Stokkseyri, 5. sæti Sig-
urður Þór Sigurðsson, Selfossi, 6.
sæti Jón Sigurðsson, Eyrarbakka, 7.
sæti Guðrún Erla Gísladóttir, Sel-
fossi, 8. sæti Magnús Hlynur Hreið-
arsson, Selfossi, og 9. sæti Þorsteinn
Garðar Þorsteinsson, Selfossi.
Kjörnefnd á eftir að fjalla um
kosninguna og íyrstu þrjú sætin eru
þau einu sem eru bindandi. Að sögn
Ingunnar telur hún að það verði
engar stórvægilegar breytingar á
listanum. „Dreifingin á milli sveitar-
félaga er góð og listinn er sterkur í
heild sinni,“ sagði Ingunn Guð-
mundsdóttir, nýr oddviti sjálfstæðis-
manna í Arborg.
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
HAGKAUP
Buxur Irá
Sumarjakkar frá 2.495
Bolir frá
Háskólabolir frá
Ungbarnakjólar frá 989
( '4*1 / ■ jj.
V 1— a
w£mt IJP í Bk ‘ z' ’ . *' 3É&Í*.'. v _ i
>
>
>