Morgunblaðið - 19.03.1998, Page 61

Morgunblaðið - 19.03.1998, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 61 Perry var alveg einstakt ljúf- menni og minnist ég þess aldrei að hann brygði út af sinni eðlislægu glaðværð þótt eflaust hafi oft reynt á þolrifín hjá honum meðan hann var að fá okkur til að hverfa frá úr- eltum aðferðum í öryggismálum. Varð honum strax ljóst að þetta viðamikla starf sem hann tók að sér yrði ekki unnið eingöngu við skrif- borð í Reykjavík heldur í gegnum mannleg samskipti og með heim- sóknum til lykilmanna í landhelgis- gæslu, lögi'eglu, slökkviliðum, björgunarsveitum og heilbrigðis- þjónustu. Var hann óþreytandi í að eiga fundi með þessum aðilum um allt land og náði að kynnast fólki í þessum starfsgreinum í hverjum bæ og þorpi í landinu á þessum stutta tíma. Féll honum strax svo vel við land og þjóð að hann var ekki búinn að vera hérna nema í rúman mánuð þegar hann sagði mér að hingað vildi hann flytjast þegar hann kæmist á eftirlaun og búa til æviloka. Var það á 45 ára af- mæli hans, sem við héldum uppá í hótelinu í Vík eftir að hafa verið að skoða okkur um á áhrifasvæði Kötlu, en þá var því trúað að þar væri stutt í næstu eldsumbrot. Þeg- ar Perry hélt til síns heima eftir fyrstu dvöl sína hér skilaði hann ýt- arlegri álitsgerð um framtíðar- skipulag Almannavarna á Islandi og hvernig bæri að fylgja þeim áætlunum eftir. Ekki lét hann þar við sitja heldur skoðaði hann sér- staklega samgöngu-, orku- og fjar- skiptakerfi landsmanna og benti á veikleika sem við yrðum að laga til að forða tjóni á efnahagslífi lands- manna í meiriháttar náttúruham- förum. Þegar PeiTy fór héðan í júní 1971 var ákveðið að leita eftir því við Sa- meinuðu þjóðirnar að hann kæmi aftur í stutta heimsókn í lok ársins 1972 til að fara yfir þá skipulags- vinnu sem komin væri, og leiðbeina um lagfæringar ef á þyrfti að halda. Atti dvölin að verða í rúman mánuð en þegar liðið var á veru hans hér braust Vestmannaeyjagosið út þannig að hann varð virkur þátttak- andi í því starfi sem unnið var á veg- um Almannavarna ríkisins í þeim hildarleik. Kynntist hann undir þeim kringumstæðum eftirlifandi konu sinni, Huldu Óskarsdóttur Perry, sem þá starfaði einnig fyrir Almannavarnir og Landhelgisgæsl- una og leiddu þau kynni til þess að þau gengu að eigast og flutti hún til hans í Kaliforníu um vorið 1973. Atta árum síðar eða 1981 fluttu þau svo alfarið til Islands og hafa búið hér síðan. Eftir það starfaði Perry um árabil sem tengiliður Almanna- varna ríkisins við Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og fór með al- þjóðatengsl í stjórnstöð Almanna- varna ríkisins á hættutímum. Will H. Perry markaði djúp spor í þróunarsögu Almannavarna á ís- landi á síðustu áratugum, spor sem gáfu Islendingum forskot inn í þær breytingar sem urðu á fyrirkomu- lagi almannavarna í nági'annalönd- unum síðar á níunda áratugnum. Þeir straumar sem hann bar til okk- ar árið 1971 urðu síðar að þeirri stefnu sem víðast hefur verið tekin upp við skipulag og fyi'irkomulag al- mannavarna í heiminum í dag. Perry var fyrsti sendimaðui' Sa- meinuðu þjóðanna sem fékk það hlutverk að aðstoða aðildarríki þeirra við náttúruhamfaravarnir og veit ég að störf hans hér á landi urðu lóð á þær vogarskálar sem m.a. leiddu til þess að Neyðarvarnastofn- un Sameinuðu þjóðanna UNDRO var stofnuð á áttunda áratugnum, en hún breyttist síðar í Mannúðarstofn- unina DHA. Um leið og ég kveð Perry er mér þakklæti efst í huga, þakklæti fyrir að hafa kynnst þessum einstaka manni og að hafa átt þess kost að eiga samleið með honum þessi 27 ár sem liðin eru frá okkar fyrstu kynn- um. Samúðarkveðjui' sendi ég Huldu Óskarsdóttur Pen-y og bið Guð að styrkja hana í soi'ginni. Guðjón Petersen. JÓNA RANNVEIG BJÖRNSDÓTTIR + Jóna Rannveig Björnsdóttir fæddist f Reykjavík 25. júní 1911. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 9. mars sfðastliðinn. For- eldrar hennar vpru Guðrún Brynjólfs- dóttir, f. 7.8. 1878, d. 1947, og Björn Sumarliði Jónsson, f. 20.10. 1881, d. 1961. Systkini hennar voru Elín Anna, f. 20.7. 1907, Kristín, f. 4.11. 1908, d. 1977, Kristján, f. 1913, dó sama ár, Birna Guði'ún, f. 27.3. 1914, d. 1973, Brynjólfur Kristinn, f. 29.12. 1917, d. 1975, Samúel, f. 21.2. 1916, d. 1991, Rakel, f. 20.6. 1919, d. 1996, María, f. 3.12. 1920. Hinn 16. desember 1944 gift- Komið er að kveðjustund, við minnumst Jónu ömmu með sökn- uði og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar, hjai'tahlýjuna og vænt- umþykjuna, sem hún átti alltaf nóg af, ef eitthvað bjátaði á. Alltaf var hægt að sækja styi’k til ömmu á erfiðum stundum. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum. Eins og max-gar af hennar kynslóð kynntist hún brauðstritinu snemma, og má segja að það hafi mótað lífsskoðanir hennar. Hún varð fyrir þeirri þungbæn-i reynslu að missa mann sinn í blóma lífsins frá þi-emur ungum börnum, en með harðfylgi tókst henni að koma þeim ist Jóna Axeli Haf- steini Þórðarsyni, f. 16.12. 1910, d. 24.8. 1948. Börn Jónu og Axels eru Sjöfn, f. 5.6. 1945, maki Ólaf- ur Aðalsteinn Berg- sveinsson, barn þeirra Jóhannes Gylfi. Gísli, f. 3.3. 1947, maki Sigi’ún Jónsdóttir, barn þeirra Hafþór Gylfi, börn lians úr fyrra hjónabandi era Axel Hafsteinn, Oddný Sigríður og Björn Már. Áður átti Jóna dótturina Guðrúnu Flosadóttur, f. 14.5. 1934, hennar börn eru Bima Guðrún, Finnbjörn, Guðbjartur, Jónas Flosi og Sjöfn. Útför Jónu fer fi'am frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. öllum til manns. Þrátt fyrir erfið- leikana kvartaði hún aldrei yfir hlutskipti sínu, heldur sá ljósu punktana í tilverunni og kunni að gleðjast á góði'i stundu með fjöl- skyldu og vinum. Hennar líf og yndi vora börnin, tengdabömin, barnabörnin og langömmubörnin, og fór allur hennar tími og orka í að hlynna að þeim sem best hún gat. Aldrei var haldið afmæli án þess að amma væri þar að gleðjast með fjöl- skyldunni. Nú er sætið autt, amma mín. Þín verður sárt saknað. Birna. Mikil öðlingskona er látin sem ég kveð með miklum söknuði. Jóna R. Björnsdóttir var ein af þessum hljóðlátu hetjum hversdagslífsins. Hún átti oft erfiða daga og þurfti að leggja á sig mikla vinnu til að fi-amfleyta sér og börnum sínum eftir að hún missti mann sinn frá bömunum ungum. Aldi'ei heyrðist hún þó kvarta og alltaf var hún létt í lund og reiðubúin að hjálpa öðr- um. Hún fylgdist alla tíð vel með og var líka ótiúlega fi'óð um mai-ga hluti. Því var oft mjög skemmtilegt að ræða við hana. Núna undir það síðasta var hún mikið veik og hvíld- in hefur því vei'ið kærkomin. Um skeið leigði Jóna hjá okkur hjónum og hún er okkur og börn- um okkai’ ógleymanleg fyrir alla sína hjálpsemi og greiðvikni. Við eigum henni mikið að þakka fyi'ir svo ótalmax-gt sem hún hefur fyrir okkur gei’t. Sú skuld verður aldrei gi-eidd en hennar verður ávallt minnst af okkur öllum með þakk- læti í huga. Ingibjörg Þorkelsdóttir. Mín kæra vinkona Rannveig Björnsdóttir hefur nú lokið sinni jarðvist eftir langa og erfiða bar- áttu við skæðan sjúkdóm sem bug- aði þrek hennar að lokum. Vinátta okkar sem varað hefur í yfir hálfa öld hófst er Jóna og eig- inmaður hennar Axel Þóx'ðarson fluttu í nágrenni við mig stuttu eft- ir að þau giftu sig. Þegar Jóna missti síðan mann sinn frá korn- ungum börnum varð hún að fara að vinna utan heimilis sem hún og gerði af miklum dugnaði. Við áttum böi-n á sama aldi’i og það verkaðist þannig að ég gætti þá barnanna hennar á daginn, þar til að bamaheimilið Steinahlíð við Suðurlandsbraut tók til starfa. Þar voru þau síðan í dagvist hjá Idu Ingólfsdóttur alveg fi’am á skóla- aldur. Stundum þurfti Jóna að vinna frameftir þegar hún vann við fiskverkun sem starfrækt var í göt- unni þar sem ég bjó. Þá fengu börnin að vera hjá mér þar til móð- ir þeiri'a hafði lokið vinnu sinni. Það urðu fagnaðarfundir í litla hús- inu og svo tiítluðu þau saman upp Tunguveginn, heim á leið. Þó húsið mitt væri lítið, þá var lóðin stór og ágætar aðstæður fyrir böi'n og mér finnst eins og það hafi verið sífellt sólskin þennan tíma. Jónu var ekki vel við að eiga skuld að gjalda, og þegar ég bilaði í baki fyrir rúmum fjöi'utíu árum var hún ekki sein að ljá mér hjálp- arhönd. Hún var búin að koma börnum sínum í sumardvöl og ráða sig í vinnu hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, en vann þar aðeins einn dag að þessu sinni. Hún tók að sér heimili mitt alveg fram á haust, er ég gat tekið við því að mestu, og um árabil sinnti hún fyiTr mig ýmra sem mér var ofviða. A þessurn árum vann Jóna við ræstingar í skólum, í þvottahúsi Landspítalans, í fiski og við heim- ilisaðstoð. Jóna var alls staðar vel liðin og eignaðist hún fjölda vina og má þar m.a. nefna Guði'únu Kjarval. Þeirra vinátta hefur var- að alla tíð og þó Guði'ún flytti til Danmerkur, breytti það engu. Jóna heimsótti hana þangað nokkrum sinnum, því hún naut þess að vera samvistum við vini sína. Eg og synir mínir vottum börn- um hennar, Guðrúnu Birnu, Sjöfn og Gísla, og fjölskyldum þeixra hluttekningu, sem og eftirlifandi systram Elínu og Maríu. Við kveðjum með þakklæti kæx'- leiksríka konu. Sigríður Kristinsdóttir. + Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR, húsfreyja á Bakka Ölfusi, lést á Landspítalanum að morgni þriðjudagsins 17. mars. Engilbert Hannesson, Jóhanna Engilbertsdóttir, Páll Jóhannsson, Valgerður Engilbertsdóttir, Garðar Guðmundsson, Svava Engilbertsdóttir, Gunnlaugur Karlsson, og barnabörn. Útför móður okkar, GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTIR, Ysta-Hvammi, fer fram að Grenjastaðarkirkju laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Börnin og fjölskyldur þeirra. + Eiskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, HARALDUR B. BJARNASON múrarameistari, Vesturgötu 7, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku- daginn 11. mars, verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Reykjavík föstudaginn 20. mars kl. 13.30. Sigríður Bjarnadóttir, Erlendur Arens, Elín Bjarnadóttir, Eyjólfur Thoroddsen, Thelma Grímsdóttir, Bjami Dagbjartsson, Hjálmtýr Dagbjartsson, Jón Dagbjartsson, Hróbjartur Hróbjartsson, Skúli Hróbjartsson, Ingibjörg Jóhanna Erlendsdóttir, Bjarni Thoroddsen, Ólafur Örn Thoroddsen, Jóhann Thoroddsen, Ólína Elín Thoroddsen og makar þeirra. + Útför móður minnar, MAGDALENU ZAKARÍASDÓTTUR frá Smiðjuhóli, síðast til heimilis í Heiðargerði 18, Akranesi, sem lést miðvikudaginn 11. mars sl., ferfram frá Borgarneskirkju föstu- daginn 20. mars kl. 14.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er þent á Sjúkrahús Akraness. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Jóhann Pálsson. + FREYMÓÐUR ÞORSTEINSSON fyrrverandi bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, er látinn. Minningarathöfn verður haldin í Fossvogs- kapellu þriðjudaginn 24. mars kl. 13.30. Jarðsett verður að Húsafelli í Borgarfirði mið- vikudaginn 25. mars. María Guðmu + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, JÓNAS GUÐMUNDSSON byggingarmeistari frá Vestmannaeyjum, Holtsbúð 79, Garðabæ, lést laugardaginn 14. mars á heimili sínu. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 20. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á styrktarsjóð krabbameinssjúkra barna. Ursula M. Guðmundsson, S. Helena Jónasdóttir, Halldór Almarsson, Ómar Jónasson, Kristín Björgvinsdóttir, Richard G. Jónasson. Guðrún Egilsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.