Morgunblaðið - 19.03.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 19.03.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 33 LISTIR Tónlistarleg fullnæging Sópransöngkonan Andrea Catzel frá Suð- ur-Afríku mun leggja Sinfóníuhljómsveit Islands lið á tónleikum hennar í Háskóla- bíói kl. 20 í kvöld. Orri Páll Ormarsson fór að finna Catzel sem mun flytja uppáhaldsverk sitt, Lokaljóðin fjögur eftir Richard Strauss. RICHARD Strauss var Ijóðelskur maður. Safnaði ljóðum, sem höfð- uðu til hans, og gekk á þau þegar andinn kom yfir hann. Þannig veitti ljóðlistin tónskáldinu innblástur og varð kveikjan að fjölmörgum söng- perlum hans og stærri verkum. Dæmi um það eru Lokaljóðin fjög- ur, Vier letzte Lieder, fyrir sópran og hljómsveit sem Strauss samdi árið 1948 við ijóð Hermanns Hesses og Josephs von Eichendorffs. Er nafn verksins engin tilviljun því ári síðar var höfundurinn allur. „Þetta er mitt uppáhaldsverk. Um það er engum blöðum að fletta,“ segir suður-afríska sópran- söngkonan Andrea Catzel, sem flytja mun Lokaljóðin fjögur ásamt Sinfóníuhljómsveit Islands í Há- skólabíói í kvöld. „Fyrir það fyrsta eru Ijóð Hesses og von Eichendorffs í einu orði sagt unaðsleg. Og þegar hin undurfagra tónlist Strauss bæt- ist við geta menn gert sér útkom- una í hugarlund. Þetta verk er eitt allsherjar tilfinningaregn - tónlist- arleg fullnæging!“ Treysta hvort öðru Catzel flutti Lokaljóðin fjögur fyrst í heimaborg sinni, Höfðaborg, fyrir níu árum og hefur flutt verkið annað slagið síðan. Kveðst hún þó oft ekki hafa notið flutningsins sem skyldi þar sem hljómsveitarstjórum sé, því miður, tamt að líta ekki á söngvana sem verk fyrir söngkonu og hljómsveit, heldur verk fyrir hljómsveit með aðstoð frá söng- konu. Segir hún Petri Sakari, aðal- stjómanda Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, sem sveifla mun tónsprotan- um í kvöld, ekki vera í þessum hópi - „til allrar hamingju" - og íyrir vikið leggist tónleikarnir afskaplega vel í sig. „Ég kynntist Petri fyrst í Eindhoven i Hollandi fyrir þremur árum, þar sem ég tók þátt í flutn- ingi á Stríðssálumessu Brittens undir hans stjórn. Hann er frábær hljómsveitarstjóri og við náðum strax vel saman. Það fer ekkert á milli mála að við treystum hvort öðru tónlistarlega - sem skiptir ekki litlu máli. Eftir tónleikana í Eindhoven bað ég Petri því að hnippa í mig ef hann myndi ein- hvern tíma flytja Lokaljóðin fjögur. Það gerði hann og hingað er ég komin til að syngja með Sinfóníu- hljómsveit Islands, sem er greini- lega í mjög háum gæðaflokki, eins og Petri var reyndar búinn að segja mér áður.“ Catzel er fædd og uppalin í Höfðaborg. Hún er af tónelsku for- eldri - faðir hennar var söngvari og móðir hennar lék á hljóðfæri, eins og reyndar öll hennar ætt, að því er fram kemur í máli söngkonunnar. Tónlistin er Catzel því í blóð borin og fimm ára gömul tróð hún fyrst upp opinberlega. „Sennilega hef ég alltaf verið staðráðin í að verða listamaður, ekki endilega söngvari, enda höfðaði leiklistin ekki síður til mín á uppvaxtarárunum." Þegar að háskólanámi kom kveðst Catzel hafa verið á báðum áttum um það hvort hún ætti að Morgunblaðið/Þorkell ANDREA Catzel frá Suður-Afríku mun flytja uppáhaldsverkið sitt, Lokaljóðin fjögur eftir Richard Strauss, á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í kvöld. velja sönglist eða leiklist. „Eftir nokkra umhugsun datt ég síðan nið- ur á svið sem ég sá í hendi mér að gæti sameinað þessar tvær ástríður mínar - óperu. Ég hafði reyndar ekki sérstakan áhuga á óperu á þessum tíma en sé svo sannarlega ekki eftir ákvörðuninni. Hún var rétt!“ Engu að síður steig Catzel sín fyi-stu skref sem atvinnusöngvari ekki á óperusviðinu, heldur í söng- leikjum. „Rödd söngvarans þarf að þroskast, rétt eins og gott vín. Þetta hefur ekkert með æfingu að gera. Þess vegna tók ég þann kostinn að gefa mig söngleiknum á vald þang- að til röddin væri orðin nógu þroskuð til að takast á við hlutverk í óperum. Þetta var mjög skemmti- legur tími enda hef ég alla tíð haft dálæti á söngleikjum." Vendipunkturinn Vetm-inn 1984-85 var vendipunkt- ur í lífi Catzel. Hún fór þá í fram- haldsnám á Spáni og komst í kynni við söngkennarana Lolu Aragon og Isabelu Penagos. Vísuðu þær henni veginn inn á óperusviðið. Frumraun sína sem óperusöngkona þreytti Catzel í hlutverki gi-eifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart í Höfðaborg árið 1986. Síðan hefur hún ekki litið um öxl. „Nú syng ég bara í óperum og á tónleikum - lífið leikur við mig,“ segir söngkonan sem leggur þessi tvö ólíku form að jöfnu. „Operan er yndislegv bæði með hliðsjón af söng og leik. Ég nýt þess að syngja þessi hlutverk, auk þess sem það er alltaf gaman að klæða sig upp á og vera einhver annar en maður sjálfur. Tónleikaformið á líka vel við mig. Það er ólýsanleg tilfinning að standa uppi á sviði, frammi fyrir fullum sal af fólki, með frábæra hljómsveit að baki sér!“ Catzel hefur verið búsett í Þýska- landi frá árinu 1991 og er nú fast- ráðin við óperuhúsið í Giessen. Fyr- ir vikið ferðast hún minna en oft áð- ur en lætur ekki illa af því að sækja heim lönd eins og ísland, að ekki sé talað um Suður-Afríku. „Ég reyni að fara heim eins oft og ég get enda verð ég alltaf Suður-Afríkubúi, þótt ég dveljist í Evrópu, að ekki sé minnst á þá staðreynd að borgir gerast ekki fallegri en Höfðaborg!" Aukinheldur verða á efnisskrá tónleikanna í kvöld tónaljóðið Don Juan eftir Richard Strauss og Konsert fyrir hljómsveit eftir Pól- verjann Witold Lutoslawski. Kóramót framhalds- skóla KÓRAMÓT framhaldsskóla í Reykholti í Borgarfirði fór fram helgina 14. og 15. mars sl. Þar voru samankomnir 198 kórfélagar ásamt stjórnendum og æfðu saman íslensk og er- lend kórverk. Kórarnir sem tóku þátt í kór- amótinu voru úr Menntaskólan- um við Hamrahlíð, Menntaskól- anum í Reykjavík, Menntaskól- anum á Akureyri, Menntaskól- anum á Laugarvatni, Mennta- skólanum í Kópavogi, Fjöl- brautaskóla Garðabæjar og Flensborgarskólanum í Hafn- arfirði. Kórarnir héldu tónleika í Reykholtskh-kju laugardags- kvöldið 14. mars og sungu við messu í kirkjunni daginn eftir, sunnudag. Söngur kóranna við messu var góður og undrun sætti hvað kórnum tókst vel að stilla sam- an hljóma sína á stuttum tíma. ENGIN íslensk kvikmynd verður sýnd á Norrænu kvikmyndahátíð- inni í Normandí í ár. Hátíðin hófst í gær, 18. mars, og stendur til 29. mars. Framkvæmdastjóri hátíðar- innar, Jean-Michel Montgrédien, segir engar nægilega góðar myndir hafa borist frá íslandi að þessu sinni. Þessu hafnar Þorfinnur Omarsson, framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs Islands, og segir að þvert á móti hafi forsvarsmennirnir í Rúðuborg ekki sýnt íslenskum kvikmyndum eða Islandi nokkurn áhuga við undirbúning og kynningu hátíðarinnar. Kvikmyndahús í Rúðuborg eru meira og minna undirlögð frá morgni til kvölds en einnig er sýnt í grannbæjum. Yfirlit heimildamynda hollenska leikstjórans Joris Ivens (1898-1989) vekur athygli en hol- lenskai' myndir yngri leikstjóra eru einnig á hátíðinni að þessu sinni. Eystrasaltslöndin hafa jafnframt verið með í nokkur ár. íslensku myndirnar ekki nógu góðar Þetta er í fyrsta sinn sem Islend- ingar eiga enga kvikmynd á hátíð- inni. Framkvæmdastjóri hátíðar- innar, Jean-Michel Montgrédien, segir ástæðuna þá að engar íslensk- ar myndir hafi boðist núna, að minnsta kosti ekki nógu góðar. Annars hafi Kvikmyndasjóður ís- lands ekki sýnt hátíðinni mikinn áhuga. Norræna kvikmyndahátíðin í Normandi Islenskar kvik- myndir sniðgengnar Þorfinnur Friðrik Þór Ómarsson Friðriksson Ferðuðust til allra Norðurlandanna ut- an íslands Þorfinnur Omars- son, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Is- lands, hafnar þessari skýringu kvikmynda- hátíðarmanna í Rúðu- borg og segir hana al- ranga. „Hátíðin sjálf hefur ekki haft nokkurn áhuga á Is- landi og á síðasta áii var íslensk kvikmynda- gerð sniðgengin í allri umfjöllun um hátíð- ina,“ segir Þorfinnur. Non'æna kvikmyndahátíðin í Rúðu- borg er styrkt með framlögum frá norrænu ráðherranefndinni, nor- rænu sjóðunum og samtökunum Scandinavian Films. Með það fyrir augum að efla kynningu á non'ænni kvikmyndagerð um allt Frakkland í stað þess að einblína á kynningu í Normandí bauð hátíðin hópi íranskra blaðamanna að ferðast til höfuðborga allra Norðurlandanna, - utan Islands. „Við vissum ekki einu sinni að þessi ferð stæði til heldur fréttum við það frá Noregi. Það var því aldrei inni í myndinni að reyna að sjá til þess að blaðamennirnir gætu komið hingað til lands,“ segir Þor- finnur. „Skýringin sem við fengum frá Rúðuborg var sú að ekki hefði gefist nægur tími til að koma til ís- lands. Þegar ég svo bauðst til að senda kynningarefni héðan til frönsku blaðanna reyndist ekki vera áhugi fýrir því. Það sem beið okkar því þegar við komum til hátíðarinnar í fyrra var yfirlit skrifa um norræna kvikmyndagerð í frönskum blöðum þar sem ekki var stafkrókur um ís- land.“ Afdrifarík mótmæli Friðriks Þórs Þessari framkomu mótmælti Friðrik Þór Friðriksson með af- drifaríkum hætti á hátíðinni í fyrra þegar hann braut verðlaunastyttu sem honum hafði hlotnast frá dóm- nefnd yngi'i kynslóðarinnar. í kjöl- farið fór hátíðin fram á formlega af- sökunarbeiðni frá leikstjóranum sem ekki hefur borist. „Éorráða- menn hátíðarinnar mega alveg vera í fýlu út í Friðrik Þór en þeir hafa enga ástæðu til að hafna íslenskri kvikmyndagerð eins og hún leggur sig. A hátíðinni eru einnig sýndar heimildamyndir og stuttmyndir. Við eigum slíkar myndir frá síðasta ári sem eru mjög frambærilegar en höfum hins vegar ekki verið beðin um eitt eða neitt." Jafnréttisgrundvöllur landanna brostinn Aðspurður um afleiðingar þessa máls segir Þorfinnur að mennta- málaráðuneytið hafi verulegar áhyggjur af því hvemig komið er fyrir þátttöku íslands í þessu sam- norræna verkefni. „Þetta kann að leiða til þess að hátíðin missi fjár- stuðning frá Norðurlöndunum þar sem grundvöllur jafnréttis á milli landanna er nú brostinn. Sjálfur er ég í stjórn Scandinavian Éilms og gæti hæglega beitt mér gegn hátíð- inni þar þótt ég hafi ekki gert það enn sem komið er,“ segir Þorfinnur. „Ég hefði gjarnan viljað halda áfram þátttöku á hátíðinni. Hins vegar er spurning hvort Island á að taka þátt í kostnaði við kvikmynda- hátíð sem hefur ekki áhuga á að sýna íslenskar myndir."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.