Morgunblaðið - 19.03.1998, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
MORGUNB LAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UFFE ELLEMANN
HÆTTIR
AKVEÐIN tímamót verða í dönskum stjórnmálum
vegna þeirrar ákvörðunar Uffe Ellemann-Jensens að
hætta sem leiðtogi Venstre, en hann tilkynnti þetta á
blaðamannafundi í fyrradag. Enginn vafi er á því, að hann
er einn litríkasti stjórnmálamaður Dana um árabil, ákveð-
inn í skoðunum og fylginn sér. Uffe Ellemann lætur af
leiðtogastarfinu 18. apríl nk., en hann mun sitja áfram á
þingi. Hann styður varaformann sinn, Anders Fogh
Rasmussen, í stöðu flokksleiðtoga.
Uffe Ellemann-Jensen vísar því á bug, að hann hafi
tekið ákvörðun sína vegna vonbrigða út af því, að borg-
araflokkarnir misstu naumlega af stjórnartaumunum í
nýafstöðnum þingkosningum. Hann kveðst hafa tekið
ákvörðun sína þegar á liðnu hausti. Hann skýrir afsögn
sína svo, að hann sé of ungur (56 ára) til að láta af störf-
um, en verði orðinn of gamall til að fara fyrir flokki sínum
í þingkosningum eftir fjögur ár. Betra sé að hann hætti á
meðan einhverjum þykir missir að honum úr pólitík frem-
ur en að bíða þar til fólk gleðjist yfir brottför hans. Þetta
er heillaráð, sem stjórnmálamenn mega hafa í huga.
Um árabil var Uffe Ellemann einn af þekktustu blaða-
mönnum og ritstjórum Danmerkur og hann hefur átt sæti
á þingi fyrir Venstre frá 1977 og varð formaður flokksins
1985. Hann var utanríkisráðherra 1982-1993 og var mjög
áhrifaríkur og umdeildur í því embætti. Stjórnarsamstarf
Venstre og íhaldsflokksins undir forustu Poul Schliiters
var mjög árangursríkt og sú ríkisstjórn leiddi Dani út úr
miklum efnahagslegum þrengingum og skóp þá traustu
stöðu, sem þjóðin býr við enn í dag.
Uffe Ellemann-Jensen er ákafur stuðningsmaður Evr-
ópusambandsins og samvinnu ríkja álfunnar, svo og Atl-
antshafsbandalagsins og norræns samstarfs% Hann liggur
ekki á skoðunum sínum og hefur m.a. hvatt Islenþinga til
inngöngu í ESB. Hann hefur margoft komið til Islands í
einkaerindum jafnt sem opinberum og þekkir vel til lands
og þjóðar. Það mátti m.a. ráða af tilvitnunum hans í
Njálu, þegar hann tilkynnti afsögn sína í fyrradag. Island
hefur átt hauk í horni, þar sem Uffe Ellemann er, og svo
verður vafalaust áfram.
KVENNADEILD
LANDSPÍTALA
REYNIR TÓMAS Geirsson, forstöðumaður Kvenna-
deildar Landspítalans, færir rök fyrir því í grein hér í
blaðinu að hagræða megi í rekstri fæðingardeilda og nýta
fjármuni betur með því að færa til fjármagn. Menn verði
að horfast í augu við þá staðreynd að starfsemin sé ein-
faldlega orðin of lítil á sumum stöðum til þess að faglegur
og fjárhagslegur grundvöllur sé fyrir hendi. A Kvenna-
deild Landspítalans sé á hinn bóginn of fátt starfsfólk
miðað við þjónustuþörf.
Reynir Tómas segir mikilvægt að styrkja betur rekstr-
argrundvöll Kvennadeildar Landspítalans. Þar fæðast tvö
af hverjum þremur börnum landsins. Deildin er og eina
fæðingar- og kvensjúkdómadeild okkar sem er af þeirri
stærð sem þarf til þess að halda uppi sérhæfðri fóstur-
greiningu og mæðravernd, sjá um meðferð alvarlegustu
meðgöngusjúkdóma, kvensjúkdóma og krabbameina í
grindarholi og bjóða tæknifrjóvgun. Þar fer og fram mik-
ilvægt kennslu- og rannsóknarstarf.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir hins
vegar að þeir tímar komi í strjálbýli að ekki sé hlaupið að
því að koma konu í barnsnauð til Reykjavíkur. Það verði
því að tryggja að kona geti fætt nærri heimahögum. í
svipaðan streng tekur Jón Kristjánsson, formaður fjár-
laganefndar. Sjálfgefið er að fjárveitingavaldið hafi hlið-
sjón af báðum framangreindum sjónarmiðum. Fram hjá
því verður eftir sem áður ekki horft, að sérhæfing á þessu
sviði, sambærileg við það sem bezt þekkist erlendis og
bezt tryggir heilsufarslega hagsmuni fólks, verður vart
byggð upp nema á einum stað í landinu. Það á því að vera
forgangsverkefni í þessum þætti heilbrigðisþjónustunnar
að búa vel að Kvennadeild Landspítalans og gera kenni
kleift að sinna til frambúðar mikilvægu og vaxandi hlut-
verki sínu.
Gengisþróun og söluhagnaður eigna hefur skipt sköpum varðandi af-
komu Flugleiða hf. á mörgum undanförnum árum
SÚRT OG SÆTT í
SÖGU FLUGLEIÐA
Afkoma Flugleiða hefur verið mjög sveiflu-
kennd á undanförnum árum. A tímabilinu
1987-1997 mátti félagið þola tap af
reglulegri starfsemi á sex árum en naut
rekstrarhagnaðar á fímm árum. Söluhagnað-
ur eigna hefur verið ríkur þáttur í afkomu
félagsins sem nam á sama tímabili rúmum
4,6 milljörðum á núvirði. A þessu árabili
hefur átt sér stað gríðarlegur vöxtur á
uppbyggingu og umsvifum Flugleiða og
eigið fé þeirra aukist í 6,2 milljarða kr.
7
A aðalfundi félagsins í dag standa stjórnend-
ur og hluthafar frammi fyrir taprekstri
síðasta árs eftir þrjú samfelld hagnaðarár.
Ómar Friðriksson stiklar á stóru í sögu
Flugleiða umliðinn áratug.
TAP VARÐ af rekstri
Flugleiða og dótturfé-
laga þess á síðasta ári
eftir þrjú samfelld hagn-
aðarár þar á undan. AIls
varð 295 milljóna kr. tap af rekstrin-
um. Tap af reglulegri starfsemi fé-
lagsins eftir tekju- og eignarskatta
varð 693 millj. kr. reiknað á verðlagi
í lok síðasta árs. Félagið seldi hins
vegar flugvéi og aðra rekstrarfjár-
muni á árinu með 398 milljóna kr.
hagnaði.
A árinu kom félaginu einnig til
tekna reiknaður tekjuskattur sem
nam 170 millj. kr. Eiginfjárstaða fé-
lagsins hefur jafnt og þétt styrkst á
undangengum árum. Eiginfjárhlut-
fall félagsins var komið í 34% í iyrra
samanborið við 33% árið á undan og
26% á árinu 1995. Farþegum í milli-
landaflugi félagsins fjölgaði um
13,3% og farþegafjöldi í innanlands-
fluginu jókst um 4,4% frá árinu á
undan, sætanýting batnaði.
Taprekstur félagsins hlýtur að
vera mikil vonbrigði fyrir fjárfesta
Flugleiða nú þegar hluthafar koma
saman á aðalfundi félagsins í dag til
að fá skýringar stjórnenda á afkom-
unni. Meginástæður sem nefndar
hafa verið fyrir lakri afkomu á ný-
liðnu ári eru að óhagstæð gengis-
þróun hafi orðið á versta tíma fyrir
félagið á mikilvægum mörkuðum,
sem kom illa niður á rekstraraf-
komu félagsins. Einnig hafi launa-
kostnaður aukist umtalsvert um-
fram það sem ráð var fyrir gert. Þá
hafi tap af innanlandsfluginu haft
sitt að segja.
Gengisstýring hefur gegnum tíð-
ina verið með alstærstu viðfangsefn-
um stjórnenda félagsins en liðlega
þriðjungur af kostnaði Flugleiða
fellur til í Bandaríkjadollurum. Sala
í Evrópumyntum á meginlandi Evr-
ópu og í Skandinavíu vegur hins
vegar mjög þungt í tekjumyndun fé-
lagsins. Stórar gengissveiflur er-
lendra mynta hafa haft mikil áhrif á
efnahagsreikning Flugleiða gegnum
árin. Sem dæmi úr reikningum fé-
lagsins má rifja upp að gengishagn-
aður félagsins var 188 millj. kr. á ár-
inu 1991 á verðlagi þess árs en svo
snerist þróunin við er félagið varð
fyrir tæplega tveggja milljarða kr.
gengistapi á árinu 1992. A árinu
1993 varð félagið aftur fyiár rúm-
lega tveggja milljarða kr. gengistapi
en á árinu 1994 snerist dæmið við og
nam gengishagnaður rúmum millj-
arði kr. A árinu 1995 nam gengis-
hagnaður 567 millj. kr. en á árinu
1996 varð viðsnúningur enn á ný er
félagið varð fyrir 254 millj. kr. geng-
istapi, skv. ársreikningum félagsins.
Stórar sveiflur og
mikil uppbygging
A umliðnum tíu til 15 árum hafa
orðið miklar sveiflur á afkomu Flug-
leiða milli ára samhliða mikilli upp-
byggingu félagsins. Á ellefu ára
tímabili frá 1987-1997 skilaði félagið
heildarhagnaði í sjö ár en tap varð
af rekstrinum á fjórum árum. Heild-
arhagnaður skv. rekstrarreikningi
Flugleiða og dótturfélaga á þessu
tímabili, framreiknaður til verðlags í
lok síðasta árs, nam samtals 3.161
milljónum kr. Stafar þessi hagnaður
fyrst og fremst af sölu eigna. Sölu-
hagnaður hefur verið mjög stórt
hlutfall af heildarafkomu samstæð-
unnar á þessu tímabili og nam sam-
anlagður söluhagnaður yfir þetta
| tímabil að núvirði 4.631 milljónum
kr. Félagið hefur hins vegar skilað
langtum minni hagnaði af reglulegri
starfsemi. Tap varð af reglulegri
starfsemi félagsins í sex ár en hagn-
aður á fimm árum á þessu tímabili.
Miklar breytingar hafa orðið á
umfangi félagsins.
Áætlunarstöðum hefur fjölgað um
þriðjung frá árinu 1989. Ferða-
mönnum frá Evrópu hefur fjölgað
um 300% á einum áratug og bjóða
Flugleiðir nú tengingar yfir N-Atl-
antshaf milli 72 borga í stað átta
fyrii' einum áratug. Farþegum fé-
lagsins hefur fjölgað jafnt og þétt,
árið 1994 fjölgaði þeim um 17%,
1995 um 8%, 1996 um 15% og í fyrra
um 13,3%. Arið 1983 var eigið fé fé-
lagsins neikvætt um 866 milljónir
kr. og var það með elsta flugflota
flugfélaga í Vestur-Evrópu. Með
sölu véla, endurnýjun flugflotans og
hlutafjáraukningu á umliðnum árum
var eigið fé félagsins komið í 6,2
milljarða á síðasta ári.
Hefur ítrekað á þessu tímabili
verið gripið til skipulagsbreytinga,
og sparnaðaraðgerða. Tvennt hefur
skipt sköpum um starfsemi og ár-
angur Flugleiða á umliðnum tíu ár-
um. Annars vegar endurnýjun alls
flugflotans sem ráðist var í og hins
vegar allsherjar endurskipulagning
sem gerð var á leiðakerfi
millilandaflugsins með
samtengingu flugleiðaneta
er Keflavíkurflugvöllur
var gerður að tengistöð.
Fram til þess tíma var fé-
lagið með fjögur aðskilin leiðakerfi í
millilandaflugi sínu.
Árin 1988-1993 voru mesta end-
urnýjunarskeið í sögu Flugleiða en
á því árabili endurnýjuðu Flugleiðir
allan ílugflota sinn og áttu er upp
var staðið sjö þotur og fjórar
skrúfuþotur á kaupleigu. Heildar-
fjárfesting í nýjum flugfiota, við-
haldsstöð, hóteli og bílaleigu var
metin rúmlega 20 milljarðar kr.
Reksturinn hefði
endað með gjaldþroti
Sigurður Helgason, þáverandi
stjórnaformaður, lýsti stöðunni svo
á aðalfundi í mars 1989 að óhjá-
kvæmilegt hefði verið að grand-
skoða allan rekstur félagsins frá
gnmni. „Ef haldið hefði verið áfram
á sömu braut án breytinga er ljóst
að reksturinn hefði endað með
gjaldþroti," sagði hann. Rekstrartap
á árinu 1988 varð 246 millj. kr. en
söluhagnaður vegna flugvéla o.fl. á
árinu nam rúmlega 1.600 millj. kr.
Innanlandsflug Flugleiða var rekið
með halla bæði árin 1987 og 1988 og
hefur það verið rekið með tapi á
hverju ári allar götur síðan.
Ráðist var í nýja stefnumótun fé-
lagsins og skipulagsbreytingar í
kjölfar úttektar ráðgjafarfyrirtæk-
isins Boston Consulting Group, þótt
ekki væri í einu og öllu farið eftir
þeim ráðum sem ráðgjafarnir lögðu
til. Flutningar milli Evrópu og
Bandaríkjanna voru skornir niður
um helming og áfangastöðum í
Bandaríkjunum fækkað úr fimm í
tvo. Á árinu 1989 var á þriðja tug
starfsmanna sagt upp.
Afkoma félagsins á árinu 1989 var
talin sú versta í sjö ár. Tap skv.
efnahagsreikningi var um 270 millj.
kr. á núvirði þrátt fyrir 418 millj. kr.
söluhagnað. Að mati stjórnenda fé-
lagsins voru meginástæður þess að
tekjur urðu minni en áætlanir gerðu
ráð fyrir annars vegar slæmt efna-
hagsástand innanlands og
hins vegar voru farþegar í
N-Atlantshafsflugi færri
en reiknað hafði verið
með. Vísuðu stjórnendur
félagsins því á bug að
með hinum miklu fjárfestingum í
flugvélakaupum væri tekin of mikil
áhætta. Vélarnar hefðu verið pant-
aðar á hárréttum tíma bæði með til-
liti til afhendingar þeirra og kaup-
verðs. Áidegur kostnaður af rekstri
nýju Boeing-vélanna var nokkur
hundruð milljónum kr. lægri en af
gömlu DC-8 vélunum.
Framtíðarsýn
sett fram
Stjórnendur Flugleiða settu sér
höfuðmarkmið og framtíðarsýn á ár-
inu 1990. Framundan var stóraukin
samkeppni af hálfu erlendra flugfé-
laga er allar takmarkanir á flug-
rekstri í Evrópubandalagið yrðu
felldar niður árið 1992. Setti félagið
sér það markmið að hagnaður eftir
skatta af reglulegri starfsemi yrði
að lágmarki 5% af heildartekjum og
ávöxtun eigin fjár félagsins að lág-
marki 7% yfir ávöxtun ríkisskulda-
bréfa á hverjum tíma. Greiddur
skuli árlega allt að 10% arður af
nafnverði hlutafjár og að eiginfjár-
hlutfall félagsins yrði aldrei lægi-a
en 25%. Þessu síðasttalda markmiði
átti að ná fyrir lok ársins 1992 en
reyndin varð sú að markmiðinu varð
ekki náð fyrr en á árinu 1995 er
hlutfall eiginfjár var komið í rúm
26%.
Á árinu 1990 var farið að ræða
mögulegt samstarf við erlend flug-
félög sem leiddi síðar til þess að
gerður var samstarfssamningur við
SAS.
„Mín niðurstaða er sú, að heima-
markaður Flugleiða sé það lítill, að
til þess að við eigum okkur afkomu-
möguleika í framtíðinni og séum
samkeppnisfærir, sé nauðsynlegt að
Flugleiðir tengist einhverjum af
þessum stóru flugfélagaheildum í
Evrópu," sagði Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða, í viðtali við
Morgunblaðið á þessum tíma.
Áfram var haldið við endurnýjun
flugflotans er gengið var að samn-
ingum um endurnýjun innanlands-
flota Flugleiða sumarið 1990 og
gerður kaupleigusamningur um
þrjár Fokker F-50 vélar og kaup-
rétt á þeirri fjórðu. Umsamið verð
var 730 millj. kr. á verðlagi þess árs.
Vélarnar voru afhentar á árinu
1992.
Hagnaður á árununi
1990 og 1991
Á árinu 1990 tókst að snúa rekstri
félagsins í nokkurn hagnað í íyrsta
sinn frá árinu 1986 sem nam á árs-
lokaverðlagi 1997 65 millj. kr. End-
anlegur hagnaður ársins nam 497
millj. kr. og handbært fé frá rekstri
félagsins var rúmar 1.100 millj. kr.
Hagnaður af sölu eigna nam um 432
millj. kr. Helstu skýringar stjórn-
enda Flugleiða á þessum umskipt-
um voru þær að farþegum hefði
fjölgað, eldsneytiskostnaður minnk-
að með tilkomu nýju Boeing-vél-
anna og gengislækkun Bandaríkja-
dollars var félaginu sérlega hag-
stæð, þar sem nýju flugvélarnar
voru að mestu leyti fjármagnaðar í
dollurum. Lækkaði dollarinn um
9,4% á árinu gagnvart krónunni.
Lækkun dollars hefur þó einnig
óhagstæð áhrif á eignamat félagsins
því vélarnar eru endurmetnar í doll-
urum og lækkar bókfært verð
þeirra af þeim sökum.
Varnarbarátta
Þrátt fyrir að nokkur hagnaður
yrði af reglulegri starfsemi Flug-
leiða á árinu 1991 var fjárhagsleg
afkoma félagsins alls óviðunandi að
mati stjórnenda félagsins. Að teknu
tilliti til söluhagnaðar og reiknaðra
skatta nam heildarhagnaður félags-
ins um 174 millj. kr., þar af nam
söluhagnaður 80 millj. kr. Hörður
Sigurgestsson, stjórnaformaður
Flugleiða, sagði á aðalfundi í mars
1992 er rekstrarniðurstaðan var
kynnt að félagið yi'ði að leita sér
olnbogarýmis og vaxtarmöguleika á
erlendum mörkuðum. „Það má
segja að við þær kringumstæður
sem ríktu í alþjóða flugrekstri og við
áframhaldandi stöðnun í íslensku
+
Eiginfjárstaða
hefur styrkst
undanfarin ár
FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 41-
FLUGLEIÐIR hf.: Úr rekstri 1982-1997
7 milljarðar kr.
Upphæðir á verðlagi 1997
1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997
Hagnaður (-tap) (Söluhagnaður og rekstrarhagnaður)
Söluhagnaður (-tap) □ Rekstrarhagnaður (-tap)
'891, } ■—l m=\ 1992 1993 ■ I ■ I ■‘“1 '97|
1990 1991 ™L-1 ■—I 1994 1995 1996
1,5 milljarðar kr.
Veltufé frá rekstri
1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997
-1,0
Kennitölur Veltufjárhlutfall |—Veltufjárhlutfall án fyrirfram innheimtra tekna
1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997
efnahagslífi á árinu 1991 hafi Flug-
leiðii’ háð árangursríka varnarbar-
áttu. Þegar horft er til lengri tíma
er fjárhagsleg afkoma ársins 1991
ekki viðunandi. Á þessu ári náðust
ekki þau fjárhagslegu markmið sem
félagið hafði sett sér. Það má hins
vegar segja að við þær kringum-
stæður sem ríktu hafi náðst viðun-
andi árangur sem er betri en ýmis
flugfélög í nágranpalöndum okkar
geta státað af,“ sagði hann. Ráðist
var í sparnaðaraðgerðir á árinu 1991
sem áttu að skila 200 millj. sparnaði
á verðlagi þess árs og auka átti enn
á markaðssókn félagsins.
500 millj. kr.
sparnaður
Á haustdögum árið 1992 var
ákveðið að fara í saumana á öllum
kostnaðarliðum í rekstri félagsins
og það markmið sett að ná fram 500
milljóna kr. sparnaði á ársgrund-
velli. I ársbyi’jun 1993 boðuðu
stjórnendur Flugleiða víðtækan
sparnað og fækkun stöðugilda sem
hrinda átti í framkvæmd á næstu 18
mánuðum. Akveðið var að segja upp
44 starfsmönnum hérlendis og á tíu
stöðum erlendis, ráðist var í ýmsar
skipulagsbreytingar og lýstu for-
svarsmenn félagsins yfir að ákveðið
hefði verið að gera gagngerar breyt-
ingar á rekstri innan landsflugsins.
Umtalsvert rekstrartap var á ár-
inu 1992. Heildartap skv. rekstrar-
reikningi nam tæplega 150 millj. kr.
Var þessi árangur alveg óviðunandi
að mati stjórnenda félagsins sem
var m.a. sagður stafa af því að með-
alfargjöld hefðu lækkað um 10% frá
árinu á undan. Lýst var yfir að
marka þyrfti nýja stefnu í starfsemi
félagsins. Á aðalfundi í mars 1993
sagði Sigurður Helgason, forstjóri
félagsins, að Flugleiðir stæðu á
ákveðnum tímamótum í lok mesta
endurnýjunarskeiðs í sögu félags-
ins. „Allur flugflotinn hefur verið
endurnýjaður, hótel félagsins hafa
verið tekin í gegn og nú síðast var
opnuð glæsileg viðhaldsstöð í Kefla-
vík. Nú er þessu skeiði lokið í bili og
engar stórar framkvæmdir eru fyr-
irhugaðar á næstunni. Framundan
er uppbygging á mörkuðum félags-
ins og fyrsta skerfið í þá átt er sam-
starfssamningurinn á milli Flugleiða
og SAS. Með þessum samningi opn-
ast nýir möguleikar fyrir Flugleiðir
á leiðum innan Evrópu og það er trú
mín að þar geti fyrirtækið helst
fundið sér svigrúm til vaxtar á kom-
andi árum.“
Taka verður
súrt með sætu
Mikill taprekstur varð einnig á ár-
inu 1993. Heildartap skv. rekstrar-
reikningi nam tæpum 202 millj. kr.
„Tap var af Norður-Atlantshafsflugi
og innanlandsflugi en hagnaður af
Evrópuflugi og öðrum grein um.
Tap af rekstri innanlandsflugs er al-
varlegast vegna þess hve stór hluti
það er af veltu. Ein skýring á versn-
andi afkomu millilandaflugs er að
með tilkomu þriðju Boeing 757 flug-
vélarinnar sem bættist í rekstur fé-
lagsins í lok maí á síðasta ári og
samstarfssamningsins við SAS varð
veruleg aukning á framboði félags-
ins í millilandaflugi en farþegum
fjölgaði ekki sem þessu nam. Fram-
boð mælt í tonn-kílómetrum jókst
um 9,1% milli ára og var aukningin
bæði í Evrópu og Norður-Atlants-
hafsflugi. Fjölgun farþega milli ára
var aftur á móti aðeins 3% þannig að
nýting var nokkuð lakari en á síð-
asta ári. Þá hafa fargjöld á
flestum helstu mörkuðum
félagsins haldið áfram að
lækka að raungildi og má
búast við áframhaldandi
þróun í þá átt með auknu
viðskiptafrelsi á flugmarkaði í Evr-
ópu,“ sagði Sigurður Helgason for-
stjóri á aðalfundi er reksti'arniður-
staðan var kynnt. Var afkoman talin
svo alvax-leg að ekki væri í'éttlætan-
legt að gi’eiða hluthöfum arð á aðal-
fundi í mars 1994. Vék stjói’nai’for-
maðurinn að þessu í ræðu á fundin-
um og benti m.a. á að eiginfjárhlut-
fall Flugleiða í árslok hefði verið
16% og hafði lækkað úr 18% frá
fyn’a ári. „Eðlilegt er að minna á í
þessu sam bandi að hlutafé er
áhættufé. Þeh' sem leggja fram slíkt
fé vita, að um það gilda ekki sömu
lögmál og innstæður á sparisjóðs-
bók. Auðvitað er mai-kmiðið það að
fá arð af því fé sem lagt er í atvinnu-
í’ekstur. Þeir sem leggja fram
áhættufé vita hins vegar einnig það
að taka verður súrt með sætu. Við
tölum um áhættufé vegna þess að
áhætta er fólgin í rekstrinum,“
sagði Hörður. I máli Harðar kom
fi-am að markmiðið um að lækka
kostnað um 500 milljónir á tveimur
árum hefði náðst og á einu áii hefði
tekist að lækka kostnað um 400
millj. kr. Leitt var í Ijós í fréttaskýr-
ingu hér í blaðinu vorið 1994 að
markaðsvirði hlutafjár Flugleiða
hefði fallið um 51% frá ái’slokum
1990 til ársloka 1993 eða um 2.349
millj. kr. á verðlagi um áramótin
1993/94.
Hagnaður þrjú
ár í röð
Umtalsverð umskipti urðu á
i’ekstri félagsins á árinu 1994.
Heildai’hagnaður ársins varð 660
millj. ki’. á núvirði og þar af var
í’ekstrai’hagnaður 322 millj. kr. en
söluhagnaður tæplega 339 millj. kr.
Heildarveltan hafði aukist um 10,5%
á milli ára. Farþegum félagsins
fjölgaði um 23% á árinu og höfðu
aldrei verið fleiri í sögu félagsins og
sætanýting batnaði. 50 millj. kr. tap
var hins vegar af innanlandsfiuginu.
Ákveðið var á ái-inu 1994 að stofna
sérstakt félag um innan-
landsflug Flugleiða.
Stjórnendur Flugleiða
töldu að markaðir í
Skandinavíu og löndum
þar sem þýska er töluð
væi-u mettaðii- og sögðu að nú yrði
sérstök áhersla lögð á Bandai'íkja-
markað.
I grein sem Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða, ski’ifaði í Moi’g-
unblaðið í október 1994 sagði hann:
„Undanfarin ár hafa verið ei’fið í
alþjóðlegum flugreksti’i. Stjói’nend-
ur Flugleiða eru sannfærðir um að
þær aðgerðir sem félagið hefur
gi-ipið til í i’eksti’inum og þær
ákvarðanii’ urn fjái’festingu í nýjum
flugflota, sem teknar voru upp úr
miðjum síðasta áratug, hafa ekki
einasta fleytt félaginu yfir þessa
boða heldur raunverulega bjargað
rekstrinum og skapað félaginu
grundvöll til heilbrigðs framtíðar-
rekstrar."
Stjórnendur félagsins voru farnir
að boða nýjar áherslur á þessum
tíma, sem hafa sett mark sitt á
stefnu félagsins á síðustu árum.
Stóð félagið frammi fyrir því að
flugvélakostur þess yi’ði að fullu -
nýttur á árinu og lýst var yfír að
umsvif Flugleiða yrðu ekki aukin
nema með fjölgun flugvéla. Á aðal-
fundi í mars 1995 gerði Hörður Sig-
urgestsson ferðaþjónustuna að sér-
stöku umtalsefni. „Almennt tel ég að
við verðum að gera ráð fyrh’ því að
fjárfesta verulega í ferðaþjónustu á
næstu árum til þess að auka vöxt
hennar. Þá er ég ekki eingöngu með
í huga fjárfestingu, t.d. í flugvéla-
kosti, heldur ekki síður í aðstöðu
innanlands eins og t.d. í gistiþjón-
ustu en ýmislegt bendir nú til að --
margt af þeirri fjárfestingu sem nú
er fýrir hendi sé að verða fullnýtt að
minnsta kosti yftr háannatímann."
Lítið má út af bera
Hagnaður varð af rekstri Flug-
leiða annað árið í röð á árinu 1995.
Heildarhagnaður varð rúmlega 682
millj. kr. og þar af var rekstrar-
hagnaður 306 millj. „Þótt rekstrar-
árangur síðustu tveggja ára hafi
verið jákvæður má lítið út af bera.
Stjórnendur Flugleiða notuðu því
árið 1995 öðru fremur til að huga að
stefnumótun. Staða og möguleikar
Flugleiða hafa verið vegin og metin
með tilliti til áætlaðrar þróunar í al- .
þjóðaflugrekstri fram til ársins
2005. Með þessu verður lagður
grunnur að framtíðarþróun leiða-
kerfis og flugflota ásamt ákvörðun-
um um framtíðarmarkaði,“ sagði
Sigurður Helgason um afkomu fé-
lagsins á ársfundi í mars 1996.
Stefnumótun
til ársins 2005
Á fyrri hluta ársins 1996 var af-
koma Flugleiða lakari en gert hafði
verið ráð fyrir. Réð þar mestu . _
hækkun á eldsneytisverði og óhag-
stæð gengisþróun, að mati stjórn-
enda félagsins. Þróunin varð hag-
stæðari á síðari hluta ársins og var
árið í heild gert upp með hagnaði.
Heildarhagnaður nam 643 millj. kr.
Hins vegar dróst rekstrarhagnaður
saman miðað við síðustu tvö ár á
undan og nam rúmum 197 millj. kr.
Heildarhagnaður af sölu eigna var
um 446 millj. kr. Sigurður Helgason
sagði á aðalfundi í mars í fyrra að
eiginfjárstaða félagsins hefði haldið
áfram að batna á árinu á undan,
skuldir verið gi-eiddar niður og
handbært fé vaxið um einn milljarð.
Greiðslustaða félagsins væri sterk.
Kynnt var nýtt skipulag og ný
framtíðarsýn félagsins til ársins
2005 í júlí 1996, þar sem Flugleiðir
voru ekki lengur skilgreindar sem
flugfélag heldur ferðaþjónustufyrir-
tæki. Settu stjórnendur Flugleiða
sér það markmið að auka veltu fé-
lagsins um 10% á ári frá árinu 1997
og að hagnaður fyrir skatta næmi
minnst 5,5% af veltu um aldamót.
í júní á síðasta ári voru svo boðuð
ný og stórtæk áform Flugleiða inn í
næstu öld. Gerður var stærsti
rammasamningur félagsins um flug-
vélakaup til þessa við Boeing- verk-
smiðjurnar sem felur í sér mögu-
leika á kaupum á allt að 12 þotum til
ársins 2006.
„Framtíðarviðgangur félagsins
byggist á þrennu: Keflavíkurflug- "
velli sem tengiflugvelli, öflugu ’
markaðsstarfi og tengslu við ferða ’
þjónustuna,“ sagði Sigurður Helga- ■;
son í samtali við Morgunblaðið er ~
samningurinn var kynntur.
„Við getum ekki slakað á því end-
urnýjunin á síðasta áratug tryggði
framtíð fyrirtækisins og nú verður
að halda uppbyggingunni áfram.
Eiginfjárhlutfallið hefur aukist úr
10-12% í um 35% og reksturinn er
hagstæður, mikil eftirspurn, góð
sætanýting, eldsneytisverð á niður-
leið, vextir era lágir og fyrirtækið er
samkeppnisfært í launakostnaði.
Fargjöld munu áfram lækka en frá
árinu 1990 hefur meðalfargjaldið
lækkað um 18% og hjá okkur er
mikill meirihluti farþega að ferðast
á ódýrustu gjöldunum," sagði Sig-
urður.
Gengisstýring
með alstærstu
viðfangsefnum