Morgunblaðið - 20.03.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 20.03.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 51 + Þorsteinn Þórir Alfreðsson fædd- ist í Hafnarfirði 30. júlí 1931. Hann lést á heimili sínu 11. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ólafía Dagbjört Þorsteins- dóttir, f. 18. nóvem- ber 1910, og Alfreð Þórðarson, hljóðfæra- leikari í Vestmanna- ejjum, f. 21. október 1912. Þorsteinn ólst upp á Kflhrauni á Skeiðum hjá móður sinni og fósturföður, Valdimar Guðmundssyni bónda, f. 2. september 1902. Foreldrar Þor- steins og fósturfaðir eru nú látin. Sammæðra bræður Þorsteins eru Árni Valdimarsson, útibússljóri Landsbanka Islands, f. 31. desem- ber 1936, og Erlendur Valdimars- son, skrifstofumaður, f. 1. nóvem- ber 1947. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, f. 26. febrúar 1932 á Stokkseyri, þar sem hún ólst upp. Þau gengu í hjónaband 23. maí 1953. Guðrún er dóttir Aðalheiðar Eyjólfsdótt- ur, f. 27. júlí 1909, og Sturlaugs Guðnasonar, f. 18. ágúst 1904. Þau bjuggu á Stokkseyri þar til þau fluttust til Reykjavíkur árið 1953. Sturlaugur Iést árið 1985. Aðalheiður býr í Reykjavík á 89. aldursári. Þorsteinn og Guðrún byggðu hús sitt á Suðurbraut 3 í Kópavogi, þar sem þau bjuggu alla tíð frá árinu 1956. Synir Þor- Kveðja frá eiginkonu Eg leitaði blárra blóma að binda þér dálítinn sveig, en fólleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. Og ég gat ei handsamað heldur þá hljóma, sem flögruðu um mig, því það voru allt saman orðlausir draumar um ástina, vorið og þig. En bráðum fer sumar að sunnan og syngur þér öU þau ljóð, sem ég hefði kosið að kveða þér einn um kvöldin sólbjört og hljóð. Það varpar á veg þinn rósum og vakir við rúmið þitt, og leggur hóglátt að hjarta þínu hvítasta blómið sitt. Ég veit ég öfunda vorið, sem vekur þig sérhvern dag, sem syngur þér kvæði og kveður þig með kossi hvert sólarlag. Þó get ég ei annað en glaðst við hvern geisla, er á veg þinn skín, og óskað, að söngur, ástir og rósir, sé alla tíð saga þín. (Tómas Guðm.) Ástarþakkir fyrir allar góðu stundirnar, elsku Steini minn. Hvfldu í friði. Þín Guðrún Ásdis. Elsku tengdapabbi. Það er erfítt að hugsa sér lífið og tilveruna án þín. Mér er þakklæti efst í huga fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við Stulli lögðum grunninn að okk- ar búskap í íbúðinni ykkar tengda- mömmu á jarðhæðinni á Suður- brautinni. Þar áttum við yndisleg ár og þar sté elsti sonur okkar, Steinar Þór, sín fyrstu spor, í miklu dálæti hjá þér. Örlögin hög- uðu því svo að við fórum til náms í Danmörku og fluttum síðan á Homafjörð, þannig að langar vega- lendir hafa aðskilið okkur. Það hef- ur samt ekki komið í veg fyrir gott samband og alltaf jafngott að koma á Suðurbrautina. Þar höfum við alltaf átt gott athvarf þegar við höfum komið til höfuðborgarinnar. Steinar Þór hefur nú búið tvö ár hjá ykkur tengdamömmu, í íbúð- inni þar sem við hjónin hófum bú- skap. Þú varst honum stoð og stytta. Þú hvattir hann til dáða, steins og Guðrúnar eru tveir: 1) Sturlaug- ur, f. 25. febrúar 1953, bæjarstjóri á Hornafirði, kvæntur Helgu Lilju Pálsdótt- ur. Börn þeirra eru Steinar Þór, f. 6. des- ember 1977, Guðrún Ásdís, f. 4. mars 1983, og Stefán Örn, f. 6. ágúst 1986. 2) Valdi- mar Óli Þorsteinsson, f. 5. desember 1957, veitingastjóri, kvænt- ur Katrínu Guð- mundsdóttur. Sonur þeirra er Þorsteinn Óli, f. 31. maí 1987. Valdimar bjó áður með Rig- mor Jensen og áttu þau sarnan Ann Kristine, f. 22. júní 1977. Börn Katrínar af fyrri sambúð eru Guðmundur, f. 31. október 1973, og Kristján Freyr, f. 7. janú- ar 1977. Þorsteinn gekk í lögregluna í Reykjavík 1. júm' 1953 og starfaði þar til dauöadags. Hann var skip- aður aðstoðarvarðstjóri árið 1972, varðstjóri 1977 og lögreglufulltrúi 1986. Þorsteinn var áhugamaður um íþróttir. Hann var m.a. í landsliði Islands í frjálsum iþróttum og Is- landsmeistari x kringlukasti varð hann árið 1966. Hann náði einnig árangri í skák og sat í fyrstu stjórn Handknattleiksfélags Kópavogs. Þorsteimi var jarðsettur í kyrr- þey að eigin ósk og fór útförin fram frá Kópavogskirkju 19. mars. bæði við að ljúka stúdentsprófinu, að halda áfram með píanónámið og að hefja háskólanámið. Alltaf leið mér vel að vita af stráknum mínum í þínum höndum. Þú gafst þér einnig alltaf góðan tíma til að sinna yngri bömunum. Það er þeim mik- ils virði og fyrir það er ég þakklát. Hvatning þín og styrkur hefur alltaf hjálpað okkur og þú varst kletturinn í hafinu. Þú varst góður maður og hjartahlýr og þú öðlast örugglega sess hjá almættinu í samræmi við það. Guð gefi þér frið og okkur styrk til að njóta allra góðu minninganna sem við eigum um þig. Þín tengdadóttir, Helga Lilja Pálsdóttir. Hugurinn leitar á heimaslóðir, Steini bróðir var mín fyrsta fyrir- mynd sem ég elskaði og virti strax í æsku minni. Þegar ég nú á skiln- aðarstund leita uppi mínar fyrstu æskuminningar um hann, þá birtist í hugskoti mínu laglegur ljóshærð- ur drengur, hógvær og stilltur, trúr og vinnusamur, vemdari okk- ar krakkanna í Kflhrauni, sem öll vorum yngri og hann óneitanlega var dæmdur til að bera vissa ábyrgð á. Þegar Steini kom með móður sinni að Kílhrauni 1933, þá á þriðja aldursári, hafði ekki barn fæðst á þeim bæ frá því að Kol- beinn fóðurbróðir minn fæðist 1909. Þetta var því vissulega gleði- ríkur viðburður í fásinni sveitalífs- ins á þeirri tíð að fá bam inn í sam- félagið við heimilisfólkið sem allt var uppkomið fólk. En Steini vann hug allra á heimilinu, jafnt þeirra eldri sem okkar hinna, sem fædd- umst og spmttum úr grasi þegar Steini var að stálpast, og eftir að pabbi byggði sinn litla bæ á hlaðinu austan við gamla húsið í Kflhrauni og foreldrar okkar fóru að búa út af fyrir sig, var Steini ævinlega aufúsugestur í vesturbænum hjá Þórði og Fíu. Steini kom sér alls staðar vel, hann var vinsæll í skól- anum á Brautarholti meðal skóla- systkina sinna og alltaf minntist hann Klemensar, fyrsta kennara síns, með mikilli hlýju. Þótt Steini væri afar hlédrægur og fyrirferðarlítill meðal jafnaldra sinna leið öllum betur væri hann einhvers staðar nálægur. Hann varð fljótt mikill áhugamaður um allar íþróttir og þótti mjög efnileg- ur og fjölhæfur íþróttamaður sem átti eftir að verða íslandsmeistari í sinni grein, enda þjálfaði hann sig og æfði af miklu kappi oftast við erfiðar aðstæður og misjafnan skilning þeirrai- tíðar. Þá varð hann snemma einlægur unnandi tónlistar og ég held að hann hafi ekki verið fermdur, þegar hann gat náð lagi bæði á harmoniku og gít- ar. En einna minnisstæðastur er mér hinn mikli dugnaður Steina til allrar vinnu. Vorið 1948 var byrjað að byggja nýtt íbúðarhús í austurbænum í Kflhrauni. Þá var Steini á 18. árinu. Hann varð strax aðalmaðurinn við þá byggingu og t.d. má geta þess að um veturinn múraði hann allt húsið að innan, bæði loft og veggi, og hygg ég að það hafi ekki aðrir leikið eftir á hans aldri. Hann var verklaginn með afbrigðum og fann oft upp nýtt verklag og aðferðir við vinnu sem voru bæði fljótlegri og léttari og ekki síður vandaðar en þær sem áður tíðkuðust. Steini stundaði sjóróðra vertíð- ina 1950-51 hjá Guðna í Varmadal á Stokkseyri og minnist ég þess þegar hann kom heim um vorið með ljóshærða laglega stúlku og sagði mér að þetta væri kærastan sin. Ég man hvað mér þótti hún falleg. Hún varð konan hans, besti og traustasti vinurinn í lífinu allt til hans hinstu stundar. Hún var kaupakona hjá foreldrum okkar þetta sumar. Um haustið fóru þau niður á Stokkseyri og síðan til Reykjavíkur og byrjuðu búskap í litlu húsi við Suðurbraut í Kópa- vogi. Hann fór í lögregluna, síðan byggði hann stórt og reisulegt ein- býlishús á Suðurbraut 3, mest með eigin höndum, þar hafa þau Guð- rún búið allan sinn búskap. Eins og hús þeixra var byggt á bjargi, þá var heimili þeixra og sambúð byggð á bjargi. Þau eign- uðust tvo efnilega syni sem báðir eru kvæntir og hafa eignast börn og komast vel áfram í lífinu. Steini var strax í æsku mikill hófsemdar- og reglumaður, orðvar og orðheldinn og taldi heimilið þann hornstein sem grundvallaði hamingju þessa lífs. Hann var maðurinn sem nýtti morgunstund- ina og birtu vorsólarinnar við að rækta garðinn sinn. En skyndilega bregður sorta fyrir sólu. Nú þegar framundan voru starfslok hjá Steina í lögreglunni og þau hjónin farin að skipuleggja rólegu árin framundan, greindist Gunna með alvarlegan sjúkdóm sem hún berst nú við hetjulegri baráttu, svo hetjulegri að við sem á horfum í vanmætti okkar stöndum undrandi og orðlaus yfir því hversu mikinn innri styrk hún á nú, þegar öllu virðist lokið. Elsku Gunna mín, ég bið fyrir þér í þínum miklu veikind- um á þessari erfíðu stund, og ég bið fyrir ykkur öllum, Stulla og Ola, bamabörnum, tengdadætrum, tengdamóður og systkinum. Missir ykkar er mikill, byrði sorgarinnar er þung, ekki síst þegar fráfallið er eins snöggt og hér hefur nú gerst. Megi algóður Guð sem öllu stýrir gefa ykkur öllum styrk og trú á það góða og uppbyggilega sem var Steina bróður vegvísir á lífsleið- inni. Vertu sæll, kæri bróðir. Klökk- um huga kveðjum við þig um leið og við þökkum kærleiksríka sam- fylgd þína og leiðsögn í lífinu. Hug- heilar samúðarkveðjur frá fjöl- skyldum okkar bræðra. Árni Valdimarsson, Erlendur Valdimarsson. Afi okkar, Þorsteinn Alfreðsson, var hreint frábær maður. Þegar við komum í heimsókn til afa og ömmu í Kópavoginn gaf hann sér alltaf góðan tíma með okkur, las, fór í sund með okkur, kenndi skák og margt fleira skemmtilegt. Oft fór hann með okkur í bfltúr. Þá notaði hann tækifæi-ið og kenndi okkur margt fróðlegt og nytsamt. Hann keyrði oft í kringum Kópavogs- kirkju sem honum þótti mjög vænt um. Hann vildi alltaf gera öllum gott. Við söknum þín, afí, og allra góðu stundanna sem þú gafst okk- ur. Við munum aldrei gleyma þér og vonum að í lífinu getum við nýtt okkur þann góða boðskap sem þú hefur kennt okkur. Við stöndum öll við hlið ömmu, tökum þátt í söknuði hennar og vonum að við getum styrkt hana eins og hægt er. Kæri afi, við erum viss um að þér hafi verið vel tekið og að þér líði vel í faðmi Guðs. Þín er sárt saknað en minningin um þig, heimsins besta afa, styrkir okkur, alltaf, alla tíð. Ann Kristine, Guðrún Ásdís, Stefán Örn, Anja Ríkey og Þorsteinn Óli. Elskulegur afi minn er látinn. Það var mín gæfa að fá að kynnast honum mjög náið, þar sem ég bjó í kjallaraíbúðinni hans og ömmu undanfarin tæp tvö ár. Vinir og ættingjar sem nú syi-gja hann vita allir hvflíkt gæðablóð maðurinn var. Einstök góðmennska, skyn- semi og lítillæti einkenndu hann og voru öllum þeim sem hann þekktu ljós. Nú lifa hinar góðu minningar um hann og ég geri mér grein fyrir að þær eru ómetanlegar. Bless, elsku afi, þér mun ég aldrei gleyma, því þú kenndir mér hvað það er sem skiptir máli í lífinu, það að lifa þvi. Steinar Þór. Það er erfitt að trúa þeirri harmafregn að hann Steini sé dá- inn. Hann Steini hennar Gunnu sem alltaf var svo sterkur og róleg- ur, alltaf hægt að treysta á hann ef eitthvað bjátaði á og sá um það sem þurfti að gera. Það var alltaf gott að spjalla við hann Steina, hvort sem verið var að spá í fram- tíðina eða veraldarmálin, hann var inni í mörgum hlutum og velti mörgu fyrir sér. Það var gaman að hlusta á hann spila, bæði á píanóið og ekki síður á harmonikuna, en hann hafði mikið yndi af tónlist. Til dæmis í afmæl- um eða öðrum fjölskyldufagnaði dró hann upp nikkuna og allir sungu með eftir textum sem hann var búinn að útbúa fyrir alla. Steini hafði líka gaman af að tefla og var daglegur gestur í Laugunum ásamt Gunnu en hún fór oft með honum. Gunna og Steini voru farin að stunda golfið af lífi og sál og nutu útiverunnar og samvistanna til hins ýtrasta. Einnig var garðurinn mikið áhugamál hjá þeim og ófáar stund- imar sem þau eyddu þar á sumrin enda ber hann þess fagurt vitni. Þær voru nokkrar útilegurnar sem við fórum í ásamt fjölskyld- unni á Suðurbraut á sumrin héma á ámm áður. Þá var oft slegið á létta strengi og haft gaman af. Oft komu Gunna, Steini og strákamir til Stokkseyrar og þá var oft gaman. Þá heimsótti Steini líka frænku sína, hana Mæju á Set- bergi, á meðan hún lifði en henni var hann mjög tryggur. Einnig fór- um við oft á Suðurbrautina og þá var vinsælt að fá að vera eftir og gista nokkrar nætur hjá Gunnu og Steina, og var þá ýmislegt brallað. Það var líka oft fjör á Suður- brautinni þegar öll fjölskyldan var samankomin, Stulli og Helga, kon- an hans, með börnin sín þrjú, og Óli og Katrín, konan hans, með sín böm. Þá vom afi og amma oft stolt af hópnum sínum enda bæði mildð fyrir bamabörnin sín. Þessi samheldni í fjölskyldunni er búin að koma sér vel síðustu mánuði í ei-fiðum veikindum Gunnu. Þá hefur oft verið þörf fyr- ir styrk frá öðmm fjölskyldumeð- limum en aldrei sem nú eftir fráfall Steina. Elsku Steini, þú varst drengur góður, þessi orð lýsa þér vel og við þökkum þér fyrir allt. Elsku Gunna, Stulli, Óli og fjöl- skyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa, ljóssins guð í því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur, kom og sigra, komþúogverosshjá. (Þýð. S. Egilsson.) Fjölskyldan á Snæfelli. Góður lögreglumaður þarf að eiga til í einu bæði festu og mannúð. Með þessum eiginleikum þarf ætíð að vera jafnræði. Þorsteinn Alfreðsson átti þennan tvíþætta eiginleika til í ríkum mæli. Hann hafði metnað fyrir hönd síns starfs, en sá metnaður var óeigin- gjarn og fól ekki neina upphafningu í sér. Hin mannlega þörf og vel unn- ið verk skiptu öllu máli. Hann hafði ætíð það orð á sér að vanda til verka. Á ferli hans í al- mennu deildinni var samvinna hans sem varðstjóra og Magnúsar G. Magnússonar aðalvarðstjóra fræg. Þorsteinn staifsamur og nákvæm- ur, Magnús meira til hlés, en tók af skarið þegar þurfti, og þýddi þá ekkert fyrir neina að malda í móinn þótt hærra teldust settir. Þesái samvinna var mjög að beggja skapi og ekki síður þeirra sem undir þeirra stjóm störfuðu, enda báðir mennimir hreinskiptnir og vel skilningsgóðir á mannlegt hlut- skipti. Þegar Þorsteinn tók við boðunar- deildinni bauðst honum vettvangur sem hentaði vel eðli hans. Hann var eftirgangssamur um árangur, en á þann veg sem var starfsmönnum hans hvatning. Um leið var hann ætíð meðvítaður um það að verkefn- in snerust um annað og fleira en statistík og krónutölu. Vinnufélögum sínum reyndist hann'betri en enginn og var í mun að taka tillit til aðstæðna þeirra og vandamála. Hann var alvörugefinn og ekki fljóttekinn, en vinátta hans var fölskvalaus. Undir niðri leyndist síðan notaleg kímni, án rætni en með góðri og næmri vitund um mannlegan veikleik. Hann ræddi gjarna við félaga sína um verkefni og verklag, og hlustaði grannt eftir annarra tillög-5 um og ábendingum. Hann var þá ætíð reiðubúinn að prófa þær hug- myndir sem virtust vænlegar. Þó . - kom fyrir að hann vildi ekki ræða einhverja ráðstöfun, tók af skarið, og var þá jafnan ljóst að yfirboðarar höfðu ákveðið eitthvað sem var hon- um ekki að skapi og hann vildi ekki þurfa að verja. Honum líkaði ekki alls kostar þegar menn út í frá töluðu af litlum skilningi um boðunardeildina, og svarið hans við því var eftirminni- legt. Hann sóttist nefnilega eftir því að fá þá sem hæst létu í starf hjá sér í deildinm lengri eða skemmri tíma. Fór þá jafnan svo, að þeir átt- uðu sig talsvert betur á öllum for- sendum og líkaði að auki vistin vel hjá Þorsteini. Síðustu árin vann hann síðan að sjálfstæðum verkefnum, sem þurftu nákvæmni og kostgæfni við. Þá var hann að vísu laus við sumt af þeim erli sem fylgdi verkstjórn á stórum hópi. Hins vegar var ljóst að hann saknaði félagsskaparins. Blessuð sé minning hans. Gamlir starfsfélagar. • Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfínu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ^ ÞORSTEINN ÞÓRIR ALFREÐSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.