Morgunblaðið - 20.03.1998, Side 8

Morgunblaðið - 20.03.1998, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ væri stíll yfír heimkomunni og leysti margan skriffínnskuvandann ef Davíð kæmi á selnum eins og Sæmundur forðum ... Uppgjör á söfniminni Samhugur í verki Tæplega 300 milljónir frá 40 þúsund aðilum GENGIÐ hefur verið frá reiknings- skilum um landssöfnunina Samhugur í verki sem efnt var til fyrir fórnar- lömb náttúruhamfara eftir snjóflóðið á Flateyri í október 1995. Bætur og önnur framlög, sem greidd voru af söfnunarfé, námu samtals 245,5 millj. kr. Samkvæmt skýrslu sjóðsstjómar- innar nam landssöfnunin samtals 293,5 millj. kr. Var hér um að ræða framlög frá u.þ.b. 40.000 einstakling- um, fyrirtækjum og stofnunum hér á landi auk þess sem framlög bárust frá öðmm þjóðum. Stærstu framlögin er- lendis frá komu frá Færeyjum 27,1 millj. kr. og frá Grænlandi 3,8 millj. kr. en þau framlög vom ætluð til sér- stakra verkefna á Flateyri. Við söfn- unarfé bættust vaxtatekjur að upp- hæð tæplega 5,8 millj. kr. svo að til ráðstöfunar vom rúmlega 299 millj. kr. í fréttatilkynningu segir að sjóðs- stjóm sú sem skipuð var til að ákveða bótagreiðslur til tjónþola vegna snjó- flóðanna á Flateyri, hafí fyrir nokkm lokið starfí sínu og skilað frá sér end- urskoðuðum reikningsskilum. Heildarbætur og framlög sem greiddust af söfnunarfé skiptust þannig að 200,3 milij. kr. vom greidd- ar til 180 einstaklinga og fjölskyldna, og greiðslur til samfélagslegra verk- efna námu rúmlega 45 millj. kr. Hæstu greiðslumar til samfélags- legra verkefna vom 27,1 millj. kr. til byggingar ieikskóla á Flateyri þ.e. söfnunarfé Færeyinga og 3,8 millj. kr. söfnunarfé Grænlendinga sem varið var til nokkurra verkefna á Flateyri samkvæmt tillögu hrepps- nefndar Flateyrarhrepps. Af öðmm samfélagslegum stuðn- ingi má nefna framlag til Björgunar- sveitarinnar Sæbjargar, kirkjugarðs- ins á Flateyri, minningarreits um þá sem fómst í snjóflóðinu, minjasafns- ins á Flateyri, Gmnnskólans í Önund- arfírði, íbúasamtaka Önundarfjarðar, íþróttafélaganna Grettis og Önundar og til starfsemi Brynjubæjar á Flat- eyri. Þeir sem störfuðu við söfnunina, sjóðsstjórnina og endurskoðendur þáðu ekki laun fyrir störf sín og út- lagður kostnaður vegna sjóðsstjóm- arinnar var greiddur af þeim sem til- nefndu menn í stjórnina. Utlagður kostnaður af söfnunarfé nam 116 þús. kr. Eftirstöðvar söfnunarfjárins nema um 53,6 millj. kr. Að frumkvæði þeirra sem stóðu að söfnuninni þ.e. fjölmiðlanna, Rauða kross Islands og Hjálparstofnunar kirkjunnar renna eftirstöðvamar í sjóð sem vera skal tiltækur fyrir fórnarlömb náttúm- hamfara. Verður sjóðnum sett sér- stök skipulagsskrá. Reikningsskilin um söfnunina eru endurskoðuð af KPMG Endurskoðun hf. „Sjóðsstjómin sem nú hefur lokið stai-fi sínu kemur hér með á framfæri þakklæti til hinna fjölmörgu sem lögðu fram fé til landssöfnunarinnar innan lands og utan en í starfi sínu hefur sjóðsstjórnin oftsinnis orðið vör við þakkarhug þeirra sem notið hafa góðs af örlæti gefendanna," segir í fréttatilkynningu. Doritos snakk, 3 teg. Skólaskyr, 3 teg. Kraft uppþvottalögur 1/2 Itr. Freyju staurar, 2stk Allir dacjar^eru tilboðsdagarjijá okkur I LEIÐinNI HEIM • UM LAND ALLT Ráðstefna um stjórnarskrárþróun Eftirlit dómstóla med löggjöf sam- ræmist lýðræðinu Eivind Smith Eftirlit dómstóla með löggjöf einstakra ríkja hefur færzt í vöxt í Evrópu á undanfórnum ámm. Sum ríki hafa komið sér upp sér- stökum stjórnlagadómstól- um sem hafa síðasta orðið um það hvort lög sem þjóð- þing viðkomandi lands set- ur eru lögmæt og standast stjórnarskrá eða ekki. Þetta ástand kallar á þá spurningu hvað verði um grundvallargildi lýðræðis- ins: Era það ekki hinir þjóðkjörnu fulltrúar sem eiga að taka endanlegar ákvarðanir um þær reglur sem þjóðinni ber að fara eftir en ekki stjórnvalds- skipaðir embættismenn, dómarar? Þetta er ein þeirra spurninga sem Eivind Smith, prófessor í stjórnlagarétti við Óslóarháskóla, hefur leitazt við að svara í rannsóknum sínum. Hann heldur erindi í dag á ráð- stefnu sem haldin er í Reykjavík á vegum Norræna sumarháskólans (NSU) um norræna stjómlaga- þróun og tengsl þennar við það sem hefur verið að gerast á því sviði í Þýzkalandi. Erindi Smiths ber titilinn „Lýðræði og stjórn- lagaeftirlit" (Democracy and Constitutional Control). Fyrir komu sína til Islands fékk Morgunblaðið Smith til að út- skýra umfjöllunarefni sitt í stuttu máli. „Málið snýst um lýðræðislega löghelgun eftirlits dómstóla með löggjöf. Þingmennirnir em jú kjömir af þjóðinni, en dómararnir ekki. Þess vegna em uppi efa- semdir um að slíkt eftirlit með löggjöf samræmist lýðræðisreglu, en að fullyrða að þetta eftirlits- hlutverk dómstóla sé ólýðræðis- legt gengur of langt að mínu mati. Slíkar fullyrðingar byggjast á röngum skilningi á því í hverju grundvallarhugmyndir lýðræðis- ins og þrískiptingar ríkisvaldsins felast. Á Norðurlöndum er sterk hefð fyrir því að löggjöf fylgi vilja hins pólitíska meirihluta hverju sinni. Þannig er tilhneiging til þess að einfalda hugmyndina um lýðræðið með því að leggja það að jöfnu við stjórn meirihlutans. Þess vegna er allsterk tilhneiging fyrir hendi í þá vem að halda að eftirlit dóm- stóla með ákvörðunum meirihlut- ans sé ólýðræðislegt.“ - En í réttlátu lýðræðiskerfí felst fleira en „alræði meirihlutans"? „Já. Röksemdafærsla mín bygg- ist einmitt að hluta til á þessu; að sýna fram á að sú regla, að meiri- hlutinn ráði, sé ágæt út af fyrir sig, en hún megi ekki vera sú eina sem farið sé eftir við lýðræðislega ákvarðanatöku. Það verður að taka tillit til minnihlutahópa og ekki sízt einstaklinganna sjálfra, sem eiga að geta gert tilkall til þess að ekki séu brotin á þeim stjómarskrárbundin grund- vallarréttindi. Ef maður leyfði meirihlutanum að ráða algerlega yfir minnihlut- anum án þess að hann eigi sér málskotsrétt getur falizt takmörk- un á lýðræðinu í því. Kjami vandamálsins við eftirlit dómstóla með löggjöf frá lýðræðis- kenningarlegu sjónarmiði er spumingin um hver eigi að eiga síðast orðið: hinir þjóðkjömu full- trúar eða dómararnir. Flestir eiga ekki í erfíðleikum með að sætta sig við að dómaramir skeri úr um til- ► Eivind Smith, prófessor í stjórnlagarétti við háskólann í Ósló, er fæddur 1949. Doktors- gráðu sína í lögfræði hlaut Smith í Ósló, en hann ber jafnframt heiðursdoktorsnafnbót sem há- skólinn í Uppsölum sæmdi hann. Hann hefur verið gestafyrirles- ari í mörgum löndum og er ráð- gjafi Evrópuráðsins í málefnum er snerta sérsvið hans. Hann hef- ur verið í forsæti margra ráð- gjafarnefnda norsku stjórnarinn- ar. Nú er hann formaður sérkip- aðrar rannsóknamefndar norska þingsins, sem rannsakar kreppu sem varð í norska bankakerfinu. Eftir Smith hafa birzt yfír 200 greinar og bækur um lögfræði- leg málefni. tölulega einfóld mál. En umdeild- ara er hvort dómararnir eigi að geta tekið stefnumarkandi ákvarð- anir, sem leiða af sér pólitískar skuldbindingai’ fyrir hið þjóð- kjöma þing. Ég legg því mikla áherzlu á að eftirlit dómstóla með löggjöf í einu landi sé byggt á stjómarskrá þess. Ef hinum þjóð- kjömu fulltrúum þykir sér mis- boðið með því að dómstóll hnekki ákvörðun þeirra, þá geta þeir átt síðasta orðið með því að breyta stjórnarskránni. Það er ekki æski- legt að slíkt eigi sér stað oft, en möguleikinn á að vera til staðar." - Þú segir að þetta sé þróun sem eigi sér stað um alla Evrópu. Eiga lýðræðis- og réttarkerfi Evrópu- landa eftir þróast í samræmingar- átt á næstu áratugum? „Ég tel að það sem við höfum talað um hér, eftirlit dómstóla með löggjöf, muni færast í vöxt um alla Evrópu og að því leytinu muni lýð- ræðis- og dómskerfí þessara landa þróast í þá átt að þau líkist meira hvert öðm. Vægi mannréttinda- verndar, hvort sem hún er byggð á stjórnarskrá eða al- þjóðasamningum, mun aukast, og réttindi sem samið hefur verið um í alþjóðasamþykktum munu í auknum mæli verða færð inn í löggjöf einstakra landa. En skipulag og stofnanaleg upp- bygging lýðræðis og réttarkerfís þessara landa mun haldast ólík um langan tíma; samræming þessara kerfa eins og þau hafa þróazt í samræmi við hefðir, sögu og að- stæður á hverjum stað, í hverju þjóðríki fyrir sig, mun ekki eiga sér stað að neinu marki í fyrirsjá- anlegri framtíð, þrátt fyrir að áhrif yfirþjóðlegra stofnana á borð við Evrópudómstólinn og Mannrétt- indadómstólinn í Strassborg eiga eftir að aukast." Minnihlutinn verður að eiga málskots- möguleika

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.