Morgunblaðið - 19.03.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.03.1998, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Frestun grásleppu- vertíðar hafnað SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur hafnað beiðni Landssam- bands smábátaeigenda um að fresta grásleppuvertíðinni um tíu daga meðan markaðs- og sölumál skýrð- ust, en vegna offramboðs og verð- falls á mörkuðum í fyrra óttast smá- bátaeigendur að grásleppuveiðar geti verið í hættu ef ekki komi til mun minni veiði, auk þeirra þrjátíu prósenta verðlækkunar sem þegar hefur verið ákveðin. Vertíðin á að hefjast 20. þessa mánaðar, en nú er allt í óvissu og Om Pálsson hjá LS sagði í samtali við Morgunblaðið að sambandið hefði hvatt félagsmenn sína til að hefja ekki veiðar fyrr en mál skýrðust. Sala gengur vel Sölumálin voru í góðum farvegi framan af síðustu vertíð og mjög hátt verð fékkst, en síðan fór að bera á offramboði, einkum þegar fiskimenn á Nýfundnalandi hófu veiðar sínar og buðu lægra verð. „Þetta var tíu þúsund tunnum meiri veiði heldur en þörf var á og við lít- um svo á að til þess að fá vit í þetta á ný þá verðum við að draga úr framboði. En þetta stendur allt fast í bili og vertíðin alveg að bresta á,“ bætti Orn við. Heildarsöluverðmæti grásleppu- afurða á síðasta ári nam 1,1 millj- arði króna, þar af voru 315 milljónir fyrir söltuð hrogn en afgangurinn fyrir fullunna vöru. „Þetta eru því umtalsverðir hagsmunir. Heildar- framleiðslan á íslandi í fyrra nam 13.300 tunnum, en við verðum að koma þeirri tölu í 8-9.000 tunnur. Þetta er viðkvæm grein, aðeins fjór- ar þjóðir sem veiða grásleppu. Ver- tíðin hjá Dönum er hálfnuð nú og veiðin hefur verið mjög lítil. Norð- menn byrja um líkt leyti og við, en þar er reiknað með því að menn sæki frekar í þorskinn sem gefur hærra verð. Við Nýfundnaland hefst vertíðin ekki fyrr en í lok apr- íl,“ bætti Öm við. Morgunblaðið/Ólafur Jens ALLT frá því í haust hafa formerkin í landvinnslunni verið mun betri en undanfarin ár. í s I í i t TÖLVUMIÐSTÖÐ HEIMILISINS Tölvumiðstöðin er á hjólum með útdraganlegri plötu fyrir lyklaborð og mús. Hún er rúmgóð hirsla þar sem vel fer um öll helstu tæki og fylgihluti tölvuheimsins. Ármúla 20. 108 Reykjavík. Sími 533 5900. Fax 533 5901 Stærð lengd 80 sm dýpt 50 sm hæð 80,5 sm Tölvumiðstöðin er fáanleg í Beyki og Kirsuberjavið Vandaoir skrifstofustólar af ýmsum gerðum EG Skrifstofubúnaður ehf. 200Mhz 15 tommu skjár 32 MB EDO minni 2.1 GB harður diskur 2 MB skjákort 24 hraða geisladrif 16 bita hljóðkort Win '95 lyklaborð . Mús ofl. A Mikil hækkun hefur orðið á afurðaverði á Evrópumarkaði 30% hækkun á sjófrystum þorskflökum í Evrópu AFURÐAVERÐ þorsks, ýsu og ufsa hefur að meðaltali hækkað um 20-30% á Evrópumarkaði á síðustu sex mánuðum. Þar af hefur mest hækkun orðið á sjófrystum þorsk- flökum. Karfaflök hafa hækkað í verði um 5-13% á sama tíma. Á undanfómu hálfu ári hefur orðið vart mestrar hækkunar frá ára- mótum og hafa febrúar og mars er- ið sérstaklega sterkir mánuðir fyr- ir land- og sjófrystar flakaafurðir, að sögn Kristjáns Hjaltasonar, framkvæmdastjóra markaðsdeild- ar Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna hf. Að sögn Kristjáns má rekja þessar hækkanir til skorts á mörk- uðum vegna lítillar veiði Norð- manna og Rússa í Barentshafi. „Eftirspurnin er mest á þessum Ovíst er hvað ger- ist á mörkuðum eftir páska árstíma, á fóstunni fyrir páskana. Hins vegar er óljóst hvernig ástandið verður eftir páska. Veiðar eru nú hafnar í Barentshafi á ný og við eigum alveg eins von á því að eftirspumin gefí eftir þar sem lík- legt er að það verði meira framboð á mörkuðunum eftir páska.“ Viss leiðrétting Það er einkum tvennt, sem bendir til þess að eftirspurnin gefí eftir, að sögn Kristjáns, annars vegar að föstunni lýkur sem er mjög mikilvægur tími í fisksölu og hins vegar að veiði er byrjuð í Barentshafi. „Þetta er geysilega mikil hækk- un á svo skömmum tíma, en við megum ekki gleyma því að verðið var orðið nokkuð lágt eftir að það byrjaði að fara niður á við árið 1991 þannig að það má líta á þessa verð- hækkun nú sem vissa leiðréttingu á því.“ Jafnhliða verðhækkunum hefur sala aukist nokkuð í þessum teg- undum, sérstaklega hefur þorsk- sala til Evrópu verið mjög sterk það sem af er árinu. „Sjófrysting þorsks jókst í fyrra þannig að það hefur verið mjög gott framboð af honum og í landfrystingu hefur framleiðslan sömuleiðis aukist það sem af er þessu ári.“ Dreifðari áhætta Kristján segir að þessari þróun nú svipi mjög til ársins 1991 þegar afurðaverðið hækkaði mikið með þeim afleiðingum að erlendir kaupendur sneru sér í auknum mæli að alaskaufsa og öðrum hvít- fiski. „Sömuleiðis skapaði samein- ing þýsku ríkjanna 1990 mjög mikla eftirspurn á því svæði árið 1991, en síðan þegar sameining- unni var lokið og fólk var búið að eyða sparifénu sínu, minnkaði heildareftirspurnin eftir fiski auk þess sem neytendur fóru að snúa sér að kjúklingum og öðru kjöt- meti.“ Kristján telur líklegt að eftir- spurnin eftir fiski frá Islandi muni ekki minnka nú í kjölfar hærra verðs þar sem framboð af alaska- afsa og öðrum hvítfiski hafí farið minnkandi í heiminum auk þess sem sölunni hafi verið dreift á fleiri markaði. „Þetta hefur verið nokkuð sterk- ur! tími frá áramótum sem hjálpað hefur bæði landvinnslunni og sjó- frystingunni. Allt frá því í haust hafa formerkin í landvinnslunni verið mun betri en undanfarin ár. Mestu skiptir aukin þorskveiði og meiri gæði sem þýðir dýrari pakkningar.“ Kristján segir að þróunin sé mun stöðugri á Ameríkumarkaði og of snemmt sé að segja til um hvað muni gerast á þeim markaði varð- andi þessa þróun. Enn sem komið er, er ekki farið að gæta neinna umtalsverðra hækkana á sjávaraf- urðum á Bandaríkjamarkaði frá því sem verið hefur. Aðalfundur íslandsbanka hf. Aðalfundur fslandsbanka hf. 1998 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu mánudaginn 23. mars 1998 og hefst kl. 14:00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á hlutabréfum í íslandsbanka hf. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 2. hæð, 19. og 20. mars frá kl. 9:15 - 16:00 og á fundardegi frá kl. 9:15 - 12:00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 12:00 á hádegi fundardags. 10. mars 1998 Bankaráð íslandsbanka hf. ÍSLANDSBANKI L L I i: L I L l I t I 8 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.