Morgunblaðið - 19.03.1998, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 19.03.1998, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Evran á ótraustum grunni Drifkraftur hinnar sameiginlegu mynt- ar er því midur ekki efnahagslegur, heldur pólitískur - draumurinn stóri um sambandsriki Evrópu. Hin sameiginlega evrópska mynt er merkileg tilraun sem fróðlegt verður að sjá hvernig reyn- ist. Evrópuríkin hafa áður reynt að skapa stöðugleika í gengismál- um með því að tengja gjaldmiðla sína. Eftir að Bretton Woods kerfið leystist upp um 1970 tóku Evrópuríkin upp svokallað snáka-kerfí 1972. í því fólst að gjaldmiðlar aðildarríkjanna höfðu svigrúm til að hækka eða lækka innbyrðis um rúm 2% og snákurinn sjálfur mátti hreyfast til um 4,5% gagnvart dollara. Innan sex vikna höfðu Bretland og Irland VIÐHORF Eftir Jakob F. Ásgeirsson skorist úr leik og Italía hætti í upphafí árs 1973. Skömmu síðar var ákveðið að afnema mörkin gagn- vart dollara. Frakkland gekk úr snáknum í janúar 1973, kom inn aftur í júlí 1975, en hætti endanlega í mars 1976. Snákur- inn var því í rauninni alltaf vest- ur-þýsk heild. Óstöðugleiki dollarans 1977- 1979, eldmóður framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins og það nána samband sem myndað- ist milli Giscard d’Estaings, Frakklandsforseta, og Helmut Schmidts, Þýskalandskanslara, varð til þess að nýju lífi var hleypt í snákinn - og EMS-kerf- ið, gjaldmiðilssamstarf Evrópu, komst á laggirnar í mars 1979. Fáum mánuðum seinna skall á önnur olíukreppan og í kjölfarið heimskreppa og verðbólgualda. EMS-keifíð stóðst ekki þennan ágang, einstök lönd innan kerfís- ins brugðust við kreppunni með mismunandi stjórnarráðstöfunum og voru misfljót að komast útúr þrengingunum. Þau ríkin sem bjuggu við mesta verðbólguna fengu fljótlega að laga nafngengi gjaldmiðils síns að raungengi; og á árunum 1979-1983 var gengis- kerfíð ERM endurstillt á sex mánaða fresti. Árið 1986 upphófst allt á nýjan leik með endalausum gengisfellingum og endurmati á gengi gjaldmiðlanna innbyrðis. EMS-kerfið, sem er forveri EMU-kerfisins, reyndist því ófært um að hafa hemil á nafn- gengissveiflum. Ein ástæðan var auðvitað að kerfíð þróaðist ekki eins og arkitektarnir höfðu ráð- gert. Hinir bjartsýnu Evrópu- bandalagsmenn höfðu ætlað að- ildarríkjunum að sameina gjald- eyrisforða sinn innan tveggja ára og nánast stofna sameiginlegan seðlabanka Evrópu. Nú tuttugu árum seinna hillir þó undir að draumurinn rætist. Á tíunda áratugnum var sami vandræðagangurinn á ERM. Bretar t.d. neyddust á endanum til að skerast úr leik eftir að hafa farið með pundið inn í ERM á of háu nafngengi. Það hefur sem sagt verið reynslan að myntkerfí sem bygg- ist á fast skráðu gengi sjálf- stæðra gjaldmiðla er í eðli sínu óstöðugt. Með hinni nýju sameig- inlegu mynt skapast vissulega aðrar forsendur og óstöðugleik- inn blasir ekki lengur við á yfír- borðinu - en hann er eftir sem áður undir niðri. Orsök óstöðugleikans í sameig- inlegu gengiskeifí Evrópuríkja er nefnilega að hagkeifí þessara ríkja eru ekki samstiga. Aðstæð- ur í efnahagsmálum eru breyti- legar eftir löndum og ríkin fylgj- ast ekki að í efnahagssveiflum. Uppbygging hagkerfa þein’a er að ýmsu leyti ólík og þau bregð- ast á mismunandi hátt við breytt- um aðstæðum. Vaxtabreytingar t.d. hafa ólíka verkan í þessum löndum. Þetta misræmi breytist ekki þótt myntin verði sameigin- leg á einni nóttu. Hin sameigin- lega mynt mun því búa við inn- byggðan þrýsting af þessu tagi áfram. Með þeim ströngu skilyrðum sem sett voru í Maastricht-sátt- málanum fyrir aðild að hinni sam- eiginlegu mynt var ætlunin að þvinga hagkerfi aðildarríkjanna til að ganga í takt - og það er hugsanlegt að það hefði um margt tekist ef staðið hefði verið fast á þessum skilyrðum. En ástæða myntbandalagsins er fyrst og fremst pólitísk, ekki efnahagsleg. Þegar ljóst var að ríkin gátu ekki öll uppfyllt Maastricht skilyrðin var mynt- sameiningunni ekki slegið á frest, eins og rétt hefði verið, heldur siglt áfram á fullri ferð og stað- reyndum hagrætt til að sættast við óþægilegan veruleika. Alvarlegast þykir að ekki skuli staðið á upphaflegu skilyrði um að skuldir ríkjanna skuli vera innan við 60% af landsfram- leiðslu. Nú þegar evrunni verður ýtt úr vör nema t.d. skuldir bæði Italíu og Belgíu yfir 120% af landsframleiðslu. Það er talið víst að margvíslegum bókhaldsbrell- um hafi verið beitt til að Spánn og Portúgal sýnist uppfylla Maastricht-skilyrðin. Jafnvel Þjóðverjar sjálfir neyddust til að grípa til bókhaldskúnsta, m.a. tóku þeir sl. sumar skuldir sjúkrahúsa út úr þjóðarskulda- reikningnum, og tókst þannig að færast ögn nær 60% markinu. Þetta sýnir að tilgangur hinnar sameiginlegu myntar er ekki nema í orði kveðnu að skapa efnahagslegan stöðugleika, held- ur mikilvægasta skrefíð í áttina að draumnum stóra um sam- bandsríki Evrópu. Höfuðvandi sameiginlegrar myntar í framtíðinni er að vinnu- afl er alls ekki hreyfanlegt innan Evrópu. Það verða því að eiga sér stað gífurlegar millifærslur á fjármagni milli efnahagssvæða. Þetta mun skapa mikinn pólitísk- an þrýsting innan aðildarríkjanna og milli þeirra. Krafan um pólitíska ábyrgð á stjórn efnahagsmála er alls ekki úr sögunni. Hvað gerist, ef harðnar á dalnum í einstökum löndum og almenningur t.d. í Frakklandi flykkist út á göturn- ar, brýtur rúður, veltir bílum og kveikir elda á götuhornum? Hinn veiki grunnur sem hin sameiginlega mynt byggist á er vondur forboði. KJARANEFND birti úrskurð sinn um kjör heilsugæzlulækna í byrjun þessa mánað- ar. Með samkomulagi Læknafélags Islands og ríkisstjómarinnar frá september 1996 var nefndinni ætlað að kveða á um kjör heilsugæzlulækna frá 1. janúar 1997 sbr. lög um kjaranefnd frá des- ember 1997. Það tók nefndina 14 mánuði að finna mælistiku fyrir kjör heilsugæzlulækna og hefur þessi dráttur valdið úlfúð bæði í hópi lækna og stjórnenda heilsugæzl- unnar viða um land. Niðurstaða kjaranefndar hefur til viðbótar mætt andúð þeirra, sem undir henni eiga að sitja. Eru það von- brigði. Ástæðan er, að í niðurstöð- unni felst ekki sú kjarabót, sem heilsugæzlulæknum var heitið á sínum tíma. I annan stað felur úr- skurðurinn í sér veigamiklar breyt- ingar á þeirri þjónustu, sem veitt er, sennilega bæði að gæðum og magni. Það er mitt álit, að úrskurð- ur kjaranefndar fjalli fremur um vinnutímahagræðingu og breyting- ar á heilbrigðisþjónustunni en kjör heilsugæzlulækna. Því tel ég, að kjaranefnd hafi hér framið óvilja- verk og sennilega farið út fyrir verksvið sitt. Kostnaðarauki ríkissjóðs vegna þessara ákvarðana mun fyrst og fremst stafa af auknum lífeyris- skuldbindingum og minni afköstum kerfísins. Vil ég leyfa mér að rök- styðja mál mitt með fáum orðum. Heilsugæzlulæknar hafa tekið laun eftir tvöföldu kerfí. Annars vegar hafa verið tiltölulega lág föst laun, sem myndað hafa fót fyrir greiðslur á vöktum, greiðslur í or- lofi, lífeyrisgreiðslur og þ.h. Hins vegar hafa læknarnir unnið eftir gjaldskrá, þ.e. fengið sérstaka greiðslu fyrir hvert viðtal við sjúk- ling, önnur læknisverk, vitjanir og svo frv. Það fyrirkomulag að umb- una lækni fyrir unnin læknisverk er sennilega jafn gamalt læknis- starfínu. Þegar læknamir sögðu upp störfum á sínum tíma og tengdu baráttuna fyrir bættum kjörum al- mennri stefnumótum í heilsugæzl- unni, þá lögðu þeir aðaláherzlu á að fá fram breytingar á föstu launun- um. Minna var lagt upp úr breytingum á gjaldskrá. Eftir sex vikna fjar- veru frá störfum sín- um, bárust heilsu- gæzlulæknunum hug- myndir frá stjómvöld- um um að fella ákvörðun um kjör þeirra undir kjara- nefnd m.a. með þeim rökum, að í heilsu- gæzlunni væri veitt öryggisþjónusta. Þetta féllust læknarn- ir á, eftir að hafa full- vissað sig um m.a. með lögfræðiáliti, að þessi niðurstaða þyrfti ekki að leiða til grundvallarbreytinga á fyrirkomu- lagi launagreiðslna, þ.e. kjaranefnd þyi-fti ekki að breyta fyrirkomulag- inu skv. þeim lögum, sem um hana giltu. Þetta reyndist réttur skilningur. Allar ráðstafanir virð- ast hníga í þá átt, segir Sigurbjörn Sveinsson, að auka fjárhagslegt og faglegt ósjálfstæði heilsugæzlulækna. Kjaranefnd tókst hins vegar að komast að niðurstöðu, sem er alveg í blóra við jákvæð áhrif gamla kerf- isins og í blóra við hugmyndafræði heimilislækna um góða grunnþjón- ustu. Þetta skal nú skýrt nánar. Meginatriðin í niðurstöðu kjara- nefndar eru þessi: Föst laun heilsugæzlulækna eru hækkuð umtalsvert en þó mismun- andi eftir starfsaldri. Greiðslur til læknanna fyrir unnin læknisverk eru lækkaðar umtals- vert með því að fella alveg niður greiðslur fyrir viðtöl en gjaldskráin að ö.l. fryst frá 1995. Tekið er fyrir alla læknisþjón- ustu á stofu utan dagvinnutíma, en læknunum veitt umbun fyrir stór- an sjúklingahóp með „fastri yfir- vinnu“, sem mæld er með fjölda skjólstæðinga umfram 1.500. Greiðslan fyrir 2.000 einstaklinga þ.e. 500 umfram það, sem eðlilegt getur talizt, svarar til um eins yfír- vinnutíma á dag. Sértækar fjárhagslegar aðgerðir fyrir einmenningsstöðvar úti á landi eru felldar úr gildi. Heilsugæzlulæknum eru afleið- ingarnar ljósar. Það sem, að sjálf- um þeim snýr, er lækkun í krónu- tölu fyrir suma, óbreyttar tekjur fyrir aðra en e-r tekjuhækkun fyrir hluta hópsins. Er þá verið að tala um tekjur, sem hafa verið á ís síð- an 1995-1996. Fleiri lækka eða standa í stað en búizt var við. Vandi landsbyggðarinnar hefur ekki verið leystur. Snaran herðist enn frekar að heilsugæzlustöðvum úti á landi, sem ekki eru í starfs- tengslum við sjúkrahús. Tekjur ungra lækna, sem nýkomnir eru til starfa, lækka víða verulega. Það, sem snýr að almenningi, sérstaklega á höfuðborgarsvæð- inu, verður minni þjónusta. Lækn- ar munu skilgreina vinnutíma sinn mun nákvæmar en verið hefur og miða hann við þann tíma, sem þeim er ætlaður. Það hafa þeir ekki gert fram til þessa vegna hins blandaða greiðslukerfis. Það hefur verið sjúklingum þeirra í hag. Þjónustu við sjúklinga eftir klukk- an 17, sem víða er veitt í dag, verð- ur sjálfhætt. Þjónustulundin minnkar og sveigjanleikinn hverf- ur. Læknar kunna að falla fyrir þeirri freistingu, þar sem aðstæð- ur eru fyrir hendi, að taka að sér óhóflega marga sjúklinga til að bæta kjör sín og halda í horfinu. Ef til vill mun læknisverkum (aukagreiðslum) fjölga án faglegra forsendna. Læknar verða skyldað- ir án undantekninga til að fara í orlof, en erfitt getur reynst að fá aðra lækna í afleysingar. Samanburður kjara við aðrar sérgreinar er nú auðveldari. Heim- ilislækningarnar standast hann ekki. Nýliðun í heimilislækningum leggst því af, en sú þróun er þegar komin fram. Þetta verður óhjákvæmileg nið- urstaða keifísbreytingarinnar. Læknar eru ekkert öðruvísi en annað fólk. Þeir munu laga sig að þeim aðstæðum, sem þeim eru skapaðar. Hún er því réttmæt fullyrðingin, að heilsugæzlulæknar séu í herkví. Þeir eru í herkví úrskurðar kjara- nefndar. Þeir eru í herkví skiln- ingsleysis fjármála- og heilbrigðis- yfirvalda. Þrátt fyrir fögur orð um mikilvægi heimilislækninganna og heilsugæzlunnar sem grunnþjón- ustu virðast allar ráðstafanir hníga í þá átt að auka fjárhagslegt og faglegt ósjálfstæði heilsugæslu- lækna. Það er röng stefna. Herkvínni þarf að létta. Það, sem ráðherrarn- ir gera, það talar svo hátt, að það sem þeir segja, heyrist ekki. Höfundur er heilsugæzlulæknir. Heilsugæzlu- læknar í herkví! Sigurbjörn Sveinsson í SKÁLDLEGRI grein sem Magnús Jónsson veðurstofu- stjóri ritaði í Mbl. 19. feb. sl. gefur að líta ódýrasta málflutning um sjávarútvegsmál í manna minnum. Magn- ús kennir fiskveiði- stjómun Islendinga um alla erfíðleika sem við er að etja í sjávar- byggðum landsins og telur betri kost að gefa veiðar frjálsar. Magnús veit sem er, að fisk- veiðistjómun hlýtur alltaf að fela í sér tak- mörkun veiða. Og frek- ar en að búa við takmörkun veiða vill Magnús taka þá efnahagslegu og félagslegu áhættu sem fylgir frjáls- um veiðum. Til að réttlæta val sitt gerir Magnús síðan lítið úr hættunni á ofveiði við frjálsar veiðar. Fræg voru ummæli stjórnmálamanns fyr- ir nokkram áram, þess efnis, að ekki þýddi að fara ein- göngu eftir því hvað þorskurinn þyldi held- ur yrði að fara eftir því sem þjóðin þyldi við ákvörðun afla. Þannig hafa menn áð- ur reynt að réttlæta ofveiði. En valið er ekki á milli þorsksins og þjóðarinnar. Þjóðin lifír að stórum hluta á þorskveiðum. Þess vegna eigum við ekk- ert val heldur eigum þann kost einan að nýta þorskinn af skynsemi. Og það verður ekki gert án árangursríkrar fiskveiði- stjórnunar. Það lýsir ótrúlegri vanvirðingu við vísindarannsóknir og fiskveiði- ráðgjöf að ætla sér að gera lítið úr hættunni á ofveiði og afleiðingum hennar. Til þess eru dæmin of mörg og of vel þekkt allt í kringum okkur. Og síst sæmir slíkur mál- flutningur manni í stöðu veður- stofustjóra. Það lýsir ótrúlegri van- virðingu við vísinda- rannsóknir og fiskveiði- ráðgjöf, segir Krisíján Þórarinsson, að ætla sér að gera lítið úr hættunni á oíveiði og afleiðingum hennar. Ef veðurstofustjóri vildi vera sjálfum sér samkvæmur í afstöðu sinni til vísindanna, þá ætti hann umsvifalaust að leggja til að Veður- stofa íslands yrði lögð niður og ís- lendingar sæktu þess í stað veður- speki sína á elliheimilið á Dalvík. Höfundur er stofnvistfræðingur hjá Landssnmbnndi íslenskra útvegsmanna. V eðurstofustjóri og vísindin Krislján Þórarinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.