Morgunblaðið - 19.03.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 39
Aðför að hús-
næðiskerfinu
OSPAR mikilvægt
skref á Ari hafsins
í PEIRRI bók bóka sem mér
hefur jafnan þótt vera, Heimsljósi
Halldórs Laxness, segir frá því m.a.
er eigandi staðarins Sviðinsvíkur
undir Oþveginsenni, en sá gegndi
því hljómfagra nafni Pétur Pálsson,
fór fyrir flokki undir-
sáta sinna og snaraði af
grunni húsi skáldsins.
En skáld þetta var
eins og alþjóð veit
snauðastur manna.
Og því kemur mér
þessi bókarkafli í hug er
ég sé frumvarp Páls
Péturssonar félags-
málaráðherra um hús-
næðismál að ég kannast
vel við frásagnir þess
láglaunafólks er hér
hraktist úr einni kjall-
araholunni upp á annan
hanabjálkann árum
saman uns lög voru sett
um fyrstu verkamanna-
bústaðina. Þau lög leystu að vísu
engan veginn allan vanda og mér
eru í minni ýmsir kunningjar sem á
árunum upp úr 1950 hírðust í af-
lóga hermannabröggum og ýmsu
öðru svokölluðu húsnæði sem nú
þætti tæpast boðleg búpeningi.
Því var það að upp úr harðvítugri
kjarabaráttu og verkfalli knúði
verkalýðshreyfingin í gegn bygg-
ingu félagslegra íbúða. Þegar þær
framkvæmdir hófust varð gjörbylt-
ing á aðstæðum þess fólks sem ekki
hafði átt þess neinn kost að eignast
þak yfir höfuðið á þeim kjörum er í
boði voru á almennum markaði.
Hér er ég ekki einvörðungu að tala
um láglaunafólk á vinnumarkaði
Það er augljóst að ef
þetta endemis frum-
varp verður að lögum,
segir Sigríður Jóhann-
esdóttir, er fleiri hund-
ruð fjölskyldum úthýst
og þeim vísað á leigu-
markað sem allir vita
að ekki er til.
heldur einnig fatlaða og ellilífeyris-
þega, en ýmsir úr þessum hópum
þurftu ekki, vegna þessa úrræðis,
að leita til elliheimila eða annarra
stofnana.
Með áðurnefndu frumvarpi Páls
Péturssonar er snarað af grunni
húsnæði þessara hópa.
Samt sem áður ætla ég félags-
málaráðherra ekki svo illt að hann
vilji sérstaklega bregða fæti fyrir
það fólk sem höllustum fæti stend-
ur í lífsbaráttunni. Enda er hann
ekki einn á ferð.
Þótt frumvarp um húsnæðismál
sé borið fram af honum stendur
einnig að því sá flokkur, Sjálfstæð-
isflokkurinn, sem á síðasta lands-
fundi sínum ályktaði m.a. um það
að leggja byggingarsjóðina niður
og við hlutverki þeiiTa tæki ein
sjálfstæð lánastofnun sem síðan
yrði einkavædd fyrir aldamótin
næstu. Jafnframt ályktaði sami
landsfundur að leggja bæri Hús-
næðismálastofnun niður.
Þótt ýmsum kunni að þykja það
hlægilegt að stærsti flokkur lands-
ins skuli telja það affarasælast að
nánast öll félagsleg aðstoð við hús-
næðismál láglaunafólks skuli feng-
in í hendur einkaaðilum er það
dapurlegt að Páll Pétursson, sem
ætlaði að setja fólk í fyrirrúm, skuli
ganga þessara erinda án nokkurs
samráðs við verkalýðshreyfinguna.
Þeim mun dapurlegi’a þar sem
hann lýsir því fjálglega að hann sé
að framfylgja þingsamþykktum frá
þingi ASÍ. Hér gildir einu þótt for-
menn bæði ASÍ og BSRB hafi mót-
mælt frumvarpi hans og beðið um
frest á samþykkt þess. Svo ákafur
er félagsmálaráðherra að fram-
fylgja því sem hann telur sam-
þykktir verkalýðs-
hreyfingarinnar að sú
sama hreyfing kemst
ekki upp með moð-
reyk.
Og hverjar eru svo
röksemdir Páls Péturs-
sonar fyrir því að
einkavæða með þess-
um hætti húsnæðis-
málakerfi landsmanna?
Þær virðast í stuttu
máli vera þær að út um
allt land standi fjöldi
auðra íbúða sem fátæk,
skuldsett sveitarfélög
hafi neyðst til þess að
innleysa. Staðreyndin
er sú að af 11 þúsund
íbúðum í félagslega kerfinu höfðu í
október í fyrra 34 staðið auðar í eitt
ár eða lengur.
Onnur skýring á þessu óðagoti
við að leggja niður núverandi hús-
næðislánakerfi er sú að vanskil í því
séu svo voðaleg að ekki verði við
unað.
Staðreynd málsins er hins vegar
sú að á árunum 1990-1994 voru út-
lánatöp í þessu kerfi 65 milljónir,
sem að vísu er 65 milljónum of
mikið en sýnast þó léttvæg saman-
borið við útlánatöp ríkisviðskipta-
banka og fjárfestingarsjóða at-
vinnulífsins sem voru á sama tíma-
bili 22 milljarðar króna. Sumum
kynni að finnast nærtækara að
ráðamenn þeirra banka og sjóða
sneru sér alfarið að laxveiðum áð-
ur en ráðist yrði til atlögu við hús-
næðislánakerfið til þess að koma í
veg fyrir útlánatöp. 17% þeirra
viðbótarlána sem veitt voru þeim
er áttu í mestum erfiðleikum eru í
vanskilum. I ljósi þess að í hlut
eiga þeir sem allra versta stöðu
höfðu geta þetta tæplega talist
umtalsverð vanskil.
Samkvæmt athugun sem gerð
hefur verið á högum 300 aðila sem
eru á biðlista eftir félagslegu hús-
næði standast aðeins tíu af þeim hið
nýja greiðslumat eins og það er sett
fram í húsnæðisfrumvarpi félags-
málaráðherrans. Maður gæti þó
haldið eftir því hve fjálglega málið
hefur verið kynnt að það leysti
hvers manns vanda.
Það er augljóst að ef þetta
endemis frumvarp verður að lögum
er fleiri hundruð fjölskyldum út-
hýst og þeim vísað á leigumarkað
sem allir vita að ekki er til.
Févana og skuldsettum sveitar-
félögum er hins vegar boðið upp á
lán til 80 ára til þess að byggja
leiguíbúðir.
Mér virðast þessi vinnubrögð
vera með svipuðum hætti og þegar
lög um stétttarfélög og vinnudeilur
voru keyrð gegnum þingið og með
þeim skert ýmis gi'undvallarrétt-
indi sem launafólk hafði áunnið sér
með áratuga baráttu.
Sú var tíðin að hetjur riðu um
héruð og spurðu hverjir ættu Is-
land.
Það tillitsleysi sem ráðherrar
sýna launafólki og fulltrúum þeiri'a
með framkomu af þessu tagi svarar
spurningunni um það hverjir eigi
ættjörðina. Þess spyr tæpast nokk-
ur lengur.
En þrátt fyrir aðfarir Páls Pét-
urssonar skulum við þó ekki missa
kjarkinn því svo aftur sé vitnað til
þess atburðar í Heimsljósi að Pétur
Pálsson hafði snarað um húsi
skáldsins segir þar: Þegar lýsti
komu ættjarðarlausir menn og
reistu hús skáldsins af grunni.
Höfundur er þingmadur Alþýðu-
bnndnlagsins ( Reykjaneskjördæmi.
ÁRIÐ 1998 er yfir-
lýst Ár hafsins sam-
kvæmt ákvörðun Sam-
einuðu þjóðanna.
Stundum vill brenna
við að viðburðir á borð
við Ár hafsins séu til-
efni til hástemmdra yf-
irlýsinga fremur en að-
gerða, en staðreyndin
er sú að á þessu ári
verða stigin mikilvæg
skref í átt til þess að
draga úr mengun hafs-
ins. Eitt hið mikilvæg-
asta fyrir okkur Is-
lendinga er að
OSPAR-samningurinn
um verndun Norðaust-
ur-Atlantshafsins gengur í gildi í
næstu viku, 23. mars nk. Fyrsti
fundurinn innan vébanda samn-
ingsins eftir að hann hefur öðlast
gildi verður haldinn í Reykjavík,
en það er fundur vinnunefndar
OSPAR um mengun hafsins (sk.
PRAM-nefndar), sem haldinn er
30. mars til 3. apríl nk. og á m.a.
að undirbúa ráðherrafund 15 að-
ildarríkja samningsins í Lissabon í
júlí.
Alþjóðlegt samstarf til að
sporna við mengun hafsins og
tryggja skynsamlega nýtingu auð-
linda þess fer fram með margvís-
legum hætti og það er ekki auðvelt
fyrir leikmenn að átta sig á allri
þeirri flóru samninga og áætlana
sem þar er að finna. Það er þó sér-
stök ástæða til þess að vekja at-
hygli á OSPAR-samningnum, sem
er eini alþjóðasamningurinn um
mengun hafsins sem Islendingar
eru aðilar að, sem telst lagalega
bindandi hvað varðar mengun hafs
frá landstöðvum (en um 80%
mengunar koma frá landstöðvum,
en einungis fimmtungur frá starf-
semi á sjó). OSPAR er því horn-
steinn í baráttunni fyrir hreinu
hafi í okkar heimshluta.
Baráttutæki gegn
geislamengun
OSPAR heitir fullu nafni Samn-
ingurinn um verndun hafrýmis á
Norðaustur-Atlantshafi og er efni
hans að grunni til fengið úr tveimur
eldri samningum, kenndum við
Osló og París, þótt tekið sé mið af
breyttum aðstæðum og viðhorfum í
umhverfisvernd. Samningurinn
gildir fyrir Norðaustur-Atlantshaf-
ið, en alls eiga 15 ríki aðild að hon-
um, auk Evrópusambandsins.
í OSPAR-samningnum eru
ákvæði^ um nær algert bann við
varpi eiturefna í hafið og bann við
varpi geislavirks úrgangs með
skilyrtum undantekningum. Þrátt
fyrir að hann hafi ekki gengið
formlega í gildi fyrr en nú, hafa
fjölmargar ákvarðanir um tak-
mörkun á losun mengandi efna
verið teknar undanfarin ár á
grundvelli fyrirrennara hans,
Oslóar- og Parísarsamninganna.
OSPAR mun svo veita aðildarríkj-
um enn meira aðhald og verða
okkur mikilvægt vopn í baráttu
gegn geislamengun frá breskum
og frönskum kjarnorkuverum og
gegn mengun af völdum þrávirkra
lífrænna efna, svo dæmi séu tekin.
Ákvæði samningsins eins og þau
eru nú munu ein og sér ekki koma
í veg fyrir t.d. losun teknesíums
frá Sellafield-verinu, sem verið
hefur í fréttum undanfarna mán-
uði, en þau leggja þá kvöð á biesk
stjórnvöld að sýna fram á að hún
sé hættulaus fyi'ir umhverfið og
munu auka enn þrýsting á að
stöðva þessa losun, þar sem samn-
ingurinn er vettvangur umræðna
og sameiginlegra ákvarðana um
umhverfismál.
Samningurinn leggur einnig
kvaðir á Islendinga, m.a. um aukna
vöktun hafsins, hertar mengunar-
varnir og strangari
reglur varðandi fórgun
skipa. Þær kvaðir, sem
að hluta hafa þegar
verið teknar upp í ís-
lenska löggjöf, verða
þó að teljast léttvægar
þegar litið er á mikil-
vægi þess að vakta
mengun sjávar á Is-
landsmiðum og
tryggja að hún haldist
í lágmarki. (Frekari
upplýsingar um
OSPAR-samninginn er
að finna á heimasíðu
Hollustuverndar ríkis-
ins: http://www.holl-
ver.is.)
Nauðsyn alþjóðlegra aðgerða
Mengun sjávar við Island er að-
eins að litlum hluta til komin vegna
losunar mengandi efna út í um-
hverfið hér á landi. Sú mengun fer
Hafið er matarkista
okkar Islendinga, segir
Guðmundur Bjarna-
son, og má ekki verða
ruslakista fyrir
skaðleg efni.
minnkandi, m.a. vegna bættrar um-
gengni sæfarenda um hafið og um-
bóta sveitarfélaga í fráveitumálum,
sem ríkið styrkir með sérstöku
stuðningsátaki fram til ársins 2005.
Einnig hefur dregið úr losun spilli-
efna í umhverfið með betri söfnun
og eyðingu þeirra á grundvelli ný-
legra laga um það efni.
Okkur stafar á hinn bóginn ógn
af mengun sem komin er langt að
með vindum og hafstraumum, ekki
síst af geislavirkum og þrávirkum
lífrænum efnum sem safnast upp í
fæðukeðjunni og eyðast seint. Því
ber okkur nauðsyn til að vinna
gegn mengun hafsins á alþjóðleg-
um vettvangi. Islendingar hafa
undanfarin ár verið leiðandi á al-
þjóðavettvangi í viðleitni við að
draga úr mengun hafsins og hvöttu
m.a. til gerðar alþjóðasamnings um
takmörkun á losun þrávirkra líf-
rænna efna, en viðræður um slíkan
samning hefjast nú í sumar. Það er
einnig af þessum sökum sem Is-
land bauðst til þess að hýsa áður-
nefndan fund PRAM-nefndar
OSPAR.
Það er ástæða til að benda á að
mengun sjávar við strendur Islands
er með því minnsta sem þekkist í
Norðaustur-Atlantshafi og að
mengunarefni í íslensku sjávar-
fangi mælast langt undir ströng-
ustu heilbrigðiskröfum. Við íslend-
ingar verðum þó að vera reiðubúnir
til þess að bregðast við fréttum,
raunverulegum eða ýktum, um
mengun í fiski á fjarlægum slóðum,
sem kunna að hafa áhrif á
fiskneyslu almennt. Við verðum að
geta sýnt fram á með skýrum hætti
að sjávarfang af Islandsmiðum er
holl fæða og laus við hættuleg efni.
Við þurfum líka að snúast gegn
þeirri framtíðarógn sem okkur
stafar af völdum ýmissa skaðlegra
efna.
I því sambandi er vert að gefa
gaum að því að aðskotaefni á borð
við PCB og ýmis skordýraeitur og
illgresiseyða eru farin að mælast í
umhverfinu á norðurslóðum, sem er
sérstakt áhyggjuefni fýrir hið við-
kvæma lífríki norðurheimskauts-
svæðisins. Þessi efni berast þangað
norður. frá iðnaðar- og akuryrkju-
svæðum og tilvist þein-a í lífverum
nyrst á hnettinum er alvarleg við-
vörun til okkar um að grípa í
taumana. Hafið er matarkista okk-
ar Islendinga og við verðum að róa
að því öllum árum að heimsbyggðin
hætti að líta á það sem hentuga
ruslakistu.
Höfundur er umhverfisráðherra.
AUGLYSING
Er Garpur hollasti
ávaxtadrykkurinn
á markaðinum?
ÞEGAR Mjólkursamsalan
markaðssetti ávaxta- og
mysudrykkinn Garp árið
1992 vakti hann strax mikla
athygli, ekki aðeins fyrir
bragðið og hollustuna, heldur
einnig fyrir skemmtilega og
áhugaverða fróðleikspunkta
á umbúðunum.
Fram að því hafði
vöruþróun sjaldan
eða aldrei tekið jafn
langan tíma hjá
Mjólkurbúi Flóa-
manna - en útkoman
varð líka - alveg ein-
stakur drykkur.
Nú þegar íþróttir;
keppnisíþróttir,
þolfimi, vaxtarrækt
og annað, eru í
brennidepli og neysla
innfluttra orku-
drykkja í algleym-
ingi er fyllsta óstæða til að vekja
athygli fólks á ný á Garpi,
þessum ágæta, íslenska íþrótta-
drykk.
Þótt hljótt hafi verið um Garp
hin seinni ár, vann hann sér
strax fastan sess á íslenskum
markaði enda var þar kominn
hollari og næringarríkari ávaxta-
drykkur en áður þekktist. Þar
gerði mysan útslagið enda er í
henni flest af því besta sem
mjólkin hefur að bjóða.
Börn og unglingar geta valið
úr ótrúlegu úrvali alls konar
drykkja. Bæði á heimilum og í
skólum geta þau
valið um mjólk,
kókómjólk, ýmsa
ávaxtadrykki og
vatn. En þar sem
foreldrarnir sjá að
mestu um innkaup
heimilisins móta þeir
að miklu leyti smekk
og neysluvenjur
bama sinna. Einmitt
þess vegna er ástæða
til að minna á Garp.
Eins og fyrr segir
sameinar hann kosti
ávaxtasafa og mjólk-
ur, hann nærir og svalar í senn
og óhætt er að fullyrða að hann
er einn hollasti ávaxta-
drykkurinn á markaðinum.
Garpur fæst í eins lítra og
250 ml fernum með sogröri.
Sigríður
Jóhannesdóttir
Guðmundur
Bjarnason