Morgunblaðið - 19.03.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 49
Vinnubrögð
BLAÐAMENNSKA sú er við-
gengist hefur á DV síðustu misserin
hlýtur að teljast með ólíkindum.
Blaðið hefur rótað upp málum og
slegið fram sem fréttum einberum
sögusögnum án þess í nokki-u að
geta heimildarmanna eða hafa
nokkurn grunn að byggja á. Sér-
staklega hefur þetta orðið áberandi
eftir að Össur Skarphéðinsson var
ráðinn ritstjóri að blaðinu og stend-
ur þar í pólitískum vígaferlum á
launum skattborgara. Össur á að
heita þingmaður og þiggur fyrir það
full laun. Af honum er ætlast að
hann skili sem slíkur fullri vinnu í
þágu þeiira sem hann kusu en hon-
um sæmir að sýna kjósendum sín-
um sem hann á að þjóna þá óvirð-
ingu að ráða sig í fulla vinnu annars
staðar. Þótt ýmsir haldi því fram að
því betra sé það fyrir landslýð eftir
því sem fleiri störf haldi þingmann-
inum frá raunverulegum þingstörf-
um, þá er þetta slíkt dæmalaust sið-
leysi að yfir það ná ekki nokkur orð.
DV getur vart talist marktækt eftir
að Össur settist þar í æðsta stól,
enda er hann flokkaflakkari og við-
urkenndur vindhani íslenskra
stjórnmála.
Fleipur DV
Fingraför Össurar á DV eru aug-
ljós. Sandkornsdálkarnir, sem áður
voru einn skemmtilegasti hluti
blaðsins, eru nú lagðir undir pólitísk
skot. Fréttum er slegið upp án þess
að getið sé heimildarmanna en svo
langt er Össur tilbúinn að teygja sig
í lyginni að oft eru innanbúðarmenn
í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis-
flokksins hafðir fyrir fleiprinu, eins
líklegt og það hljómar að þeir legðu
lag sitt við mann eins og Össur
Skarphéðinsson. Rangt hefur verið
haft eftir mönnum og þeim hrein-
lega gerð upp orð. Auðvelt er að
tína til nokkur dæmi um makalaus
efnistök DV á uppstillingarmálum
sjálfstæðismanna. Þar rann Össuri,
svila borgarstjóra, einmitt blóðið til
skyldunnar að kasta ryki í augu
fólks. Það væri þó til að æra
óstöðugan að telja upp allt fleipur
DV í kringum mál þar sem alltaf er
vitnað í Gróu á Leiti en sem dæmi
má nefna að DV gerði því skóna að
Árni Sigfússon, Katrín Fjeldsted,
Júlíus Vífill eða Guðrún Pétursdótt-
ir færu í 8. sætið á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins. Að Guðlaugi
Þór eða Kjartani Magnússyni yrði
skipt út.
Dag einn í desember var frétt á
baksíðu úr „innsta hring“ borgar-
stjórnarfiokks sjálfstæðismanna að
Guðrúnu Pétursdóttur hefði verið
boðið 8. sætið. Eftir það fór skriðan
af stað. Hvorki Arni Sigfússon,
Guðrún Pétursdóttir né aðrir sem
DV hafði samband við vildu tjá sig
um málið. DV áttar sig þó ekki á því
að ef enginn vill tjá sig um mál þá
er það engin frétt. Hvað þá að trú-
andi sé að heimildirnar komi úr
innsta hring borgarstjórnarflokks
sjálfstæðismanna. I framhaldinu fór
DV að róta þessu máli upp og var í
sífellu sagt í fréttum DV að þeir
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
sem samband hafi verið haft við hafi
ekki viljað tjá sig um málið. Af því
eru síðan í fréttum blaðsins leiddar
fráleitar og rakalausar bollalegg-
ingar. Þetta eru án vafa ekki vinnu-
brögð sem eru ábyrgum fjölmiðli
sæmandi enda er blaðið greinilega
orðið málpípa pólitísks áróðurs Öss-
urar. Blaðið opinberar sig svo neyð-
arlega er það reynir að koma þeirri
firru inn í umræðuna að til stæði að
Guðrún Pétursdóttir yrði borgar-
stjóraefni sjálfstæðismanna.
DY
Lengra varð ekki gengið í vitleys:
unni en var það þó DV sæmandi. I
fáranlegiT umfjöllun þann 20. janú-
ar sl. þar sem gert er upp missætti,
þvert ofan í orð borgarfulltrúa, út af
útnefningu í heiðurssæti opinberast
vinnubrögð DV enn og aftur. Gunn-
ar Jóhann Birgisson, borgarfulltrúi,
er þar tvívegis nefndur Jóhann
Gunnar Birgisson. Það er ekki við
því að búast að menn viti um hvað
þeir eru að skrifa þegar ekki er haft
Það væri að æra
óstöðugan að telja upp
allt fleipur sem DV hef-
ur farið með. Steinþór
Jónsson gagnrýnir
fréttaflutning blaðsins.
fyrir því að kynna sér nöfn þeirra
manna sem logið skal upp á. Lægra
verður ekki komist. Ut yfir allan
þjófabálk tók nú 24. janúar sl. er
DV kynnti samsæriskenningar úr
kjörnefnd og rökstuddi þær með
meintum fjandmönnum Guðlaugs
Þórs úr heimdellingapólitíkinni.
Meinið er að Guðlaugur Þór hefur
aldrei verið viðriðinn Heimdall
heldur var hann formaður SUS,
Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Botninn fellur svo náttúrlega úr
þessari umfjöllun DV vegna þeirrar
einföldu staðreyndar að kosning í
kjömefnd er nafnlaus og ómögulegt
að leiða út frá henni einhverjar
samsæriskenningar.
Jónas ritstjóri
Hinn ritstjóri DV, Jónas Krist-
jánsson, er síst félegri gripur en
Össur. 10. janúar sl. lagði Jónas út í
mannorðsmorð í leið-
ara sínum út af máli
sem á engan hátt er
orðið opinbert eða stað-
fest. Aðeins DV hefur
með „ábyrgri" frétta-
mennsku sinni rótað
því upp að Friðrik
Sophusson sé á leið í
forstjórastól Lands-
virkjunar en náttúrlega
hvergi fengið staðfest-
ingu. Hinn 22. desem-
ber sl. segir í frétt DV,
sem lýsir fagmennsku
blaðsins, að Friðrik
Sophusson hafi verið
orðaður við forstjóra-
stöðu Landsvirkjunar.
Ritstjórinn sér svo slíkum ofsjón-
um yfir því sem hans eigið blað
fleiprar og heldur rakalaust fram að
hann skrifar leiðara sem er slíkt
mannorðsmorð að vart finnast þess
fordæmi í íslenskri blaðamennsku í
seinni tíð, nema ef vera skyldi í öðr-
um skrifum ritstjórans hvefsna.
Jónasi sæmir að kalla Friðrik af-
dankaðan ráðherra og eintrjáning
og gerir því næst lítið úr heiðri hans
sem stjórnmálamanns með því að
kalla hann gamlan jámann sem ekki
hafi neitt til brunns að bera. Jónas
þykist bær til að fella þann dóm að
Friðrik sé ekki sleipur í tungumál-
um og áttar sig ekki á því í hvaða
skít hann syndir sjálfur er hann
segir Friðrik ekki hafa reynst sér-
lega sleipan í mannasiðum.
Svo blint er hatur ritstjórans af
einhverjum ástæðum að honum tap-
ast öll sýn. Jónas segir Landsvirkj-
un vera eina þeirra stofnana, sem
jafnan hefur haft tæknimann á odd-
inum. í framhaldinu skrifar ritstjór-
inn hugumstóri að sökum þess að
Friðrik er lögfræðingur sé hann
óhæfur til starfans, sem þó er ekk-
ert opinbert um að verði.
Yfirsést Jónasi hér illilega. Hall-
dór Jónatansson er lögfræðingur
en einhverra hluta vegna virðist
Steinþór
Jónsson
Jónas standa í þeirri
meiningu að hann sé
tæknimenntaður mað-
ur.
Ritstjóranum verður
hér broslega hált á
svellinu og hefur
gi-einilega ekki unnið
heimavinnu sína en
vinnubrögð þessi þurfa
þó vart að koma á
óvart. Hinn 17. janúar
opinberar Jónas fyrir
landslýð söguþekkingu ,
sýna í leiðara og líkir
Sjálfstæðisflokknum
við kommúnistaflokk
Sovétríkjanna sálugu.
Ástæðan er uppstilling
framboðslistans. Jónas telur mikið
haft fyrir litlu sæti að Guðrún Pét-
ursdóttir fari í 9. sætið. Rétt er það
hjá Jónasi að DV hafði mikið fyrir
þessu máli öllu saman en óð ein-
ungis í villu og svíma.
Ritstjórinn þarf að útskýra að
hvaða leyti það hefði verið lýðræð-
islegra að Guðrún færi í 8. sætið!
Öllu lengra verður vart gengið í
umræðu um skrif Jónasar. Stendur
hér upp á þá menn er ráða ráðning-
arsamningi hans. Sem sagt, þessir
tveir ritstjórar, sem þykjast full-
sæmdir af því að kalla blað sitt
frjálst og óháð, kasta rýrð á alla þá
er nálægt blaðinu koma. Starfs-
menn þess eru svertir af því að
starfa á slíkum snepli sem allir vita
að er verkfæri pólitískra myrkra-
verka og í annan stað blinds per--
sónulegs haturs og neyðarlegrár
minnimáttarkenndar. Áskrifendum
blaðsins er misboðið þar sem þeir
verða fórnarlömb lyga og. kerffs-
bundins áróðurs og 'samviska
þeirra og allra þeirra er auglýsa í
blaðinu er flekkuð vegna þess að
með viðskiptum við blaðið taka þeir
þátt í hættulegum leik þar sem lýð-
ræði í landi er lagt að veði.
Höfunduv er bakari.
:IjSííMíI/Ii
til vorsins?
Byrjaöu á því
KJÖR ... FYLLINQAR- RYKGRlMUR ... FÚGUEFNI ... j
EFNI ... SANDPAPPlR ... FJÖLBREYTNI ... MÚRSKEIÐAR £
LlMBAND ... KlTTI ... ... GLATTBRETTI ... FLÍSA-
BORÐAR ... GÓLFMÁLNING KROSSAR ... MÁLNINGAR-
... VIÐARVÖRN ... FLOT ... VERKFÆRI ... ALLIR LITIR ...
■ YFIRBREIÐSLUR ... HAMMERITE ... FLÖGUR ... £
VEGGFÓÐUR ... ÞYNNIR ... TEKKÖLlA ... TERPENTÍNA ...
HREINSIEFNI ... RÓSETTUR ... SPRAY ... LÁQT VERO ...
ÞEKKING ... PALLAOLÍA ... PENSLAR ... INNIMÁLNING .
MÁLNINGARFÖTUR ... FLOTSPARTL ... ÞJÓNUSTA ... MÁLNINGARRÚLLUR
SKRAUTUSTAR ... SAMFESTINGAR ... NÁTTÚRUSVAMPUR ... ÁHÖLD
TRÖPPUR ... RADGJOF ... ÚTIMÁLNING
, ... SKÖFUR ... SPARTL ... LAKK ...
£ TILBOÐ ... MÁLNINGARBAKKAR ...
* SVAMPUR ... LITAPALLETTUR ...
£ HAGSTÆO GREIÐSLUKJÖR ...
Jk FYLLINGAREFNI ... SANDPAPPlR
4 ... LÍMBAND ... KlTTI ... BORDAR
... GÓLFMÁLNING ...
VIÐARVÖRN ... FLOT ...
YFIRBREIÐSLUR ...
VEGGFÓÐUR ... ÞYNNIR ...
PENSLAR ... INNIMÁLNING
ÞJONUSTA ... MÁLNINGARRÚLLUR
NÁTTÚRUSVAMPUR ... ÁHÖLD ...
TRÖPPUR ... RÁÐGJÖF
... ÚTIMÁLNING ... ■
SKÖFUR ... SPARTL ... a
J LAKK ... TILBOÐ ... H
'ÍQ_^ MÁLNING AR -
BAKKAR ... SVAMP'
Strnnud.
Virkir dagar
Breiddin 8-18
Slmi: 515 4001
Hringbraut 8-18
Slmi: 562 9400
Hafnarq. 8-18
Slmi: 555 4411
Suðurnes 8-18
Slml: 421 7000
10-16
10-16
RlBatilbob I öllum regnbogans
litum é BYKO málnlngu:
4 lltra fata é aöeins 1.990 kr.