Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 25 Blair „fullkomlega“ sáttur við för Cooks Sýrlendingar fal- ast eftir aukinni hlutdeild ESB Damaskus, London, Tel Aviv. Reuters. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, átti í gær viðræður við leiðtoga Sýrlands um leiðir til þess að koma á friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, kvaðst í gær „fullkomlega" sáttur við fór Cooks, sem vakið hefur harkaleg við- brögð ísraelskra ráðamanna. Kvaðst Blair staðráðinn í að standa við áætl- aða for sína til Mið-Austurlanda í næsta mánuði. Cook dvaldi í Damaskus í um fjór- ar klukkustundir og átti fundi með utanríkisráðherra Sýrlands, Farouk al-Sharaa, og forseta landsins, Hafez Assad. Fóru Sýrlendingarnh' þess á leit við Cook að Evrópusambandið, sem Bretar eru nú í forsæti fyrir, tæki virkari þátt í friðarumleitunun- um og beitti Israela harðari þrýst- ingi. Friðarviðræður Sýrlendinga og Israela hafa legið niðri síðan í byrjun árs 1996. Líkurnar á að þær verði teknar upp aftur minnkuðu til muna þegar Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra Israels, neitaði að til greina kæmi að Israelar skiluðu Gólanhæðum, sem þeir hertóku 1967. Netanyahu með yfirhöndina Hörð deila reis milli Breta og Israela í fyrradag vegna skoðunar- ROBIN Cook, utanríkisráð- herra Bretlands (t.v.), ásamt Farouk al-Sharaa, utanríkis- ráðherra Sýrlands, í Damaskus. ferðar Cooks til landnáms gyðinga í Austur-Jerúsalem. Bretar sögðu ferðina til þess gerða að gefa Israel- um til kynna að Bretar, og þar með ESB, væru ósáttir við útþenslu landnámsins. Cook ætlaði að fara á staðinn í fylgd palestínsks embætt- ismanns, en úr varð að hann skoðaði hæðina úr fjarlægð ásamt ísraelsk- um ráðherra. Breskir og ísraelskir embættis- menn sökuðu hvorir aðra um óheil- indi og gáfu út harðorðar yfirlýsing- ar á víxl. Israelar segja ESB vera hallt undir málstað Palestínumanna og töldu Cook hafa gengið á bak orða sinna er hann ræddi við palest- ínskan þingmann, Salah Tamari, í skoðunarferðinni. Cook sagðist ein- ungis hafa tekið í höndina á Tamari. Netanyahu aflýsti fyrirhuguðum kvöldverði með Cook vegna atviks- ins, og breskir embættismenn sögðu að Israel væri í „vondu og fráhrind- andi skapi“. Bæði Netanyahu og Cook reyndu að gera sem minnst úr deilunni, en breskir stjórnarerind- rekar sögðu einsýnt að Netanyahu hefði náð yfirhöndinni, að minnsta kosti í bráð. „Eitt er víst - Netanyahu hefur nærri gert hlutverk ESB í friðarum- leitununum að engu þar til Bretar láta af forsæti," sagði háttsettur diplómat í London. Austurríki tekur við forsæti ESB af Bretum 1. júlí nk. Friðarumleitanir fóru út um þúf- ur fyrir ári er ísraelsk stjórnvöld leyfðu byggingarframkvæmdir í um- ræddu landnámi og ekki hefur bætt úr skák að palestínskir öfgamenn frömdu sprengjutilræði í ísrael og Israelar neita að láta af hendi land- svæði á Vesturbakkanum sam- kvæmt áætlun. Leið Cooks lá um sex ríki fyrir botni Miðjarðarhafs og að lokinni heimsókninni til Sýrlands í gær átti hann stutta viðdvöl í Líbanon, sem var síðasti viðkomustaðurinn. Eftir fund með þarlendum ráðamönnum hvatti Cook til þess að Israelar drægju herlið sitt á brott frá suður- hluta landsins, þar sem þeir halda 15 km breiðu svæði, Líbanonmegin landamæranna, að því er þeir segja til að tryggja öryggi í ísrael. ■ ' ' 1 All'JftlU §ttl-FÉIÍRAIlAm.L\\ Le Ðroit IIlmain SIÐFRÆÐI MVISKA Opið málþing, Hótel Loftleiðum, (oingsölum Laugardaginn 21. mars 1998 KJ. 09:30 Setning málþings Dr. Njörður P. Njarðvík prófessor, stórmeistari reglunnar flytur ávarp. Kl. 09:45-10:45 Þorsteinn Gylfason, prófessor: Siðfræði og samviska Fyrirspurnir og svör. Kl. 10:45-11:00 Kaffihlé. Kl. 11:00-12:00 Guðrún Agnarsdóttir, læknir: Siðfræði þjóðfélagsins Fyrirspurnir og svör. Kl. 12:00-13:30 Hádegisverðarhlé. Kl. 13:30-14:30 Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Samviska kristins manns Fyrirspurnir og svör. Kl. 14:30-15:30 Vigdís Finnbogadóttir, forseti Alþjóðaráðs UNESCO um siðferði í vísindum og tækni: Siðvitun og aukin þekking Kl. 15:30-15:45 Kaffihlé. Kl. 15:45-16:45 Pallborðsumræður Þingi slitið Ráðsstefnustjóri: Kristín Jónsdóttir, framhaldsskólakennari. Málþingið er öllum opið. Þátttökugjald er kr. 1.000. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 561 1557, 562 3434, fax 561 1567. Netfang: samfrím@mmedia.is Vcfsíður Sam-frímurararcglunnar Lc Droit Humain: http://www.mmcdia.ís/sammhi ~ hhtp://\vww.droit-humain.org lyktarskyn hreyfiskynjun heyrnarskyn snertiskyn sjónskyn * *k * * Settu PINnúntecið á öruggan stað svo þú gleymir þvi áldrei PIN er Persónulegt InnsláttarNúmer. Það fylgir þér ásamt debet- og kreditkortinu þínu hvert sem þú ferð. Númerið veitir þér greiðan aðgang að sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB, sjálfsölum Olís og hraðbönkum Landsbankans allan sólarhringinn. Hvenær sem þú þarft að taka út peninga eða setja eldsneyti á bílinn þinn er PIN númerið lykillinn. Haltu PIN númerinu þínu leyndu fyrir öðrum, það try'ggir öryggi í viðskiptum. 560 6000 Þú færð PIN númerið þitt í þjónustuveri Landsbankans, í síma VVV \/V/^ eða viðskiptabanka / sparisjóðnum þínum og hjá greiðslukortafyrirtækjunum. VISA V/SA Electron EURDCARD J AI asierCard Maestro 0* BS ódýrt bensín 1 ' j I P 1 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna * PIN er fjögurra stafa leyninúmer til notkunar í hraðbönkum og á rafrænum sjálfsafgreiðslutækjum, s.s. á bensínstöðvum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.