Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÚR sýningarsalnum þar sem verið er að koma upp verkum yngri kynslóðar íslenskra málara. Sýningin Islensk málverk á 20. öld í Hong Kong Islensk málara- list í nýju ljósi ABSTRAKT eftir Nínu Tryggvadóttur. íslensk abstrakt-málverk voru kynnt í beinu samhengi við náttúru landsins. SÝNING á úrvali íslenskra málverka var opnuð í Nú- tímalistasafninu i Hong Kong 16. mars sl. Forsvars- menn safnsins bíða spenntir eftir viðbrögðum gesta en verkin eru talsvert frá- brugðin þeirri tegund myndlistar sem þarlendir eiga að venjast og áttu menn jafnvel von á að ein- hverjar mjmdanna yllu hneykslan. Að sögn Viktors Smára Sæmundssonar, forvarðar á Listasafni íslands sem fylgdi verkunum 49 utan, var ákaflega fagmannlega og vel að undirbúningi sýn- ingarinnar staðið. Sýningin ber yíírskriftina íslensk málverk á 20. öld og á henni eru úrval íslenskra mál- verka í eigu Listasafns ís- lands eftir 28 listamenn. Sýningarskrá var gefin út af þessu tilefni þar sem Hall- dór Björn Runólfsson, listfræðing- ur, ritar grein um íslenska mynd- list. Forsiðuna prýðir hluti mál- verks eftir Kristján Daviðsson ásamt lítilli innfelldri mynd af mál- verki eftir Gunnlaug Scheving. Ólík nálgun við verkin Viktor Smári segir að nálgun kín- versku starfsfélaganna við verkin hafi komið skemmtilega á óvart og sé um margt frábrugðin vinnu- brögðum sem tíðkist hér á landi. Hann tekur dæmi af hönnunarvinnu og kynningu sýningarinnar sem mikið var gert úr. Fyrir ofan inn- gang safnsins hangir risavaxin handmáluð endurgerð upp úr mál- verki eftir Ásgrím Jónsson. Ljós- myndaeftirprentun á málverki eftir Finn Jónsson í stærðinni 4x4 metrar blasi við gestum við inn- komu í sýningarsalinn. Þá hafi kynning fræðsludeildar safnsins á íslensku abstrakt-málurum komið fslendingnum í opna skjöldu þar sem bein tengsl þóttu á milli verk- anna og íslensks landslags. Sem dæmi var ljósmynd af jökulsprung- um komið fyrir við hlið mál- verksins ísbröt eftir Svavar Guðnason. Mannslíkaminn gæti hneykslað Forráðamenn safnsins voru heldur uggandi yfir viðbrögðum Kínverja við sumum málverkanna og áttu von á að verk eftir Helga Þorgils og annað eft- ir Erró yllu hneykslan gesta sem eru óvanir lík- amsnekt í myndlist. Þetta kom fulltrúum Listasafns íslands talsvert á óvart en í kínverskri myndlist er mannslíkaminn ekki sýndur neðar en að brjósti og því var litið svo á að um eró- tískar myndir væri að ræða. Málverkum þessum var komið fyrir á lítt áberandi stað í salnum. „Það hefur verið mjög fróðlegt að upplifa þessi ólíku viðhorf og skoðanir á verkum íslenskra málara," segir Viktor Smári. „Við höfðum ekki gert okkur grein fyrir hversu framandi mörg íslensku verkanna yrðu Kínverjum. Þeir eru t.d. óvanir að sjá geometrísk málverk og það kom skemmtilega á óvart að sjá hvernig þeir tengdu abstrakt-málverkin beint við íslenska náttúru. Töluverð vinna var lögð í sýninguna af hálfu safnsins og vel að henni staðið." Forráðamenn safnsins bíða nú spenntir eftir viðbrögðum almenn- ings og aðsókn að sýningunni. í TILEFNI af sýningunni íslenskt málverk á 20. öld hefur um 15 metra háu, handmáluðu kynningarveggspjaldi verið komið fyrir á framhlið Nútímalistasafnsins í Hong Kong. Þar sést hluti úr málverkinu Skammdegissól úr Hafnarfirði eftir Ásgrím Jónsson með innfelldri mynd af verki eftir Jón Engilberts. VIÐ innkomu í sýningarsalinn blasir við annað veggspjald með hluta málverksins Úr Þingvallarhrauni eftir Finn Jónsson og innfelldri ljós- mynd af hluta verksins Vindgæra eftir Svavar Guðnason ásamt kynn- ingu á styrktaraðilum sýningarinnar. Og engu líkara en að um kfn- verska myndlist sé að ræða. Hljómtækjasam- stæða m/ geisla- spilara, útvarpi og kassettutæki.^í Nett en öflug Jm stæða! jfH ERICSSON —Nýtt síma-^ númer 550-4444 Póstkröfusími «w550-4400^ Nettur og skemmtilegur GSM sími á ótrúlegu verði. Þýskt gæðatæki á hlægilegu opnunartilboði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.