Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 74
74 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Frá A til Ö: Hvað er að gerast? Hverjir voru hvar? Hvað er í boði - á skemmtistöðum? Púkar leika lausum hala Dubliner var grænn eins og knattspyrnu- völlur á Patreksdag og gestirnir gáfu fót- boltabullunum ekkert eftir. Pétur Blöndal heilsaði upp á heilagan Patrek og sá græna púka í hverju horni á höfuðkrá Ira. STEMMNINGIN á írsku kránni Dubliner sl. þriðjudagskvöld var grænni en á uppskeruhátíð fram- sóknarflokksins. Og það var húsfyll- ir! Enda tilefnið ekki af verri endan- um. Velunnarar staðarins frá öllum heimshomum héldu Patreksdag há- tíðlegan, - keyrðir áfram af fjörkálf- unum í Pöpunum, Ceol Chun 01 og Hálfköflóttum. Grænir álfar sprikluðu í hverju homi og grænir púkar ærsluðust í sálarkynnum kráargesta. Dansað var við siðspillandi og fjörmikla tón- list djöfulsins á borðum og bekkjum og hangið í bitum þegar fór að rjúka úr gólfinu. Blaðamaður þurfti ekki að bíða lengi eftir sæti áður en hann komst að raun um að gestirnir voru undar- lega innstilltir, þ.e. ef mælistiku ís- lenskrar skemmtanaflóru er beitt. Raunar voru þeir allt öðruvísi en hann á að venjast af skemmtistöð- um og krám höfuðborgarinnar. Fyrir það íyrsta lögðu þeir ekld mildð upp úr klæðaburði. Nema ef vera skyldi að snobbað væri niður á við. Eða út fyrir landsteinana, - þá ekki til Parísar heldur írlands. Svo urðu þeir að teljast afar nægjusamir. Létu sumir sér vel lynda að sitja í út- jaðri mannþröngarinnar eða í af- skekktum herbergjum og klappa saman lófum í takt við tónlistina, - án þess að mæla orð af vörum. Eins og á góðum landsleik I knattspymu. Svona seiðandi getur írska tónlistin verið. , Bragð&terk nýjung fjyrir sœlkera". Ferskur kjúkungur Piri piri er kryddaður bragðsterkri kryddblöndu fró Portúgal. ^otdsjö málning umhverfisvæt' í hæsta gæðaflokki. I"\T| Nordsjö aftur fyrstir Öll Bindoplast málning Nordsjö frá Nordsjö hefur fengið umhverfisstimpil EBS .* * * Samtök asma- og * * ofnæmissjúklinga l c * í Svíþjóð mæla með V * . * * Bindoplast málningu. ^ * * Er þessi stimpill á málningadósinni þinni Útsölustaðir: Málarameistarinn, Slðumúla 8, Rvlk. s: 568 9045 Ó.M. búðin, Grensásvegi 14, Rvik, S: 5681190 Lækjarkot, Lækjargötu 32, Hf. s: 555 0449 B.G Bílakringlan, Keflavik s: 4214242 V.G. Búðin, Selfossí s: 482 3233 Málninbgabúðin, Akraness: 4312457 Haukur Guðjónsson, málarameistari, Grindavík s: 897 6309 Það var ekki aðeins djöfulgangur á dansgólfinu heldur tóku gestirnir upp á ýmiskonar sérvisku í ofaná- lag. Eins og þegar tvö heljarmenni í skeggvexti lögðu hendur á axlir hvors annars og létu alla gesti sem þurftu að komast leiðar sinnar skríða á hnjánum undir handgerð göngin. ,AUir á hnéin - það er hefð fyrir því!“ hrópuðu þeir upp á enska tungu; greinilega ættaðir frá ætt- jörð hefðarinnar, Bretlandi, eins og svo margir kráargestir. Meira að segja helmingur bar- þjónanna er frá Bretlandi og talar aðeins takmarkaða íslensku. „Þeir hringja hingað og vilja fá vinnu,“ segir Jóhann Hjálmarsson, eigandi staðarins. „Það eru írskir barir um allan heim og þeim finnst gaman að ferðast og skoða nýja staði.“ Fólkið sem sækir Dubliner segir hann vera að megninu til frá þrí- tugu upp í fimmtugt og að svo slæð- ist inn yngra og eldra fólk. í miðri viku sitji það yfir drykk, spjalli og hlusti á þægilega tónlist. En um helgar mætir danshjörðin með til- heyrandi gný „og þá hefst fjörið," segir Jóhann að lokum. SANDRA og Janie frá Glasgow tóku þátt í gleðinni. ANDY og Lisa ofan af velli tóku vel undir í söngnum. Davina er fyrir Úrval af Davina vörum fæst hjá Heilsuhorni Hagkaups, Kringlunni, og Fjarðarkaupum. DUBLINER Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓHANN Jakobsson og J C Adam sem var vel grænn í framan. TAART, Teroen og Jop eru sjónvarpsmenn frá Hollandi sem voru að gera heimildarmynd um stórmeistarann Jan Timman og fjölluðu örlít- ið um næturlífið í Reykjavfk í leiðinni. Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi kynnir og gefur ráðleggingar varðandi Davina fæðubótarefnin í Fjaröarkaupum föstudaginn 20. mars kl. 14-18. GEORG og Ninna dönsuðu sig inní nóttina. DARREN Brock dælir bjórnum í glösin. í HAFNARSTRÆTI ►Hátíðarhöldin vegna Patreks- dags stóðu yfir alla helgina með alls kyns uppákomum. Mesta fjörið var þó síðastliðið þriðjudagskvöld. ►Dökkur Guinness-bjór er eitt af helstu sérkennum írskra kráa ásamt söngnum og langborðunum. Dubliner státar af öllu þessu. Því má treysta að lagið „I’ve Been a Wild Rover“ eða „Þá stundi Mundi ...“ er sungið hástöfum. ►Verðið á stórum Guinness (hálf- um lítra) er 550 kr. og litlum Gu- inness (0,33 ml) 350 kr. ►Aðrir kranabjórar eru Tuborg, Kilkenny og Egils Gull. Þá er verð- ið á stórum bjór 500 kr. og litlum bjór 300 kr. ►Einnig eru 6 til 8 tegundir í boði af flöskubjór í boði, þ.á m. Craic og Finians, og kosta þeir 450 kr. ►Alla daga eru tilboð í gangi, t.d. ókeypis snafs með bjór eða tveir fyrir einn. ►Boðið er upp á írskan kráarmat og er hann breytilegur frá degi til dags, allt frá eggjaböku yfir í soðið lambakjöt og pottrétti. Verðið er frá 350 til 800 kr. Súpa kostar 300 kr. með nýbökuðu brauðu. GRÆNIR og glaðir Papar. • íþróttafólk • Vaxtarræktarfólk • Þá sem vilja ná upp þreki, t.d. eftir veikindi • Þá sem vilja grenna sig • Þá sem vilja ná árangri y:iT8W; »sssSf /I ■■'-ZZST'#?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.