Morgunblaðið - 23.04.1998, Side 8

Morgunblaðið - 23.04.1998, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GeirH. Haarde tók'viö lyklavöldum í fiármálaráöuneytinu í gæn1 Tek við góðu búi _ segir Geir. Friðrik segist mjög sáttur viö aö hætta TGrtAu fj£) ÞÚ ferð létt með þetta, það þarf ekkert orðið að nota annað í reikningslistinni en plúsinn Geir minn. Bankaráð Landsbanka afnemur dagpeningagreiðslur til maka Dagpeningar til banka- sijóra lækkaðir um 20% DAGPENINGAR bankastjóra Landsbanka íslands voru lækkaðir úr 100% niður í 80% af greiðslum bankastarfsmanna um leið og ákveðið var að afnema dagpeninga- greiðslur til maka. Eftir sem áður verður hótelkostnaður bankastjóra greiddur sérstaklega, þar með tal- inn morgunmatur. Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði að þyrftu stjómendur bankans að fara utan til fundar við erlenda banka- menn og vera viðstaddir kvöldverði þar sem ætlast væri til að maki væri með fengist heimild til að hafa hann með. Pað myndi hins vegar gerast í samráði við formann bankaráðs. Mun fara yfir allar ferðir „Þetta verður þrengt mjög svo,“ sagði hann. „Eg mun fara yfir allar svona ferðir með bankastjóra. Hann mun tilkynna mér hvað þarf að fara og svo framvegis og það mun ekkert gerast af sjálfu sér.“ í greinargerð Ríkisendurskoðun- ar var einnig talað um að sterkar vísbendingar séu um að risnuút- gjöld tengist í mörgum tilvikum að- eins bankastjórunum sjálfum og mökum þeirra og er bent á að þeir hafi fengið greidda fulla dagpen- inga. Helgi sagði að þannig ætti hlutunum ekld að vera háttað. Bankaráð Landsbankans sendi Finni Ingólfssyni, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, bréf daginn sem greinargerð Ríkisendurskoðunar barst, og segir þar að á tímabilinu 1994 til 1997, þeim tíma, sem tekinn er fyrir í greinargerðinni, hafi sömu reglur átt við um ferðakostnað bankastjóra Landsbankans og giltu samkvæmt reglugerð um ferða- kostnað ráðherra: „Þessar reglur hafa nú verið endurskoðaðar og hafa m.a. heimildir til greiðslu ferðakostnaðar maka verið þrengd- ar verulega og dagpeningagreiðslur til maka afnumdar og dagpeningar bankastjóra lækkaðir. Ferðir á kostnað bankans eru einungis heim- ilar í beinum og ótvíræðum erindum bankans." Að sögn Helga getur verið að reglumar verði þrengdar enn meira, en hann sagði að það hefði ekki verið rætt við nýjan banka- stjóra Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson. Hér ræður sky nsemin Helgi sagði að settar hefðu verið reglur í sex liðum um risnu og í átta liðum vegna ferðalaga. Þegar verið var að kanna hvemig þeim reglum ætti að vera háttað hafði hann sam- band við forstjóra þriggja fyrir- tækja, sem allir svöruðu á sömu lund, hjá þeim væra engar reglur, heldur væri treyst á dómgreind manna að fara vel með fé. „Því mið- ur Helgi minn,“ sögðu þeir. „Hér ræður skynsemin." Og þannig hélt ég að það væri hér í Landsbankan- um líka,“ sagði formaður bankaráðs Landsbankans. Maraþon Extra 2 kg. 548-“ Grillkol 2,6 kg. Mexlco og Austurlensk Grýta Kókómjólk 6 í pk. ■HHe Allir dagarerutilbodsdagarJijáokkur IINNI HEIM • UM LAND ALLT Smásagna- og Ijóðasamkeppni barna Ævintýri, hryll- ingssögur - vin- átta og einsemd Kristín Birgisdóttir VERÐLAUN verða veitt í smásagna- og ljóðasamkeppni nokkurra almennings- bókasafna við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu í dag. Samkeppnin var haldin í minningu Hall- dórs Laxness. Dag bókai’- innar ber upp á sumar- daginn fyrsta og fæðing- ardag Halldórs Laxness og efnir Bamabókaráð, íslandsdeild IBBY, Intemational Board on Books for Young People, til árlegrar sumardags- gleði í Norræna húsinu með þátttöku fulltrúa al- menningsbókasafna. Því eru verðlaunin afhent þai\ Söfnin sem efndu til samkeppninnar em Amtsbókasafnið á Akureyri, Borgarbókasafn Reykjavíkur, Bókasafn Kópavogs, Bókasafn Reykjanessbæjar, Bókasafn Sel- tjarnai’ness, Bæjar- og héraðs- bókasafnið á Selfossi og Héraðs- bókasafn Kjósarsýslu í Mosfells- bæ. Skilafrestur var 3. apríl síðast- liðinn og var þátttakendum skipt í þrjá aldurshópa, eða 6-9 ára, 10- 12 ára og 13-16 ára. Ritverkunum hefur verið safnað saman í hefti sem verða til útláns og sýnis í söfnunum og verða veittar viður- kenningar fyrir þátttöku í hverju safni fyrir sig. Ritverk frá hveiju safni vom lesin og úrval sent áfram í sam- keppnina og mun dómnefnd verð- launa nokkur þeirra sérstaklega. Formaður dómnefndar er Iðunn Steinsdóttir rithöftmdur og aðrir nefndannenn era Jón Kalman Stefánsson rithöfundur, Rristín Birgisdóttir og Kristín Viðars- dóttir bókmenntafræðingur og bókavörður. - Afhverju var efnt til þessarar samkeppni? „Löng hefð er fyrir lestrar- hvetjandi verkefnum af ýmsu tagi á bókasöfnum hér og söfiiin vildu að þessu sinni hvetja bömin til þess að spreyta sig á skapandi skrifum. Eitt af meginmarkmið- um almenningsbókasafna er einmitt að styðja við og efla ís- lenska tungu og svona samkeppni hvetur böm til þess að prófa sjálf og líka til þess að lesa. Verkefnið gekk vonum framar því söfnunum bárast á annað þúsund verka. Fjöldinn er mikill en þama er heilmikið af góðu efni.“ - Áttu þátttakendur að skrifa um eitthvað sérstakt? „Nei, við leyfðum þeim að alfar- ið að ráða því sjálfum. Einnig völdu bömin hvort þau skrifuðu smásögur eða Ijóð og mér sýnist að ljóðin séu fleiri. Það finnst mér skemmti- legt því oft er talað um að Ijóðið sé dautt og að enginn hafi löngun til þess að lesa Ijóð. Þetta gefur aðra vísbend- ingu.“ - Hvað fjalla verkin einkum um? „Það var gaman að sjá hversu óhrædd bömin virtust við að spreyta sig á alls kyns bók- menntaformum. í sumum ljóð- anna vora magnaðar stemmning- ar og þau náðu mörg að halda u(> an um mikið efni í knöppu formi. Önnur Ijóð vora meira frásagnar- kennd. Þama vora í raun alls kyns gerðir ljóða. Smásögumar vora jafn fjölbreyttar og ólíkar að efni og formi; örsögur, lengri frásagn- ► Kristín Birgisdóttir fæddist í Reykjavík árið 1964. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólan- um við Sund árið 1984 og BA- prófi í bókmenntafræði frá Há- skóla íslands árið 1989. Meðan á háskólanámi stóð bjó Kristín um tíma á ftalíu og í Ffladelfíu í Bandaríkjunum að loknu prófi. Hún kom til starfa sem barna- bókavörður hjá Héraðsbóka- safni Kjósarsýslu í Mosfellsbæ árið 1993 og er ritstjóri blaðsins Börn og menning, sem IBBY- samtökin gefa út. Eiginmaður Kristínar er Sigurjón Baldur Hafsteinsson forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur og eiga þau tvær dætur. ir, ævintýri, hryllingssögur, draugasögur, sögur um einelti, vímuefni, vináttu, einsemd og dauða. Ævintýrin, hryllings- og draugasögumar vora mikið í yngri hópunum, einkum þeim i miðjunni, en eldri hópurinn fjall- aði mikið um einelti, vímuefni og einsemd. Það er ekki alltaf sól og sumar í þessum sögum og athygli vakti hversu beinskeittir margir vora i tjáningu og efnisvali. Þama vai' ekkert dregið undan. Gefín verða út þrjú hefti með verkum bamanna sem raðað er eftir aldri. Hefti þeirra yngstu nefnist Nátt- úraböm, miðhópsins Ævintýra- böm og skrif þeirra elstu bera tit- ilinn Nútímabörn." - Kom eitthvað þér á óvart í samkeppninni? „Já, magnið kom mér á óvart og jafnframt hversu gott efiiið er í raun. Fjölbreytnin sýnir að bömin þekkja þessi bókmenntaform, sem við á bókasöfnum reyndar vitum. Rrakkar lesa og þau eru okkar stærsti viðskiptavinur. Við voram líka með svokallaða sögukeðju fyrir 3-6 ára böm í tengslum við smá- sagna- og ljóðasam- keppnina. Hún var þannig að krakkar á tilteknu safni byrjuðu á sögu sem bókavörð- urinn skrifaði niður og sendi í tölvupósti á næsta safn, þar sem annar hópur tók við og síðan koll af kolli. Úr þessu vai'ð líka til hin skemmtilegasta saga.“ - Gegnir tölvan stóru hlutverki í starfí safnanna? „Já, það gerir hún, þar sem upplýsingaþjónustan er eitt af meginverkefnum bókasafna. En við megum ekki gleyma því að bókasafnið er líka menningar- stofnun þar sem böm og fullorðn- ir geta sótt í bækur og annað lif- andi menningarefni og starf.“ Fleiri Ijóð sýna að formið sé sprelllifandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.