Morgunblaðið - 19.03.1998, Síða 65

Morgunblaðið - 19.03.1998, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 65 ELÍN Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni fslands, og Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar, undir- rita samninginn. Reyklaus Fegurðarsam- keppni Islands 1998 K-listinn í Sandgerði efnir til prófkjörs Franskir duggarar á Islands- miðum ELÍN Pálmadóttir blaðamaður mun laugardaginn 21. mars kl. 13.15-14.30 í Háskólabíói, sal 4, segja frá frönskum sjómönnum á fískiskipum hér við land á síðustu öld. Elín hefur rannsakað sjósókn frá Bretagne norður um höf, bæki- stöðvar þessa flota hér á landi, sam- skipti sjómanna við íslendinga og minjar um þessi tengsl í Frakk- landi. Frá þessum rannsóknum seg- ir í bók hennar, Fransí-Biskví. Þetta er þriðji fyrirlesturinn í fyrirlestraröð fyrir almenning sem Sjávarátvegsstofnun HÍ heldur í til- efni af Ári hafsins en fyrirlestrarnir verða alls fímm, haldnir annan hvern laugardag. Áður hefur Jakob Jakobsson rætt um síldina og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir um breyt- ingar á veðurfari og hafstraumum. Fyrirlestraröðin er liður í við- burðum sem ríkisstjórnin styður á Ári hafsins. Siðfræði sjáv- arútveg's NÝLEGA voru haldin þrjú um- ræðukvöld í Vestmannaeyjum á vegum Landakirkju, Hafrann- sóknastofnunar og Þróunarfélags Vestmannaeyja um siðfræði sjávar- útvegs. „I framhaldinu var unninn texti þar sem gerð var grein fyrir helstu sjónarmiðum og áhersluat- riðum sem fram komu á fundunum. Var textinn samþykktur á almenn- um fundi, þýddur á norska tungu og fluttur á norrænni ráðstefnu um málefnið fyi'ir skömmu. Annað Iwöld kl. 20:30 verður síð- asta kvöldið í þessari fundaröð. Þá mun Vilhjálmur Árnason, heim- spekiprófessor við Háskóla íslands, flytja erindi í hinum nýja sal Lista- skóla Vestmannaeyja. Mun hann við það tækifæri taka ráðstefnutextann, sem um var getið, og gagnrýna hann. Síðan verður efnt til al- mennra umræðna þar sem dr. Vil- hjálmur situr fyrir svörum en fund- arstjóri verður dr. Erlendur Jóns- son heimspekingur,“ samkvæmt því sem kemur fram í fréttatilkynn- ingu. Opinn fundur um málefni borgarinnar POLITICA, félag stjórnmálafræði- nema, mun standa fyrir opnum fundi um málefni borgarinnar föstu- daginn 20. mars. Fundurinn er haldinn í Háskólabíói, sal 4 og hefst klukkan 12:15 og stendur í klukku- tíma. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokks munu Árni Sigfússon og Guðlaugur Þór Þórðarson tala en fulltrúar R- listans verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Helgi Hjörvar. Félag stjórnmálafræðinema hef- ur í gegnum tíðina staðið fyiir fund- um innan Háskólans til að gefa há- skólastúdentum kost á að kynna sér hin ýmsu málefni og stefnur, segir í fréttatilkynningu. Fundurinn er ætlaður háskólastudentum og öllum þeim er áhuga hafa á málinu. Frædslu- fundur LAUF FRÆÐSLUFUNDUR LAUF, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, verður fímmtudaginn 19. mars í sal Félags heyrnarlausra, Laugavegi 26, og hefst hann kl. 20.30. Doktor Arnar Hauksson flytur erindi um breytingaaldur karla og kvenna almennt. Fegurðarsamkeppni íslands og Tóbaksvarnanefnd, hafa gert með sér samkomulag um það að keppnin í ár sem og eftirleiðis verði reyklaus. Með því er átt við að stúlku sem reykir er óheimilt að taka þátt í keppninni. Þeim sem annast allan undir- búning stúlknanna úti á landi sem og í Reykjavík er óheimilt að reykja í návist þeirra því stúlk- urnar eiga skilyrðislausan rétt á reyklausu umhverfi. Dómnefndar- menn eru ekki undanskildir. „Það segir sig sjálft að reykingar eyði- SVEINN Aðalsteinsson, tilrauna- stjóri Garðyi’kjuskóla Ríkisins, heldur fyrirlestur föstudaginn 20. mars á vegum Líffræðistofnunar HI sem nefnist „Plöntulífeðlisfræði í ylrækt". í fréttatilkynningu segir: „Garð- yi-kjan á íslandi er ein af fáum greinum landbúnaðarins sem vex að umfangi milli ára og veltir nú alls um 2 milljörðum króna árlega. Yl- ræktin og sumar aðrar greinar hafa þó átt í vök að verjast vegna vax- andi samkeppni frá útlöndum. Framleiðendur verða því að hag- ræða sem mest í rekstri og leitast við að auka framleiðslu sína með sama eða minni tilkostnaði. Ein leið í stuðningi hins opinbera við greinina er að sjá framleiðend- um fyrir öflugi-i tilrauna- og rann- sóknastarfsemi sem gæti nýst í framleiðsluaukningu. Við Garð- vrkjuskóla ríkisins að Reykjum er nú að rísa tilraunahús garðyrkjunn- ar sem býður upp á glæsilega til- raunaaðstöðu. I erindinu verður þessari aðstöðu lýst stuttlega og tæpt á þeim rann- sóknaverkefnum sem brýnt er að sinna í náinni framtíð m.a. í sam- vinnu við Rannsóknastofnun land- Bæjarmála- félag stofnað í Arborg STOFNFUNDUR bæjarmálafé- lags í Árborg sem standa mun að framboði í maí nk. verður haldinn á Hótel Selfossi fimmtudaginn 19. mars kl. 20.30. Fólk sem stóð að framboði K-lista á Selfossi, Stokkseyrarlistanum og lista óháðra á Eyrarbakka hefur starfað í undirbúningshópnum. „Framboðið mun starfa undir merkjum jöfnuðar og félagshyggju. Félagar í bæjarmálafélaginu geta allir orðið sem eru orðnir 16 ára og eldri,“ segir í frétt frá undirbún- ingshópi. leggja ímynd fegurðar, glæsileika og heilbrigðis sem þátttakendur í Fegurðarsamkeppni Islands eiga að endurspegla, segir í frétt frá Fegurðarsamkeppni Islands. 17 stúlkur hafa nú verið valdar til þátttöku í keppnina um fegurð- ardrottningu Reykjavíkur sem haldin verður á Broadway 23. apríl 1998 og undirbúningur í fullum gangi. I mars hefjast svo undankeppnir á landsbyggðinni, sú fyrsta 21. mars þegar ungfrú Austurland verður valin á Egils- stöðum. búnaðarins eins og ný reglugerð Garðyrkjuskólans kveður á um. Plöntulífeðlisfræðin er ein af undir- stöðugreinum ylræktarrannsókna. í erindinu verður skýrt frá þeim rannsóknum, sem fyrirlesari hefur stundað við sænska landbúnaðarhá- skólann, sem snúast einkum um þætti í lokuðum ræktunarkerfum við ylræktun grænmetis." Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Líffræðistofnunar, Grensásvegi 12, stofu G-6 kl. 12.20. Ollum er heimill aðgangur. INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra vígði nýlega nýtt húsnæði heilsu- gæslustöðvarinnar í Garðabæ. Nýja húsnæðið, sem er 923 fer- metrar, er á annarri hæð hússins við Garðatorg 7. Það var keypt af Áiftárósi ehf. sem skilaði því full- búnu í samræmi við þær verklýs- ingar sem notaðar hafa verið við hönnun heilsugæslustöðva. ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til prófkjörs meðal stuðningsmanna K-listans um val á frambjóðendum vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor. Niðurstaða prófkjörsins verður bindandi í 4 efstu sætin, nái fram- bjóðendur 50% atkvæða í viðkom- andi sæti miðað við kosningaþátt- töku. Allt stuðningsfólk K-listans með kosningarétt 23. maí nk. hefur rétt til að mæta á kjörstað og taka þátt í uppstillingu framboðslistans. Eftirtaldir 10 aðilar gefa kost á sér til framboðs í prófkjöri K-list- ans: Brynhildur Kristjánsdóttir, 43 ára hárgreiðslumeistari, Brekku- stíg 2, Gunnar Guðbjörnsson, 46 ára húsasmiður, Holtsgötu 11, Ing- þór Karlsson, 35 ára vélfræðingur, Ásabraut 2, Jóhanna S. Norðfjörð, 33 ára húsmóðir, Suðurgötu 31, Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins í Grundarfirði Á FUNDI Sjálfstæðisfélags Eyrar- sveitar í Grundarfírði sunnudaginn 15. mars sl. var samþykktur fram- boðslisti Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Listann skipa: 1. Sigríður Finsen, 2. Þorsteinn Friðfínnsson, 3. Mar- vin ívarsson, 4. Dóra Haraldsdóttir, 5. Linda Ósk Sigurðardóttir, 6. Hrólfur Hraundal, 7. Pétur Erlings- son, 8. Margrét Óskarsdóttir, 9. Árni Pétursson, 10. Hreinn Bjarna- son, 11. Sverrir Pálmarsson, 12. Jensína Guðmundsdóttir, 13. Ásgeir Valdimarsson og 14. Kristján Guð- mundsson. Listi framfara- sinnaðra kjós- enda í Garðinum Garði. Morgunblaðið. FYRSTI listinn af þremur væntan- legum var birtur á almennum fundi Áður var heilsugæslan í 240 fer- metra húsnæði við Garðaflöt en það húsnæði leyfðý ekki frekari fjölgun starfsfólks. Á nýju heilsu- gæslustöðinni er starfsaðstaða fyr- ir sex lækna auk Héraðslæknis Reykjaness. Þá er þar einnig að- staða fyrir mæðravernd og ung- barnaeftirlit auk rannsóknar- og aðgerðarstofa. Kristinn Guðmundsson, 36 ára fiskverkandi, Brekkustíg 20, Óskar Gunnarsson, 52 ára húsasmiður, Stafnesvegi 14, Sigurbjörg Eiríks- dóttir, 50 ára húsmóðir, Hlíðargötu 37, Sigurður Guðjónsson, 58 ára byggingastjóri, Stafnesvegi 22, Sveinbjörn Guðmundsson, 36 ára verkstjóri, Vallargötu 8 og Þor- valdur Kristleifsson, 47 ára sjó- maður, Klapparstíg 8. Prófkjörið fer fram laugardag- inn 21. mars nk. og verður opinn kjörstaður í Miðhúsum, Suðurgötu 19-21 á tímabilinu kl. 10-20. K-listinn á nú 4 bæjarfulltrúa og hefur hreinan meirihluta í bæjar- stjóm Sandgerðisbæjar. 2 af nú- verandi bæjarfulltrúum, þau Óskar Gunnarsson og Sigurbjörg Eiríks- dóttir, gefa kost á sér til áfram- haldandi setu í bæjarstjórn. í Garðinum sl. fimmtudag. Þetta er listi framfarasinnaðra kjósenda og hyggst listinn sækja um bókstafinn F til kjörstjórnar. Fjórir efstu menn sitja í núver- andi hreppsnefnd en listinn verður þannig sldpaður: 1. Sigurður Ingvarsson rafverk- taki, 2. Ingimundur Þ. Guðnason tæknifræðingur, 3. Jón Hjálmars- son forstöðumaður, 4. Ólafur H. Kjai-tansson tæknifræðingur, 5. Guðrún S. Alfreðsdóttir stuðnings- fulltrúi, 6. Brynja Rristjánsdóttir kaupmaður, 7. Gísli Kjartansson húsasmiður, 8. Hulda Matthíasdótt- ir fiskverkandi, 9. Rafn Guðbergs- son fiskverkandi, 10. Einvarður Al- bertsson útgerðarstjóri, 11. Gísli R. Heiðarsson fiskverkandi, 12. Harpa M. Sturludóttir, 13. Kristjana Kjartansdóttir og 14. Kai-itas Hall- dórsdóttir. Leiðrétting í GREIN undir yfirskriftinni „Fædd sama dag, skírð og fermd •saman“ í sérblaði um fermingar er talað um að faðir annars fenningar- barnsins heiti Jónas Heiðar en hið rétta er að hann heitir Jónas Hleið- ar. Morgunblaðið biður hlutaðeig- andi afsökunar á mistökunum. Löndun vantalin LOÐNULÖNDUN hjá Loðnu- vinnslunni hf. reyndist vantalin^ í frétt í sérblaði Morgunblaðsins Úr verinu í gær. Þar var sagt að 25.260 tonnum hefði verið landað þar á þessu ári, þar af um 4.000 í fryst- ingu. Það er ekki rétt. Hið rétta er að alls var landað þar um 29.260 tonnum, þar af 4.000 í frystingu. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum um leið og þau eru leiðrétt. Auður Sif besti ungi sýnandinn NAFN besta unga sýnandans í frétt af hundasýningu féll því miður nið- ur í Morgunblaðinu í fyrradag. Auð- ur Sif Sigurgeirsdóttir, sem sýndi írskan setter var valin besti ungi sýnandinn. Jafnframt láðist Hunda- ræktarfélagi Islands að senda upp- lýsingar til Morgunblaðsins um besta hundinn í tegundahópi. Hann var Sperringgárdens Christian Collard, sem er af tegundinni Ca- valier King Charles Spaniel. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Plöntulífeðlis- fræði í ylrækt :t ' U; ■ ~rr • Morgunblaðið/Þorkell NÝJA heilsugæslustöðin í Garðabæ. Heilsugæsla Garða- bæjar í nýtt húsnæði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.