Morgunblaðið - 23.04.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 23.04.1998, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Dýradauði kemur Disney í vanda Aftökur vegna þjóðarmorða í Rúanda Kigali, Rúanda. París. Reuters, Daily Telegraph. RÚMLEGA tuttugu menn verða teknir af lífí á föstudag fyrir þjóð- armorðin í Rúanda árið 1994 þegar talið er að um 800.000 manns hafi verið myrt. Pasteur Bizimungu, forseti Rúanda, hafnaði á mánudag óskum um vægð og skipaði jafn- framt svo fyrir að aftökumar færu fram með þeim hætti að almenn- ingi yrði gert kleift að fylgjast með. „Aftökumar munu kenna þeim lex- íu sem ekki virða líf annarra“, sagði í tilkynningu í útvarpi Rú- anda en markmið ríkisstjómar landsins er að vara við þá stríðs- menn Hútú „sem enn hyggja á frekari þjóðarmorð.“ Föðurlandsfylking RPF, sem nú fer með stjórn í Rúanda, hóf rétt- arhöld vegna þjóðarmorðanna í desember 1996 en í valdatíð Hútúmanna er talið að um 800.000 manns, af ættbálki Tútsí-manna og hófsamra Hútúmanna, hafí verið myrt. Um 130.000 manns bíða nú réttarhalda vegna atburðanna. Stjórn Hútúmanna hóf þjóðar- morðin eftir að frönsk flugvél, sem innihélt Juvenal Habyarimana, for- seta Rúanda, og Cyprien Ntarya- mira, forseta Búrúndí, var skotin niður en talið er að RPF hafí verið þar að verki. Gmnur leikur hins vegar á að flugskeytið sem grand- aði flugvélinni hafi verið uppmnnið í vopnabúmm Frakka. Jafnframt er deilt um hvort franskar her- deildir, sem sendar voru á vett- vang, hafí beitt sér sem skyldi við að stöðva morðin. Edouard Balladur, sem gegndi embætti forsætisráðherra Frakk- lands árið 1994, og Alain Juppé, þá utanríkisráðherra, komu í fyrradag fyrir þingnefnd í París sem rann: sakar aðdraganda atburðanna. í vitnisburði sínum varði Balladur hlut Frakka og sagði rangt að halda því fram að franskar her- deildir hefðu ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að stöðva fjöldamorð Hútústjórnarinnar. „Það er Frakklandi að þakka að tugum þúsunda mannslífa var bjargað. Enginn annar gerði nokkurn skapaðan hlut.“ DISNEY-fyrirtækið bandaríska hefur lent í óvæntum erfíðleikum í tengslum við opnun nýs og geysistórs dýragarðs í tengslum við Disney-land í Orlando á Flórída. Alls hafa um 1.500 dýr verið flutt inn frá Afríku og þeim komið fyrir í garðinum en afföllin í dýrahópnum hafa verið svo mikil að dýraverndarsamtök hafa mót- mælt meðferð Disney á dýrunum harðlega. Dýragarðurinn, Animal Kingdom (Konungsríki dýranna), á að kosta um 800 milljónir Bandaríkjadala, um 57 milljarða ísl. kr., en hann er tilraun til að endurskapa afríska dýraríkið í einskonar þjóðgarði. Vonast sljórnendur hans til þess að dýr- in 1.500 geti lifað sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir um 10 milljónir gesta, sem gert er ráð fyrir að heimsæki garðinn á ári hverju. Stjórnendur garðsins hafa hins vegar komist að því að náttúran er mun erfíðari viðureignar en teiknimyndapersónur og hafa óvænt dauðsföll nokkurra dýra óneitanlega varpað skugga á opnun dýragarðsins í gær. Vandræðin hófust er tvær afrískar trönur urðu undir safaribíl. Skömmu síðar drápust fjórir blettatígrisungar og reynd- ust þeir hafa drukkið frostlög. Þá hvarf svartur nashyrningur á vit feðra sinna eftir að hafa gleypt prik og flóðhestur fékk blóðeitrun og dó. Michael Eisner, forsljóri Disn- ey, hefur reynt að bera blak af starfsmönnum dýragarðsins og sagt að aðeins lítið brot af dýrum í garðinum hafi drepist, öfugt við það sem gerist í náttúrunni. En málið er eigi að síður hið vand- ræðalegasta, ekki síst vegna þess að um Disney-fyrirtækið er að ræða, þar sem fólki fínnst ein- faldlega að dýrin eigi ekki að drepast, að sögn talsmanns fyrir- tækisins. I gær stóðu dýravemdunar- samtök fyrir mótmælum í tengsl- um við opnun garðsins en þau telja að Disney notfæri sér dýrin á ósmekklegan hátt. Þá óttast margir að hnökrar verði á sam- skiptum ferðamanna og villtra dýra. T.d. hafi gíraffi sem stóð á miðjum veginum í dýragarðinum og gæddi sér á laufblöðum, verið hrakinn á brott með priki, er bif- reið með hópi alþjóðlegra blaða- manna var ekið um. Sé þetta til marks um hvernig komið verði fram við dýrin, sé varla von á góðu er gestunum fjölgi. Milljóna- sekt vegna ofveiði SPÆNSKIR sjómenn eiga yfír höfði sér sektir sem svara til rúmra 120 milljóna kr. ísl. fyrir ofveiði í breskri landhelgi. Tíu skipstjórar hafa viðurkennt yf- ir 100 brot, m.a. ofveiði, og falsaðar aflaskýrslur. Verður mál þeirra tekið fyrir í bresk- um dómstól á næstunni. SPD spáð meirihluta ÞÝSKUM jafnaðarmönnum (SPD) er spáð miklum yfir- burðum, jafnvel hreinum meirihluta í kosningum í sam- bandslandinu Sachsen-Anhalt í austurhluta Þýskalands, sem fram fara á sunnudag, sam- kvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær. Samkvæmt könnuninni fá jafnaðarmenn 43% atkvæða en kristilegir demókratar 25%. Óttast árið 2000 í flugi BANDARÍSKA loftferðaeftir- litið (FAA) íhugar nú að grípa til aðgerða til að tryggja að ekki komi upp erfiðleikar í flugi í Bandaríkjunum er árið 2000 gengur í garð. Fullyrt er að tölvubúnaður kunni að stöðvast þá þar sem forrit hans túlki endinguna 00 sem árið 1900 og vill FAA fullvissa sig um að tæki í flugvélum og flug- tumum bregðist ekki er á reyni aldamótaárið. Rúmlega 90 taldir af FJÖGUR lík hafa fundist og níutíu í viðbót eru taldir af eftir að seglbátur sökk úti við strendur norðurhluta Haiti. Báturinn var á leið til Nassau á Bahama-eyjum en klofnaði í tvo hluta og sökk í sæ á fóstu- dag í síðustu viku. Fregnir af atburðinum bámst lögreglu hins vegar ekki fyj-r en á þriðjudag í þessari viku. Að sögn lögreglunnar olli offermi og slæmt veður slysinu. Egill Jacobsen látinn DANSKI abstraktmálarinn Egill Jacobsen er látinn, 87 ára. Hann var einn upphafs- manna Cobra - hóps danskra, belgískra og hollenskra lista- manna. Yanunu beið- ist náðunar NEFND er fjallar um náðun- arbeiðnir í Israel, fundaði í gær um mál Mordechai Van- unu, sem afplánar nú 18 ára dóm fyrir njósnir. Vanunu hef- ur verið tæp tólf ár í haldi en ákvörðun verður tekin um náð- unarbeiðni hans 4. maí. Þingi líkt við fornminjar JACQUES Chirac Frakk- landsforseti er sagður æfur vegna yfirlýsingar Lionels Jospins forsætisráðherra sem líkti efri deild þingsins við „fornminjar“. Telur Jospin efri deildina of íhaldssama og valdamikla. Auðjöfrar saman gegn Jeltsín BORIS Berezovskí, auðjöfurinn sem fjármagnaði að miklum hluta kosn- ingabaráttu Borís Jeltsíns fyrir for- setakosningamar 1996, hefur í nafni hóps voldugustu iðnjöfra Rússlands hrint af stað áróðursherferð gegn umbótastefnu Jeltsíns og umbóta- stefnu hans í efnahagsmálum. Á morgun, fóstudag, á að fara fram þriðja og síðasta atkvæða- greiðslan í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, um staðfest- ingu Sergejs Kíríjenkós í embætti, hins unga umbótasinna sem Jeltsín skipaði forsætisráðherra eftir að hafa rekið alla ríkisstjórnina í lok marz. Fréttaskýrendur telja líkleg- ast að Kíríjenkó hljóti loks sam- þykki þingsins, en óljósara er hvaða málamiðlanir Jeltsín og Kíríjenkó þurfa að gangast inn á til að tryggja að svo fari. Nú hafa línur skýrst í valdatogstreitunni sem liggur að baki erfiðleikunum á að ný ríkis- stjóm nái að festa sig í sessi í Rúss- landi. Þessi togstreita snýst ekki að- eins um andstöðu kommúnista á þingi, sem þar eru atkvæðamestir, gegn Jeltsín og stefnu hans, heldur um hagsmunaárekstur umbótasinn- anna, sem Jeltsín hefur sett traust sitt á, og nýríkra auðjöfra landsins, sem em menn sem tókst að sölsa undir sig arðvænlegustu ríkisfyrir- tækin er þau voru einkavædd. I einu dagblaðanna, sem Ber- ezovskí, sá þessara auðjöfra sem mest berst á, ræður yfir, Neza- visimaya Gazeta, birtist í fyrradag harðorð yfirlýsing, þar sem því var lýst gegn hvaða skilyrðum Jeltsín gæti „keypt“ sér stuðning meiri- hluta þingheims við forsætisráð- herraefni sitt. Skilyrðin era þau, að Jeltsín svipti hörðustu umbótasinnana áhrifum, en þeir hafa komið sér upp á kant við auðjöfraklíkuna með því að reyna að hafa betri stjóm á sölu ríkiseigna og að hamla gegn inn- herjaviðskiptum. Eða eins og það var orðað í blaðinu: Komast mætti hjá andstöðu þingsins ef Jeltsín gengist einfaldlega inn á skilyrði „stórkapítalsins“. Ljóst er að á stefnuskrá ríkisstjórnar undir for- sæti Kírijenkós verður að gera rót- tækar umbætur á skattakerfinu, ná betri stjóm á einkavæðingu og ekki sízt að stýra hinum voldugu einokun- arfyrirtækjum á borð við gasfyrir- tækið Gazprom og raforku-einokun- arfyrirtækið. Oljóst er hver niðurstaðan verður í þessari togstreitu, en víst er að andspænis þeirri andstöðu sem blasir við umbótastefnu Kíríjenkós mun hún eiga erfitt uppdráttar. GENNADÍ Zjúganov, leiðtogi rússneskra kommúnista, bindur rauðan klút um háls ungrar stúlku á Rauða torginu í gær, þar sem kommúnistar minntust afmælis Vladimírs Leníns. Reutcrs
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.