Morgunblaðið - 19.03.1998, Qupperneq 62
* 62 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
EIRÍKUR E.
KRISTJÁNSSON
+ Eiríkur Egill
Kristjánsson
fæddist á Suðureyri
við Súgandafjörð 20.
október 1903. Hann
andaðist á dvalar-
heimilinu Seljahlíð í
Reykjavík 13. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Krist-
ján Albertsson, út-
vegsbóndi og versl-
unarstjóri á Suður-
eyri (1851-1909), og
síðari kona hans,
Guðrún Þórðardóttir
(1860-1934). Með
fyrri konu sinni, Kristínu Guð-
mundsdóttur, eignaðist Kristján
Qögur börn en börn þeirra Guð-
rúnar voru fjórtán: Kristján Al-
bert, Guðmundur, Þórður, Sal-
ome Kristný, Hans, Jóhannes,
Guðfinna, Finnborg Jóhanna,
Helga Soffía, Þorleifur, Kristín
Salome, Gunnar, Eiríkur Egill og
Þorbjörg. Þau eru nú öll látin.
Hinn 18. okt. 1930 kvæntist Ei-
ríkur Lilju Guðmundsdóttur, f.
26. júní 1905, d. 6. maf 1976, frá
Ferjubakka á Mýrum, foreldrar
hennar voru Guðmundur Andrés-
son og Ragnhildur Jónsdóttir. Ei-
ríkur og Lilja bjuggu alla tíð í
Reykjavík og varð þeim þriggja
barna auðið. Þau eru: 1) Hervald
Jóhannes, fyrrv. heildsali í
Reykjavík, f. 6. apríl 1931. Eigin-
kona hans er Kristrún Skúladótt-
ir og dóttir þeirra er Klara Lísa,
bankastarfsmaður, f. 1967. Synir
Kristrúnar úr fyrri sambúð eru
Skúli Eggert Þórðarson skatt-
rannsóknastjóri, f.
1953, og Gunnar
Þorsteinsson, raf-
virki, f. 1958. 2) Guð-
rún Ragnhildur, hús-
móðir í Garðabæ, f.
24. apríl 1934. Eigin-
maður hennar er
Jónas A. Aðalsteins-
son hæstaréttarlög-
maður og eru börn
þeirra þrjú: Elísabet
María, blaðamaður,
f. 1958, Lilja, lög-
maður. f. 1963, og
Aðalsteinn Egill, lög-
maður, f. 1966. 3)
Trausti, vélaverkfræðingur í
Reykjavík, f. 10. okt. 1946. Kona
hans var Dóra S. Astvaldsdóttir,
þau skildu; sonur þeirra er Ást-
valdur, tónlistarmaður, f. 1966;
dóttir Trausta og Jónu Guð-
mundsdóttur er Sif, dýralækna-
nemi, f. 1973. Barnabarnabörn
Eiríks eru tíu.
Eiríkur fluttist til Reykjavíkur
rúmlega tvítugur, eftir ársdvöl í
Noregi, og starfaði um áratuga
skeið sem verkstjóri og síðar
verslunarmaður hjá Sjóklæða-
gerð íslands, sem Hans bróðir
Eiríks stofnaði. Þau Lilja og Ei-
ríkur reistu sér hús í Skerjafirði
á Qórða áratugnum, fluttu á
Hraunteig 8 upp úr 1940 en
bjuggu síðast í Álfheimum 70.
Frá árinu 1986 bjó Eiríkur í
Seljahlíð, dvalarheimili aldr-
aðra.
Útför Eiríks fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
í dag er kvaddur hinstu kveðju
Eiríkur Egill Kristjánsson, frá Suð-
ureyri við Súgandafjörð. Með hon-
um er genginn sannur öðlingur og
drengskaparmaður, mætur fulltrúi
aldamótakynslóðarinnar. Ljóst var
orðið að hverju stefndi, lífsganga
hans var orðin löng og líkaminn
þreyttur. Að leiðarlokum látum við
hugann reika aftur til allra áranna
sem hann var hluti af lífí okkar,
glaður og hlýr, með bros í augum.
Eg kynntist Eiríki fyrir tæpum
tuttugu árum er við Elísabet dótt-
urdóttir hans rugluðum saman
reytum okkar. Raunar hafði ég haft
kynni af þessum góða manni áður,
þá á barnsaldri, og iðulega verið
tekið opnum örmum á heimili
þeirra Lilju í Álfheimum. Eiríkur
var orðinn ekkjumaður er leiðir
okkar lágu saman á ný en stundaði
enn sína vinnu þótt kominn væri
fast að áttræðu. Allan sinn starfs-
aldur vann hann hjá Sjóklæðagerð
íslands þar sem bræður hans,
Hans og Þorleifur, störfuðu einnig
á árum áður. Eiríkur var öllum
hnútum kunnugur innan fyrirtæk-
isins og naut þess að halda áfram
störfum eins lengi og fært var,
enda heilsuhraustur vel. Eiríkur
var verslunarmaður af bestu sort,
framúrskarandi kurteis og lipur við
viðskiptavinina. Og þannig var
hann í eðli sínu; mildur og góð-
gjarn, séntilmaður sem umgekkst
alla jafnt, af stakri prúðmennsku.
Rólegur í fasi gekk hann gjarnan
um með hendur fyrir aftan bak og
raulaði fyrir munni sér. Reglusemi
og snyrtimennska voru áberandi í
fari hans, svo og einstök hófsemi.
Þetta fann maður glöggt í matar-
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Einarsson, útfararstjóri
Sverrir Olsen, útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
AUan sólarhringínn.
boðum; ég minnist þess vart að
hafa séð hann þiggja aftur á
diskinn, hversu miklar krásir sem
voru á borðum. Og í slíkum boðum
stóð hann aldrei mjög lengi við,
heldur dreif sig í frakkann, setti
upp hattinn og kvaddi. Akandi fór
Eiríkur allra sinna ferða allt fram
til 85 ára aldurs.
Eiríkur var gæfumaður í einka-
lífí sínu. Lilja eiginkona hans var
mikil mannkostakona sem margir
minnast nú þegar Eiríkur kveður.
Lilja bjó yfir miklum persónutöfr-
um, var glaðsinna og hláturmild og
einstaklega gestrisin. Allt lék í
höndum hennar, hvort sem það var
matargerð, hannyrðir eða annað
handverk. Heimili þeirra var hlý-
legt og fallegt og endurspeglaði
þannig hugarþel húsráðenda.
Þangað sóttu líka margir, ættingj-
ar og vinir, að ógleymdum barna-
börnunum. Hjónaband Eiríks og
Lilju var farsælt og stóð hátt í
fímmtíu ár. Það varð því öllum áfall
þegar Lilja varð bráðkvödd, rúm-
lega sjötug að aldri. Missir Eiríks
var mikill en hann hélt sínu striki,
hélt einn áfram heimili um tíu ára
skeið og stundaði vinnu sína, svo
sem fyrr segir. Lífíð var breytt en
börn hans og barnabörn sinntu
honum afar vel öll þau ár sem síðan
eru liðin.
Önnur kaflaskil urðu hjá Eiríki
er hann fluttist á dvalarheimilið
Seljahlíð. Þar undi hann hag sínum
vel, var bæði virtur og vinsæll og
tók glaður þátt í félagslífmu. Hann
sótti messur, enda sanntrúaður
maður, og naut þess að fá sér
snúning. Eiríkur hafði mikið yndi
af tónlist, jafnt söng sem spili, og
lék á sínum yngri árum vestra á
harmoníku. Og tónlistin veitti hon-
um enn gleðistundir síðustu miss-
erin, þegar farið var að halla und-
an fæti.
Nú þegar leiðir skilur stendur
eftir minningin um sómamann sem
svo margt mátti læra af í mannleg-
um samskiptum. Hann miðlaði
góðu einu til afkomenda sinna, var
þeim hinn vænsti faðir, afi og
langafi. Þessi alþýðudrengur að
vestan lifði öldina nær alla. Líf hans
var kyrrlátt en kærleiksríkt, ekki
safnaði hann auði en þeim mun
meira átti hann að gefa af hjarta
sínu; fyrir það þökkum við nú.
Blessuð sé minning hans.
Pétur Ástvaldsson.
Látinn er aldraður heiðursmaður
Eiríkur Kristjánsson, minn góði
tengdafaðir og vinur. Hann var
einn af aldamótakynslóðinni, þess-
um traustu stoðum þjóðfélagsins
sem unnu verk sín af trúmennsku
og samviskusemi án þess að gera
nokkrar kröfur sér til handa. Allan
sinn starfsaldur starfaði Eiríkur í
Sjóklæðagerð Islands. Þar leið hon-
um alltaf vel og var einstaklega
heppinn með vinnufélaga og yfir-
menn.
Eiríkur Kristjánsson kvæntist
ungur Lilju Guðmundsdóttur sem
lést fyrir 22 árum. Þau byggðu sér
hlýlegt og fallegt heimili á Hraun-
teigi og síðar í Alfheimum. Þar var
ávallt gestrisni og snyrtimennska í
fyrirrúmi og öllum tekið af alúð og
innileik, bæði ættingjum og vinum
hvort sem komið var til lengri eða
skemmri dvalar. Að maður tali nú
ekki um veislurnar sem þau héldu
okkur öllum á hátíðum og tyllidög-
um er borð svignuðu undan góð-
gætinu sem Lilja útbjó alltaf sjálf.
Hún var einstaklega fær í öllu er að
húshaldi laut og þau hjón bæði
samtaka í að gera heimilið sem
notalegast.
Eiríkur var afar barngóður og
naut sín vel þegar barnabömin kút-
veltust á stofugólfinu hjá honum og
afi sjálfur stjórnaði öllu saman.
Stundum settist hann líka með
krakkaskarann í sófann og las bæk-
ur sem heilluðu litla hugi. Þegar
eitt barnabarnanna var á heimleið
með foreldrum sínum frá heimsókn
til afa og ömmu í Álfheimum, sagði
barnið allt í einu með mikilli vor-
kunnsemi: „Nú er enginn til að
leika við aumingja afa.“
Þau hjón Eiríkur og Lilja voru
ákaflega dugleg að ferðast um land-
ið og skemmtilegast þótti þeim að
hafa með sér tjald sem Lilja sjálf
hafði gjarnan saumað. Á þeirra
yngri árum var útilegubúnaður
auðvitað ekki eins fullkominn og nú
en þau kunnu ráð og leystu allan
vanda sjálf. Stundum lágu þau í
tjaldi vikum saman hvernig sem
viðraði og höfðu þá oft með sér
veiðistöng og veiddu sér í soðið.
Eftir að Eiríkur missti Lilju sína
átti hann lengi um sárt að binda ef
hann hefur þá nokkurn tímann bor-
ið sitt barr eftir það.
Eftir að hafa beðið í 10 ár komst
Eiríkur í íbúð á dvalarheimilinu
Seljahlíð. Þar undi hann hag sínum
vel og var þakklátur þeim sem
hugsuðu um hann. Meðan heilsan
leyfði tók hann virkan þátt í félags-
lífi heimilismanna. Einnig var hann
aðstoðarmaður sóknarprestsins
sem kom og messaði í Seljahlíð.
Hann var trúaður maður og sótti
messur reglulega.
Þegar heilsan fór að gefa sig fékk
hann inni á sjúkradeildinni og var
þar síðustu fimm árin. Þar fékk
hann einstaklega góða hjúkrun og
hlýlegt atlæti hjá starfsfólkinu.
Þökk sé þeim öllum íyrir óeigin-
gjarnt starf.
Megi tengdafaðir minn blessaður
eiga góða heimkonu í guðsríki það
sem hann trúði á. Hafi hann þökk
íýrir samfylgdina í þessu lífi.
Kristrún Skúladóttir.
Látinn er í hárri elli í Reykjavík
Eiríkur Egill Kristjánsson. Hann
var fæddur og uppalinn í Súganda-
firði en fluttist ungur maður til
Reykjavíkur þar sem hann bjó alla
tíð síðan. Eiginkona hans, Lilja
Guðmundsdóttir frá Ferjubakka,
lést rúmlega sjötug að aldri árið
1976. Við fráfall Eiríks hvarflar
hugurinn tæp fjörutíu ár aftur í
tímann. I minningunni eru flestir
sumardagar bjartir. Þannig voru
þeir líka á mínu bernskuheimili.
Eftirminnileg er tilbreytingin þeg-
ar Lilja og Eiríkur komu árlega í
heimsókn að Beigalda til þess að
dvelja nokkra daga í tjaldi sem val-
inn var staður á túninu allt eftir því
hvernig sláttur gekk. Á þessum ár-
um var Trausti yngsti sonur þeirra
kaupamaður á bænum. í sumarfrí-
um komu þau til þess að heimsækja
hann en erindi þeirra var jafnframt
því að skoða land og þjóð að heim-
sækja frændur og vini úti á landi, í
Borgarfírði og vestur á Fjörðum.
Leiðarljós þeirra í sumarleyfum
var í samræmi við ríkjandi lífssýn
þeirrar kynslóðar, sem nú óðum
hverfur, að vera frekar veitendur
en þiggjendur. Þau tóku þátt í hey-
skap og öðrum aðkallandi störfum
en á kvöldin var boðið í kaffisopa á
víxl, inni í bæ eða úti í tjaldi. Okkur
krökkunum þótti allt í kringum þau
spennandi og sérstaklega eftirtekt-
ai-vert hversu gott skipulag var á
öllum sköpuðum hlutum í tjaldinu.
Fullorðna fólkinu á bænum þótti
ekki síður notalegt til þess að hugsa
að njóta samvista við þessa sumar-
gesti hvort sem var í leik eða starfi.
Þegar kom fram um 1970 þá áttu
kynni mín og tengsl við þessi mætu
hjón eftir að eflast til muna. Þegar
hefja skyldi framhaldsskólanám
voru góð ráð dýr. Annaðhvort var
að senda unglinginn í menntaskóla
með heimavist, leigja húsnæði með
ærnum tilkostnaði í Reykjavík eða
koma honum fyrir hjá einhverjum
vandabundnum þar. Það varð mín
gæfa að síðasti kosturinn reyndist
fær. Fyrir eitt orð fékk ég inni í
Álfheimum 70 á góðu og regluföstu
heimili afasystur minnar og
mannsins hennar, hans Eiríks. Þau
urðu í fjögur ár hlekkur í mennta-
kerfinu á Islandi í þá tíð þegar úr-
ræðin voru kannski ekki ýkja mörg
fyrir fólk sem vildi koma börnum
sínum til manns og mennta. Frá
fyrsta degi var sambýlið eins og
best verður á kosið, enda sama al-
úðin og umhyggjan ráðandi og í
tjaldinu í túninu forðum daga. Eg,
unglingurinn, var tekin strax inn í
fjölskylduna og við nöfnurnar átt-
um okkar góðu stundir við lok
vinnudagsins. Tókst okkur prýði-
lega að miðla hvor annarri af okkar
mismunandi reynsluheimi og þar
lærði maður ýmislegt um liðna tíð
og starfshætti. Það var ákaflega
lærdómsríkt að mótast í fjögur ár á
látlausu en smekklegu heimili
þeirra hjóna. Þar ríkti einstök
reglu- og útsjónarsemi. Höfðing-
lega var á borð borið og á einkar
smekkvísan hátt þar sem notaðir
voru taudúkar og servíettur hvort
sem á borð var borin kæst, vest-
firsk skata, siginn fiskur með hnoð-
mör eða lambasteik á sunnudögum.
Á heimilinu höfðu allir sitt ákveðna
hlutverk. Mér tókst þó að sölsa
undir mig dálítið af þeim verkum
sem Eiríkur hafði sinnt innanbæj-
ar. Kunni hann því vel að losna við
að ryksuga og þun-ka af í vikulok-
in. Fyrir mig var hins vegar gott til
þess að vita að geta létt undir við
heimilisstörfin.
Eiríkur var grannur maður og
kvikur í hreyfíngum. TOsvör hans
gátu verið ansi stutt og snaggara-
leg. Hann var ákaflega blíður mað-
ur og barngóður. Þess nutum við
sem undir hans vemdarvæng
komumst. Hann var trúaður og
hafði ákveðnar skoðanir á málefn-
um líðandi stundar. Eiríkur bjó all-
lengi eftir fráfall Lilju einn í Álf-
heimum 70. Þá var öllu haldið í
sama horfi og hvergi til slakað í
umgengni og hirðusemi. Þar kom
að hann eignaðist sitt heimili á
dvalarheimilinu í Seljahlíð þar sem
hann átti ágæt ár þótt þau hin síð-
ustu væru ansi erfið og hann löngu
ferðbúinn. Þar sannaðist að enginn
ræður sínum næturstað. Nú við
leiðarlok er ómetanleg og lærdóms-
rík samíylgd Lilju og Eiríks þökk-
uð.
Lilja Árnadóttir.
Genginn er góður afi, í okkar
huga sá besti. Minningar hrannast
upp ... oftar en ekki tengdar ömmu
Lilju líka þó nú séu tæplega 22 ár
síðan hún kvaddi. Þá hafði enginn
gert sér í hugarlund að annað
þeirra gæti verið án hins meira en
daglangt, svo samrýnd voru þau.
En afa tókst að búa sér nýja tilveru
þótt margt væri honum framandi í
þeim efnum. Hann hélt áfram starfi
sínu í Sjóklæðagerðinni þar til hann
var kominn á níræðisaldur, ók um
allan bæ, lengst af á sínum litla Fi-
at, oft með fullan bfl af fólki á leið í
spilamennsku - og sinnti börnum,
barnabörnum og nú síðast langafa-
börnum óaðfinnanlega.
Afi og amma skipuðu alla tíð
stóran sess í okkar lífi. Engin helgi
leið án þess að við færum í heim-
sókn í Álfheimana og hvergi vorum
við jafn velkomin. Þar var margt
baukað: Amma saumaði og prjónaði
fót, ýmist á okkur eða Barbiedúkk-
ur og Aksjónkalla - og ekki vantaði
hugmyndaflugið þegar kom að því
að búa til húsgögn fyrir þessar ver-
ur. Afi var alltaf nálægur og hafði
ofan af fyrir þeim sem ekki höfðu
þolinmæði í slíka sköpun. Hann
bauð alla jafna upp á ís og göngut-
úra um ókunnar slóðir. Alltaf átti
hann líka vestfirskan harðfisk á
svölunum sem hægt var að glíma
við að berja til með litlum hamri til
að mýkja undir tönn.
En undraheimar afa og ömmu
voru ekki bara innan borgar. Land-
ið þekktu þau eins og lófann á sér
og fóru alla slóða á sínum litla bíl
með tjaldið og svefnpokana sem
amma saumaði ... og alls staðar
slógu þau upp veislu. Tjaldið var
heill heimur þar sem öllum hlutum
var komið fyrir sem í bestu stofu -
ekkert skorti af neinu tagi í útileg-
unum þeirra. í þessu sem öðru
unnu þau saman sem einn maður
alla tíð.
Álfheimarnir voru ekki samir eft-
ir lát ömmu og íyrir tæpum tólf ár-
um fluttist afi í Seljahlíð, dvalar-
heimili aldraðra. Þar tók hann þátt
í félagslífi af ýmsu tagi meðan
heilsan entist og naut mikillar alúð-
ar starfsfólks.
Nú er mál að þakka fyrir okkur
og okkar börn. Oll nutum við ein-
stakrar natni og umhyggju afa sem
nú kveður í hárri elli. Hafðu þökk
fyrir allt!
Elísabet, Lilja og
Aðalsteinn Egill.
„Því að svo elskaði guð heiminn,
að hann gaf son sinn eingetinn, til
þess að hver, sem á hann trúir,
glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
(Jóh. 3.16.)
Á föstudagsmorguninn hringdi
Klara Lísa eiginkona mín í mig í
vinnuna og sagði mér frá því að afi
hennar, Eiríkur Egill Kristjánsson,
væri dáinn. Þó að ég hafi lengi búist
við þessu símtali þá er maður ein-
hvern veginn aldrei tilbúinn íyrir
svona fréttir, og tók það mig svolít-
inn tíma að meðtaka fréttina.
Eiríkur Egill var í mínum huga
eins og afi minn og kom alltaf fram
við mig eins og afabarn sitt. Ef ég
læt hugann reika til baka þau 13 ár
sem ég þekkti Eirík kemur strax
upp í hugann hvað hann var vana-
fastur með alla hluti. Ef maður var
hjá honum nálægt fréttum í sjón-
varpinu þá var hann alltaf farinn að
ókyrrast um það leyti sem fréttirn-
ar áttu að byrja, einnig man ég eftir
því að það var Eiríki alltaf heilög
stund þegar forsætisráðherra hélt
ræðu sína á gamlárskvöld.
Fyrstu árin sem ég þekkti Eirík
man ég eftir honum á bláa Dai-
hatsu-bílnum, en það var mikil eft-
irsjá hjá Eiríki þegar hann ákvað
upp á sitt eindæmi að hætta að
keyra. Já, ef hann Eiríkur var bú-
inn að ákveða eitthvað þá skyldi
það standa. T.d. ef við þurftum að
sækja hann og koma honum eitt-
hvað þá var hann alltaf tilbúinn,
kominn út og farinn að bíða. Eiríki
fannst mjög gott að fá sér kaffi og
vindil eftir matinn, og var það eitt
af því sem var fastur vani í lífi hans.
Á gamals aldri ákvað hann að
hætta að reykja og þá var það end-
anleg ákvörðun. Þessi dæmi sýna
hvað hann var ákveðinn og ná-
kvæmur ef honum fannst það til
bóta.
Eiríkur eignaðist þrjú börn um
ævina með Lilju konu sinni, þau
Hervald, Guðrúnu og Trausta, og
lifa þau öll fóður sinn. Kæru Valli
og Rúna, Stella og Jónas, Trausti
og allir ástvinir Eiríks, megi algóð-
ur Guð styrkja ykkur í sorg ykkar.
Gísli ívarsson.