Morgunblaðið - 19.03.1998, Síða 66
66 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
pE-TTA EKKI OM SimsiA
SJEFNUMÓriD plTF EJ? (>AE> UOÖTOÐí
J?M PAVÍS a-l\
Tommi og Jenni
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
I THINk OUR TEAM 15 iN
TROUBLE THI5 TEAR/CHARLIE
BROWN..WE'RE WEAK AT
EVERY P05ITI0N.. _______
Ég held að liðið okkar eigi í Nema á hægri vallarhelmingi, hún Hægri vallar leikmaðurinn okkar
erfíðleikum í ár, Kaili Bjarna ... er óvenjulega sæt er algjörlega voniaus. En sæt...
það er veikleiki í hverri stöðu ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Nikótín
og dóp
Frá Þorvaldi Gunnlaugssyni:
NÝLEGA hafa verið blásnar upp í
fjölmiðlum niðurstöður sérfræð-
inga Sameinuðu þjóðanna um sam-
anburð á skaðsemi kannabis, tó-
baks og áfengis. Niðurstaðan var
sú að kannabis væri minnst skað-
legt. Aðrar kannanir hafa verið
blásnar upp þar sem nikótín átti að
vera meira vanabindandi en kóka-
ín.
Einstein hefur að flestra áliti
unnið mestu andlegu stórvirki
mannkyns. Á flestum myndum
sem ég hef séð af Einstein er hann
með pípuna uppi í sér. Edison
reykti, tuggði tóbak og tók í nefið
fram á háan aldur og var afkasta-
mikill allt sitt líf.
Mig rámar í lýsingu vinar
Newtons sem lýsti honum sitjandi
með pípuna við arininn, en sé það
rangt vænti ég þess að einhver
leiðrétti mig. í janúarhefti
Scientifíc American er grein um
Lise Meitner þar sem ástæður
þess að hún fékk ekki Nóbelsverð-
launin í efnafræði 1944 fyrir kjarn-
orkurannsóknir eru raktar til þess
að hún var gyðingur og kona. Þess
er getið i greininni að hún reykti
allt sitt líf auk þess að vinna með
geislavirk efni og náði þó níræðis
aldri.
Ætla mætti oft af fjölmiðlaum-
ræðu um nikótín að þessir menn
og konur hafi verið ruglaðir
dópistar.
Hefði þetta fólk náð jafn langt ef
það hefði reykt hass daglega eða
verið sírakt af áfengisdrykkju?
Þeir sem nota mikið kannabis-
efni eru oft kallaðir hasshausar, á
ensku potheads.
Ástæðan er sú að fólk hefur
fundið að kannabisneytendur
verða fljótlega eins og innantómir
og lítt áhugaverðir að ræða við.
Kannabis var á hippatímanum
tengt friðarhugsjónum, þó senni-
legra sé að forkólfar og poppgoð
friðarhreyfinga hafi verið á öðrum
efnum, því kannabisneytendur eru
framtakslausir. Það er þó auðvelt
að sefja þá sem eru undir kanna-
bisáhrifum og þeir geta orðið
kærulausir um eigið líf og annarra.
Hass hefur því verið notað í hern-
aði til að létta mönnum að fremja
henndarverk.
Eg hef aldrei heyrt nikótín
nefnt í sambandi við ofbeldi. Hætt-
an sem stafar af drukknu fólki er
hins vegar öllum ljós. Margir telja
nikótín auðvelda sér andlega vinnu
og margir skákmenn hafa talið það
nauðsynlegt til góðs árangurs.
Persónulega virkar reykingafólk á
mig sem frjórra og skemmtilegra
og með skarpari athyglisgáfu en
hinir sem ekki reykja. Að tala um
nikótín í sama orðinu og hættuleg
eiturlyf getur komið þeirri flugu
inn hjá unglingum að til þess að
vinna andleg stórvirki þurfi að
neyta eiturlyfja.
Nær væri að nefna í sama orð-
inu t.d. alsælu sem talin er geta
valdið heilaskemmdum og amal-
gam sem inniheldur kvikasilfur og
einnig skaðar heilastarfsemina.
Þar er hins vegar nokkur þver-
stæða því alsæla er bönnuð en
heilbrigðisyfirvöld hvetja til þess
að amalgam sé notað í tennur
skólabarna, enda ódýrast. Sænsk
rannsókn sýndi að þeir voru
hraustastir sem voru með mikið
amalgam í tönnunum.
Enginn virtist hafa áhyggjur af
heilastarfseminni.
Sjálfur hef ég því miður ekki
heilsu til að reykja neitt að gagni
og ætla ekki að gera lítið úr því
heilsutjóni sem reykingar geta
valdið, en fullyrðingar um hve
reykingar séu þjóðfélaginu dýrar
eiga ekki við rök að styðjast. Ein-
hver sparnaður yrði til að byrja
með ef allir hættu að reykja, en
fljótlega mundi aukinn fjöldi elli-
ærs fólks verða miklu dýrari fyrir
þjóðfélagið.
Auk þess benda rannsóknir til
að nikótín dragi úr líkum á Parkin-
sonsveiki og skerpi tímabundið
minni gamals fólks, jafnvel þeirra
sem þjást af Alzheimer. Aldrei
verður hægt að meta til fjár aukin
andleg afköst þeirra sem reykja.
Reykingar á meðgöngu era tald-
ar auka líkur á fósturláti og valda
minni fæðingarþyngd. Samkvæmt
nýjustu fréttum var þó frekar
kaffidrykkja grunuð um að valda
vöggudauða.
Athyglisvert er að á sama tíma
og reykingar jukust hjá verðandi
mæðram hefur greindarvísitala
kynslóðanna stöðugt mælst hærai.
Sem betur fer reyna flestar verð-
andi mæður núna að forðast reyk-
ingar, það má því vænta þess að
greindarvísitala næstu kynslóða
hækki enn hraðar en áður.
Gaman væri ef gerð væri ítarleg
athugun á nikótínnotkun afreks-
fólks á hinum ýmsu sviðum og
mæðra þess á meðgöngu. Mér
fannst í skóla það vera skörpustu
kenararnir sem reyktu, en þegar
ég spurði prófessor Sigurð Helga-
son við MIT, virtastan íslenskra
stærðfræðinga, kvaðst hann aldrei
hafa reykt.
Hér er því flókið verkefni fyrir
sagnfræðinga og lækna sem þarf
að leysa áður en nikótíni verður
gert útlægt. Hætt er þó við að
erfitt yrði að fá leyfi hjá tölvu-
nefnd fyrir rannsókn sem gæti
sýnt fram á jákvæð áhrif reykinga
á andlega atorku. Um eitt er ég þó
alveg viss, og það er að þingmenn
hefðu betur fengið sér „smoke“ og
hugsað aðeins dýpra áður en þeir
settu lögin um tölvunefnd og af-
námu þar með frelsi til rannsókna
í landinu.
ÞORVALDUR GUÐLAUGSSON,
stærðfræðingur og starfar
við tölvuvinnslu.
Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.