Morgunblaðið - 23.04.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 23.04.1998, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 ERLENT h- F MORGUNBLAÐIÐ Fulltrui fórnarlamba Lockerbieslyssins nýkominn frá Trípólí Líbýustjórn sátt við réttarhöld í Hollandi Kaíró. Reuters. FULLTRÚI fjölskyldna breskra fómarlamba Lockerbieslyssins greindi frá því í gær að líbýsk stjómvöld hafi fallist á að Líbýu- mennimir tveir, sem grunaðir em um að hafa staðið að sprengingunni sem grandaði þotu Pan Am yfir Lockerbie í Skotlandi 1988, komi fyrir dóm í Hollandi samkvæmt skoskum lögum. Fulltrúinn, Jim Swire, kom til Kaíró frá Trípólí, höfuðborg Líbýu, á þriðjudag, þar sem hann hafði átt fund með Muammar Gaddafi, for- seta, og stjóm hans. Swire kvaðst telja að mikilvægast væri að Líbýu- menn hefðu ítrekað tilboð sitt frá 1994 um að mennirnir tveir verði kallaðir fyrir dóm í hlutlausu ríki. 270 manns. þ.á m. dóttir Swires, fómst með Pan Am þotunni, sem var af gerðinni Boeing 747. Swire og skoski lögfræðingurinn Robert Black gerðu það að tillögu sinni að efnt yrði til réttarhalda í Hollandi eða öðm hlutlausu ríki en skoskum lögum fylgt og dómarar yrðu frá ýmsum löndum. Swire sagði í gær að Líbýuforseti hefði fallist á þessa tillögu. „Vandinn er auðvitað sá, að ekki er einhlítt að Vesturlönd séu reiðu- Bandaríkin hafna tillögunni búin til að setja þann rétt sem nauð- syn krefur. Ég veit ekki hvað Líbýu- stjóm gæti gert frekar til þess að taka af allan vafa um að henni er full alvara með að [mennimir tveir] myndu mæta [til réttarins],“ sagði Swire við Reuters. Bandarísk stjórnvöld hafa hafnað tillögu Swires og Blacks, og sagði lögmaður fjölskyldna bandarískra fómarlamba slyssins að Swire mælti ekki fyrir munn þeirra. Bret- ar og Bandaríkjamenn hafa krafist þess að mennimir tveir, sem gmn- aðir era um verknaðinn, verði dregnir fyrir dómstóla annaðhvort í Skotlandi eða Bandaríkjunum og hafa Sameinuðu þjóðimar stutt kröfuna með refsiaðgerðum gegn Líbýu. Swire sagði ennfremur í gær að á fundinum með líbýskum yfirvöldum hefði verð rætt um öryggisgæslu fyrir hina gmnuðu og tilnefningu dómara. Eftir að tillögur hans og Blacks hefðu verið „skilgreindar nánar“ hefðu Líbýumennirnir fallist á þær. í Trípólí ræddu Swire og Black einnig við lögfræðing hinna gmn- uðu, Ibrahim Legwell, og tjáði hann þeim að skjólstæðingar sínir væm reiðubúnir tii að mæta fyrir dóm- stóla í hlutlausu ríki. Til stóð að Swire myndi eiga fund með leiðtoga Einingarsamtaka Afr- íkuríkja, Salim Ahmed Salim, og hugsanlega framkvæmdastjóra Arababandalagsins, Esmat Abdel Meguid. Öryggisráð SÞ hefur beitt Líbýu refsiaðgerðum síðan 1992 fyrir að vilja ekki framselja hina gmnuðu, Abdel Baset Ali Mohamed al-Megrahi og Al-Amin Khalifa Fhimah, sem taldir em vera starfs- menn líbýsku leyniþjónustunnar. Breska utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að það vænti þess að ræða við Swire þegar hann kæmi heim og lagði áherslu á að hann hefði farið til Trípólí í eigin nafni. Lee Kreindler, lögmaður í New York, kveðst vera fulltrúi rúm- lega 20 breskra fjölskyldna og einnig ættingja bandarískra fómar- lamba slyssins og segir hann að samkomulag Swires við Líbýustjórn sé ógilt. „Eg lít svo á að Swire sé einungis fulltrúi Swires,“ sagði Kreindler. Reuters. STUÐNINGSMENN Ranariddhs prins fognuðu komu hans til Siem Reap í gærdag. Ranariddh kem- ur til Kambódíu Hótel- gestir á götuna? Ósló. Morgunblaðið. GESTIR á hótelum víðs vegar um Noreg eiga á hættu að vera reknir úr hótelherbergj- um sínum í bítið á föstudags- morgun, ef ekki semst í launa- deilu starfsmanna á hótelum og veitingahúsum og vinnu- veitenda. Starfsmennirnir hafa boðað verkfall á föstudag og mun það í fyrstu koma nið- ur á tæplega 50 hótelum víðs vegar um Noreg en kann svo að breiðast út. Verkfallið skellur á í Ósló, Þrándheimi, Tromsa og Hammerfest og beinist að flestum stærstu hótelkeðjun- um, svo sem SAS-hótelunum, Rica-hótelunum og Rainbow- hótelkeðjunni. Verkfallið er boðað frá og með kl. 6 á föstu- dagsmorgun og skelli það á verður gestum vísað út þegar í stað. Verða yfirmenn hótel- anna þeir einu sem geta skráð gesti út. * Ohugnanleg rað- morð í Mexíkó VÆGÐARLAUS raðmorðingi gengur laus í suðvesturhluta Mexíkó og veldur miklum óhug meðal kvenna í borginni Juarez í nágrenni Chihuahua-eyðimerkur- innar. A undanförnum fimm árum hafa fundist lík að minnsta kosti 70 kvenna í Chihuahua-eyðimörk- inni nálægt Juarez og þykir fjöldi fórnarlambanna með algerum ein- dæmum. Nú þegar hafa 12 lík fundist á þessu ári og er óttast að þeim eigi eftir að fjölga. Fram kemur í frétt bandaríska dagblaðsins The New York Times, að morðinginn, eða morðingjarnir því ekki er útilokað að þama sé um hóp manna að ræða, nauðgi konunum áður en hann myrðir þær og skilur lík þeirra eftir í eyðimörkinni, fjarri mannabyggð- um. Lögreglan í Juarez stendur ráðþrota gagnvart morðunum því þótt hún hafi tvisvar á undanförn- um árum kært menn fyrir glæpina og tilkynnt í bæði skiptin að henni hafi tekist að handsama morðingj- ann hafa líkin haldið áfram að hrannast upp. Kvenréttindasamtök gagnrýna framkvæmd lögreglurannsóknar harkalega og segja lögreglufull- trúa ekki valda starfi sínu. Þau segja reyndar morðin enn fleirí en opinberar tölur gefa upp því alls hafi 118 konur verið myrtar í Ju- arez á undanförnum fimm ámm en í borginni býr ein milljón manns. Siem Reap, Kambódíu. Reuters. NORODOM Ranariddh prins kom til Kambódíu í gær til viðræðna við föður sinn, Sihanouk konung, um væntanlegar kosningar í júh'. Prinsinn hugðist ræða um mikil- vægi þess að kosningamar fæm löglega fram að allir frambjóðend- ur nytu sanngimi en líklegt þykir að Ranariddh hyggi á framboð í kosningunum. Hann lofaði í gær að taka á innflytjendamálum og þóttu ummæli hans, þess efnis að hann vilji láta vísa öllum Víetnömum úr landi, nokkuð umdeilanleg. Ranariddh segist reiðubúinn til að taka höndum saman með Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, um að koma á nauðsynlegum sátt- um í Kambódíu en benti á að þótt andlát Pol Pots í síðustu viku hefði markað kaflaskil í sögu kam- bódísku þjóðarinnar mættu menn ekki gleyma því að Pol Pot stóð ekki einn að verki ódæðisverkum ógnarstjórnar Rauðu Khmeranna 1975-1979 og að margir helstu að- stoðarmanna hans væm enn á lífi. Ieng Sary, sem gegndi embætti utanríkisráðherra í stjórnar tíð Pots, hefur á síðustu dögum haft milligöngu um friðarviðræður milli Rauðu khmeranna og stjórnvalda. Tea Banh, varnarmálaráðherra Kambódíu, sagði í gær friðartillög- ur Rauðu khmeranna, sem kynntar vom í fyrradag, „einskis virði“ og efaðist um gildi þeirra staðhæfinga að Ta Mok, harðlínumaður innan Rauðu khmeranna, væri sestur í helgan stein. Juncker vísar ásök- unum Tyrkja á bug Fáðu senda hugmymjabækliiiga BM»Vallá hjálpar þér að fegra hús og garð. Pantaðu bæklingana Húsið og framkvæmdirnar og Garðurinn og | umhverfið. m) BM-VMLA Bonn. Reuters. JEAN-Claude Juncker, forsætis- ráðherra Lúxemborgar, vísaði í vikunni á bug ásökunum hins tyrk- neska starfsbróður síns um að hann hafi hlýtt skipunum frá þýzku stjóminni þegar ákvörðun var tek- in á leiðtogafundi ESB í Lúxem- borg í desember um að Tyrklandi skyldi ekki boðið að taka upp við- ræður um aðild að sambandinu. „Mér finnst ásökunin ekki meiðandi vegna þess að hún er fá- ránleg. Ég er vin- ur Helmuts Kohls [kanzlara Þýzka- lands], en ekki hestasveinn hans,“ sagði Juncker í viðtali við þýzka vikuritið Stern. Dymar sagðar opnar í síðustu viku lét Mesut Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, þau orð falla í viðtali við annað þýzkt blað, Die Zeit, að Kohl væri um að kenna að Tyrkir skyldu ekki hafa verið meðal þeirra þjóða sem boðið var til aðildarviðræðna. Juncker, EVRQPA^ sem þá var í forsæti í ráðherraráði ESB, framfylgdi að sögn Yilmaz aðeins skipun Kohls. „Við krefjumst þess einfaldlega af Tyrklandi sem við krefjumst af öllum umsækjendum um ESB-að- ild - virðingar fyrir mannréttind- um, að allar landamæradeilur við nágrannaríki séu leystar og viður- kenningar á lög- sögu Alþjóða- dómstólsins í Haag,“ sagði Juncker. Hann bætti við að ekk- ert ESB-ríkj- anna 15 hefði samþykkt að að- ildarviðræður yrðu haftiar nú við Tyrkland. Tyrkneskir ráðamenn hafa á undanförnum mánuðum gagnrýnt þýzku stjórnina harkalega í sam- bandi við þessa ákvörðun ESB, en hún hefur ítrekað lagt áherzlu á að aðild að ESB standi Tyrkjum opin, svo fremi að þeir uppfylli að- ildarskilyrðin. Um helgina hvatti Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, Tyrki til að „aftengja sig ekki úr Evrópulestinni". I fyrradag lýsti talsmaður Tyrk- landsstjórnar því yfir að hún kærði sig ekki um að spilla frekar sam- bandinu við Þýzkaland vegna þessa máls. EFTA semur um fríverzlun við Kanada VONIR em bundnar við að viðræður um fríverzlunar- samning milli EFTA og Kanada verði til lykta leiddar fyrir lok þessa árs. Aftenposten greinir frá því að þessa dagana séu Norð- menn, síðastir EFTA-þjóð- anna fjögurra, að ganga frá tvíhliða samningum við Kanada og í sumar hefjist formlega viðræður í nafni allra EFTA-ríkjanna við Kanada- menn um fyrstu fríverzlunar- samninga samtakanna sem ná yfir Atlantshafið. I I ■ t r i t r i t i í r t I t i t r > t i i f i b
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.