Morgunblaðið - 19.03.1998, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 19.03.1998, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 55 Gleðitár á barns kinn AÐ HAFA frelsi og mátt til þess að breyta draumi sínum í dag- mynd er í raun sú mennska sem við þrá- um hvert og eitt, og nái kærleikur okkar út fyr- ir heimahlað, þá ekki aðeins fyrir okkur sjálf, heldur mannkyn allt. En margur hlekkur veldur, að þessu ná ekki nándar nærri allir. Draumurinn hverfur í birtu morgunsins, og í stað hans mætir raun- veruleikinn með hin bitru orð: Hvernig datt þér í hug, að draumur- inn þinn gæti orðið annað en draumur? Lán okkar, þitt og mitt, er, að blessunardaggir drjúpa svo yfír þessa þjóð okkar, já, heimshlutann allan, að auður okkar verður slíkur, að þeir sem helga sig þeirri starfs- grein að hjálpa okkur við að drepa tímann við skemmtan leiksins kunna sér ekki læti, eiga erindi við okkur sérhvem dag með gylliboð sem margur fær ekki staðizt. Það er staðreynd, því að farmiðar þeirra, að krásum annarra þjóða og sólvermdum ströndum, seljast upp á svipstundu. Hún er liðin sú tíð, er eg hló með þjóð að skáldinu góða sem seldi norðurljósin, nú stend eg, í stuttbuxum með sólgleraugu á skyrtubol, í biðröð, meðan vélar ljúka nýrri prentun farseðla. Því dreg eg þetta fram, að ekki geta allir séð drauma sína rætast á sama hátt og eg. Bera samt í brjósti sömu þrána. Það gerði sveinninn ungi, sem flaug langleiðir til Húsa- víkur, til þess að sjá hvali frjálsa í faðmi hafsins. Flaug skrifaði eg, víst er það ofsagt, borinn hefði ver- ið heppilegra orð, borinn af þeim er kærleik áttu að sýna sjúku barni. Fréttamenn hljóð- og sjónvarps gerðu okkur kleift að kynnast þess- um óði kærleikans, eiga vissulega þakkir fyrir, því steinn væri það hjarta er ekki hreifst með. En svemnmn ungi var og er ekki einn. Líka þrá átti telpan unga, sem móðir segir frá í frá- bærri grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkru undir nafninu: „Fjóluhvammur - fyrir hverja - hvers vegna? Þar segir frá langveikri telpu, er átti sér þann draum að komast í sveit, dvelja þar, kynn- ast lífi, siðum og hátt- um þeirra er þar búa. Enginn taldi sig færan um að veita svo sjúku bami þann munað. Eftir lestur greinar- innar taldi eg víst, að hjörtu sem enn fínna til með þeim er hallt standa í lífinu mynduðu kór, eg Oft hefír íslenzk þjóð sýnt og sannað, segir Sigurður Haukur Guðjdnsson, að hún ber gullhjarta. fengi að sjá grein eftir grein mál- efni móðurinnar og félagsins Um- hyggju til styrktar. Von mín dofnar dag frá degi. Að vísu birtist greinin í holskeflu annan-a greina, þar sem fólk var að biðja um stuðning til að fá að stjórna heimabyggð sinni, fólk sem fegra og bæta vill heiminn, og á sjálfsagt eftir að gera það. Samt bíð eg greina þessara sem eg treysti til að rétta lítilmagnanum kærleikshönd, þeirra bíð eg enn, þessara sem kunna þá list að sam- eina fólk til þess afls er Grettis-tök- um lyftir. Eg bið ekki um minna en töfrasprota sem ævintýri getur gert í líkingu'við það þá Reykja- lundur reis; Sólheimar í Grímsnesi; Kópavogshælið; bamaspítali Hr- ingsins, svo einhverjir tindanna séu nefndir sem íslenzk þjóð bendir á, þá hún vill teljast þjóð meðal þjóða. Sigurður Haukur Guðjónsson Allir þeir, er þessi ævintýr ófu, lögðu fram, ekki aðeins samúð sína, heldur réttu hjörtu sín til vefjarins, og þannig, einmitt þannig, urðu draumar hugsjóna manna og kvenna að veruleika. En snúum nú að Fjóluhvammi. Eftir að hafa misst dóttur sína 1985 festa hjónin Þuríður Guðmunds- dóttir og Gunnar Astvaldsson sér jörðina Hvamm II í Vatnsdal, leggja allt er þau áttu í að breyta draumi dótturinnar langveiku í dagmynd. 1987 koma fyrstu veiku bömin til dvalar. Síðan hefir starfið aukizt, svo að faðmar og eigur þeirra hjóna nægja ekki lengur, fleiri þurfa að rétta fram sólstafi til starfsins. Umhyggja, félag til styrktar sjúkum bömum, hefir gengið til liðs við þau hjónin, því það er fólk sem er kærleikanum vígt, - ber vor og sumar til barna er hafa ekki þrótt til þess að dansa út í það sjálf, en þrá það eins og þú og eg gerðum forðum. Nú gesti ber að garði sem hrífast svo af starfi, að þeir bjóða bömunum í flugvélum sínum yfir dal og fjall; bjóða þeim að lygnu og hyl; bjóða fram gæð- inga sína undir hnakk; syngja og sprella, svo gleymist kvíði og sút um stund. Oft hefir íslenzk þjóð sýnt og sannað, að hún ber gullhjarta, svo mun og móðurinni reynast, sem reit greinina „Fjóluhvammur - fyr- ir hverja - hvers vegna? Fislétt mun okkur reynast að gera þá um- gjörð, er starfinu hæfir, ef við ákveðum að rétta fram þó ekki væri nema einn sólstafanna, sem ham- ingjudísir lífsins hafa borið í okkar fang. Laun okkar verða há: Gleði- tár á barns kinn - barns sem veika arma teygir móti vorsins og sumar sól! Við erum hluti bænasvars þess, þú og eg. Höfundur er prestur. a-----------■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Uáuntu tískuverslun mm V/Nesveg, Seltj.. s. 561 1680 m Míkíá úrvcil df fðllegum rúmfatnðði SkólavOrÖustig 21 Sámi 551 4050 Rryk*sv*V Vaxtagreiðsla Stofn á sér enga hliðstæðu hjá öðrum íslenskum vátryggingafélögum - viðskiptavmir njóta alhliða tryggingavemdar og geta að auki fengið bæðiafslátt og enduigreiðslu. Eitt simtaf er aUt sem þarf. heimasíða www.sjal.is. I'.iiílurgreiösla Nánari upplýsingar og ráðgjöf ísíma 569 2500 eða hjá umboðsmönnum um land allt. sjóváoPalmennar Traustur þáttur í tilverunni ¥ ¥ — at/a (vof/ ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR ¥ ¥' v
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.