Morgunblaðið - 19.03.1998, Page 60

Morgunblaðið - 19.03.1998, Page 60
* 60 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Will Harrison Kári Perry fædd- ist 7. mars 1926 i Los Angeles í Kaliforníu. Hann andaðist 10. mars 1998 í Sjúkra- húsi Reykjavíkur og fór útför hans fram frá Garðakirkju á Álftanesi 18. mars. Ég kynntist Will Perry vel síðasta eina og hálfa árið, þegar við sátum báðir í stjórn Fulbright stofnunarinn- ar. Will var það mikið kappsmál að rækta sambandið milli Islands og Bandaríkjanna. Með starfi sínu fyrir Fulbright stofnun- ina, meðal annars sem formaður stjómar árin 1996-1997, stuðlaði WUl að auknum skilningi og nánari tengslum milli landanna tveggja. Hann leitaðist við að veita ungu fólki dagsins í dag tækifæri, vitandi að þetta unga fólk verður leiðtogar morgundagsins. Við sem vorum samstarfsmenn og vinir WUls erum heppin að hafa átt tíma með þessum heillandi manni. Á meðan hann barðist við sjúkdóm sinn hélt hann enn kímnigáfú sinni og spaugaði, eins og við Bandaríkja- menn gerum stundum, með það að það eina sem verður ekki umflúið er „dauðinn og skattarnir", og sagði mér að hann væri ákveðinn í að halda áfram að borga skattana sína. WUl naut lífsins og lifði því til hins ýtrasta. Hann leitaði uppi vitsmuna- leg viðfangsefni og var mjög námfús. Hann var góður borgari sem var annt um meðbræður sína. Pegar við nú minnumst hans erum við þakklát fyrir starf hans, vináttu og ást hans á Bandaríkjunum og ís- landi. Ég votta Huldu eiginkonu hans og eftirlifandi fjölskyldu samúð mína. Michael A. Hammer stjórnar- maður í Fulbright og ræðismað- ur Bandaríkjanna. í dag kveðjum við einstakan mann sem við systumar kynntumst sem böm. Þessi maður hét Will H.K. Perry, en við kölluðum hann ávallt Perry. Hann var kvæntur frænku okkar, Huldu Óskarsdóttur. Við vomm mjög lánsamar að fá að heimsækja þau hjónin tvisvar sinn- um til Kaliforníu og voru það ógleymanlegar ferðir. Perry hafði alltaf tima til að tala við okkur og var alveg einstaklega barngóður. Hann kom aldrei fram við okkur eins og börn heldur af virðingu og sem jafningi, þrátt fyrir aldursmun. Samskiptin gengu furðuvel þrátt íyrir að íslenska og enska vom notuð til skiptis. Þetta breyttist með aldrinum, þá fóra samskiptin eingöngu fram á ensku. Perry vildi sýna okk- ur sem mest meðan við dvöldum þar. Við keyrðum til San Francisco og yfir hina frægu brú Golden Gate, sigldum að Aleatraz- fangelsinu, fórum niður krókóttustu götu í heimi og fórum í togbrautarvagna sem em einkenni fyrir San Francisco-borg. Ekki síður vom ferðir okkar með þeim hjónum eftirminnilegar þegar við heimsóttum Disney World í Los Angeles og Uni- versal-kvikmyndaverið í Hollywood. Allt þetta var mikil upplifun. Perry og Hulda fluttu til íslands árið 1982. Þá urðu ferðir okkar til þeirra hjóna fleiri, því ávallt var gott að koma á heimili þeirra. Á seinni ámm höfum við oft rifjað upp þessar ógleymanlegu ferðir til Kalifomíu. Perry var fróður maður og hafði ferðast mikið. Umræðuefnin gátu verið óteljandi; hvort sem það var jarðfræði, bókmenntir eða stjómmál heilluðumst við systumar ávallt af frásagnargleði hans. Perry var þeim hæfileikum gæddur að sjá alltaf það jákvæða í fari fólks. Hann var ávallt léttur í lund og stutt í glettnina sem fylgdi honum alla tíð. Kom það glöggt í ljós þegar hann barðist hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast slíku ljúfmenni sem Perry var. Þau hjónin hafa ætíð reynst okkur systranum vel, sem væmm við þeirra eigin bamabörn. Við sendum Huldu og öðmm ást- vinum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Hulda og Inga Óskarsdætur. Það era komin 25 ár síðan móðir mín kynnti mig fyrir Will Perry. Ég heilsaði honum kurteislega, en ég ætlaði ekki að vera of vingjamleg við þennan útlending. Hann var hins vegar hlýr og vingjarnlegm- við þessi fyrstu kynni okkar. Seinna átti ég eftir að finna að þarna var albesti maður sem ég hef þekkt. Perry, eins og við kölluðum hann alltaf, og mamma bjuggu í Bandaríkjunum, ásamt bróður mínum, í tæp 10 ár áður en þau fluttu heim til íslands. Á þessum ámm heimsótti ég þau og þau komu líka oft heim. Perry var óþreytandi við að sýna mér markverða staði í Kaliforníu og dekra við mig á allan hátt. Ég veit að það vom margir Islendingar sem nutu gestrisni þeirra í Kalifomíu og Perry var ávallt boðinn og búinn að reyna að sjá til þess að dvöl gestanna yrði sem ánægjulegust. Það er óhætt að segja að Perry reyndist fjölskyldu okkar allri afar vel. Mamma og hann vom mjög samrýnd og það þurfti ekki annað en að heyra þau tala hvort við annað til að skynja þá ást og virðingu sem var á milli þeirra. Samband hans við langömmu mína, sem dvaldi hjá þeim tvisvar um nokkurra mánaða skeið var alveg sérstakt. Hann kallaði hana alltaf „mamma mín“. Hann átti sjálfur elskulega móður, sem lést árið 1984. Hann var einkabam hennar og þau höfðu alltaf verið mjög samrýnd. Síðustu mánuði hennar var hann hjá henni og annaðist hana. Amma mín dvaldi líka nokkmm sinnum hjá mömmu og Perry og vom þau Perry afar góðir vinir. Eftir að Perry og mamma fluttu heim til íslands komu þau sér upp fallegu heimili í Garðabæ og undu sér þar vel. Perry var einastakt snyrtimenni og reglusamur með alla hluti og bar heimilið þess merki. Þolinmæði og umburðarlyndi vom ríkir þættir í fari hans. Hann vildi öllum vel og sá alltaf það besta í öllu fólki. Síðastliðin 2 ár hafa verið fjölskyldunni erfið og á rétt rúmu ári hefur mamma misst móður sína, bróður og nú eiginmann, öll úr sama sjúkdómi. Ég veit að það hefur verið mömmu ómetanlegur styrkur að eiga góða nágranna og vini, sem hafa reynst henni frábærlega vel á þessum erfiðu tímum. Umönnun þeirra allra þriggja á deild A-7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var frábær og er öllu starfsfólki þar þakkað af alhug. Við bróðir minn sjáum nú á bak elskaðs stjúpföður og afastelpumar hans og langafastrákurinn kveðja hann með ástarþökk fyrir allt sem hann var þeim. Guð geymi elsku Perry okkar. Valgerður. í dag er kvaddur hinstu kveðju Will Harrison Kári Perry, maðurinn sem lagði hornsteininn að því skipu- lagi sem íslenskar almannavamir hafa stuðst við í liðlega aldarfjórð- ung. Það mun hafa verið á vordög- um 1971 sem ég hitti Perry fyrst og þá um borð í varðskipinu Ægi. í för með honum var Guðjón Petersen, þáverandi stýrimaður hjá Landhelg- isgæslunni og síðar framkvæmda- stjóri Almannavarna ríkisins. Ferð þeirra var heitið til Vestmannaeyja og í framhaldi af því í hringferð um landið í þeim tilgangi að kynnast að- stæðum og ræða við forystumenn al- mannavarna í hinum dreifðu byggð- um landsins um sitthvað er laut að fyrirhugðu skipulagi almannavarna. Þremur mánuðum áður hafði Perry komið hingað til lands sem sérfræð- ingur Sameinuðu þjóðanna á sviði almannavama í þeim tilgangi að leggja granninn að nýju skipulagi fyrir almannavamir á Islandi. Ekki bauð mér í gmn á þeim stundum sem við vomm samskipa frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja og síðan austur á firði, að þar færi verðandi samstarfsmaður, en sú varð jú raunin því liðlega 1 ári síðar var undirritaður ráðinn í tímabundið starf hjá Almannavömum ríkisins sem hefur síðan teygst til dagsins í dag. Það má fullyrða hér og nú að vart hefðu íbúar þessa lands getað vænst betri ráðgjafar á almannavarnasviði en þeirrar sem hingað barst með Peny. Þar fór saman yfirgripsmikil þekking á verkefninu, haldgóð reynsla af nær aldarfjórðungs starfi að almannavörnum í Costa Contra County í Kalifomíu í Bandaríkjun- um og hæfni til að koma bæði reynslu og þekkingu til skila á ein- faldan og upplýsandi hátt. Ráðgjafarstörfum Perrys hér á landi var skipt í tvö tímabil, hið fyrra var frá febrúar 1971 og stóð í sex mánuði. í lok þeirrar dvalar skil- aði hann yfirgripsmikilli greinar- gerð til íslenskra stjórnvalda þar sem fram kom úttekt hans á þeirri neyðarþjónustu sem starfrækt er í landinu, ásamt tillögum varðandi framtíðarskipulag og uppbyggingu almannavama. Einnig vom skil- greindir þeir hættuþættir sem hugs- anlega gætu ógnað öryggi fólks og byggðar í landinu. Ákveðið var að fara að tillögum þessum sem m.a. fólust í gerð svonefndra neyðaráætl- ana fyrir hinar ýmsu byggðir í land- inu. Síðara tímabilið hófst síðan í des- ember 1972. Þá yfirfór Perry þær áætlanir sem unnar höfðu verið, hélt fundi með þeim aðilum sem skipu- laginu tengdust og lagði á ráðin um framhaldið. Það var einmitt á þess- um mánuðum sem við Perry urðum samstarfsmenn. Við lok þess tíma- bils hófust einar stærstu náttúm- hamfarir seinni ára hér á landi þ.e. eldgosið í Heimaey. Það leiddi til þess að dvöl Perrys var framlengd um tvo mánuði. Þannig nutum við áfram hollra ráða hans varðandi skipulag og framkvæmd hinna ýmsu úrlausnarefna sem upp komu varð- andi þær björgunar- og vamarað- gerðir sem í gangi vom. I mars 1973 var komið að kveðju- stund, en áfram var gæfan hliðholl okkur hjá Almannavömum því með- an Perry dvaldi hér í seinna skiptið kynntist hann konuefni sínu Huldu Oskarsdóttur sem gegnt hafði hluta- störfum hjá Almannavörnum ríkis- ins meðfram aðalstarfi sínu sem rit- ari Péturs Sigurðssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Þannig hnýtti okkar ágæti Perry enn frek- ari tryggðabönd við almannavarnir og íslendinga. Þrátt fyrir að þau hjón hefðu búsetu í Kaliforníu frá árinu 1973 til 1983 rofnuðu tengslin aldrei og enn frekar efldust þau þegar þau fluttust til íslands árið 1983 þá alkomin. Heimili sitt reistu þau í Garðabæ nánar tiltekið að Ás- búð 106. Fram að þessu hef ég nær ein- göngu rætt um sérfræðinginn og ráðgjafann Perry, en hvernig var þá maðurinn sjálfur? Því er í eðli sínu fljótsvarað, maðurinn var líkt og ráðgjafinn hollur, einlægur og um- fram allt afar skemmtilegur bæði til orðs og æðis. Kímnigáfu hafði hann með eindæmum góða og í sögum hans og bröndurum fólust margir gullmolar. Kannske er orðið íslandsvinur of notað nú á dögum þegar farið er að nota það á skemmtikrafta sem hafa hér aðeins fárra klukkustunda við- dvöl. Hins vegar get ég með stolti sagt að Perry var sannur íslands- vinur/íslendingur og það með stór- um stöfum og til marks um það tamdi hann sér ýmsa séríslenska siði. Sem dæmi má nefna að hann varð svo hrifinn af þeim íslenska sið að halda upp á sumardaginn fyrsta að þegar hann hélt til Bandaríkj- anna að afloknum ráðgjafarstörfum á fslandi gerði hann það að reglu að flagga ávallt íslenska fánanum við hús sitt á þeim ágæta degi. Annað slíkt dæmi má nefna, en það er að eftir að hann fluttist alkominn til ís- lands þótti honum tilheyra að bera íslenskt nafn. Þannig valdi hann sér nafnið Kári, en það nafn var í miklu uppáhaldi hjá honum og bar hann það með sannkölluðu stolti æ síðan, fleiri slík dæmi mætti nefna. Jafnaðargeð, kurteisi og yfirveg- un vora Perry eðlislægir þættir og í samstarfi var hann afar þægilegur. Eftir heimkomuna 1983 sinnti hann ýmsum sérverkefnum í hlutastarfi hjá Almannavörnum ríkisins, m.a. sá hann um samskipti við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli með stökum sóma og vann að gerð neyðaráætl- t Bróðir minn og móðurbróðir, JÓN STEFÁNSSON, frá Höskuldsstöðum, sfðast til heimilis á Húnabraut 40, Blönduósi, lést á sjúkrahúsi Blönduóss laugardaginn 14. mars. Jarðarförin ferfram frá Blönduóskirkju laugardaginn 21. mars, kl. 14.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Guðrún Skagfjörð Stefánsdóttir, Heiðdfs Haraldsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GÍSLÍNA SIGURÐARDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis á Dalbraut 27, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju á morgun, föstudaginn 20. mars kl. 15.00. Eygló Olsen, Guðmundur Sigurjónsson, Agnes O. Steffensen, Björn B. Steffensen, Óli P. Olsen. Jarþrúður Rafnsdóttir, barnabörn og langömmubörn. WILL HARRISON KÁRIPERRY unar vegna flugslysa þar. Jafnframt var hann skráður til starfa í stjórn- stöð Almannavarna ríkisins á hættu- og neyðartímum og tók sem slíkur þátt í fjölda æfinga og aðgerða. Á það samstarf bar aldrei skugga og ávallt var fengur í ráðum hans og til- lögum. Þegar rætt er um Perry verður ekki undan því vikist að nefna til sögu hans ágætu eiginkonu, Huldu Oskarsdóttur Perry, svo samrýnd sem þau hjón vom. Þau vom ekki aðeins hjón, heldur sannir vinir, þar sem jafnræði, virðing og væntum- þykja sat ávallt í fyrirrúmi. Þetta sannaðist best þegar Perry veiktist fyrir liðlega ári. Þá var Hulda hans klettur og skjól sem mýkti áföll og mildaði vanlíðan. Þannig konu er gott að eiga og slíkan eiginmann er sárt að kveðja. Um leið og ég og kona mín þökk- um af alhug fyrir samstarf og vin- áttu bið ég algóðan Guð að styrkja og styðja Huldu og fjölskyldu þeirra alla. Megi minningin um góðan dreng sefa sorgir og milda þeim við- skilnaðinn. Jafnframt skulu hér fram bornar hugheilar þakkir fyrir gott og ánægjulegt samstarf frá starfs- mönnum Almannavarna ríkisins fyrr og síðar. Einnig frá þeim hjálp- arliðum sem skráðir em til starfa í stjórnstöð okkar á hættu- og neyð- artímum. Far þú í firiði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem.) Hafþór. Vegna fráfalls Wills H. Perrys vil ég fyrir hönd bandaríska sendiráðs- ins á Islandi votta eiginkonu hans mína einlægu samúð. Það er með mikilli eftirsjá að ég kveð Will, en hann var einn þeirra manna sem gæddir vora einstaklega jákvæðu hugarfari, velvilja og bjartsýni. Hann sat í stjórn Fulbright-stofnun- arinnar frá árinu 1994 og þangað til hann lést, og sat sem formaður stjómarinnar árið 1996. Bandaríkja- menn og Islendingar nutu góðs af velvilja hans. Hann sýndi samferða- fólki sínu bæði umhyggju og virð- ingu og með sömu umhyggju og virðingu kveðjum við Will. Day O. Mount, sendiherra Bandaríkjanna. Kær vinur minn Will H. Perry er látinn 72 ára að aldri. Með andláti hans lauk sögu merkismanns sem með störfum sínum kom með nýja sýn inn í almannavarna- og öryggis- mál á Islandi, reyndar ekki aðeins á íslandi því að þær hugmyndir sem hann bar hingað um heildarsam- þættingu öryggismála breiddust einnig til annarra landa þótt öðram hlotnaðist að flytja þær. Will H. Perry, eða Perry eins og ég kaus að kalla hann, þótt við vær- um dús frá fyrstu kynnum, kom fyrst til Islands í febrúar 1971 á veg- um Sameinuðu þjóðanna til að vera íslenskum stjórnvöldum til ráðu- neytis á sviði varnarviðbúnaðar gegn náttúrahamförum og öðmm áfóllum. Skipuðust mál þannig að Pétur Sigurðsson, þáverandi for- stjóri Landhelgisgæslunnar og Al- mannavarna ríkisins, fól undirrituð- um að starfa með Perry þá sex mán- uði sem verkefnið átti að standa og hófst með því samstarfi ævilangur vinskapur sem aldrei bar skugga á. Var Perry á 45. aldursári þegar hann kom hingað og þegar búinn að upplifa margháttaða reynslu í Kóreustyrjöldinni, við rekstur fjöl- skyldufyrirtækis og framkvæmda- stjóm Almannavarna í því fylki Bandaríkjanna þar sem jarðskjálfta- hættan vofir sífellt yfir og rannsókn- ir á jarðfræðilegum ógnum náttúr- unnar vora einna lengst komnar á þróunarbrautinni. Perry var þá þeg- ar orðinn vel þekktur í Kaliforníu vegna starfa sinna á sviði neyðarvið- búnaðar og jarðskjálftavarna og reyndi ég það síðar þegar ég átti þar leiðir á fundi og ráðstefnur, eftir að Perry var fluttur alfarið til íslands, að hans var minnst í Kalifomíu fyrir störf sín á því sviði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.