Morgunblaðið - 19.03.1998, Síða 36

Morgunblaðið - 19.03.1998, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Um Kristí kvöl Rónar og rómantík BÆKIJR List og liöiinun PASSÍUSÁLMAR HALLGRÍMS PÉTURSSONAR Fimmtíu teikningar eftir Barböru Árnason. Formáli eftir Sigurbjörn Einarsson. Hörður Ágústsson aðstoð- aði við fyrirkomulag bókarinnar. Menningarsjóður 1960. UM er að ræða endurútgáfu merkrar og vinsællar bókar, þar sem stafsetningu og greinarmerkja- setningu er hnikað í samræmi við ný ákvæði í þeim efnum og tekið mið af ferskum viðhorfum í útgáfum verka frá fyrri öldum. Er þetta 84. útgáfa sálmanna, sem voru fyrst prentaðir á Hólum í Hjaltadal 1666, og bar Mörður Árnason texta sam- an við útgáfu eiginhandarrits höf- undar. Fylgir ljósmynd af upphafi Passíusálmanna í handriti Hall- gríms Péturssonar sem hann sendi Ragnheiði Brynjólfsdóttur að gjöf í maí 1661. Mörður ritar einnig stutt- an og upplýsandi eftirmála. Rýnirinn hefur áður fjallað um framúrskarandi teikningar Barböru Ámason í þessa bók og hyggst ekki endurtaka það hér, en grafískur tjá- kraftur þeirra er fírna mikill og í góðu samræmi við undirtón sálmanna. Því skal þó ekki neitað að hinn enski uppruni og skólun lista- konunnar er eðlilega mjög áber- andi, en þó naumast tilefni ásteyt- ingar. Hins vegar er um svo magn- að og myndríkt mál að ræða, að furðu vekur að engum íslenzkum listamanni skuli hafa verið falið að lýsa sálmana á þeim nær 40 árum TONLIST III jómdiskar ÍSLANDS TÓNAR II í útsetningum fyrir panflautu, flautu og gítar. (Romantic melodies from Iceland etc.). Utgefandi: Lag og ljóð, Torfi Ólafsson. Martial Nardeau, flauta, Tryggvi Hiibner, gftar, og Þórir Ulfarsson annar hljóðfæraleik- ur, upptaka og hijóðblöndun. 1998. ÚTGEFANDINN Torfí Ólafsson á hér fjögur lög (Vorljóð, íslands- bam, Vor og Hús við Hávallagötu); önnur lög eru eftir Sigfús Halldórs- son (Dagný), Björgvin Halldórsson (Skýið), Pétur Sigurðsson (Erla), Sigfús Einarsson (Draumalandið), MYNDLIST Gallerí Sævars Karls MÁLVERK/SKÚLPTÚR BJARNI SIGURBJÖRNSSON HELGI HJALTALÍN EYJÓLFSSON Opið á verslunartíma. Sýningin stendur til 1. aprfl. ÞEIR Bjarni Sigurbjömsson og Helgi Hjaltalín em ansi ólíkir lista- menn þegar þeir sýna hvor fyrir sig. Bjami hefur helst sýnt kröftug og litsterk málverk, afstrakt og ex- pressíf í senn, en Helgi vandaða smíðisgripi sem oftar en ekki geta verið hættulegir þeim sem hand- leikur þá. Þessir smíðisgripir Helga tengjast stundum ímynduð- um leikjum og er þá um að ræða keppni þar sem ólíklegt hlýtur að virðast að nema annar keppandinn lifi af - hættulegum leikjum sem minna helst á tíma gladíatoranna, skylmingaþrælanna, sem börðust sem era frá fyrstu útgáfu. Hér eru einnig komin fram ný viðhorf og ný- ir listamenn, ekki síður en í staf- setningu og greinarmerkjasetningu og engin ástæða til að ganga með öllu fram hjá þeim. Listnæmi og listfengi þjóðarinnar hefur nefni- lega einnig náð flugtaki á mynd- rænum sviðum er svo er komið. Hugljúfír tónar Karl 0. Runólfsson (í fjarlægð), Magnús Þór Sigmundsson (Þú átt mig ein) og Jóhann Helgason (Söknuður) - allt framreitt í ljúfu og sykursætu sándi flautunnar (þ á m. panflautu) og gítarsins, ljómandi vel og þægilega leiknu. Eiginlega „kósí baksviðstónlist“ fyrir skvaldur og drykk og því upplagt að láta hana rúlla á þeim rólegu böram og mat- sölustöðum sem óttast jafnt þögn og hávaða, en stíla uppá „huggu“ með ljúfum og lágradda melódíum. upp á líf og dauða til að skemmta góðborguram Rómar á öldum áð- ur. Á þessari sýningu tekur Bjami þátt í leikjum Helga og gefur þeim jafnframt nokkuð nýja vídd. Málverkin sem tengjast „leik- föngum“ Helga á sýningunni minna okkur á rými leikanna, flöt- inn sem keppendum er ætlað að berjast á og þar með reglurnar sem þeir þurfa að fylgja en þjóna þeim tilgangi helst að afmarka æði og heift leiksins og einangra hann þannig frá áhorfandanum. Plöturn- ar sem Bjarni málar á hefur hann notað sem undirlag á vinnustofu sinni og þær bera merki eftir leik hans við eigin málverk, litaklessur og merkingarlausar slettur. Yfír þetta hefur hann hins vegar málað hrein, einföld form eins og línur dregnar á gólf í íþróttasal. Þetta er rými leikanna, línan sem dregin er utan um drápskeppnina og sem skilgreinir reglur hennar. Sýning Bjama og Helga vekur spurningar sem ekki verða svo auðveldlega afmarkaðar, spuming- ar sem varða eðli keppnisandans Útlitshönnun bókarinnar er mjög við hæfí, yfir henni sérstakur trúar- legur hátíðarblær, en ekki felli ég mig fullkomlega við þann fjölfram- leiðslusvip sem er yfir útgáfunni og komast má hjá með brögðum listar, né hinn harða og náhvíta lit á papp- ímum. Þó einungis vegna þess að við það verða svart-hvítu andstæð- umar í teikningunum full hvellar, hér hefði aðeins mýkri pappír, jafn- vel tónaður, aukið á dýpt lýsing- anna. Einnig á þessu afmarkaða sviði era komin fram ný viðhorf, vel að merkja. Bóka- þjóðin á hér ýmis- legt ólært og væri lengi hægt að velta því fyrir sér hvað hefði komið út úr hlutunum, ef bóka- gerðarmaður eins og Hans Jörgen Bröndum í Kaup- mannahöfn hefði lagt hönd að. Kom upp í hugann, vegna þess að fyrir- huguð er sýning á ritverkum sem Bröndum hefur hannað í Þjóðar- bókahlöðunni á Listahátíð. Afar þýðingarmikil sýn- ing sem gæti skipt sköpum fyrir ís- lenzka bókagerð. Á okkar mæli- kvarða er bókin framúrskarandi vel úr garði gerð, bók- band eins og best þekkist, teikning- um og lesmáli fag- mannlega raðað á síðumar. Bragi Ásgeirsson Það er raunar ekki mikið meira um þetta að segja, allt eru þetta fal- leg lög. Hljómdiskurinn er framhald af öðrum, Islandstónar I, sem kom út 1996 - ásamt Jólahátíð, sem var öllu fjölbreyttari og efnismeiri. Torfi Olafsson hefur gefið út hljóm- diska árlega síðan 1995 (Aldarminn- ing Davíðs Stefánssonar) og í fyrra kom út Poems and melodies from Iceland. Áður hafði hann gefið út Kvöldvísu og Nóttin flýgur. Eg þykist vita að þessar útgáfur hafi notið vinsælda, enda fer sætt og hugljúft vel í taugar mjög margra. Og enginn viðvaningsbrag- ur á framreiðslunni, þó að hún sé ansi einhæf og bragðdauf í eyram undirritaðs. Oddur Björnsson og þátt hans í hugsun okkar og upplifun á veruleikanum. Hvert er eðli þeirra kappleikja sem nútíma- menn hópast á til að horfa á íþróttamenn berjast innan marka vallarins? Hve stutt er á milli ákafans í þeim leikjum og dráps- gimdarinnar í keppni gladíator- anna? Hvaða hliðstæður má draga milli leikjanna sem Bjami og Helgi setja upp og keppninnar sem við eigum í í daglegu lífi okkar sjálfra? Leikjahugtakið á sér ekki skýr endimörk, sagði Wittgenstein. Það verður ekki afmarkað skýram lín- KVIKMYNDIR Kegnboginii SHE’S SO LOVELY Leikstjóri Nick Cassavetes. Handrits- höfundur John Cassavetes. Kvik- myndatökustjóri Thierry Arbogast. Tónlist Joseph Vitarelli. Aðalleikarar Sean Penn, Robin Wright Penn, John Travolta, Harry Dean Stanton, Debi Mazar, James Galdoflni. 95 mfn. Bandan'sk. Miramax. 1997. JOHN Cassavetes, (1929-1989), var skörulegur leikari, (Edge of the City, The Dirty Dozen, Rosemarys Baby), en fyrst og fremst er hans minnst sem leikstjóra/handritshöf- undar nokkurra persónulegra verka frá sjöunda og áttunda ára- tugnum. Myndir á borð við Hus- bands, Shadows, Woman Under the Influence, Faces og Gloriu halda nafni hans á lofti. Það leit því vel út þegar Nick, sonur hans, (á að baki myndina Unhook the Stars), fékk til liðs við sig tvo gæðaleikara og dustaði með þeim rykið af handriti sem faðir hans hafði lokið við nokkru áður en hann lést. Aðalpersónurnar í She’s So Lovely era óvenjulegar, að maður tali ekki um í ástarsögu. Eddie (Sean Penn) og Mo (Robin Wright Penn), eru ung og yfír sig ástfang- in, og forfallnir alkar. Umhverfíð eftir því. Niðurnídd hótel og barir í rónahverfinu. Myndin hefst á því að Mo leitar drukkin, ólétt og örvingl- uð að elskunni sinni á búllunum í kring, lendir inni hjá nágranna sín- um (James Galdofíni), sem gefur henni að drekka og nauðgar síðan. Mo hefm’ uppá Eddie, langfullum og í óminnisástandi („blackout"). Þorh’ ekki að segja honum hvað gerðist en afleiðingarnar verða engu að síður þær að Eddie er lok- aður inni á hæli. Áratugur líður, Eddie sleppur úr prísundinni, ruglaðri en nokkra sinni fyrr. Telur sig hafa setið inni í þrjá mánuði. í millitíðinni hefrn- Mo gifst Joey (John Travolta), efnuð- um manni, sem búið hefur henni og tveimur dætrum þeirra fallegt heimili og gengið dóttur Mo og Eddies í fóðurstað. Joey kemur á fundi við Eddie til að losna við hann úr lífi þeirra en margt fer öðravísi um heldur mótast hverju sinni af þátttöku okkar og umgengni hvert við annað og við reglumar sem við setjum okkur. Þannig svipar leikn- um í raun til þess skilnings sem við flest mótum okkur á veröldinni frá degi til dags. Skilningur okkar á leiknum mótast af verkfærunum sem okkur era fengin til að keppa með, hvort sem það eru taflmenn eða sverð, líkt og umgengni okkar í veröldinni mótast af hlutum og öðra fólki án þess að við fáum með góðu móti fundið þar nokkra heild- arsýn eða klára reglu. Leikamir - en ætlað er. Lengi lifir í gömlum glæðum. Eddie, og einkum Mo, eru ill- skiljanlegar persónur. Vegir ástar- innar era vissulega ekki ætíð þeir skynsamlegustu og sagt er að þangað leiti klárinn sem hann er kvaldastur. Fyrr má nú vera ástin og sjálfseyðingarhvötin. Eddie er vita vonlaus náungi, snarraglaður, ferðalag með honum lendir óhjá- kvæmilega í ræsinu. Því verður þetta ástarævintýri aldrei trúverð- ugt, frekar er verið að leika sér að undarlegum kiingumstæðum og ámóta persónum. Cassavetes þekk- ir umhverfið mætavel, átti sjálfur við áfengisvandamál að stríða. Það skilar sér hvað Eddie snert- ir. Penn, einn besti leikari samtím- ans, gerir þessum umkomuleys- ingja ótrúleg skil, hann verður allt að því sannfærandi, þó raunsæið umljúki ekki persónuna. Travolta gerir gott úr sínu litla en þýðingar- mikla hlutverki en Robin Wright passar engan veginn í föt Mo, nán- ast afkáraleg sem fyllibyttan, vel tennt og glæsileg. Það er ánægju- legt að fá að sjá til Harry Dean S- anton eftir nokkurt hlé. Hvað útlit- ið snertir er hann fæddur í hlutverk enn einnar byttunnar, virðist þó jafnan bláedrú, þrátt fyrir allt. Elsta dóttirin er einnig í góðum höndum, hlutverkið ekki síður und- arlegt en önnur og hollt að hafa í huga að Cassavetes setti jafnan talsverða ábyrgð á herðar barna í myndum sínum. Þau urðu að ráða framúr oft fráleitri hegðun fullorð- inna. Hér er margt vel gert en þó eru persónurnar í lausu lofti og fjar- lægar. Efnið hefði örugglega notið sín betur í Ieikhópnum hans Cassa- vetes, þar sem stórleikkonan Gena Rowlands, kona hans, hefði farið með hlutverk Mo, enda öragglega skrifað með hana í huga. Sjálfur hefði hann leikið eitt karlhlutverk- anna, önnur í góðum höndum vina hans og samstarfsmanna, svosem Peter Falk, Seymour Cassell, Ben Gazzara. Þá hefðum við fengið þann rétta, kaldhæðnislega og fáránlega blæ sem jafnan var áberandi í verk- um Cassavetes og gerði raunvera- leikann að aukaatriði. Sæbjörn Valdimarsson hvort sem er á fótboltavellinum eða í Colosseum - eru þannig eins kon- ar tilraun til sjálfsskilnings, tilraun til að afmarka og skýra grundvall- an-eglur sem engin leið er að henda reiður á annars. Þannig er það líka við hæfi að síðasta verkið á sýningu Bjarna og Helga hefur nokkra trúarlega til- vísun. Þar er um að ræða fjögur stór afstraktverk eftir Bjarna unn- in á plexígler með innfelldum röntgenmyndum, líkt og verkin sem hann sýndi ekki fyrir löngu í Gallerí 20 fermetram. I þessum verkum era reyndar krossform, en til að taka af allan vafa um tenging- arnar hefur verið komið fyrir grát- um framan við myndirnar þar sem áhorfendur geta kropið og velt fyr- ir sér óskiljanleika heimsins í mátt- vana tilraun til skilnings, svipað og áhorfandi á kappleik sem hann fær aldrei skilið til fulls. Þetta er djörf og vel útfærð sýning sem tekur vel á þemanu án þess að einfalda um of eða fletjast út í merkingarlaust snakk, eins og allt of oft er raunin þegar fólk reynir að glíma við vandasamari spurningar tilverunn- ar. Jafn ólíkir og listamennimir tveir era tekst þeim ótrúlega vel að skerpa hugsun sína í samvinnunni og því er óhætt að segja að þetta ólíkindalega samstarf hafi orðið til góðs. Jón Proppé UM Kristí kvöl í Grasgarðinum. Rými og andi leikanna ÞRIÐJI leikur eftir Bjarna Sigurbjörnsson og „Þriggja blaða sverð fyrir tvo“ eftir Helga Hjaltalín Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.