Morgunblaðið - 19.03.1998, Side 37

Morgunblaðið - 19.03.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 37 Slök staða grunn- korta af Islandi Skúli Helgi Víkingsson Torfason TVISVAR hafa verið gerð kort af öllu landinu. Danir luku gerð korta í mælikvarða 1:100000 á 5. áratugn- um. Bandaríkjamenn gerðu kort af öllu landinu í kvai'ða 1:50000 (AMS- kort), sem byggja á mælingum Dana og loftmyndum sem teknar voru 1945 og 1946. Lokið var við kortin á 6. áratugnum. Landmælingar íslands hafa á und- anförnum árum verið að gefa út kort í 1:50000 í samvinnu við Bandaríkja- menn (DMA), en enn er óljóst hvenær þeirri kortagerð lýkur, en ný kort í þessum flokki hafa ekki komið út nú um nokkurra ára bil. Brýn þörf er fyrir nákvæm grunn- kort af landinu. Kvarðinn 1:25000 með 5 m hæðarlínubili er nægilega nákvæmur og heppilegur fyrir söfn- un jarðfræðiupplýsinga, hvort held- ur er vegna verklegra framkvæmda, umhverfísmats, eða sértækra jarð- fræðirannsókna af einhverju tagi. Mikil gagnasöfnun um jarðfræði landsins fer forgörðum, vegna þess að staðsetningar verða ónákvæmar á þeim fátæklega og gamla kortakosti sem til er af landinu. Með aukinni notkun nákvæmra staðsetningar- tækja (GPS) verður þörfin á góðum kortum enn brýnni en áður. Með góðum kortum er hægt að nota þetta tvennt saman til mikils hagræðis, en ef kortið er vont getur komið upp rugl sem erfítt er að henda reiður á. Kort í 1:25000 og þaðan af stærri kvörðum hafa verið gerð af tæplega þriðja hluta landsins. (Sjá meðfylgj- andi yfirlitskort). Par munar mest um hlut Orkustofnunar, en auk hennar hafa komið að þessari korta- gerð: Landsvirkjun, Vegagerðin, Landmælingar Islands, Veðurstofan (Ofanflóðasjóður), Rannsóknastofn- un landbúnaðarins og sveitarfélög. Árið 1993 hófst á vegum Umhverf- isráðuneytis svokallað „Tilrauna- verkefni um stafræna kortagerð, gróðurkort og landfræðileg upplýs- ingakerfi“. Miklu var til kostað í nefndastarfi fjölda fólks. I loka- skýrslu stjórnar verkefnisins er lagt á ráðin um hvernig hægt væri að koma íslandi á kortið, í bókstafleg- um skilningi, með því að gerð yrðu kort af öllu landinu í mælikvarða 1:25000. Ekkert virtist vera því til hindrunar að nú yrði landið kort- lagt á vegum Umhverfisráðuneytis. Spurningin virtist helzt um það hve hratt yrði unnið, enda væru afköstin auðvitað í samræmi við fjárveitingar til verksins. En síðan hefur ekkert gerzt. Það er eins og botninn hafi gjörsamlega dottið úr verkefninu þegar búið var að leggja á ráðin. Síðastliðið haust var hér í heim- sókn á vegum Lísu (samtaka um landupp- lýsingar á Islandi fyrir alla) Martin Brand, for- stjóri landmælinga Norður-írlands og for- maður evrópsku Lísu- samtakanna. I máli hans kom fram að Norður-írland er allt til í 1:2500 og þéttbýli í 1:1250. Við þurftum að láta segja okkur það tvisvar að ekki vantaði eitt núll í þessar tölur! Kvarðinn 1:2500 þýðir nefnilega að eitt hund- rað kort þarf í þeim kvarða til að þekja sama svæði og eitt kort í 1:25000 gerir, en það var sá kvarði sem tilraunaverkefnið fyrrnefnda miðaðist við. En er þetta ekki eðli- legt; þéttbýlt svæði í útlöndum en strjálbýlið hér? Þetta má athuga með því að bera saman tölur. Norð- ur-írland er 6 sinnum fjölmennara en Island en er ekki nema sjötti hluti af flatarmáli þess. Sex sinnum sex eru þrjátíu og sex, en grunnkort af Norður-írlandi eru ekki 36 sinnum þéttari en á Islandi, heldur 100 sinn- um þéttari en það sem til stóð að gera á Islandi, en ekkert hefur orðið úr. Martin Brand var inntur eftir ástandinu handan landamæranna það er í Irska lýðveldinu. Þar standa mál ekki jafn vel vegna þess að þeg- ar Irar tóku við þessum málum úr höndum Breta við lýðveldisstofnun, varð stöðnun í mai'ga áratugi. Til voru ensk kort af landinu frá því snemma á öldinni og það var talið HANANtí - félag æsku- fólks á eftirlaunum Hananú-félagar við Gjábakka í Kópavogi. RÓMVERSKI heimspekingurinn og stjórnmálamaðurinn Marcús Túll- íus Cíceró fjallaði um ellina í riti sem kom út í Róm árið 44 fyrir Krist. Hann sagði þar að þeim sem ekki hafi tök á að áorka neinu sér til far- sældar í lífinu, verði sérhvert aldurs- skeið þungbært; „þeim, sem á hinn bóginn leita lífsins gæða hið innra með sér, verður ekkert það vand- meðfarið sem lögmál lífsins hefur í fór með sér. A það einkum við um ellina sem allir þrá að höndla, en fár- ast svo yfir þegar hennar verður vart“. Þegar við lesum orð þessa manns sem var uppi fyrir tvö þúsund árum verður manni á að spyrja; hvað hefur áunnist? Er ekki æskudýrkunin jafn- glórulaus og fordómarn'r gagnvart öðrum en stöðluðum ímyndum jafn- blindir og jafnvel blindari en nokkurn tíma áður? Hvað elli og öldrun varðar er það rétt. Svo langt hefur æskudýrkun gengið að til að hreppa vel launað starf þarf viðkom- andi helst að vera tvítugur með langa starfsreynslu og tíu ára há- skólanám að baki. Ef um er að ræða konu þarf þar helst að bætast við að hún sé komin úr barneign. Auðvitað sjá allir að slíkt dæmi gengur ekki upp. Ellin ein ætti ekki að þurfa að útiloka fólk frá störfum. Hún gerir fólk að vísu oft þreklítið til líkamlegs erfiðis en hún eykur jafn- framt líkur á digrum sjóðum í banka reynslunnar hjá þeim sem auðnast að kemba hærur sínar, reynslu sem stundum getur verið gulli betri. Sumir halda jafnvel að ellin svipti fólk lífsnautn. Það gerir hún nátt- úrulega ekki, en hún getur breytt til- finningu fym' því hvað sé nautn og hvað ekki. Mjúk lending I Kópavoginum er starfandi fé- lagsskapur fólks sem vill njóta lífs- ins, njóta öldrunar og elli. Þessi fé- lagsskapur æskufólks sem er á miðj- um aldri og eldra, er eins óformlegur og hugsast getur og markmið hans felst í nafninu; HANANÚ. Hananú hugmyndin var og er að njóta þessa aldursskeiðs, lenda mjúklega á braut ellinnar, njóta ferðarinnar þangað og verunnar þai'. Hananú vai' stofnað fyrir réttum 15 árum og er nú orðinn fyrirmynd annarra líki-a félaga víða um land. Á hverjum laugardagsmorgni í þessi 15 ár hafa félagsmenn fengið sér heilsubótargöngu um bæinn. Við hittumst í félagsmiðstöðinni Gjá- bakka um níuleytið og er heilsað með ilmi af nýlöguðu kaffi. Það hefur ekki brugðist að Hrafn Sæmundsson er búinn að hella uppá, en hann hef- ur verið ásamt Ásdísi Skúladóttur mikill prímusmotor í starfseminni frá upphafi. Fólk fær sér sopa og Tökum þátt í starfi Hananú, segja Sigur- björg Þorleifsdóttir og Friðrik Helgi Stein- dórsson, og verum ung án tillits til ára. ræðir saman þar til haldið er út og gengið í u.þ.b. klukkustund. í öll þessi ár hefur aldrei fallið úr laugai'- dagur, gönguferðirnar hljóta því að vera að nálgast áttunda hundraðið. Engin skrá er haldin um félagsstarf- ið og lífsgleðin höfð að leiðarljósi. Gönguferðir eru aðeins hluti af fjölþættri starfsemi okkai' Hananú- fólks. Á hverjum vetri eru farnar leikhúsferðh', listasöfn heimsótt, far- ið á kráari'ölt, stiginn léttur dans o.s.frv. Þá er starfandi bókmennta- klúbbur, sem er öllum, eins og allt annað starf Hananú, frjáls og öllum opinn. Á hverjum vetri taka klúbbfé- lagar fyrh' einhvern höfund, einn eða fleiri, kryfja og ræða. Stundum koma skáld í heimsókn og að vori er gjarnan farið í vettvangsferð til átt- haga skáldsins og á söguslóðir. I fyrravetur var augum beint að fær- eyskum skáldum, og í kjölfarið var farin ferð til Færeyja. Svo vel tókst til að þar fæddist sú hugmynd að stofna „Heimsklúbb Hananú". Um þessar mundh' er Heimsklúbburinn í óða önn að undirbúa ferð til Mið- Evrópu, til þess lands sem íbúar kenna við akur - Póllands. Þessi grein er skrifuð til þess að minna á afmæli Hananú og hvetja sem flesta til að taka þátt í starfi þessa merka félags og eða taka það sér til eftirbreytni. Því þótt sömu fordómarnir virðist lifa og fyrir 2042 árum síðan, þegar Císeró rit- aði bókina góðu um ellina, er engin ástæða til þess að sníða sér sjálfum lífsstakk eftir annarra manna hé- giljum. I stað þess að setjast við gluggann að loknum stai'fsdegi og bíða, höldum við á vit ævintýra und- ir mottóinu: „Við erum ung án tillits til ára.“ Höfundnr starfa með Hanamí í Kópavogi. nægja. Nú hefur hins vegar verið tekið á í þessum efnum og verið að vinna sig út úr stöðnuninni. Þróunarlönd hafa mörg hver verið illa stödd á sviði grunnkortamála, en þar hefur smám saman orðið mikil breyting á, og á þróunaraðstoð að Brýn þörf er fyrir ná- kvæm grunnkort af landinu. Skúli Víkings- son og Helgi Torfason segja moldarkofahugs- unarhátt stjórnvalda í þessum efnum þjóð- inni til vanza. sjálfsögðu þar drjúgan þátt. Mörg þróunarlönd taka Islandi langt fram og ekki víst að auðvelt verði að finna land þar sem ástandið er lakara en hér ef leitað yrði. I fyrrum Sovétlýðveldum var ástand grunnkortamála með ýmsum hætti. Við stöðnunina bættist sá al- menni löstur, sem því kerfi fylgdi, að upplýsingum þurfti að halda leynd- um. Þetta olli alls kyns rugli á kort- um. Islenzkt fyrirtæki á sviði korta- gerðar, Hnit hf., hefur haft útibú í Litháen frá því að landið endur- heimti sjálfstæði sitt. Þegar þeir komu þai' fyi'st var ástandið ekki betra en hér og að sumu leyti verra. Nú eru Litháar komnir langt fram úr Islendingum á þessu sviði. Góð kort af landi eru meðal grund- vallarverkefna ríkisvalds í hverju landi. Það er umhugsunarefni hvers vegna þessi hundingjaháttur er á þessum málum hér á landi. E.t.v. má einhvern lærdóm af því draga hve líkt var með nágrannalýðveldunum íslandi og írlandi (þangað til Irar tóku sig á). Báðar þessar þjóðir komu úr algjöru fásinni að þvi að stýra öllu þvi sem heilu þjóðfélagi heyrir. Konungsveldin sem réðu fyn' (hið danska og enska) byggðu á gam- alli hefð og grónum stofnunum. Hér var engu slíku til að dreifa og þótt ýmsir einstaklingar hefðu þekkingu á efninu, verður slíkt oft að litlu ef stofnanirnar, vettvanginn, vantar. Þetta eru afsakanir sem giltu full- komlega fyrir íslenzk stjórnvöld á sínum tíma, en ekki lengur. Moldar- kofahugsunarháttur stjórnvalda í þessum efnum er þjóðinni til vanza. Það er með ólíkindum að við þess- ar aðstæður skuli ráðheiTa detta í hug að fara að flytja Landmælingar íslands upp á Akranes. Það væri reyndar verðugt verkefni fyrir rann- sóknarblaðamenn þjóðarinnar að kanna það hvaða ástæður liggja að baki þessum flutningsáformum. Hver sem ástæðan kann að vera er hún ekki umhyggja fyrir þeim nauð- synlegu verkum sem Landmælingar Island þyrftu að sinna. Það er ljóst að fæstir hinna reyndu starfsmanna stofnunarinnai' munu starfa þar áfram eftir flutning, og kostnaður við flutningana mun varla auka ráð- stöfunarfé hennar. Báðir þessir þættir benda því til, að afturför verði í landmælingum og kortagerð hér á landi, í stað þeirra framfara sem blöstu við þegar framangreindu til- raunaverkefni lauk fyrir fáum árum. Farið er fram á, að umhverfisráð- herra geri opinberlega grein fyrir áætlunum ráðuneytisins varðandi framhald þessa starfs. Höfundar eru jarðfræðingar á Orkustofnun. Primordiale N U I T NÆTURVÖRÐUR HÚÐARINNAR Primordiale Nuit næturkremið frá LANCOME inniheldur A vítamín. Strax frá fyrstu notkun verður húðin hvíldari, mýkri og endurnærð. Snyrtibudda með 4 förðunarvörum fylgir 50 ml Primordiale dag- og næturkremum Vor- og sumarlitimir eru komnir og er blöndun þeirra töfrum líkust! Fjöldi spennandi tilboða og kaupauka. Kynning í dag og á morgun. Bankastræti 8, sími 551 3140

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.