Morgunblaðið - 19.03.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 19.03.1998, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ranariddh dæmdur í 30 ára fangelsi DÓMSTÓLL í Kambódíu dæmdi í gær Norodom Rana- riddh prins í 30 ára fangelsi fyrir að hafa lagt á ráðin um valdarán með uppreisnar- hreyfingu Rauðu khmeranna og skipaði honum að greiða andvirði rúmra 3,6 milljarða króna í skaðabætur. Rana- riddh hefur verið í útlegð frá því honum var steypt af stóli forsætisráðherra í júlí. Búist hafði verið við því að prinsinn yrði dæmdur í fang- elsi og samkvæmt friðarsam- komulagi, sem Japanir höfðu milligöngu um, á faðir hans, Norodom Sihanouk konungur, að veita honum sakaruppgjöf. Búist er við að Hun Sen, ann- ar forsætisráðherra, sem steypti prinsinum, samþykki sakaruppgjöfína. Óljóst er þó hvort hún nær til sektardóms- ins, sem gæti komið í veg fyrir að prinsinn sneri aftur til heimalandsins. Loftsteinn boðinn upp STARFSMAÐUR uppboðs- fyrirtækisins Christie’s í London heldur á loftsteini sem ráðgert er að bjóða upp í næsta mánuði. Steinninn er 13 sentímetra breiður og bú- ist er við að hann verði seld- ur fyrir 10.-12.000 pund, andvirði 1,2-1,4 milljóna króna. Papon „kaldrifjaður skriffínni“ MARC Robert, einn sak- sóknaranna í stríðsglæpamáli Maurice Papons í Frakídandi, lýsti sakborningnum í .gær sem „kaldrifjuðum skriffinna", sem hefði ekki vflað fyrir sér að íyrirskipa handtöku 1.560 gyðinga, þeirra á meðal 223 bama, og láta flytja þá til Þýskalands til að fullnægja framagimd sinni. „Maurice Papon vildi komast til æðstu metorða sem fyrst, hvað sem það kostaði," sagði Robert. Réttarhöldin hafa staðið í tæpt hálft ár og málflutningi saksóknaranna lýkur í dag. Sjómanna leitað TVÆR flugvélar og tugur skipa leituðu í gær að tíu sjó- mönnum sem saknað er eftir að spænskur fískibátur sökk undan strönd Marokkó. Fimm bátsveijum var bjargað um borð í annan bát. Reuters Mótmæla niðurskurðar áformum ESB ÓLÍFURÆKTENDUR frá Suður- Spáni halda á lofti eftírlíkingu beinagrindar, skreyttri mynd af Franz Fischler, landbúnaðarstjóra Evrópusambandsins (ESB), f mót- mælagöngu fyrir framan landbún- aðarráðuneytið í Madríd í gær. Spánverjar framleiða um helming allrar ólífuolfu í heiminum, en ef tillögur framkvæmdastjórnar ESB um breytingar á styrkjakerfi land- búnaðarins í ESB ná fram að ganga myndu þeir neyðast til að takmarka framleiðsluna við 600.000 tonn á ári. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, kynnti á blaðamannafundi í Brussel í gær þessar tillögur, sem eru hluti af stórri áætlun um uppstokkun á landbúnaðar- og styrkjakerfí sam- bandsins. Þessi uppstokkun þykir nauðsynleg i ljósi tilvonandi stækkunar ESB til austurs, en hugmyndin á bak við hana er ekki siður að færa landbúnað ESB meira í átt að sjálfbærum mark- aðsbúskap. Landbúnaðarráðherr- ar núverandi fimmtán aðildarríkja eiga eftír að ræða tillögurnar og því óvíst hver endanleg útkoma verður. Þingið í Kína Róttæk upp- stokkun á rík- isstjórninni Peking. Reuters. DAGINN eftir að umbótasinninn Zhu Rongji var kjörinn forsætis- ráðherra Kína samþykkti kín- verska þingið í gær nýja ríkis- stjórn sem vonir eru bundnar við að muni gera hinum nýja forsætis- ráðherra kleift að hrinda víðtæk- um efnahagsumbótum í fram- kvæmd, með það fyrir augum að gera Kína að stórveldi 21. aldarinn- ar. Þetta eru mestu breytingar á ríkis- stjóm landsins sem kínverski kommúnista- flokkurinn hefur nokkru sinni áður ráð- ist í. Yfir þau ráðuneyti sem skipta mestu fyrir stjóm efnahagsins voru skipaðir menn með staðgóða reynslu af stjórnun og lögmál- um markaðsbúskapar, í stfl við hinn nýja for- sætisráðherra. Sam- tals vora skipaðir 29 ráðherrar, þar af 22 sem ekki áttu þar sæti áður, allt tiltölulega ungir og vel menntaðir menn. Byggja upp nýtt iðnaðar- og fjármálakerfi Ráðherravalið, sem stjóm kommúnistaflokksins ákvað löngu áður en hin nýja ríkisstjórn var kjörin, þykir endurspegla þá miklu áherzlu sem kínversk stjórnvöld vilja leggja á viðleitni tO að byggja upp og styrkja nýtt iðnaðar- og fjármálakerfi sem hafi bolmagn til að hrista af sér áhrif efnahags- kreppunnar sem hefur riðið yfir Austur-Asíu undanfarið og sé fær um að stýra Kína inn á braut vel- megunar og aukinna áhrifa á al- þjóðavettvangi, sem byggist á efnahagslegum mætti hins fjöl- menna ríkis. Allir nýju ráðherr- arnir fengu staðfest- ingu þingsins mótat- kvæðalaust. Aður hafði þingið samþykkt áform Zhus um mikla fækkun ráðuneyta. Alls voru 15 ráðuneyti lögð nið- ur en fjögur ný búin tO í staðinn; þar með var ráðuneytunum fækkað úr 40 í 29. Ekki búizt við breytingum á utan- ríkisstefnunni Stjómmálaskýrend- ur sögðust ekki búast við neinum meiri hátt- ar breytingum á stefnu Kína í utanrík- is- og vamarmálum. Tang Jiaxuan, sem á farsælan feril í utanríkisþjónustunni að baki og er sérfræðingur í tengsl- um Kína við Japan, tekur við emb- ætti utanríkisráðherra. En fyrir- rennari hans, Qian Qichen, aðal- hvatamaðurinn að baki þeirrar stefnu að bæta samskipti Kína við Bandaríkin, er talinn líklegur til að halda veralegum áhrifum í mót- un utanríkismálastefnunnar með því að halda stöðu varaforsætis- ráðherra. Tang Jiaxuan, nýr utanríkisráðherra Kína. Þjóðernissinnaðir hindúar mynda stjórn á Indlandi Norður-Irland Segja smíði kjarna- vopna koma til greina Nýju Delhí. Reutcrs. FLOKKUR þjóðemissinnaðra hindúa á Indlandi, Bharatiya Janata (BJP), og tólf aðrir flokkar kynntu í gær stefnu nýrrar minni- hlutastjómar, sem á að taka við völdunum í dag. Flokkamir sögð- ust vilja stuðla að friðsamlegum samskiptum við öll nágrannaríkin ef þau sýndu sama friðarvilja. Þeir sögðu að nýja stjórnin myndi leggja megináherslu á að tryggja öryggi landsins og því kæmi til greina að Indverjar framleiddu kjamavopn. Atal Behari Vajpayee, sem sver embættiseið forsætisráðherra í dag, kynnti stefnu flokkanna og sagði að þeir legðu áherslu á að Indverjar létu meira tfl sín taka á alþjóðavettvangi í samræmi við stærð og mikilvægi landsins. „Við ætlum að halda öllum kost- um opnum, m.a. hugsanlegri smíði kjamavopna, til að vemda öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar," sagði Vajpayee og bætti við að ekki hefði verið ákveðið hvenær Indverjar kynnu að hefja framleiðslu kjama- vopna. Indverjar sprengdu kjamorku- sprengju neðanjarðar árið 1974 en hafa sagt að þeir hyggist aðeins beita kjamorkunni í friðsamlegum tilgangi. Vestrænir sérfræðingar hafa hins vegar sagt að Indverjar eigi nú þegar kjarnavopn eða geti smíðað þau á skömmum tíma. Pakistanar sakaðir um hryðjuverk Vajpayee er talinn á meðal hófsömustu forystumanna Bharatiya Janata og hefur reynt að draga úr spennu milli hindúa og múslima í landinu. Ymis atriði, sem voru í kosninga- stefnuskrá flokksins, era ekki í stefnuyfir- lýsingu stjórnarinnar. Þar er t.a.m. ekkert minnst á kröfu her- skárra stuðnings- manna flokksins um að reist verði hof í Ayodhya í Uttar Pradesh-ríki. Fyrir tæpum sex árum rifu stuðn- ingsmenn BJP niður mosku í Ayodhya, sem þeir telja fæðingar- stað hindúaguðsins Rama, og það olli átökum milli hindúa og múslima sem kostuðu 3.000 manns lífið. Indverska utanríkisráðuneytið gagnrýndi stjórnvöld í Pakistan harkalega í gær og sak- aði þau um að hafa staðið fyrir hermdar- verkum á Indlandi. Ráðuneytið sagði að hermdarverkamenn hefðu sótt í sig veðrið í landinu eftir þingkosn- ingamar, einkum í Jammu og Kasmír. I vikunni sem leið sakaði stjómin í Pakistan Indverja um að hafa staðið fyrir þrettán sprengjutil- ræðum í landinu á jafn mörgum vikum sem hefðu kostað 36 manns lífið. Indverska utan- rfldsráðuneytið neitaði þessu og sagði að Pakistanar hefðu aukið stuðning sinn við hermdarverkamenn í Jammu og Kasmír. Ráðuneytið kvaðst hafa sannanir íyrir því að leyniþjónusta Pakistans væri viðriðin mörg sprengjutilræði á Indlandi á síð- ustu áram. Um það bil tugur hreyfinga hef- ur barist fyrir því að Kasmír verði sjálfstætt ríld eða sameinist Pakistan. Talið er að átökin hafi kostað 25.000 manns lífið. Reutcrs Atal Behari Vajpa- yee, sem sver emb- ættiseið forsætis- ráðherra Indlands ídag. Clinton seg- ir að nú gef- ist „einstakt tækifæri“ Washington. Reuters. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hvatti á þriðjudagskvöld leiðtoga deiluaðila á írlandi tO þess að grípa „einstakt tækifæri" til að komast að sátt um frið á Norður- íriandi. Clinton átti fund með Bertie Ahem, forsætisráðherra Ir- lands, og fjölda fulltrúa frá mót- mælendum og kaþólikkum sem taka þátt í friðarviðræðunum er standa yfir í Belfast. Á þriðjudag var haldinn hátíð- legur í Bandaríkjunum og víðar dagur heilags Patreks, verndar- dýrlings írlands, og af því tilefni bauð Clinton tO samkomu í Hvíta húsinu á þriðjudagskvöld. Vora þar saman komnir fulltrúar margra fylkinga deiluaðila og sagði Clinton þetta „sögulega stund“ sem nota yrði til að ná sátt- um. Friðarviðræðumar í Belfast era haldnar að undirlagi írskra og breskra stjórnvalda og hófust í september sl. Er þess vænst að um páskana liggi fyrir drög að samkomulagi sem binda muni enda á þriggja áratuga mannskæð- ar deOur á Norður-írlandi sem kostað hafa rúmlega 3.200 manns- líf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.